Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI Margt miður geðslegt sést ístjórnmálabaráttu en fátt ef nokkuð er jafn ógeðfellt og áreiti eða jafnvel árásir á fólk á heimilum þess. Sigurður Már Jónsson blaða- maður fjallar um þetta í pistli á mbl.is og segir þar frá mynd- bandi á Facebook sem sýni skilta- karlana svoköll- uðu mæta heim til fyrrverandi dómsmálaráðherra til að afhenda henni ósmekkleg póli- tísk skilaboð.    Sigurður Már nefnir fleiri dæmi,svo sem frá margra vikna um- sátursástandi við heimili fyrrver- andi borgarstjóra, sem þá var þing- maður Samfylkingarinnar, eftir fall bankanna. Dóttir þessa stjórnmála- manns lenti í skrílnum og settar voru upp „sýningar með afhend- ingu einhverra plagga,“ segir Sig- urður, sem bendir líka á að „Rík- issjónvarpið lét hafa sig í að taka þátt í þessu.“    Ríkisútvarpið gerði raunarmeira en bara það að mæta á staðinn og taka þátt í ófögnuðinum, stofnunin vísaði fólki beinlínis á heimili fólks til að stuðla að því að rjúfa friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu þess.    Þetta framferði stofnunarinnar,sem nýtur stuðnings almenn- ings hvort sem fólki líkar betur eða verr og er sögð gegna öryggis- hlutverki, hefur enn ekki verið rannsakað.    Stofnunin hefur ekki heldur beð-ist afsökunar á þessu fram- ferði. Ef til vill er það vegna þess að það er í raun óafsakandi. En líklega frekar vegna þess að stofnunin sér ekki nú frekar en þá nokkuð at- hugavert við þetta. Ógeðfelld pólitísk barátta STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Alexander og Aron voru vinsælustu nöfn nýfæddra drengja á árinu 2020 og Emilía var vinsælasta nafn stúlkna. Alls var 39 drengjum gefið nafnið Alexander og jafn margir drengir fengu nafnið Aron. 30 stúlkur voru skírðar Emilía. Þessar upplýsingar koma fram á vefsíðu Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, og eru byggðar á gögnum frá Hag- stofunni um vinsælustu nöfnin sem börn fengu á síðasta ári. Á eftir Alexander og Aroni á lista yfir algengustu nafngiftir drengja koma í þessari röð: Kári (31), Emil (27) og Viktor (26). Bríet (28) var annað vinsælasta nafnið sem stúlk- ur fengu í fyrra og því næst koma jöfn í þriðja sæti nöfnin Andrea (24) og Freyja (24) og Sara (24). Emilía, Aron og Alexander hafa verið meðal vinsælustu eiginnafna drengja og stúlkna á seinustu árum. Þannig voru t.d. Alexander og Em- ilía vinsælustu nöfnin á árinu 2016 og á árinu 2018 var flestum svein- börnum gefið nafnið Aron og voru þá Alexander og Emil í öðru sætinu. Á því ári var Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Á umliðnum áratug hefur Aron oftast verið vinsælasta eiginnafn drengja eftir fæðing- arárgöngum og Sara algengasta kvenmannsnafnið. omfr@mbl.is Þrjú nöfn halda toppsætunum  Emilía, Alexander og Aron vinsæl- ustu nöfn nýfæddra barna í fyrra Morgunblaðið/Golli Barn Nokkur nöfn hafa ár eftir ár verið í hópi hinna langvinsælustu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Kærunefnd jafnréttismála hefur úr- skurðað að Jafnréttisstofa hafi ekki brotið lög um jafna meðferð á vinnu- markaði við ráðningu í starf hjá stofn- uninni í fyrra. Kærandi, 69 ára kona, taldi að sér hefði verið mismunað á grundvelli aldurs við ráðninguna en 52 ára karlmaður fékk starfið. Jafnréttisstofa auglýsti starf sér- fræðings laust til umsóknar í ágúst á síðasta ári. Alls bárust 39 umsóknir um starfið en 13 umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Kærandi var ekki á meðal þeirra. Konan óskaði eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni sem hún fékk. Hún óskaði í kjölfarið eftir nánari skýr- ingum á samanburði umsækjenda. Í úrskurðinum eru rakin sjónarmið kæranda sem gerir alvarlegar at- hugasemdir við hæfnismat við ráðn- inguna, segir það „óvandað og hlut- drægt“. „Kærandi velti því upp hvernig það megi vera að þátttaka þess sem ráð- inn hafi verið um tveggja og hálfs árs skeið í áhugamannasamtökum um of- beldi karla gegn konum, þótt gagnleg geti verið, hafi verið metin 50% gild- ari en fagleg reynsla kæranda af upp- eldislegri og klínískri kynfræði í ára- tugi,“ segir í athugasemdum kæranda sem telur framhjá sér geng- ið: „Það sé vandséð hvaða þáttur ann- ar gæti útskýrt málið en aldur, sér- staklega í ljósi tiltölulega stuttrar grunnmenntunar, takmarkaðrar reynslu og ungs aldurs þess sem starfið hafi fengið. En ekki sé úti- lokað að eitthvað annað hafi ráðið för við meinta mismunun. Það verði von- andi leitt í ljós.“ Jafnréttisstofa hafnaði rökum kær- anda og sagði hvergi koma fram hvernig viðkomandi teldi sér mis- munað vegna aldurs. Kærunefndin segir í niðurstöðu að sú niðurstaða Jafnréttisstofu að sá sem starfið hlaut hafi staðið kæranda framar hafi verið byggð á málefnalegum for- sendum. Taldi sér mismunað á grundvelli aldurs  Kærði ráðningu Jafnréttisstofu  Lög ekki brotin Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jafnrétti Kvennafrídegi fagnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.