Morgunblaðið - 22.01.2021, Page 34

Morgunblaðið - 22.01.2021, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 ÚKRAÍNA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Ragnar Sig- urðsson er mættur til Úkraínu þar sem hann vonast til þess að núll- stilla sig eftir erfitt ár í Danmörku. Miðvörðurinn, sem er 34 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið við úrvalsdeild- arlið Rukh Vynnyky frá borginni Lviv en liðið er í tólfta og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 9 stig, stigi frá fallsæti. Ragnar kemur til Rukh Vynnyky frá FC Kaupmannahöfn en varn- armaðurinn á að baki farsælan at- vinnumannaferil í Svíþjóð, Dan- mörku, Rússlandi og Englandi en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2007 frá uppeldisfélagi sínu Fylki. „Mér líst virkilega vel á þessi skipti til Úkraínu þar sem ég þekki þjálfarann Ivan Fedyk mjög vel eftir að hafa unnið með honum hjá Krasnodar í Rússlandi á sínum tíma,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið en Fedyk var aðstoð- arþjálfari Krasnodar þegar Ragnar lék með liðinu frá 2014 til 2016. „Það var hann sem fékk mig hingað og það hefði í raun aldrei komið til greina hjá mér að fara til Úkraínu ef hann væri ekki að þjálfa hérna. Hann kom liðinu upp í efstu deild á síðasta vetur og þegar þú ert nýliði í efstu deild er markmiðið fyrst og fremst að halda sæti sínu í deildinni. Mér fannst það ótrúlega skemmtileg áskorun að koma hing- að og hjálpa honum og liðinu í því. Ég er búinn að mæta á nokkrar æf- ingar hjá félaginu og það eru miklir hæfileikar í leikmannahópnum. Strákarnir hérna eru mjög tekn- ískir og ég er virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Klúbburinn vonast til þess að geta nýtt þá reynslu sem ég hef inni á vellinum sjálfum en maður er kannski ekki að fara bregða sér í eitthvert sérstakt leiðtogahlutverk í klefanum sjálfum þar sem ég tala ekki tungumálið. Persónulega hef ég aldrei litið á sjálfan mig sem einhvern svakalegan leiðtoga í klef- anum enda ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í í gegnum tíðina. Fyrir mér hefur þetta alltaf bara snúist um það að skila sínu á vell- inum og ég er kominn hingað til Úkraínu til þess að gera akkúrat það,“ bætti Ragnar við. Náði aldrei neinum takti Ragnar, sem lék með FCK frá 2011 til 2014, sneri aftur til félags- ins í janúar á síðasta ári en kom að- eins við sögu í fjórum leikjum með liðinu í öllum keppnum á leiktíðinni. „Það fór ekkert eins og ég hafði hugsað mér eða vonast eftir hjá FC Kaupmannahöfn. Ég var ekki í neitt svakalega góðu formi þegar ég kom til Kaupmannahafnar og strax í fyrstu æfingaferðinni tóku sig upp einhver smávægileg meiðsli hjá mér. Svo var öllu skellt í lás í Rússlandi þar sem konan mín var kasólétt og hún sat því föst í Moskvu. Hún mátti ekki einu sinni heimsækja móður sína í Volgograd og það var allt lokað í Danmörku líka. Einhvern veginn tókst mér samt að koma henni til Íslands þar sem fjölskylda mín og vinir gátu stutt við bakið á henni. Ég var virkilega stressaður yfir þessu öllu saman og missti til að mynda af fæðingu dóttur minnar sem bæði tók á og sat í mér. Ég sneri svo aftur í liðið þegar ég var orðinn heill heilsu og fékk sem dæmi tækifæri gegn Celtic í Evrópudeildinni en meiddist svo strax aftur. Ég náði einhvern veg- inn aldrei upp neinum takti né að byggja mig almennilega upp. Á sama tíma hef ég alltaf á mínum knattspyrnuferli getað spilað bara heilar 90 mínútur, líka eftir gott sumarfrí eða hlé, þannig að ald- urinn er greinilega aðeins farinn að segja til sín hjá manni. Þegar allt kemur til alls er líka erfitt að vera mótiveraður þegar það er ekkert nema vesen í gangi í kringum mann og ég einfaldlega hugsaði ekki nægilega vel um bæði líkamann og andlegu hliðina.“ Dýrkaður í Danmörku Ragnar er í guðatölu hjá stuðn- ingsmönnum FCK og felldu margir þeirra tár þegar Ragnar yfirgaf lið- ið í vikunni. „Það er frábært þegar maður finnur fyrir svona miklum kærleika frá liðinu og stuðningsmönnunum sem maður elskar. Þegar ég var þarna á mínum yngri árum þá spil- aði ég fótbolta af gríðarlega mikilli Ekkert gaman að vera bara Lalli varamaður  Ragnar Sigurðsson er kominn til Úkraínu og hyggst hjálpa ungu liði Rukh Vynnyky að halda sér í efstu deild  Skemmtileg áskorun að aðstoða gamlan félaga  Tilbúinn í slaginn ef landsliðsþjálfararnir vilja hafa hann áfram Ragnar Sigurðsson er 34 ára gamall og lék með meistaraflokki Fylkis til 2006. Hann lék með sænska liðinu Gautaborg frá 2007 til 2011 og varð sænskur meistari 2007 og bikarmeistari 2008. Hann lék með FC Köbenhavn í Danmörku frá 2011 til ársloka 2013 og varð danskur meistari 2013 og bikarmeistari 2012. Hann lék með Krasnodar í Rússlandi frá 2014 til 2016. Hann lék með Fulham í ensku B-deildinni 2016-2017. Hann lék með Rubin Kazan í Rússlandi 2017-2018. Hann lék með Rostov í Rússlandi 2018 til 2019. Hann lék með FC Köbenhavn á ný árið 2020. Hann er leikmaður Rukh Vynnyky í Úkraínu til sumarsins 2021. Ragnar er næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 97 landsleiki. Ragnar hefur leikið 374 deildaleiki á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Englandi á ferlinum. Ragnar er leikjahæsti Íslendingurinn í rússnesku úrvalsdeildinni með 120 leiki. Ragnar Sigurðsson England Liverpool – Burnley ................................ 0:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 65. mínútu. Staðan: Manch. Utd 19 12 4 3 36:25 40 Manch. City 18 11 5 2 31:13 38 Leicester 19 12 2 5 35:21 38 Liverpool 19 9 7 3 37:22 34 Tottenham 18 9 6 3 33:17 33 Everton 17 10 2 5 28:21 32 West Ham 19 9 5 5 27:22 32 Chelsea 19 8 5 6 33:23 29 Southampton 18 8 5 5 26:21 29 Arsenal 19 8 3 8 23:19 27 Aston Villa 16 8 2 6 29:18 26 Leeds 18 7 2 9 30:34 23 Crystal Palace 19 6 5 8 22:33 23 Wolves 19 6 4 9 21:29 22 Newcastle 18 5 4 9 18:30 19 Burnley 18 5 4 9 10:22 19 Brighton 19 3 8 8 22:29 17 Fulham 18 2 6 10 15:27 12 WBA 19 2 5 12 15:43 11 Sheffield Utd 19 1 2 16 10:32 5 Spánn Valencia – Osasuna................................... 1:1 Eibar – Atlético Madrid........................... 1:2 Staða efstu liða: Atlético Madrid 17 14 2 1 33:7 44 Real Madrid 18 11 4 3 30:15 37 Barcelona 18 10 4 4 37:17 34 Villarreal 19 8 9 2 28:19 33 Sevilla 18 10 3 5 23:16 33 Real Sociedad 19 8 6 5 29:16 30 Granada 19 8 4 7 23:31 28 Real Betis 19 8 2 9 24:32 26  HM karla í Egyptalandi MILLIRIÐILL 1: Úrúgvæ – Pólland................................. 16:30 Ungverjaland – Brasilía....................... 29:23 Spánn – Þýskaland.............................. 32:28  Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Staðan: Ungverjaland 3 3 0 0 102:69 6 Spánn 3 2 1 0 88:83 5 Pólland 3 2 0 1 89:66 4 Þýskaland 3 1 0 2 99:75 2 Brasilía 3 0 1 2 75:91 1 Úrúgvæ 3 0 0 3 48:117 0 MILLIRIÐILL 2: Japan – Argentína............................... 24:28  Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Króatía – Barein.................................. 28:18  Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein. Danmörk – Katar ................................. 32:23 Staðan: Danmörk 3 3 0 0 97:63 6 Króatía 3 2 1 0 83:71 5 Argentína 3 2 0 1 72:76 4 Katar 3 1 0 2 78:87 2 Japan 3 0 1 2 82:88 1 Barein 3 0 0 3 59:86 0 Forsetabikarinn, 1. riðill: Angóla – Kongó .................................... 31:32 Grænhöfðaeyjar – Túnis........................ 0:10 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal ............................. M3 14.30 Norður-Makedónía – Rússland .... M4 14.30 Marokkó – Suður-Kórea ................ F2 17.00 Ísland – Frakkland ........................ M3 17.00 Egyptaland – Hvíta-Rússland ...... M4 17.00 Austurríki – Síle.............................. F2 19.30 Noregur – Alsír .............................. M3 19.30 Slóvenía – Svíþjóð .......................... M4   Dominos-deild karla ÍR – Þór Ak ......................................... 105:90 Grindavík – Haukar ............................. 82:75 KR – Höttur...................................... 113:108 Tindastóll – Valur................................. 71:77 Staðan: Grindavík 4 4 0 396:366 8 Keflavík 3 3 0 292:237 6 Stjarnan 3 3 0 274:239 6 ÍR 4 3 1 387:356 6 Njarðvík 3 2 1 285:274 4 KR 4 2 2 374:375 4 Valur 4 2 2 330:332 4 Þór Þ. 3 1 2 284:306 2 Tindastóll 4 1 3 365:373 2 Haukar 4 1 3 335:355 2 Þór Ak. 4 0 4 352:404 0 Höttur 4 0 4 359:416 0 1. deild karla Fjölnir – Álftanes ................................. 71:67 Evrópudeildin Lyon-Villeurbanne – Valencia........... 90:77  Martin Hermannsson skoraði 9 stig fyrir Valencia og átti 7 stoðsendingar en hann lék í 27 mínútur. NBA-deildin Cleveland – Brooklyn .............. (frl.) 147:135 Indiana – Dallas................................ 112:124 Philadelphia – Boston ...................... 117:109 Atlanta – Detroit...................... (frl.) 123:115 Toronto – Miami ............................... 102:111 Minnesota – Orlando............................ 96:97 Houston – Phoenix ........................... 103:109 Golden State – San Antonio............... 121:99 LA Clippers – Sacramento................ 115:96   KÖRFUBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Grindvíkingar hafa ekki látið það áfall að missa landsliðsmanninn Sigtrygg Arnar Björnsson í at- vinnumennsku rétt áður en Ís- landsmótið hófst aftur fyrr í þess- um mánuði slá sig út af laginu. Þeir eru efstir í Dominos-deild karla með átta stig eftir fyrstu fjóra leikina og innbyrtu fjórða sigurinn í gærkvöld þegar Hauk- ar komu í heimsókn suður með sjó, 82:75. Þrír sigrar eru í höfn á einni viku eftir að keppni fór í gang á ný og Grindvíkingar hafa með þeim sent skýr skilaboð um að þeir ætli sér að vera með í bar- áttunni í vetur. Kristinn Pálsson tryggði sig- urinn með þriggja stiga skoti rétt fyrir leikslok þegar hann kom Grindavík í 80:75. Hann og eist- neski framherjinn Joonas Järve- läinen voru atkvæðamestir í lið- inu með 20 stig hvor og Dagur Kár Jónsson skoraði 17. Hjá Haukum var Breki Gylfason með 16 stig og 10 fráköst og Brian Fitzpatrick 15 stig og 10 fráköst. KR í vandræðum með Hött KR lenti í miklum vandræðum með nýliða Hattar í Vesturbænum og var undir lengi vel en náði að knýja fram sigur í lokin, 113:108. Annar sigur KR í röð eftir tvö töp í byrjun móts en nýliðarnir frá Eg- ilsstöðum eru áfram án stiga. „Í fyrri hálfleik áttu KR-ingar í erfiðleikum með varnarleik Hattar og náði til að mynda Ty Sabin ein- ungis að skora 7 stig í fyrri hálf- leiknum. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til KR-inga og mun- aði þar miklu um að losnaði meira um Sabin í sóknarleik liðsins, sem skoraði að lokum 29 stig í leikn- um,“ skrifaði Gunnar Egill Daní- elsson m.a. um leikinn á mbl.is. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 23 stig fyrir KR og Brynj- ar Þór Björnsson 19. Hjá Hetti var Michael Mallroy með 29 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 22.  ÍR vann sannfærandi sigur á Þór frá Akureyri eftir flottan síð- ari hálfleik. Staðan var 51:48 fyrir Breiðhyltinga í hálfleik en þeir stungu af í þriðja leikhluta og lokatölur urðu 105:90. Þriðji sigur þeirra en Akureyringar eru áfram án stiga og erfiður vetur fram und- an hjá þeim. Everage Lee Richardson skor- aði 28 stig fyrir ÍR, Collin Pryor 21, Sigvaldi Eggertsson var með 19 stig og 9 fráköst og Evan Sing- letary skoraði 18 stig. Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig fyrir Þór og Ivan Aurrecoec- hea var með 24 stig og 17 fráköst. Kolbeinn Fannar Gíslason skoraði 16 stig.  Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox eru greinilega að koma Valsmönnum á hærri stall en þeir hafa verið á um árabil. Hlíð- arendaliðið vann góðan sigur á Tindastóli á Sauðárkróki í gær- kvöld, 77:71, þar sem KR-ingarnir fyrrverandi skoruðu tæpan helm- ing stiganna, Kristófer 18 og Jón Arnór 17. Jaka Brodnik skoraði 16 stig fyrir Tindastól og Viðar Ágústs- son 15 en Sauðkrækingar hafa mátt þola þrjá ósigra í fyrstu fjór- um umferðunum, tvo þeirra á heimavelli.  Fjórir sigrar í fjórum leikjum  Valsmenn sigruðu á Sauðárkróki Morgunblaðið/Árni Sæberg Liðsauki Tyler Sabin hefur reynst KR-ingum drjúgur og hér sækir hann að körfu Hattarmanna í leiknum í Vesturbænum í gærkvöld. Skýr skilaboð frá Grindavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.