Morgunblaðið - 22.01.2021, Side 10

Morgunblaðið - 22.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 Lagersala EDDA HEILDVERSLUN Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run.is | eddaehf.is Föstudaginn 22. janúar kl. 14-18 Laugardaginn 23. janúar kl. 11-16 Tískufatnaður og heimilisvara Flottar vörur á frábæru verði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tveir stórir fóðurprammar sem Fiskeldi Austfjarða hefur fest kaup á frá Noregi og koma til starfa í vor verða rafknúnir, svo- kallaðir tvinnprammar. „Tvinn- prammar eyða minni olíu. Það sparar útgjöld og vinnur með um- hverfinu,“ segir Ólöf Rún Stefáns- dóttir, gæðastjóri Fiskeldis Aust- fjarða. Fóðurprammar eru í notkun all- an sólarhringinn, einn við hverja staðsetningu sjókvía. Hvert laxeld- isfyrirtæki er því með nokkra pramma í notkun. Hlaðið inn á rafgeyma Rafknúnir fóðurprammar ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti um fjórar klukkustundir á sólar- hring. Á þeim tíma fullhlaða þeir rafhlöður prammans. Áætlað er að með notkun á raf- knúnum fóðurpramma minnki olíu- notkun á eldistíma einnar kynslóð- ar af laxi í sjókví um 80 þúsund lítra og sparnaðurinn nemi 23,5 milljónum króna. Við það minnkar losun á gróðurhúsalofttegundum um 90%. Þá er betra fyrir starfs- menn að vinna um borð vegna þess að þar er minni hávaði og titringur sem fylgir notkun véla. Þessi tækni er að ryðja sér til rúms í Noregi og fleiri fiskeld- islöndum. Margir nýir prammar eru með þessa tækni og einnig er verið að breyta eldri fóðurprömm- um. Þá er aukning í að prammar fái rafmagn beint úr landi. Prammarnir sem Fiskeldi Aust- fjarða hefur fest kaup á eru frá ScaleAQ í Noregi og eru með stærstu fóðurprömmum sem hing- að hafa verið keyptir. Annar þeirra er af gerðinni Nova 600, er 30 metra langur, ber allt að 600 tonn af fóðri og er með möguleika á að gefa fóður samtímis í sextán kvíar. Í Berufirði og Fáskrúðsfirði Verið er að smíða prammana og er von á þeim hingað í byrjun maí. Ólöf Rún segir að þeir séu keyptir til að þjóna vaxandi starfsemi fyrirtækisins. Annar verður not- aður í Berufirði en hinn í Fá- skrúðsfirði. Tvinnprammar í eldið  Fiskeldi Austfjarða fær til sín í vor rafknúna fóðurpramma  Mun draga úr notkun dísilolíu og áhrifum á umhverfið Rafknúinn Nova 600-fóðurpramminn er 30 metra langur og 12 m breiður. Froskar hafa sést á litlu svæði í Garðabæ síðan 2017 samkvæmt fréttum og samfélagsmiðlum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um framandi tegundir. Þar kemur jafn- framt fram að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi ekki fengið eintak af tegundinni til þess að greining sé örugg. Útbreiðsla froskanna virðist afar takmörkuð og að mestu bundin við tvær íbúðagötur og talið líklegt að lítil tjörn sé á svæðinu. Ekki er talin hætta á að frosktegundin nái auð- veldlega meiri útbreiðslu hérlendis en það geti þó breyst ef einstakling- ar komast í stærri eða tengd vatna- kerfi, segir í skýrslunni. Skýrslan er tekin saman af Nátt- úrufræðistofnun fyrir Umhverfis- stofnun og fjallar um framandi teg- undir í straumvötnum, stöðuvötnum og strandsjó. Alls er fjallað um 36 framandi tegundir og af þeim eru sex taldar vera ágengar tegundir. Þær eru alaskalúpína, skógarkerfill, minkur, spánarsnigill, búrbobbi og húshumla. Úr fiskabúrum Búrbobbi er sniglategund sem lif- ir í ferskvatni og finnst bæði í renn- andi vatni og tjörnum. Hann fannst fyrst hérlendis í Fossvogslæk árið 1978 og finnst nú á höfuðborgar- svæðinu, Suðurnesjum og í Ölfusi en er bundinn við jarðhitaáhrif eða volgt frárennsli. Talið er að tegundin hafi borist út í náttúruna hérlendis úr fiskabúrum. Búrbobbi er ein af fáum tegundum hérlendis sem nú þegar hafa verið flokkaðar sem framandi ágeng tegund og því er fullt tilefni til þess að vel sé fylgst með útbreiðslu hans og áhrifum á líf- ríki hérlendis, segir í skýrslunni. Af framandi tegundum í strandsjó er grænn marhnútur nefndur til sögunnar. Hér við land var tegundin fyrst staðfest við Vatnsleysuströnd 2005 og ári síðar fannst hún tvisvar í fjörupollum á Seltjarnarnesi. Grænn marhnútur er ekki flokkaður sem ágeng tegund í öðrum löndum og hér við land er útbreiðsla hans hæg. Því er fremur ósennilegt að hann muni flokkast sem ágeng tegund hér á næstunni nema umhverfisbreyt- ingar eigi sér stað. Innflutningur ekki leyfður Sérstaklega er fjallað um kyrra- hafsostrur í skýrslunni og innflutn- ing á ostrum vegna ræktunar í Skjálfandaflóa. Árið 2019 var beiðni um ostruinnflutning hafnað af Um- hverfisstofnun með vísan til nei- kvæðrar umsagnar sérfræðinga- nefndar um framandi lífverur og rannsókna á ágengni tegundarinnar í nágrannalöndum okkar. Sagt er að helstu rök sérfræðinga- nefndarinnar hafi byggst á að hætta geti verið á að ostrur nái að fjölga sér og festa rætur fyrir norðan land og ógna líffræðilegri fjölbreytni á svæðinu. Mun fleiri umsóknum um innflutning á ostrum hafi verið hafn- að á sambærilegum grundvelli. aij@mbl.is Ljósmynd/Wikipedia Froskur Ekki er talin hætta á að tegundin nái auðveldlega meiri útbreiðslu hér og upplýsingar eru af skornum skammti. Ljósmynd/Wikipedia Búrbobbi Tegundin er flokkuð sem framandi og ágeng, en búrbobbi fannst fyrst hér á landi í Fossvogslæk árið 1978. Ljósmynd/Wikipedia Grænn marhnútur Hér á landi var tegundin fyrst staðfest við Vatnsleysuströnd 2005 og ári síðar fannst hún á Seltjarn- arnesi. Froskar í Garðabæ og grænn marhnútur  Fjallað um 36 framandi tegundir í nýrri skýrslu  Tilefni til að fylgjast vel með útbreiðslu búrbobba Matvælastofnun hefur ekki áður lent í sambærilegu tilviki og kom upp í byrjun þessa árs þegar tveimur ein- staklingum, sem þóttust vera starfs- menn stofnunarinnar, tókst að stöðva starfsemi hundagæslu. Atvikið hefur verið tilkynnt til emb- ættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra, en samkvæmt upplýsingum þaðan er umrædd hundagæsla á Ak- ureyri. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi MAST, sagðist í samtali við mbl.is í gær geta staðfest að beiðni um rann- sókn hefði verið send lögreglunni á Norðurlandi eystra. Fólkið kynnti sig sem starfsmenn MAST en var ekki með nein skilríki í fórum sínum því til sönnunar, eða í merktum fatnaði. MAST stöðvaði ekki starfsemi hundagæslunnar Hjalti segir aðspurður að málið hafi uppgötvast skömmu eftir þessa heim- sókn, þegar eftirlitsmenn MAST bönkuðu upp á hjá viðkomandi hundagæslumanni við eftirlit. Hjalti segir MAST ekki geta upplýst til hvaða aðgerða eftirlitsmenn hefðu gripið á staðnum, að öðru leyti en því að starfsemin hefði ekki verið stöðv- uð. Þóttust vera frá MAST  Létu loka hundagæslu á Akureyri  Komið til lögreglu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hundagæsla Starfsemi á Akureyri var stöðvuð af óprúttnum aðilum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.