Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heilsa& útivist
–– Meira fyrir lesendur
Nú er tíminn til að huga að betri
heilsu og bættum lífstíl.
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem
stefn
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir þriðjudaginn 26. janúar.
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. janúar
SÉRBLAÐ
Menningarviður-
kenningar RÚV
fyrir árið 2020
voru veittar í vik-
unni og með
breyttu sniði því
vegna samkomu-
takmarkana fór
engin eiginleg at-
höfn fram. Var
því greint frá við-
urkenningum og
viðurkenningarhöfum í Menning-
unni á RÚV og Víðsjá á Rás 1. Veitt
var viðurkenning úr Rithöfundasjóði
og tilkynnt um styrki úr Tónskálda-
sjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á
árinu en einnig veitti Rás 2 Krókinn
sem eru verðlaun fyrir framúrskar-
andi lifandi flutning á árinu og einn-
ig var tilkynnt um val á orði ársins
2020.
Andri Snær Magnason hlaut við-
urkenningu Rithöfundasjóðs Ríkis-
útvarpsins fyrir ritstörf og segir
m.a. í rökstuðningi úthlutunarnefnd-
ar að viðurkenningar Rithöfunda-
sjóðs Ríkisútvarpsins séu fyrstu og
elstu rithöfundaverðlaun Íslendinga
og veittar fyrir ævistarf höfundar
frekar en einstök verk. Trúlega hafi
enginn íslenskra nútímahöfunda
verið þýddur á fleiri tungumál en
Andri Snær og öll hans stærri bók-
menntaverk
margverðlaunuð
innanlands sem
utan. Helgi
Björnsson hlaut
Krókinn fyrir
framúrskarandi
tónlistarflutning
á árinu með þátt-
um sínum Heima
með Helga í Sjón-
varpi Símans.
Orð ársins 2020 á RÚV er „þrí-
eykið“ og hjá Stofnun Árna Magn-
ússonar orðið sóttkví. „Bæði orðin
eru mjög einkennandi fyrir það sem
hæst bar á nýliðnu ári,“ segir í til-
kynningu um orðin. Þríeykið vísar
að sjálfsögðu í þau Ölmu D. Möller
landlækni, Víði Reynisson yfirlög-
regluþjón og Þórólf Guðnason sótt-
varnalækni en ekki var langt liðið á
faraldurinn þegar farið var að kalla
Ölmu, Víði og Þórólf einu nafni
þríeykið, eins og segir í tilkynningu.
Alls var 121 styrkur veittur úr sam-
einuðum Tónskáldsjóði Ríkis-
útvarpsins og STEFs árið 2020 og
má sjá lista yfir styrkþega á menn-
ingarvef RÚV. Sjóðurinn hefur það
markmið að stuðla að frumsköpun
og útbreiðslu íslenskrar tónlistar og
veitir höfundum fjárstuðning fyrir
tónsmíðar og heildstæð verk.
Andri Snær, Helgi
Björns og þríeykið
Menningarviðurkenningar RÚV
Andri Snær
Magnason
Helgi
Björnsson
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöf-
undur, hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir
ljóðið Fasaskipti en verðlaunin voru veitt við
hátíðlega athöfn í Salnum. Keppnin um Ljóð-
stafinn er haldin af Lista- og menningarráði
Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar
árið 2001 í minningu skáldsins Jóns úr Vör
(1917-2000) og eru verðlaun ávallt veitt á
afmælisdegi hans. Auk peningaverðlauna
varðveitir sigurskáldið göngustaf Jóns úr Vör í
eitt ár. Á stafinn er festur skjöldur með nafni
verðlaunahafa ásamt ártali.
Annað sæti hreppti ljóð Eyþórs Árnasonar,
Skrítnir dagar, og þriðja sæti ljóðið Óvænt
stefnumót eftir Unu Björk Kjerúlf. Að auki
hlutu sjö ljóð sérstaka viðurkenningu dóm-
nefndar. Þar af voru þrjú ljóð eftir Eyþór, tvö
eftir Bjarna Bjarnason og ljóð eftir Hauk Þor-
geirsson og Hjört Marteinsson.
331 ljóð barst í keppnina að þessu sinni en
þau mega ekki hafa birst áður og skulu send
inn undir dulnefni. Dómnefnd skipuðu Ásta
Fanney Sigurðardóttir, Eiríkur Ómar Guð-
mundsson og Kristín Svava Tómasdóttir.
Iðar af göldrum góðrar ljóðlistar
Eftir sigurskáldið Þórdísi Helgadóttur hafa
komið út smásagnasafnið Keisaramörgæsir
(2018) og með höfundakollektífinu Svika-
skáldum ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta
upp hönd og Nú sker ég netin mín. Þórdís var
leikskáld Borgarleikhússins 2019-2020, auk
þess sem leikverk hennar Þensla hefur verið
sett þar upp. Smásögur, ljóð og esseyjur Þór-
dísar hafa birst á ýmsum vettvangi.
Í umsögn dómnefndar segir að Fasaskipti sé
margrætt ljóð um „umhverfingar og skil milli
heima; yfirborð og himnur, mörk dags og næt-
ur, þunnt skænið sem aðskilur veruleika okkar
frá djúpinu. Í forgrunni eru börnin sem sjálf
eru nýkomin úr öðrum heimi og hika ekki við
að brjóta ísinn. Skáldið fangar villt og hrátt
flæði orðanna og nær að veita því skýran far-
veg á áhrifaríkan hátt. Það gefur sér lausan
tauminn en þessi lausi taumur leiðir lesandann
ekki út á þekju heldur að aðalatriðum, því sem
skáldinu liggur á hjarta.
Ljóðið er í senn raunsætt og fjarstæðu-
kennt, úthugsað en einnig leikandi áreynslu-
laust. Það ber með sér hömlulaust afl líkt og á
eða foss. Í vissum skilningi er það á hreyfingu,
merking þess gæti breyst frá degi til dags.
Ljóðið hreyfist og breytist og virðist nánast
iða af göldrum góðrar ljóðlistar.“
Tekur þátt eins og í lottói
„Þetta er mikill heiður, þetta er stóri vinn-
ingurinn í ljóðasenunni – að fá svona vegleg
verðlaun fyrir stakt ljóð,“ segir Þórdís en hún
hefur áður sent ljóð í keppnina.
„Ætli þetta hafi ekki verið í þriðja skipti,
kona tekur þátt eins og í lottói og vonast eftir
hinu besta,“ segir hún.
Og núna fær Þórdís göngustaf Jóns úr Vör
heim og gleðst yfir því að vera komin í hóp
góðra skálda sem hafa varðveitt stafinn í eitt
ár hvert. „Nú þegar stafurinn kemur með anda
Jóns inn á heimilið er ekki um annað að ræða
en að sökkva mér ofan í höfundarverkið hans,
sem ég þekki skammarlega illa.“
Þórdís samdi Fasaskipti sérstaklega fyrir
keppnina. „Það er sjálfstætt, ekki hluti af
stærra verki, en ég vinn að ljóðabók – meðal
annars. Í þessu ljóði er margt – myndir, þemu
og stemning – sem er líka að finna víðar í því
sem ég skrifa og það kemur bara af sjálfu sér.
Við skriftirnar er kona alltaf í samtali við
undirmeðvitundina, og sérstaklega við að
yrkja. Þá koma oft sömu hlutir upp í ólíkum
myndum og þannig á þetta ljóð heima með
ýmsu öðru sem ég er að skrifa þessa dagana.“
Sigurljóðið verður væntanlega með í ljóða-
handritinu sem Þórdís er að móta en hún seg-
ist líka vera með skáldsögu í smíðum og að í
vor komi út hjá Svikaskáldum styttra verk eft-
ir hana, einskonar tilraunakennd ljóðsaga.
Hún segir að samfélag, eins og hún á með
skáldsystrum í Svikaskáldum, sé sér afar
mikilvægt.
„Ég er að ljúka meistaragráðu í ritlist, hef
dólað mér í því í ein fimm ár, og eitt af því góða
við námið er að kynnast og vinna með öðrum
sem eru að skrifa, kasta hugmyndum á milli.
Þú lærir eins mikið af samnemendunum og
kennurunum. Ég hef nýlokið við meistara-
verkefnið mitt í ritstjórn Bergþóru Snæ-
björnsdóttur sem er algjör gersemi. Af öllum
listgreinum er ritlistin einna einmanalegust og
það er hætt við að þú verðir pínu bilaður ef það
koma engin viðbrögð á meðan þú ert að skapa
verkin. Mér finnst nauðsynlegt að hafa fólk í
kringum mig sem ég get rætt við um skrifin.
Það gerist svo mikið í samtalinu, kemur súr-
efni inn í verkin. Að vinna í samstarfi við aðra
er engin ógn við egóið, þvert á móti lyftir
stuðningurinn okkur upp,“ segir Þórdís.
Kári Rafnar hlaut fyrstu verðlaun
Við athöfnina í Salnum í gær voru einnig
veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla
Kópavogs sem fyrst var haldin árið 2012. 202
ljóð bárust að þessu sinni í keppnina og var
dómnefnd sú sama.
Fyrstu verðlaun hlaut Kári Rafnar Eyjólfs-
son í 5. bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Engla-
bróðir. Í öðru sæti var Árelía Ísey Benedikts-
dóttir í 5. bekk í Waldorfskólanum Lækjar-
botnum og í þriðja sæti Rayan Sharifa í 8.
bekk Álfhólsskóla. Átta nemendur til viðbótar
hlutu viðurkenningar fyrir fjölbreytileg og
áhugaverð ljóð.
„Stóri vinningurinn í ljóðasenunni“
Þórdís Helgadóttir hreppti Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Fasaskipti Þórdís er bæði með
ljóðahandrit og skáldsögu í smíðum Grunnskólanemar í Kópavogi líka verðlaunaðir fyrir ljóð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lukkuleg Þórdís Helgadóttir tók í gær við Ljóðstaf Jóns úr Vör við athöfn í Salnum í Kópavogi.
„Þetta er mikill heiður,“ sagði hún, „að fá svona vegleg verðlaun fyrir stakt ljóð.“
Ég elska börnin mín og börnin sem börnin mín
Elska og börnin sem elska börnin mín.
Þau keyra kuldaskó í gegnum ísinn þegar
Tjörnina hefur lagt. Þau elska að beita afli.
Brjóta flísar úr ísingunni og halda þeim upp að
Andlitinu. Ég sé þau út um gluggann, saltsleikt
Auga hússins. Þau sjá mig gegnum tært gler.
Ljósgul skíma og svo dimmir. Þannig er tíminn
Skorinn í sneiðar, hvítar og svartar, skiptingin
Ekki bróðurleg frekar en á öðrum gæðum.
Frostið herðir á aðgreiningunni milli heima
Og breytir lygum í sannindi. Gerir göngubrú úr
Svokölluðu yfirborði vatnsins. Ef falskir botnar fela
Eitur eða fjársjóði, hvað felur þá falskt yfirborð?
Börnin en ekki ég treysta gljúpri himnunni
Yfir handanheiminum þar sem andardrátturinn
Rennur í öfuga átt. Enda er stutt síðan þau komu
Í gegn, önduðu hringöndun meðan þau drukku,
Fljótandi fæði úr sykurbrjósti. Þau bíta í rendurnar
Bryðja glerbrjóstsykur, stolt af styrk sínum.
Í barnatennur vantar taugarnar fyrir tannkul.
Það blómstrar ætiþistill í eldhúsglugganum.
Enginn elskar veturinn eins og börnin mín.
Fasaskipti
VERÐLAUNALJÓÐ ÞÓRDÍSAR