Morgunblaðið - 22.01.2021, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
Landssamtök lífeyrissjóða telja að
raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða
hafi numið rúmlega 9% á nýliðnu
ári. Benda samtökin á að um áætlun
sé að ræða, endanleg niðurstaða um
uppgjör sjóðanna fáist ekki fyrr en
sjóðirnir skila ársreikningum sín-
um. Er það nokkuð minni ávöxtun
en árið 2019 þegar hún reyndist
11,8%. Tryggingafræðileg staða
sjóðanna miðar að því að sjóðirnir
nái að minnsta kosti 3,5% meðal-
raunávöxtun til lengri tíma litið og
því er ljóst að kerfið hefur bætt
tryggingafræðilega stöðu sína
verulega á síðustu tveimur árum.
Líkt og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu jukust erlendar eignir
sjóðanna talsvert á nýliðnu ári,
bæði vegna hækkana á eignamörk-
uðum og einnig vegna veikingar
krónunnar. Í lok nóvember síðast-
liðins voru erlendar eignir 34% af
heildareignum sjóðanna og hefur
það hlutfall aldrei verið hærra. Inn-
an skamms mun Seðlabankinn birta
tölur sem varpa ljósi á þróun er-
lendra eigna sjóðanna yfir allt árið
2020.
Þá skiluðu innlendar eignir einn-
ig góðri ávöxtun á árinu, þótt hækk-
anir hafi ekki verið eins miklar og á
mörkuðum erlendis.
Sé litið í baksýnisspegilinn, fimm
ár aftur í tímann, er meðalraun-
ávöxtun lífeyrissjóðanna 5,5%. Litið
lengra aftur eða um 10 ár er raun-
ávöxtunin 5,8%.
Ljósmynd/AFP
Hlutabréf Erlendir eignamarkaðir reyndust lífeyrissjóðunum happasælir.
Raunávöxtunin
að meðaltali 9%
Ávöxtunin var 11,8% árið 2019
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Er blaðran
ð trufla þig?a
● Þrívirk góðgerla
formúla
● Trönuberjaþykkni
● Inniheldur A-vítamín
sem stuðlar að
viðhaldi eðlilegrar
slímhúðar
22. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.91
Sterlingspund 177.56
Kanadadalur 102.22
Dönsk króna 21.134
Norsk króna 15.228
Sænsk króna 15.508
Svissn. franki 145.85
Japanskt jen 1.2513
SDR 187.04
Evra 157.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.9194
Hrávöruverð
Gull 1854.6 ($/únsa)
Ál 1951.5 ($/tonn) LME
Hráolía 56.07 ($/fatið) Brent
● Norður- og
Eystrasaltslöndin
hafa að eigin frum-
kvæði farið fram á
það við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn
að hann greini
helstu ógnir og
veikleika varðandi
peningaþvætti og
fjármögnun hryðju-
verka á svæðinu
með hliðsjón af hversu samofin fjár-
málakerfi landanna eru og sérstaklega
hve mikið er um að bankar starfi og hafi
tengsl yfir landamæri á svæði Norður-
og Eystrasaltslandanna. Frá þessu er
greint í frétt á vef Seðlabanka Íslands.
Þar segir einnig að með því að fá
sjónarmið sjóðsins, sem hafi orðspor
sem traustur og sjálfstæður ráðgjafi
um peningaþvætti og baráttuna gegn
fjármögnun hryðjuverka, gefist tæki-
færi til að greina áhættu á svæðinu í
heild, greina hvaða árangur hefur náðst
í að milda áhættu og gefa ráðleggingar
um framhaldið.
Sjóðurinn mun samkvæmt fréttinni
hefja úttekt sína í janúar 2021 og er
búist við að hann greini frá nið-
urstöðum sínum um mitt ár 2022.
Greiningin nær til Danmerkur, Eist-
lands, Finnlands, Íslands, Lettlands,
Litháen, Noregs og Svíþjóðar.
AGS greinir hættu á
peningaþvætti
Glæpir Sjóðurinn
greinir hættuna.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar, sem skipaður er þingmönn-
unum Óla Birni Kárasyni (form.),
Bryndísi Haraldsdóttur, Brynjari
Níelssyni, Ólafi Þór Gunnarssyni og
Willum Þór Þórssyni, tekur undir
þau áform fjármála- og efnahagsráð-
herra að selja hlut í Íslandsbanka og
skrá bankann á hlutabréfamarkað.
Telur meirihlutinn að margt bendi
til þess að nú sé hagfelldur tími til
þess að losa um 25-35% hlut í bank-
anum, m.a. í ljósi mikillar eftirspurn-
ar sem reyndist í hlutafjárútboði
Icelandair Group í september síðast-
liðnum en einnig vegna þess að
eignamarkaðir hafa hækkað mikið
undanfarin misseri.
Hagfelldur tími til að selja
Bendir meirihlutinn á í áliti sem
efnahags- og viðskiptanefnd hefur
sent ráðherra að úrvalsvísitala
Kauphallar Íslands hafi hækkað um
26% frá miðju síðast ári og hafi aldr-
ei verið hærri og þá hafi hlutabréfa-
verð þeirra banka sem skráðir eru á
markað hér á landi, Arion banka og
Kviku, hækkað verulega. Sömu eða
svipaða sögu megi segja erlendis frá
þar sem hlutabréfaverð hafi almennt
hækkað og það eigi einnig við um
markaðsvirði margra banka, m.a. á
Norðurlöndum.
Fyrrnefndur meirihluti áréttar í
áliti sínu atriði sem hann telur að
hafa verði í huga við sölu- og skrán-
ingarferli bankans. Þannig þurfi t.d.
að tryggja að hámark verði sett á
mögulegan hlut hvers tilboðsgjafa
og nefnir í því sambandi 2,5-3,0% af
heildarhlutafé bankans. Þá leggur
nefndin til að sett verði efri- og
neðrimörk á hversu stór hlutur verði
seldur í fyrstu atrennu. Nefnir
nefndin í því sambandi 25% að lág-
marki og 35% að hámarki. Miðað við
þá tillögu gæti hlutdeild stórtækustu
kaupenda numið u.þ.b. 10% af þeim
hlutabréfum sem boðin yrðu til
kaups, að því gefnu að ekki kæmi til
skerðinga á hlut þátttakenda af öðr-
um ástæðum. Nefnir nefndarmeiri-
hlutinn raunar að setja ætti reglu
sem tryggi að þeir tilboðsgjafar sem
leggi fram minnstu tilboð, a.m.k.
eina milljón eða minna, verði ekki
fyrir skerðingu ef umframeftirspurn
myndast í útboðinu. Meirihlutinn
gerir mögulega arðgreiðslu Íslands-
banka til núverandi eiganda, ríkis-
sjóðs, að umtalsefni. Segir þar að
samkvæmt upplýsingum nefndar-
innar gæti bankinn greitt 3 til 4
milljarða út án þess að ganga gegn
tilmælum fjármálaeftirlitsnefndar.
„Líklegt er að arðgreiðslan hafi
takmörkuð áhrif á væntanlegt verð á
þeim hlutum sem í boði eru og því
virðist skynsamlegt að bankinn
greiði arð áður en til útboðs kemur,“
segir í álitinu. Allir þingmenn stjórn-
arandstöðunnar í efnahags- og við-
skiptanefnd skiluðu hver sínu áliti.
Það eru þau Jón Steindór Valdi-
marsson (varaform.), Oddný G.
Harðardóttir, Smári McCarthy og
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Jón Steindór telur að ekki skuli selja
meira en fjórðungshlut í bankanum í
ferlinu. Þá vill hann að umframeft-
irspurn skuli ekki verða til skerðing-
ar á skráningum undir 10 milljónum
króna. Þá telur Jón Steindór að sex
mánuðum eftir frumútboð í bankan-
um skuli leggja formlegt mat á
hvernig til hafi tekist, m.a. með tilliti
til hlutabréfaverðs og breytinga á
hluthafahópi bankans. Vill hann að
ekki „verði tekin nein ákvörðun um
frekari sölu hluta í bankanum fyrr en
að loknu“ þessu mati.
Oddný G. Harðardóttir finnur
ferlinu flest til foráttu. bendir hún á
að ekki hafi farið fram nauðsynleg
umræða frá bankahruni um hvernig
almenningur vilji að bankakerfið
þróist í landinu. Hún segir mikla
óvissu uppi vegna heimsfaraldurs
kórónuveirunnar sem geti haft áhrif
á söluverð, þau fyrirtæki sem eigi í
viðskiptum við bankann eða hvaða
áhrif innlend fjárfesting í bönkum
hafi á hagkerfið í heild. Þá segir í
áliti hennar að undirbúningi að söl-
unni sé ábótavant.
„Aðeins eru rúm 11 ár frá því að
einkareknir bankar hrundu á Íslandi
með afar neikvæðum efnahagslegum
afleiðingum. Rannsókn á þeirri
einkavæðingu hefur ekki farið fram,
þrátt fyrir samþykki Alþingis á slíkri
rannsókn.“
Óljós ábati af söluferlinu
Smári McCarthy skilar ítarleg-
asta sérálitinu. Niðurstaða hans er
sú að hvorki fjármálaráðherra né
meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar hafi „fært sannfærandi rök
fyrir því að ábatinn [af sölu hlutar-
ins] sé mikill“ og að því sé „eðlilegt
að bíða með söluferli en nýta þess í
stað vorið til að meta hvaða skilyrði
þurfi að vera fyrir hendi til að ábati
af slíkri aðgerð verði mikill“. Sig-
mundur Davíð lýsir ekki andstöðu
við söluferlið sem slíkt en setur
marga fyrirvara við það. Bendir
hann t.d. á að mótsögn felist í því
þegar stjórnvöld tali um að mikil-
vægt sé að losa um eignarhlutinn til
þess að létta á skuldum ríkisins en að
á sama tíma hafi ríkisstjórnin lagt
fram „þingsályktunartillögu þar sem
opnað var á þann möguleika að nýta
afrakstur af sölu Íslandsbanka í
framkvæmdir við svokallaða borgar-
línu“.
Skynsamlegt að Íslandsbanki
greiði út arð fyrir söluferlið
Hver tilboðsgjafi geti ekki keypt stærri hlut en sem nemur 2,5%-3,0% í bankanum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisbanki Íslandsbanki komst í eigu ríkisins þegar kröfuhafar fallna Glitn-
is afhentu hann sem hluta af stöðugleikaframlagi við uppgjör búsins.