Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 64
ALLT AÐ
50%
AFVÖLDUM
VÖRUM
Útsala
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
GLORY bekkur. Ýmsir litir.
Áður 15.900 kr.NÚ 10.900 kr.
RETINA skemill með geymslu. Ýmsir litir. 60 cm.
Áður 18.900 kr.NÚ 13.900 kr.
WESTON TVEGGJA SÆTA SÓFI
Bonded leður. L164 cm. Áður 159.900 kr.NÚ 127.900 kr.
20%
26%
30%
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir tæplega fimm árum sendi
Steinunn Helgu Hákonardóttir inn
sanna ástarsögu í ástarsögukeppni
í tengslum við Brúðkaupsblað
Morgunblaðsins og sigraði. Á
liðnu hausti betrumbætti hún sög-
una, fyllti í eyður og úr varð ævi-
sagan Saga um sigur mannsand-
ans og sanna ást, sem hún gaf
börnum sínum og nánum ætt-
ingjum í jólagjöf.
Ritun sögunnar fór fram í bak-
húsi í garðinum hjá Guðrúnu Evu
Mínervudóttur í Hveragerði og
tók um fimm vikur. Steinunn
hringdi í skáldkonuna og pantaði
húsið eftir að hafa horft á sjón-
varpsviðtal við hana, þar sem hún
greindi frá aðstoð sinni við fólk
sem vildi skrifa. „Ég varð alveg
heilluð,“ segir Steinunn, en bætir
við að tvær grímur hafi runnið á
hana þegar hún hafi verið búin að
koma sér fyrir með tölvuna við
eldhúsborðið í bakhúsinu. „„Hvað
er ég búin að koma mér út í?“
hugsaði ég með mér.“
Spilin á borðið
Reynslunni ríkari segist Stein-
unn hafa viljað skrifa bók fyrir
börnin sín, upplýsa þau um það
sem hún ein vissi, svo þau þyrftu
ekki að velkjast í vafa um hlutina.
„Ég byrjaði að safna steinum og
skrifa þegar ég var níu ára, hef
alltaf síðan haft mikla þörf fyrir
að skrifa, hef skrifað margar sög-
ur um álfa, huldufólk og ástina, en
aldrei leyft neinum að lesa skrifin
fyrr en nú,“ upplýsir hún. Til nán-
ari skýringar segir hún að eftir
andlát foreldra sinna hafi hún átt-
að sig á því að hún hefði viljað
spyrja þá um svo margt sem hana
hafi vantað svör við. „Þess vegna
ákvað ég að segja börnunum sög-
una mína.“
Steinunn eignaðist fyrst barn 18
ára, giftist Sigurði Stefánssyni,
barnsföður sínum, og bjuggu þau
saman í tvö ár. „Þá skildi leiðir,
við hittumst ekkert í 44 ár, en er-
um nú ánægð hjón.“ Í millitíðinni
var Steinunn gift öðrum manni í
34 ár og á með honum tvö börn.
Sigurður eignaðist einnig tvö börn
með annarri konu sinni en var
ekkjumaður þegar þau Steinunn
hittust aftur. „Ég var alltaf í sam-
bandi við foreldra hans og systur
en dóttir okkar hitti ekki pabba
sinn í öll þessi ár, ekki frekar en
ég.“
Tíminn í Hveragerði leið hratt.
„Umhverfið var ævintýri út af fyr-
ir sig, eins og að vera í drauma-
heimi, í annarri vídd, og það var
yndislegt að vera í bakgarðinum
og kjafta við hænurnar þeirra.“
Að loknum tveimur vikum af fimm
hafi Guðrún Eva reglulega komið
yfir og leiðbeint Steinunni í
klukkutíma í senn, lesið yfir það
sem hún hafi skrifað þann og þann
daginn og veitt henni innblástur.
„Guðrún Eva er himnesk og indæl
manneskja, góður kennari, fer
mjúku leiðina en er samt ákveðin.
Öll þessi hvatning og hlýja, þetta
hrós og umhverfi í bakgarðinum,
er stórkostlegt.“
Sagan er hispurslaus frásögn
frá æsku til efri ára. „Þetta er al-
gerlega ég,“ áréttar Steinunn og
leggur áherslu á að sambandið við
Sigurð sé þungamiðjan. „Þegar við
hittumst aftur kom í ljós að mis-
skilningur olli skilnaðinum.“ Stein-
unn útskýrir málavöxtu í bókinni
og segist vera komin á bragðið.
„Mig langar til þess að halda
áfram að skrifa og ætla í söng-
nám,“ segir hún. „Ég er komin á
þann aldur að mig langar til þess
að láta drauma mína rætast.“
Ástfangin af lífinu
Morgunblaðið/Eggert
Ástfangin Steinunn Helgu Hákonardóttir heldur áfram að skrifa.
Skilnaður vegna misskilnings Saman aftur 44 árum síðar
Aftur saman Guðrún Björg með foreldrum sínum, Steinunni og Sigurði.
Einar Örn Benediktsson listamaður mun veita gest-
um leiðsögn um sýninguna Gilbert & George: THE
GREAT EXHIBITION í kvöld kl. 20 í Listasafni Reykja-
víkur í Hafnarhúsi. Mun Einar segja frá einstaka
verkum og sýningunni út frá sínu sjónarhorni. „Eftir
að hafa búið um nokkurra ára skeið í
London þekkir hann borgina í þaula
og það umhverfi sem Gilbert &
George spretta úr,“ segir í
tilkynningu frá safninu og
að Einar hafi einnig góða
innsýn í það hvernig Gilbert
& George tali inn í dæg-
urmenningu og hvernig
þeir hafi haft áhrif á
strauma og stefnur í
tísku og tónlist. Upp-
bókað var í leiðsögnina í
gær en hún verður send
út í beinu streymi á fés-
bókarsíðu safnsins.
Einar Örn segir frá Gilbert & George
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 14. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Íslendingar hefja leik á HM karla í handknattleik í Egypta-
landi í kvöld þegar Ísland mætir Portúgal í höfuðborginni
Kaíró. Þjálfarar og leikmenn Íslands hugsa um einn leik í
einu eins og fram hefur komið. Ef við leyfum okkur hins
vegar að horfa lengra fram í tímann í mótinu má setja
dæmið þannig fram að leikurinn gegn Portúgal sé afar
mikilvægur í baráttunni um að komast í 8-liða úrslit
mótsins. Búist er við því að baráttan um efsta sætið í
F-riðli verði á milli Íslands og Portúgals. »55
Fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi
gæti reynst afar mikilvægur
ÍÞRÓTTIR MENNING