Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 30

Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Torfufell 26, Reykjavík, fnr. 205-3135 , þingl. eig. Jónas Rúnar Sigfússon, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 10:00. Rjúpufell 15, Reykjavík, fnr. 205-3161 , þingl. eig. Jónas Rúnar Sigfússon, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 10:30. Gaukshólar 2, Reykjavík, fnr. 204-8675 , þingl. eig. Margrét Rósa Ei- narsdóttir, gerðarbeiðandi Samskip hf., þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 11:00. Rauðás 16, Reykjavík, fnr. 204-6285 , þingl. eig. Guðný Erla Fanndal, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 11:30. Njörvasund 34, Reykjavík, fnr. 202-0722 , þingl. eig. Rafn Rafnsson og Sif Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður, Reykjavíkurborg, TM hf. og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 13:30. Njörvasund 34, Reykjavík, fnr. 202-0723 , þingl. eig. Sif Si- gurðardóttir og Rafn Rafnsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Landsbankinn hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og TM hf., þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 13:40. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 21 janúar 2021 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Jórunnarstaðir, Eyjafjarðarsveit, fnr. 215-9023 , þingl. eig. Magnús Þór Magnússon og Elmar Þór Magnússon, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 14:10. Ásgarður lóð, Svalbarðsstrandarhr, fnr. 216-0123 , þingl. eig. Húseignir ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 11:00. Melasíða 2, Akureyri, fnr. 214-9056 , þingl. eig. Verdicta slf., gerðar- beiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Melasíða 2 a-j,húsfélag, þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 10:10. Litlahlíð, Eyjafjarðarsveit, fnr. 215-9941 , þingl. eig. Anna Hafdís Theodórsdóttir og Friðrik Sigtryggur Bjarnason, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 21. janúar 2021 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Zumba Gold kl.10:30, NÝTT NÁMSKEIÐ BYRJAR Í DAG - Kaffi kl.14:30 - Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar og skráning í síma 411-2701 & 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:15-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Dansleikfimi í sjálandsskóla kl. 16:00 og 16:45. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum og virða 2 metra athugið grímuskylda í Jónshúsi. Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8:30 og 9:30. Bingó á miðvikudögum kl. 13:00. Handverk á miðvikudögum kl. 13:00. Píla á fimmtudögum kl. 13:00. Línudans á föstudögum kl. 10:00 og 11:00. Grýmuskilda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Prjónakaffi kl. 13:15 í salnum, við sköpum notalega stemningu við snarkandi arin-eld. Kaffi- salan ,,Kaffi og krásir er opin alla virka daga frá kl. 14:30 - 15:30. Seltjarnarnes Kaffikrókurinn er eingöngu opinn fyrir íbúa Skólabrautar. Vonandi styttist í að almenn dagskrá geti farið af stað fyrir alla. Þangað til, sýnum þolinmæði og förum að reglum. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Vantar þig fagmann? FINNA.is með morgun- nu Smá- og raðauglýsingar Mig langar til að skrifa nokkur orð um vin minn Ásgeir Júlíus Ásgeirsson, en okkar kynni hófust þegar ég fór að ástunda búddisma fyrir tæpum fjörutíu árum. Ásgeir var þá í forsvari fyrir búddistasam- tökin á Íslandi. Við vorum ekki mörg sem ástunduðum búddisma á Íslandi á þeim tíma. Öflugt starf og félagslíf voru engu að síður einkennandi fyrir starfsem- ina og þótt sum okkar hafi helst úr lestinni með árunum og horfið úr starfi samtakanna hefur vin- áttan og kunningsskapurinn haldist alla tíð. Ásgeir, eða Ásgeir leiðtogi eins og hann var oft kallaður, var bæði hrifnæmur og listrænn. Milli þess sem hann stóð fyrir fræðslu á fundum las hann gjarn- an upp ljóð, einkum eftir Einar Benediktsson, og gítarinn var aldrei langt undan. Ásgeir var lærður prentsmiður og vann Ásgeir Júlíus Ásgeirsson ✝ Ásgeir JúlíusÁsgeirsson fæddist 5. júní 1951. Hann lést 5. september 2019. Útför hans fór fram 2. október 2019. lengi við sitt fag en sneri sér svo að gerð skemmtilegra list- muna úr tré sem hann varð seinna þekktur fyrir. Óhætt er að segja að mikið listfengi sé í ætt Ásgeirs. Faðir hans Ásgeir Júl- íusson var auglýs- ingateiknari og myndlistarmaður og systir hans Ingibjörg er lista- kona. Þá lagði Helgi Valur, sonur Ásgeirs og Pálínu Gestrúnar Sig- urjónsdóttur, fyrir sig tónlist og elsti sonurinn Ásgeir Jón, sem Ásgeir eignaðist með Ólafíu Jónsdóttur, er myndlistarmaður, en hann bjó hjá okkur fjölskyld- unni til skamms tíma. Ég er svo lánsöm að hafa daglega fyrir aug- unum verk eftir bæði Ásgeir Jón og Ingibjörgu uppi á vegg heima hjá mér. Það var yndislegt að fá að kynnast ástvinum Ásgeirs. Móðir Ásgeirs, Guðrún (Rúna) Guð- mundsdóttir, varð góð vinkona okkar hjóna. Hún bjó í svörtu fal- legu húsi við Vesturgötu í Hafn- arfirði. Það stakk svolítið í stúf við önnur hús þarna, dálítið jap- anskt fannst mér alltaf. Það mætti kannski segja að það hafi verið eins konar fyrirboði því síð- ar gekk Ásgeir að eiga Mayumi Yamada frá Japan. Við áttum margar góðar stundir saman og mér er minnisstætt þegar þau hjónin og börn þeirra Trausti og Ingunn fengu einu sinni að gista hjá okkur fjölskyldunni í nokkrar nætur áður en þau ferðuðust til Japan. Sonurinn á heimilinu tók sig þá til og eldaði kakósúpu handa krökkunum en þetta er ef- laust í fyrsta og eina skiptið sem hann hefur látið að sér kveða eld- húsinu. Nú eru þessi sömu börn orðin fullorðin. Svona líður tím- inn. Seinna kynntist Ásgeir Helgu Jónsdóttur. Þau bjuggu saman í Grindavík um tíma en fluttu fyrir nokkrum árum til Svíþjóðar þar sem þau keyptu hús nálægt æskuvini Ásgeirs, Bjarna, og Regínu konu hans. Þau höfðu bæði búið í Svíþjóð áður en þau kynntust og skömmu áður en þau fluttu út komu þau við til að kveðja okkur. Ekki hvarflaði þá að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem ég berði Ásgeir augum. Kæri Ásgeir, takk fyrir sam- fylgdina. Við vorum ekki alltaf sammála en við vorum sannar- lega vinir gegnum súrt og sætt og ég met mikils allt það sem þú kenndir mér í lífinu. Árin í sam- tökunum voru einstakur skóli. Ég votta Helgu, börnum Ás- geirs, barnabörnum, Pálu, Ma- yumi og öðrum aðstandendum og vinum samúð mína. Anna Leósdóttir. ✝ Elín Stella Sig-urðardóttir fæddist í Kópavogi 29. apríl 1952. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 10. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Magnús Jónsson, f. 23. september 1923, d. 13. ágúst 1988, og Pálína Jóhannesdóttir, f. 2. apríl 1925, d. 13. maí 2013. Stella var þriðja í röð tíu systk- ina en hin eru: Jón Haukur, f. 1949, Benedikt Tryggvi, f. 1951, Erla Sigurlín, f. 1955, d. 1957, Jóhannes Ómar, f. 1956, d. 2018, Sölvi Ellert, f. 1958, Ása Líney, f. 1959, d. 2011, Helgi Guðmundur, f. 1960, Ein- ar Már, f. 1965, og Guðrún Fanney, f. 1966. Eiginmaður Stellu er Helgi arfirði. Börn þeirra eru: Theo- dór Elvis, f. 2010, og Ólafur Flóki, f. 2013. Stella ólst upp í Kópavogi en flutti til Reykjavíkur þegar hún hóf nám í hárgreiðslu við Iðn- skólann í Reykjavík. Vann hún við fagið í nokkur ár eftir út- skrift áður en hún hóf störf hjá Sparisjóði Kópavogs. Hún starf- aði hjá bankanum meirihluta starfsævinnar, fylgdi honum í gegnum ýmsar breytingar og lauk starfsferlinum sem þjón- ustufulltrúi hjá Íslandsbanka. Stella og Helgi kynntust árið 1972 og stofnuðu heimili á Þórsgötu í Reykjavík. Þau fluttu í Kópavoginn árið 1976 þar sem þau bjuggu til ársins 2018. Þá festu þau kaup á rað- húsi á Selfossi og færðu sig þannig nær sumarbústaðnum sínum í Haukadal þar sem þau eyddu miklum tíma. Útför Stellu fer fram frá Sel- fosskirkju 22. janúar 2021 klukkan 14. Steymt verður frá útför: https://promynd.is/elinstella Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Hauksson, f. 19. september 1952. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau eru: 1) Erla Hlín, f. 1975, í sambúð með Sveini Guð- mundssyni, f. 1982. Þau eru búsett í Kópavogi. Börn Erlu eru: Sunna Hlín, f. 2000, og Orri Þór, f. 2004. Barn Sveins er Guðmundur, f. 2005. 2) Sigurður Heiðar, f. 1978, í sambúð með Söru Jóns- dóttur, f. 1977. Þau eru búsett í Danmörku. Börn þeirra eru: Patrik Nói, f. 2008, og Elva Ka- milla, f. 2010. 3) Sigrún Ella, f. 1989, í sambúð með Finnboga Jökli Péturssyni, f. 1988. Þau eru búsett í Reykjavík. Sonur Helga er Ólafur Daði, f. 1982, í sambúð með Olgu Möller, f. 1988. Þau eru búsett í Hafn- Steinn við hafið. Stormur. Brim. Syngjandi steinn. Og síðan þögnin. (Hjörtur Pálsson) Þetta stutta ljóð kom í huga minn eftir að sorgleg tíðindi um lát Elínar Stellu Sigurðardótt- ur, mágkonu minnar, bárust mér. Í ljóðinu les ég harminn, átökin, vonina og höggið sem hún og nánustu fjölskyldumeð- limir hafa þurft að upplifa við veikindi sem stóðu skamma stund. Stellu kynntist ég þegar Ása Líney, systir hennar, kynnti mig fyrir henni fyrst allra í fjölskyldu þeirra fyrir rúmum 40 árum. Nú eru þær systur, sem voru svo nánar, lík- lega farnar að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir tæpum 10 árum er Ása féll frá og Jóhannes bróðir þeirra verð- ur áreiðanlega með þeim en hann kvaddi síðari hluta árs 2018. Stella var mjög opin og fé- lagslynd. Hún passaði vel upp á tengsl við fjölskyldu sína og ættmenni og var, má segja, í forsvari fyrir sinn ættlegg þeg- ar kom að skipulagi ættarmóta í föður- og móðurlegg. Stella tilheyrði stórum systkinahópi sem hittist um árabil í skötu á Þorláksmessu, í jólaboðum, af- mælum og við önnur hátíðleg tilefni. Skötuboðin voru í fyrstu á heimili foreldranna en þegar því lauk opnuðu Stella og Helgi heimili sitt fyrir skötuveisluna. Það var nú ekki alveg sjálfgefið að hver sem er væri tilbúinn til þess, ilmsins vegna. Minnisstæðar eru mér jeppa- ferðir okkar Stellu, Helga og Ásu sem við fórum í, meðal annars um Vestfirði, Austur- land og vítt og breitt um fjöll og firnindi. Stundum var látið reyna á farartækin, hóflega þó, með fyllstu aðgát enda komum við alltaf án áfalla úr okkar ferðum. Þegar haldið var á svæði á afréttum Rangárvalla- og Ár- nessýslna kom sér vel í upphafi og lok þeirra ferða að fá að halda til á sumarbústaðalandi Helga og Stellu í Haukadal vestan undan Bjólfelli þar sem þau byggðu sér sumarbústað í gróðurvin í miðri uppblásinni malarsléttu. Allt var þar gert af vandvirkni og nákvæmni, hægt og bítandi, og náttúran látin njóta alls vafa í hverju sem var gert. Þeim var umhugað um að hlúa að þeim viðkvæma gróðri sem þar var og það hefur borið góðan árangur. Um verslunar- mannahelgar stóðu þau fyrir fjölskyldumóti í Haukadal sem sló út aðrar yfirauglýstar úti- samkomur víða um land því að í Paradísinni var allt sem þurfti, söngur, gítar, varðeldur, grillið, gleði og gaman. Stella og Helgi fluttu fyrir skömmu úr Kópavogi í Akra- land á Selfossi. Þar með stytt- ist leiðin í Haukadalinn, sælu- staðinn. Það er sárt til þess að hugsa að þau hafi ekki fengið lengri tíma saman til að njóta lífsins á þeim fallega stað eins samrýmd og þau voru í öllu því sem þau gerðu. Í lok ferðar þakka ég Stellu fyrir allar samverustundirnar. Helga, börnum og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð. Þorgrímur Óli Sigurðsson. Elín Stella Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.