Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Vísindamenn hafa grafið upp feikn-
arstóra risaeðlu í suðvesturhluta
Argentínu. Er um að ræða 98 millj-
óna ára steingerving. Talið er að
hún hafi verið meðal stærstu risa-
eðla sem fundist hafa.
Steinrunnin löpp á stærð við
meðalstóran mann er talin hafa til-
heyrt grasætunni risastóru en
leggjarbeinin virðast 10-20 prósent
stærri en beinin sem fundust af
stærstu risaeðlu sem nokkru sinni
hefur fundist, Patagotitan may-
orum, að sögn vísindamanna við La
Matanza-háskólann.
Grasæturnar voru gríðarlega
háls- og halalangar og lifðu á
plöntulaufi. Munu þær hafa verið
stærstu skepnur sem nokkru sinni
hafa lifað á jörðunni.
Patagotitan mayorum, einnig frá
Argentínu, vó um 70 tonn og var 40
metra löng, eða sem svarar fjórum
strætólengdum.
Steingervingarnir risastóru upp-
götvuðust árið 2012 í Neuquen-
árdalnum og hófst uppgröftur þar
2015. agas@mbl.is AFP
Stærsta risa-
eðla sögunn-
ar fundin í
Patagóníu
Steingervingar í Argentínu vekja mikla athygli
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Joe Biden gaf í gær út tíu tilskipanir
til að styrkja sóknina gegn kórónu-
veirunni á fyrsta starfsdegi sínum
sem forseti Bandaríkjanna. Hefur
faraldurinn lostið Bandaríkin hart og
dregið rúmlega 406.000 manns til
bana og stórskaðað efnahags- og at-
vinnulíf. Bólusetningu verður hraðað
og aukinn kraftur færður í skimanir
við veirunni. Neyðarlögum verður
beitt til að auka framleiðslu á nauð-
synjavörum eins og andlitsgrímum
sem skylt verður m.a. að bera á flug-
völlum, í flugvélum og járnbrautar-
lestum auk opinberra bygginga.
Kynnti Biden áformin sem þjóðar-
stefnu og breytti þar með fyrri stefnu
stjórnvalda en forveri hans, Donald
Trump, lét einstökum ríkjum það eft-
ir að ákveða hvað þeim væri fyrir
bestu í veiruvörnum. Sætti stjórn
Trumps gagnrýni úr ýmsum áttum
fyrir að hafa aldrei náð tökum á far-
aldrinum. Um 24,5 milljónir Banda-
ríkjamanna hafa sýkst af veirunni.
Biden sór embættiseið í fyrradag á
tröppum þinghússins í Washington
og varaði þar við því að banvænasta
tímabil faraldursins væri að ganga í
garð, en nú hafa rúmlega 400.000
Bandaríkjamenn látist af völdum kór-
ónuveirunnar.
Biden kynnti í gær aðgerðaáætlun í
sjö liðum sem m.a. kveður á um skil-
virka dreifingu bóluefnis. Er það
stefna stjórnar Biden að ganga þurfi
hratt til verks og bólusetja 100 millj-
ónir manns fyrir lok apríl. Í því skyni
verða opnaðar sérstakar miðstöðvar
bólusetninga á íþróttavöllum og fé-
lagsheimilum.
Ákvað Biden að verja 1,9 milljónum
milljóna til aðgerðanna gegn veirunni
innanlands og verður opnuð sérstök
skrifstofa til að samræma aðgerðir í
glímunni gegn veirunni. Þar af verður
20 milljörðum dollara varið til kaupa á
bóluefni og 50 milljörðum til skimun-
ar fyrir kórónuveirunni.
Ganga aftur í WHO
Biden staðfesti einnig tilskipun um
að Bandaríkin hverfi aftur til aðildar
að Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
(WHO) og þar með þátttöku í víðtæku
alþjóðlegu stríði gegn kórónuveir-
unni. Sneri hann þar með við ákvörð-
un Trumps sem dró Bandaríkin út úr
WHO í tíð sinni.
Kreppa í atvinnumálum verður
næststærsta viðfangsefnið í upphafi
valdatíma Bidens. Nýjar upplýsingar
um auknar umsóknir um atvinnuleys-
isbætur þykja vera aðvörun um við-
sjárvert ástand. Um 900.000 nýjar
umsóknir um atvinnuleysisstyrk bár-
ust í síðustu viku eða fleiri en nokkru
sinni frá í fjármálakreppunni 2008-
2010, að sögn atvinnumálaráðuneyt-
isins í Washington. Frá áramótum í
fyrra hafa 78 milljónir manns sótt um
atvinnuleysisbætur.
Nokkrar tilskipanirnar í gær sneru
við ýmsum stefnumálum Trumps.
Þannig hefur Biden hætt við hina um-
deildu Keystone XL-olíuleiðslu og
múrinn við landamæri Texas sem átti
að stöðva ólöglega innflytjendur sem
stefndu til Bandaríkjanna. Hann
ákvað einnig að endurnýja aðildina að
Parísarsamkomulaginu í loftslags-
málum.
Öldungadeildin samþykkti í fyrri-
nótt að útnefna Patrick Leahy, demó-
krata frá Vermont, sem varaforseta
deildarinnar, en hefð er fyrir því að
starfsaldursforseti þess flokks sem
hefur meirihluta gegni starfinu.
Mun hann stýra fundum deildar-
innar þegar Kamala Harris varafor-
seti er vant viðlátin. Hann er 80 ára að
aldri og hefur meðal annars leikið
aukahlutverk í fimm kvikmyndum um
Leðurblökumanninn, en Leahy er
mikill aðdáandi ofurhetjunnar.
Segir veirunni nýtt stríð á hendur
Biden setur fram þjóðarstefnu gegn kórónuveirunni Stefnt að því að bólusetja 100 milljónir manns
á fyrstu hundrað dögum Bidens í embætti Bandaríkin taki aftur þátt í Parísarsáttmálanum og WHO
AFP
Til starfa Biden hófst handa strax eftir innsetningarathöfnina og undirrit-
aði fjölda tilskipana til að endurreisa bandarískt athafnalíf.
Framrás tímans getur verið harð-
neskjuleg mannslíkamanum. Nýjar
rannsóknir benda til þess að orsakir
megi finna – og hugsanlega lausn á
ýmsum kvillum og aldurstengdri
hrörnun. Vísindamenn hafa lengi vit-
að að vitsmunir hrörna eftir því sem
við eldumst og sérstakir öldrunar-
sjúkdómar, m.a. alzheimers, tengj-
ast bólgum. En þeir eru enn að af-
hjúpa nákvæmlega hvers vegna og
hvernig þetta gerist.
Í rannsókn sem skýrt er frá í tíma-
ritinu Nature er nákvæmlega sagt til
um hlutverk miðlandi hormóns sem
finnst í miklu meira magni í bæði
eldra fólki og músum en í yngri ein-
tökum þeirra. Þegar vakinn var girt-
ur af í eldri músum stóðu þær yngri
músunum á sporði í öllum athöfnum
sem reyndu á minni þeirra og rat-
færni. Hafði aukið hormónamagn
áhrif á efnaskipti í ónæmisfrumum,
svonefndum átfrumum, með þeim af-
leiðingum að þær geymdu orku
fremur en að neyta hennar. Það
svelti frumurnar og sendi þær í skað-
vænlega bólgukennda hraðferð
tengda vitsmunahrörnun og fjölda
aldurstengdra sjúkdóma.
Hormónið, protaglandin E2
(PGE2), „er megin-gangstillir alls
konar bólgutegunda, slæmra sem
góðra, og skilvirkni þess er háð því
að vissir frumuhópar virkist,“ segir
stjórnandi rannsóknarinnar hjá
Stanfordháskóla í Kaliforníu, Katrin
Andreasson, við AFP-fréttaveituna.
Hafi tekist að greina EP2-móttak-
arann og eftir það hafi verið skoðað
hvort með einhverri aðferð mætti
orka gegn neikvæðum áhrifum
hormónsins. Voru músum gefnar
tvær efnablöndur sem gátu afgirt
EP2-móttakarann og sneru þær við
efnaskiptavanda sem gerir vart við
sig í eldri átfrumum. Hljóp æskufjör
í mýsnar og skemmandi bólguvirkni
varð upprætt.
Samskonar áhrif komu fram í
músum sem var genabreytt með því
að fjarlægja EP2-móttakarann úr
frumunum. agas@mbl.is
Stöðva má aldurshnignun
Búið að greina hormón sem stýrir hrörnun mannslíkamans
Öldrunarhormón Kemur að því að
snúa megi aldurshrörnun við?