Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 35
ástríðu og það var eitthvað sem
stuðningsmennirnir kunnu að meta.
Stuðningsmenn elska leikmenn sem
eru tilbúnir að gefa allt sitt í hlut-
ina og þeir sáu hversu mikið ég var
tilbúinn að fórna mér fyrir liðið.
Það er held ég fyrst og fremst
ástæðan fyrir því að ég er hátt
skrifaður hjá þeim.
Eins þá rakst maður mjög reglu-
lega á stuðningsmennina á alls-
konar stuðningsmannasamkomum
og ég var alltaf opinn og tilbúinn að
tala við þá. Nokkrir úr þessum hópi
eru góðir vinir mínir í dag. Ég var
líka duglegur að mæta á leiki með
liðinu þegar að ég var staddur í
Kaupmannahöfn, eftir að ég yfirgaf
félagið, og ég sat þá bara með
hörðustu stuðningsmönnunum. Ég
held að almennt séð þá fíli stuðn-
ingsmenn knattspyrnuliða það þeg-
ar maður gefur af sér og sýnir
þessa mannlegu hlið á sér.“
Horfir sáttur til baka
Ragnar verður 35 ára gamall í
júní en óvíst er hvað tekur við hjá
honum þegar samningur hans renn-
ur út í Úkraínu næsta sumar.
„Þegar maður var yngri var mað-
ur alltaf að reyna að komast í hærri
gæðaflokk og reyna að sanna sig út
um allt. Þegar ég horfi til baka náði
ég nánast að gera allt sem mig
dreymdi um á mínum fótboltaferli.
Ég hef ekki það mikið að sanna
lengur og ef ég ætlaði mér að flytja
núna til Kína eða Bandaríkjanna
þyrfti tilboðið að vera ansi gott. Ég
á ekki mörg ár eftir í boltanum og
ég er meira að hugsa um að njóta
mín núna og hafa gaman af því sem
ég er að gera.
Ég þurfti að yfirgefa FCK því ég
sá það fljótlega í janúar að ég fengi
ekki mörg tækifæri með liðinu á
nýju ári. Það var einhvern veginn
allt að breytast hjá FCK en á sama
tíma vissi ég, þegar ég samdi í
Kaupmannahöfn í janúar á síðasta
ári, að ég myndi ekki spila alla leiki
með liðinu. Ég var samt alveg
tilbúinn að vera hluti af hópnum,
vitandi það að ég myndi fá ein-
hverja leiki inn á milli, en þegar ég
áttaði mig á því að ég yrði bara
Lalli varamaður þarna út tímabilið
og ætti aldrei möguleika á að spila
þá var ekkert gaman að þessu leng-
ur.
Þú vilt finna það sem knatt-
spyrnumaður að þú sért með ein-
hvern tilgang og þar sem eru not
fyrir þig. Ég vissi að ég myndi fá
að spila í Úkraínu og ég vildi fá að
finna fyrir tilgangi aftur. Eins þá
fannst mér þetta gott tækifæri fyr-
ir sjálfan mig til þess að aðeins
núllstilla mig og byrja upp á nýtt ef
svo má segja þar sem síðasta ár
hefur verið erfitt.“
Varð þreyttur á landsliðinu
Miðvörðurinn er næstleikjahæsti
leikmaður íslenska karlalandsliðsins
frá upphafi með 97 A-landsleiki en
hann er spenntur fyrir komandi
tímum með nýjum þjálfurum lands-
liðsins.
„Það kom alveg tími hjá mér þar
sem ég var orðinn þreyttur á lands-
liðinu og ég ákvað þess vegna að
kalla þetta gott eftir HM 2018. Svo
tók Erik Hamrén við liðinu og þá
breyttist mikið. Það voru margir
sem sannfærðu mig um að rétt
væri að halda áfram, bæði leikmenn
og starfsmenn innan KSÍ, og til að
byrja með sneri ég í raun bara aft-
ur í liðið fyrir þá sem vildu endi-
lega að ég héldi áfram. Svo allt í
einu hvarf þessi leiði og mér fór að
líða virkilega vel í landsliðs-
umhverfinu á nýjan leik og ég
skrifa það að mörgu leyti á Ham-
rén enda algjörlega frábær náungi
og þjálfari.“
Fann gleðina á ný
„Ég var hins vegar fljótur að
finna gleðina í landsliðinu á nýjan
leik, þökk sé Hamrén og Frey Al-
exanderssyni. Núna er ég ekkert að
hugsa um að leggja landsliðsskóna
á hilluna og ef landsliðið vill mig þá
er ég svo sannarlega klár í slaginn.
Það er algjör snilld að Eiður
[Smári Guðjohnsen] sé kominn aft-
ur inn í þetta og Arnar Þór [Við-
arsson] lítur virkilega vel út og lít-
ur út fyrir að vita upp á hár hvað
hann vill.
Maður er orðinn 34 ára gamall
og Kári [Árnason] er bráðum fer-
tugur þannig að það er nokkuð
augljóst að HM 2022 í Katar er lík-
legast okkar síðasta tækifæri til að
komast á stórmót. Ég hef fulla trú
á því að ég geti náð mér af þessum
smávægilegu meiðslum sem hafa
verið að hrjá mig og kannski á
maður eitt til tvö ár eftir eða þrjú
til fjögur ár. Maður veit aldrei en
ég held að það sé alveg óhætt að
segja það að þetta sé okkar síðasti
séns, allavega þeirra sem eru
komnir á seinni hluta ferilsins, að
komast á stórmót,“ bætti Ragnar
við í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reyndur Ragnar Sigurðsson í baráttu við Pierre-Emil Höjbjerg í leik Íslands og Danmerkur í haust. Ragnar er að-
eins sjö leikjum frá því að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar með landsliði Íslands og gæti því slegið það í ár.
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
Alexander Petersson landsliðs-
maður í handknattleik er farinn frá
Rhein-Neckar Löwen eftir níu ára
dvöl. Hann samdi við félagið um
starfslok eftir að ljóst varð að hann
fengi ekki nýjan samning í sumar og
hefur nú samið við sitt gamla félag
Flensburg um að leika með því út
þetta tímabil. Flensburg er á toppi
þýsku 1. deildarinnar og Löwen í öðru
sæti. Alexander er farinn heim frá
HM í Egyptalandi af persónulegum
ástæðum og spilar ekki tvo síðustu
leiki Íslands.
Davíð Örn Atlason knatt-
spyrnumaður úr Víkingi í Reykjavík
og lykilmaður í liðinu undanfarin sex
ár, er kominn til Breiðabliks. Kópa-
vogsfélagið keypti hann af Víkingum
og samdi við hann til þriggja ára.
Kvennalið Breiðabliks fékk líka
liðsauka í gær þegar Birta
Georgsdóttir, 18 ára sóknarmaður,
kom til liðsins frá FH.
Davíð Snorri Jónasson var í gær
kynntur af KSÍ sem nýr þjálfari 21
árs landsliðs karla í stað Arnars Þórs
Viðarssonar. Davíð þjálfaði síðast 17
ára landslið karla og áður meist-
araflokk Leiknis í Reykjavík ásamt
því að vera aðstoðarþjálfari Stjörn-
unnar.
Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi
landsliðsmaður í knattspyrnu, er
hættur sem spilandi aðstoðarþjálfari
Fylkis og hefur verið ráðinn þjálfari
U19 ára landsliðs karla og U15 ára
landsliðs kvenna.
Knattspyrnulið KA hefur fengið til
sín 26 ára gamlan belgískan miðju-
mann, Sebastiaan Brebels. Hann
kemur frá B-deildarliðinu Lommel.
Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í
níunda sæti á heimsbikarmóti fatl-
aðira í stórsvigi í Sviss í gær. Hann
er á leið á tvö mót um helgina í sinni
sterkari grein, sviginu.
Jóhann Berg Guðmundsson og
félagar í Burnley urðu í gærkvöld
fyrsta liðið til að sigra Liverpool á
Anfield í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í tæp fjögur ár. Liverpool
hafði ekki tapað þar í 68 deilda-
leikjum í röð. Burnley vann óvæntan
sigur, 1:0, með marki Ashley Barnes
úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Liv-
erpool hefur ekki skorað í fjórum
leikjum í röð í deildinni og er að
dragast aftur úr efstu liðunum en
Burnley komst í betri fjarlægð frá
botnliðunum. Chelsea mun því halda
metinu næstu árin en það er 86
heimaleikir án taps.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
MG-höllin: Stjarnan – Þór Þ................ 18.15
Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Keflavík 20.15
1. deild karla:
Smárinn: Breiðablik – Vestri .............. 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Skallagrímur ... 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Sindri .................. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Kórinn: HK – Kría................................ 19.30
Hleðsluhöll: Selfoss U – Vængir J ...... 19.30
Dalhús: Fjölnir – Víkingur .................. 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Hertz-höllin: Grótta – ÍR.......................... 20
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót kvenna:
Origo-völlur: Valur – KR .......................... 18
Egilshöll: Fylkir – Þróttur R ................... 20
Í KVÖLD!
HM2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska landsliðið mætir Frakk-
landi á HM karla í handknattleik í
Egyptalandi í dag klukkan 17 í milli-
riðli 3. Frakkland er í efsta sæti í
milliriðlinum með 6 stig og því ljóst
að verkefnið verður erfitt hjá ís-
lenska liðinu sem er með 2 stig.
Tækist Íslandi að leggja bæði
Frakkland og Noreg að velli er enn
þá fræðilega mögulegt að komast
áfram en þá þyrftu úrslit í mörgum
öðrum leikjum að vera Íslendingum
hagstæð.
Lið Íslands og Frakklands eiga
sameiginlegt að vera í uppbyggingu
eftir að leikmenn sem unnið hafa til
verðlauna á stórmótum eru sestir í
helgan stein. Árangur liðanna verð-
ur auðvitað ekki lagður að jöfnu
enda unnu Frakkar hvert stórmótið
á fætur öðru. Endurnýjunin hefur
ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá
Frökkum. Þeir unnu þó til brons-
verðlauna á HM fyrir tveimur árum
en á EM í fyrra komust þeir hins
vegar ekki áfram úr riðlakeppninni.
Þá tapaði liðið fyrir Portúgal eins og
Ísland gerði nú á HM. Þar af leið-
andi er svolítið erfitt að átta sig á
styrk franska liðsins þótt liðið sé
sigurstranglegra liðið gegn Íslandi.
Frakkar unnu Norðmenn í fyrsta
leiknum í keppninni sem er augljóst
styrkleikamerki en í fyrsta leiknum
í milliriðli lentu þeir í basli gegn Als-
ír, liði sem Ísland vann stórsigur
gegn.
Alexander ekki meira með
Þau tíðindi bárust úr herbúðum
íslenska liðsins í gær að Alexander
Petersson yrði ekki meira með í
keppninni og væri á leið til Þýska-
lands frá Egyptalandi af persónu-
legum ástæðum. Þar af leiðandi má
reikna með því að Ómar Ingi Magn-
ússon komi aftur inn í hópinn í dag.
Fyrirliðinn Arnór Þór Gunn-
arsson var á skýrslu gegn Sviss en
kom ekkert við sögu. Á vefnum Ak-
ureyri.net kemur fram hjá Skapta
Hallgrímssyni, fyrrverandi blaða-
manni á íþróttadeild Morgunblaðs-
ins, að Arnór hafi orðið fyrir
meiðslum í læri í leiknum gegn Mar-
okkó. Að upphitun lokinni fyrir leik-
inn gegn Sviss hafi verið ljóst að
hann væri ekki leikfær.
Margir leikir gegn Frökkum
Þeir eru orðnir ansi margir A-
landsleikirnir hjá karlaliðum Íslands
og Frakklands í handknattleiknum.
Þjóðirnar hafa mæst sextíu og einu
sinni en sextíu ár eru frá fyrsta
leiknum sem var á HM í V-
Þýskalandi í september 1961. Ísland
vann þá öruggan sigur 20:13. Leikir
þjóðanna hafa víða farið fram og
hérlendis hafa þau til að mynda
mæst í Keflavík og á Blönduósi.
Nokkrir leikir á milli þessara
þjóða hafa skipt óhemjumiklu máli.
Þar rís hæst úrslitaleikurinn á Ól-
ympíuleikunum árið 2008. En tvo
aðra mætti einnig nefna. Leikinn um
bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum
árið 1992 og undanúrslitaleik á EM
árið 2010. Í þessum þremur leikjum
höfðu Frakkarnir ávallt betur.
Möguleikarnir fyrir hendi
„Ég myndi segja að Frakkarnir
séu slakari en þeir hafa verið síðasta
áratuginn. Mér finnst að við ættum
að eiga möguleika ef við spilum bet-
ur í sókninni en við gerðum gegn
Sviss. Ef það tekst, og við höldum
áfram svipaðri spilamennsku í vörn-
inni, þá ættum við að eiga góða
möguleika á sigri,“ segir örvhenta
skyttan Kristján Örn Kristjánsson
sem leikur með Aix í Frakklandi.
Viðtal við Kristján Örn er að finna á
HM-vef mbl.is.
Bæði lið í upp-
byggingarferli
Íslendingar glíma við Frakka á HM í dag
Sextíu ár liðin frá fyrsta leik þjóðanna
Morgunblaðið/Golli
Kempur Sitjandi frá vinstri: Hannes Þ. Sigurðsson var formaður landsliðs-
nefndar þegar Íslandi mætti Frakklandi árið 1961 og þeir Birgir Björnsson
og Gunnlaugur Hjálmarsson tóku þátt í leiknum. Róbert Gunnarsson og
Ólafur Stefánsson tóku þátt í úrslitaleiknum gegn Frökkum árið 2008.