Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 16
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætla má að alls séu yfir300 þúsund stórhveli ínorðanverðu Atlantshafi.Langreyðar eru taldar vera um 47 þúsund og hnúfubakar nálægt 20 þúsundum, svo dæmi séu tekin. Byggt er á niðurstöðum ný- legrar talninga Norðmanna og tölum frá Íslendingum og Færeyingum frá 2015. Einhver skörun getur verið á milli svæða. Á hafsvæði frá ströndum Nor- egs, vestur fyrir Jan Mayen, langt norður í Barentshaf og að ströndum Grænlands norðan Íslands telja Norðmenn vera um 600 þúsund hvali af mörgum tegundum og stærðum. Af þessum fjölda eru um 150 þúsund stórhveli, en 450 þúsund minni dýr. Á því svæði sem Íslendingar telja, síð- ast 2015, má áætla að hafi verið um 160 þúsund stórhveli. Talningasvæði Norðmanna er stórt og er því skipt í sex minni ein- ingar og þeir ná að fara yfir það á 5-6 árum, en birta árlega vinnuskýrslur af einstökum svæðum. Niðurstöður liggja nú fyrir á hvalatalningum ár- anna 2014-18 og samkvæmt þeim hefur fjöldi hvala ekki breyst mikið í heildina í nokkurn tíma. Um 140 þúsund hrefnur Alls voru taldar um 100 þúsund hrefnur á norska svæðinu og var þær að finna vítt og breitt á svæðinu, meðal annars við Jan Mayen. Norð- menn leggja mikla áherslu á talningu á hrefnu m.a. með hagsmuni veiði- manna í huga. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að í þessum talningum Norðmanna hafi verið staðfest það sem áður kom fram í íslenskri talningu 2015 og 2016 að útbreiðsla hrefnu hafi að talsverðu leyti færst af íslenska landgrunninu og yfir á Jan Mayen-svæðið. Hann áætlar að hrefnufjöldinn í N- Atlantshafi, austan suðurodda Græn- lands og norðan Skotlands, geti verið um 140 þúsund dýr, og ekki hafi orðið marktæk breyting á heildarsvæðinu. Í samantekt á heimasíðu norsku hafrannsóknastofnunarinnar kemur fram að talin hafi verið um átta þús- und svínhveli (andarnefja og fleiri tegundir) og þau hafi einkum fundist á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Svalbarða. Hnúfubakar halda sig oft í stórum flokkum og var þá m.a. að finna við Bjarnareyjar og Hopen við Svalbarða þar sem þeir sækja m.a. í dýrasvif og loðnu. Alls voru taldir um tíu þúsund hnúfubakar, að því er segir í samantektinni. Af öðr- um stórhvelum má nefna að Norð- menn töldu tíu þúsund langreyðar og fimm þúsund búrhvali. Um 15 þúsund háhyrningar eru taldir vera á talningarsvæðinu, m.a. meðfram ströndum Noregs og í Nor- egshafi, þar sem þeir sækja í upp- sjávarfisk. Þá er talið að 250 þúsund hnísur hafi verið á norska svæðinu og 200 þúsund höfrungar. Gísli segir að þegar komi að hvalatalningum sé talað um svæði Norðmanna í Atlantshafinu sem norðaustur-svæðið. Íslenska svæðið er hins vegar kennt við Mið-Norður- Atlantshaf og nær frá suðurodda Grænlands um Ísland, Færeyjar og til Jan Mayen í austri, en eyjan til- heyrir þó norska talningarsvæðinu. Hvalir eru einnig taldir við Færeyjar og Grænland og þá í samvinnu við Ís- lendinga. Hann segir að stór hvalatalning hafi farið fram hér við land 2015, en vegna aðstæðna hafi hrefnur verið taldar á landgrunni Íslands ári síðar. Nú sé fyrirhugað að fara næst í stóra hvalatalningu hér við land 2023. Það sé í efri mörkum reglna Alþjóðahval- veiðiráðsins um hvalatalningar, því fari talningar ekki fram innan átta ára gæti það leitt til skerðinga á veiðikvóta. Yfir 300 þúsund stór- hveli í N-Atlantshafi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Blástur Steypireyður við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfanda. Talning 2015 Eftirfarandi niðurstöður fengust í hvalatalningu Íslend- inga og Færeyinga 2015 og á hrefnu 2016. » Steypireyður 3.000. » Langreyður 36.773. » Sandreyður 10.300. » Hrefna á Mið-Norður- Atlantshafssvæðinu 42.515. » Hrefna á íslenska land- grunninu 14.000. » Hnúfubakur 9.867. » Búrhvalur 23.166. » Andarnefja 19.974. » Háhyrningur 14.611. » Marsvín (grind) 344.148. » Hnísa 43.179. » Hnýðingur 159.000. » Leiftur (höfrungategund) 131.022. 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Útlend-ingastofn-un hefur birt upplýsingar um umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi á liðnu ári, þróun síð- ustu ára og samanburð við Norðurlönd. Athygli vekur að hvergi á Norðurlöndunum er jafn mikið af slíkum umsóknum og hér á landi sé miðað við höfðatölu. Hér á landi eru sex- falt fleiri sem sækja um vernd en í Noregi og Danmörku, þre- falt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð. Þegar haft er í huga að þessum málum fylgir mikill kostnaður, bæði vegna afgreiðslu þeirra og uppihalds umsækjendanna, er ljóst að þarna er um mikinn vanda að ræða. Þróunin á milli ára gefur þó ákveðnar vonir, því að umsókn- um um vernd hefur fækkað talsvert á síðustu árum, en þær voru engu að síður 654 á liðnu ári sem er mikill fjöldi fyrir fá- menna þjóð. Þá er jákvætt að afgreiðslutími hefur almennt styst, en sú stytting gengur þó afar hægt og enn er kerfið rúma fjóra mánuði að meðaltali að afgreiða hvert mál, sem er afar sérkennilegt þegar horft er til samsetningar umsækj- endanna. Af 654 umsækjendum töldust 38 frá öruggu upprunaríki og hefði því átt að vera hægt að snúa þeim heim á leið hratt. Meirihlutinn, 331, hafði þegar fengið vernd í öðru ríki og sá hópur ætti líka að geta horfið hratt til þess ríkis í stað þess að dvelja hér mánuðum saman. Þar sem um- sækjendum fækkaði um fjórð- ung á milli ára, fækkaði um svipaða hlutfallstölu þeim sem fengu þjónustu í vernd- arkerfinu og voru þeir 445 í fyrra. Þetta er engu að síður umtalsverður fjöldi og óvíst hver þróunin verður á næstu árum því að ætla má að kór- ónuveirufaraldurinn hafi haft nokkuð um þessa fækkun um- sækjenda að segja. Má raunar furðu sæta að jafn margir hafi sótt um og raun ber vitni miðað við fækkun flugferða og ferða- hömlur og þá staðreynd að fækkun umsókna í fyrra var heldur meiri annars staðar á Norðurlöndunum. Áhyggjum veldur einnig að fleiri umsækjendur fengu já- kvæða niðurstöðu umsóknar en nokkuð annað ár á undan, sam- tals 528, samkvæmt upplýs- ingum Útlendingastofnunar. Það er þess vegna hætta á að þegar faraldrinum slotar fjölgi umsóknum og jákvæðum af- greiðslum verulega verði ekk- ert að gert. Íslendingar vilja vera gestrisnir og hjálpsamir, en augljóst er að Ísland hefur ekki burði til að taka við marg- falt fleiri umsækjendum um al- þjóðlega vernd en aðrar Norð- urlandaþjóðir gera. Hér verður að grípa til aðgerða áður en í mikið óefni er komið. Flestir sem hingað koma hafa fengið vernd í öðru ríki} Útlendingamál Brexit-deilurnarafhjúpuðu hversu dýru verði Bretar keyptu inn- göngu í ESB á sín- um tíma (með öðru nafni þá). Nú er að því fundið í Bretlandi að er- lendu ríkin sem komust yfir sjávarútvegsréttindi þeirra, sem hvorki réttlæti né al- þjóðalög stóðu til, fái 5 ára að- lögunartíma til að skila því sem tekið var! Það verður að segja að virð- ist billega sloppið þegar hugsað er til þess hve litlu munaði að stjórnmálalegir svikahrappar næðu að eyðileggja útgöngu- ákvörðun bresku þjóðarinnar. Á sama tíma berast þær fréttir frá Spáni að hinir um- boðslausu herrar í Brussel ætli að notfæra sér að aðildarlöndin séu í neyð sinni að fá veirustyrk úr sameiginlegum sjóðum til að kúga Spán til að breyta út- reikningum lífeyrisgreiðslna í landinu þannig að milljónir manna þar í landi tapi verulegu framfærslufé sem þær mega síst við. Nú er það svo að það verða engir fjár- munir til í stein- höllunum í Brussel. Fjármunirnir sem notaðir eru til að „hjálpa aðild- arlöndunum“ koma frá þeim sjálfum, en auðvitað ekki í sömu hlutföllum og þau greiddu inn. Bretar greiddu með sér allan sinn tíma og hefðu Íslendingar ekki sloppið úr gildrunni sem hreina vinstri- stjórn hjúanna lagði fyrir þá í nafni „bankahruns“ þá hefði Ís- landi verið gert að borga með sér til annarra ESB landa um ár og síð. Og bresku afhjúp- anirnar sýna einnig, að furðutal aðildarsinna á vinstristjórn- arárunum um að sjávarútvegi Íslendinga yrði hlíft, var ein- ungis ómerkilegar blekkingar loddara. En ASÍ-fólk, sem dinglar með Samfylkingu í liði, mun vonandi átta sig á því áður en það er um seinan, að kommiss- arar í Brussel snúa hiklaust upp á hendur einstakra þjóða í lífeyrismálum þyki þeim það henta. Það þarf aðeins að hafa opin augu til að sjá í gegnum vef blekkinga} Sporin hræða víða Í slandsbanki er verðmæt eign í eigu al- mennings. Hann varð eign ríkissjóðs í uppgjöri um stöðugleikaframlög föllnu bankanna eftir efnahagshrunið 2008. Það var ekki síst fyrir einbeitni og festu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og ríkisstjórnar hans, sem bankinn varð almenningseign og mikil- vægt skref stigið í því að koma þjóðinni út úr hruninu. Ríkisstjórnin áformar að selja um 25% hlut hið minnsta á næstu mánuðum. Salan ber nokkuð brátt að í miðri efnahagslegri óvissu veirufaraldursins. Stjórnarflokkunum, Sjálf- stæðisflokki, Framsókn og VG, sýnist mikið í mun að selja fyrir kosningar. Eignarhald ríkisins á tveimur af þremur við- skiptabönkum landsins er ekki heppilegt. Það getur haft neikvæð áhrif að ríkið eigi svo stór- an hlut og því fylgir áhætta. Opinbert eignarhald á fjár- málafyrirtækjum er talsvert minna annars staðar á Norð- urlöndum. Það sem einkennir íslenskan fjármálamarkað er að hann er fákeppnismarkaður og bankarnir eru hver öðrum líkir. Það er hagur almennings að breyta því. Aukin samkeppni á bankamarkaði stuðlar að lægri vöxtum, lægri þjónustugjöldum og nýjungum. Slíkum markmiðum er best náð með því að erlendur banki myndi hefja hér starf- semi. Það yrði einnig til þess að efla traust á íslenskum fjármálamarkaði. Draga þarf úr aðgangshindrunum sem eru hér á landi til þess að laða að erlendan banka. Almenningur virðist ekki sérlega áhugasamur um áform ríkisstjórnarinnar um sölu Íslandsbanka. Það er skiljanlegt í ljósi þess sem á undan er gengið. Traust á innlendum fjármálamarkaði hefur ekki verið mikið. Regluverk og eftirlit hefur hins vegar verið bætt að nokkru eftir efna- hagshrunið. Það eru því minni líkur á að nýir eigendur geti tileinkað sér sömu vinnubrögð og ríktu í aðdraganda hrunsins. Mestar líkur eru á því að lífeyrissjóðirnir kaupi stóran hlut í bankanum. Færa má rök fyrir því að það sé ekki æskilegt. Sjóðirnir eru orðnir mjög um- svifamiklir í fjárfestingum í atvinnulífinu og eiga nú þegar umtalsverðan hlut í Arion banka. Sala bankans má ekki leiða til þess að við endum með bankamarkað sem er með veikari samkeppnisgrundvöll en hann er í dag. Skynsamlegt að bíða þar til efnahagslegri óvissu er eytt Miðflokkurinn telur að bíða eigi með sölu Íslandsbanka þangað til óvissa um efnahag bankans liggur fyrir og end- urreisn hagkerfisins er hafin. Eins og áður segir er æski- legt að fá erlendan fjárfesti, t.d. norrænan banka. Í miðjum veirufaraldri eru minni líkur á því og mögulegum kaupendum fækkar. Hámarksverð verður að fást fyrir þessa verðmætu eign fólksins í landinu. Söluandvirðið ætti síðan að nýta til að ráðast í arðsamar framkvæmdir eins og í samgöngum. Skuldir ríkissjóðs þarf einnig að minnka. Birgir Þórarinsson Pistill Bankasala á óvissutímum Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis. birgirth@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.