Morgunblaðið - 22.01.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fjögur ný kórónuveirusmit greind-
ust innanlands í fyrradag. Tveir
greindust í einkennasýnatöku og
hinir í sóttkvíarskimun. Ekki var vit-
að af neinu smiti á landamærunum
en einn beið niðustöðu mótefnamæl-
ingar og annar var með mótefni.
Bólusetning var hafin hjá 5.725
manns í fyrradag og henni lokið hjá
480 manns samkvæmt vefsíðunni
covid.is/bolusetningar. Bólusetning
var t.d. hafin hjá 37,2% þeirra sem
eru 90 ára og eldri og lokið hjá 4,8% í
þeim aldursflokki.
Starfsfólk Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins (HH) blandaði í
gærmorgun bóluefni frá Pfizer í
Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut.
Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur hjá HH, sagði að með
réttum sprautum væri hægt að ná
sex skömmtum úr hverju glasi. Það
er fimmtungi meira en náðist í byrj-
un með þeim sprautum sem fyrst
voru notaðar og munar um minna.
Þau í Orkuhúsinu fengu 180 glös í
þessari sendingu sem nægði í 1.080
skammta. Einnig fór bóluefni á
Landspítalann og út á land og var
blandað þar.
Sprauturnar sem starfsfólk HH
útbjó í gær voru fyrir fólk á hjúkr-
unarheimilum og sambýlum sem var
að fá seinni sprautuna. Einnig aðra
sem eru í dagdvöl, endurhæfingar-
innlögn og hliðstæðum úrræðum.
„Við reynum að ná til allra sem
eru komnir yfir áttrætt og njóta ein-
hverrar þjónustu hjá kerfinu,“ sagði
Margrét. Listinn yfir bólusetta er
svo borinn saman við þjóðskrá til að
sjá hverja er eftir að bólusetja í
hópnum. Haft er samband við þá og
þeim boðin bólusetning. Í gær var
eftir að bólusetja um 30 manns sem
fæddust á árunum 1920-1922.
Morgunblaðið/Eggert
Sprauturnar Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins setti rétta skammta af bóluefninu í sprautur dagsins.
Fimmtungi betri nýting
nú á bóluefninu frá Pfizer
Áfram haldið við bólusetningu elsta fólksins og annarra
forgangshópa t.d. á hjúkrunarheimilum og sambýlum í gær
Morgunblaðið/Eggert
Vandvirkni Hver dropi af bóluefni er dýrmætur og mikilvægt að vanda sig.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rauntímagreining á jarðskjálfta-
óróa til að greina náttúruvá á Ís-
landi, er heiti eins af níu verkefnum
sem hlutu öndvegisstyrki Rann-
sóknasjóðs árið
2021. Verkefnis-
stjórar eru Krist-
ín Jónsdóttir,
hópstjóri nátt-
úruvárvöktunar
hjá Veðurstofu
Íslands, Corentin
Caudron, IS-
TERRE í Gre-
noble í Frakk-
landi og Thomas
Lecocq við Royal Observatory í
Belgíu. Hver öndvegisstyrkur er allt
að 150 milljónir kr. á þriggja ára
tímabili.
„Við ætlum að þróa og innleiða
nýjan hugbúnað sem finnur sjálf-
virkt óróapúlsa sem núverandi kerfi
missa af í raun,“ sagði Kristín. Nú
eru óróapúlsar í jarðhræringum
greindir sjónrænt. Ætlunin er að
smíða sjálfvirkt kerfi sem finnur
slíka atburði, staðsetur þá og skráir.
„Þetta er eitthvað alveg nýtt. Við
getum ekki miðað við neitt annað
slíkt kerfi neins staðar í heiminum,“
sagði Kristín.
Jarðskjálftar verða við snöggar
sprunguhreyfingar í jarðskorpunni.
Bylgjurnar eru skarpar og vel
þekktar. „Með því að meta komu-
tíma þeirra getum við staðsett jarð-
skjálfta. Svo erum við með þróaðar
aðferðir við að reikna út hvað gerðist
í upptökum jarðskjálftans, hvort það
varð sigskjálfti, sniðgengisskjálfti
eða eitthvað annað. Við reiknum líka
út stærð jarðskjálftans og fleira. Að-
ferðir við að vinna úr jarðskjálfta-
gögnum eru orðnar mjög þróaðar en
nú ætlum við að finna aðferð til að
nýta samfelldu gögnin sem jarð-
skjálftamælarnir skrá enn betur,“
sagði Kristín. Við það á m.a. að beita
vélanámi og gervigreind eða svipuð-
um aðferðum og eru t.d. notaðar við
sjálfvirkar andlitsgreiningar.
„Við ætlum að finna atburðina
sem valda samfelldum titringi, oft á
þröngu tíðnibili, sem við köllum
óróaatburði eða óróapúlsa. Þessi
hristingur getur staðið frá nokkrum
mínútum og upp í nokkra daga.
Svona atburðir virðast verða af ýms-
um orsökum. Stóru skriðjöklarnir
valda t.d. titringi á vorin og við vilj-
um skilja betur hvað er að gerast
þar. Eins fáum við sterkan óróa í
tengslum við Skaftárhlaup. Svo vit-
um við að eldgosum fylgir órói og
hans verður líka vart í aðdraganda
eldgosa. Þess vegna er mikilvægt
fyrir vöktunina að við greinum öll
þessi merki,“ sagði Kristín.
Reiknað er með að verkefnið
standi í þrjú ár og bindur Kristín
vonir við að því verði lokið á þeim
tíma. Þrír nýdoktorar munu starfa
við verkefnið hér á landi. Tveir
þeirra eru á landinu og sá þriðji í
Frakklandi en hann mun væntan-
lega flytja hingað vegna verkefnis-
ins. Hluti hópsins hefur unnið að
öðru verkefni sem nú er að ljúka. Í
því uppgötvaðist t.d. jöklaóróinn
sem nú á að rannsaka betur.
Hanna sjálfvirka leit að óróapúlsum
Verkefni um rauntímagreiningu á jarðskjálftaóróa til að greina náttúruvá fékk öndvegisstyrk Þróa
og innleiða nýjan hugbúnað Finnur óróapúlsa, staðsetur og skráir Nýtir samfelld jarðskjálftagögn
Kort/Veðurstofa Íslands
Jarðskjálftar Kortið sýnir skjálftamæla og alla skjálfta frá ársbyrjun 2020.
Kristín
Jónsdóttir
Rannsóknasjóður mun veita
styrki til 82 nýrra verkefna á
þessu ári og hafa þau aldrei ver-
ið fleiri í sögu sjóðsins. Eins
hefur heildarupphæð sem út-
hlutað er aldrei verið hærri. Alls
bárust 402 umsóknir að þessu
sinni. Hlutverk sjóðsins er að
styrkja vísindarannsóknir og
rannsóknartengt framhaldsnám
á Íslandi. Sjóðurinn hefur starf-
að frá árinu 2004.
Styrkveitingar til nýrra verk-
efna árið 2021 nema 1,3 millj-
örðum króna. Þar eð verkefnin
eru almennt til þriggja ára verð-
ur heildarframlag til þeirra um
fjórir milljarðar. Auk nýrra verk-
efna koma tæplega tveir millj-
arðar til greiðslu á árinu vegna
styrkja til eldri verkefna.
Stærsta
úthlutunin
RANNSÓKNASJÓÐUR
Tíðni dauðsfalla á Íslandi yfir sein-
asta ár virðist hafa sveiflast töluvert
frá meðaltali dánartíðni seinustu
ára. Eurostat, Hagstofa Evrópusam-
bandsins, hefur borið saman þróun
dánartíðni í hverri viku á fyrstu ell-
efu mánuðum seinasta árs í löndum
Evrópu og á hvaða tímabilum hún
hefur verið frábrugðin dauðsföllum á
sama tíma á árunum 2016-2019.
Fjöldi látinna af völdum kórónuveir-
unnar hefur mikil áhrif á dánartöl-
urnar, á tímabilinu frá mars og til
loka október létust 297.500 fleiri ein-
staklingar í löndum ESB en á sama
tímabili á árunum á undan. Á Íslandi
fjölgaði dauðsföllum í fyrstu bylgju
faraldursins mest um 7,5% umfram
meðaltal fyrri ára. Yfir sumarmán-
uðina lækkaði dánartíðnin verulega
en í september og einkum október
fjölgaði dauðsföllum mikið á Íslandi
og voru í október 26,5% umfram
meðaltal seinustu ára. omfr@mbl.is
Dauðsföll árið 2020 á Íslandi og ESB meðaltal
Hlutfallsleg breyting frá meðaltali áranna 2016-2019
Ísland ESB meðaltal
Heimild: Eurostat
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt.
30%
20%
10%
0%
-10%
-20%
13,8%
24,9% 26,5%
17,1%
-21,1%
-5,7%
Dánartölur sveiflast