Morgunblaðið - 22.01.2021, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.01.2021, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ THE HOLLYWOOD REPORTER CHICAGO SUN-TIMES LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE ROGEREBERT.COM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Móatún 7 nefnist raftónlistarforlag sem Árni Grétar Jóhannesson, sjálfur raftónlistarmaður, rekur og sérhæfir sig í útgáfum á sjö tomma hljómplötum sem eru framleiddar hér á Íslandi. Útgáfurnar eru núna orðnar 70 talsins og hafa selst í yf- ir tvö þúsund eintökum og þá nær eingöngu til erlendra kaupenda. Eins og Árni bendir á eru þetta heljarinnar ósköp af íslenskri raf- tónlist eftir flytjendur á borð við Skurken, Biogen, Röskvu, Future- grapher og Andartak en einnig hafa þekktir, erlendir flytjendur gefið út á vegum Móatúns 7, til dæmis Future Sound Of London, Plaid, B12, Metamatics o.fl. Síð- asta 7" útgáfan er með þýsku sveitinni Drøn – en þeir eru mjög þekktir í raftónlistinni. Spilanir á bandcamp-síðu Móatúns 7 voru á síðasta ári nokkuð hundruð þúsund og þar má kynna sér útgáfuna í þaula sem og kaupa plötur en slóð- in á hana er moatun7.band- camp.com. Skornar á staðnum „Þetta hefur mikið safnaragildi,“ segir Árni um sjötommuna sem er sama stærð og smáskífan gamla og því ekki plássfrek. Útgáfuformið kallast á við heiti fyrirtækisins en það er heimilisfang æskuheimilis Árna á Tálknafirði. Hann býr þó í Reykjavík. „Mér þykir þetta svo skemmti- legt format og var alltaf að fá send lög til að gefa út á netinu, á streymisveitur, eitt eða tvö lög,“ segir Árni um tilurð útgáfunnar eða forlagsins eins og hann kallar það og því hafi hann slegið til og farið að gefa út sjötommur. Áður en til þess kom hafi hann fengið fyrirspurnir frá raftónlistar- mönnum um hvort ekki væri hægt að gefa tónlistina út á föstu formi og varð sjötomman fyrir valinu, eini vínillinn sem tekur við einu eða tveimur lögum. Hver útgáfa er aðeins 30 eintök og segir Árni vínilinn skorinn út hjá Úlfari sem rekur Vinyll.is. Hann geti því mætt á staðinn og beðið þar til verkinu er lokið. En er þetta ekki bölvað vesen? Jú, vissulega er þetta vesen og nær allur kostnaður fer í að fram- leiða plöturnar, segir Árni, en engu að síður geggjað gaman að geta gefið tónlistina út með þess- um hætti. Hann segir vínilinn líka hafa safnaragildi. „Margir eru að safna sjötommum og þá sér- staklega í raftónlistargeiranum. Sama fólk er líka að safna geisla- diskum,“ segir Árni og bætir við að hann hafi líka gefið út sex safn- plötur sem hafi að geyma allar sjötommurnar til þessa. Svipar til jaðardjassmenn- ingar ,,Núna er þetta orðið þannig að flestir vilja gefa út á föstu formi, þar hefur orðið mikil breyting á stuttum tíma, fyrir fimm árum vildi enginn gera það,“ segir Árni. Fólki þyki gaman að geta sett plötu á fóninn, sýnt safnið og lán- að úr því jafnvel, líkt og með bæk- ur. Útgáfan hófst með Biogen heitnum og Röskvu (Tanya Pol- lock), tónlist þeirra var á fyrstu útgáfunni og á eftir fylgdi tónlist Árna og tveggja erlendra vina hans. Fóru í kjölfarið að berast fyrirspurnir utan úr heimi frá raf- tónlistarmönnum, hvort Árni væri til í að gefa út þeirra tónlist líka. Vinir og kunningjar hans í brans- anum, sem gefið höfðu út hjá öðr- um fyrirtækjum, sneru sér líka til Mótaúns 7. Árni er spurður að því hvort þetta sé mjög lokaður heimur, þessi tiltekni heimur raftónlistar sem hann gefur út. ,,Já og nei,“ svarar hann. ,,Þessi tónlist er ekki bara teknó og þetta er svipað jaðardjassmenningu, flestir þekkj- ast innan geirans,“ segir Árni. ,,Þessi þekkir þennan og þessi þennan og þá liggur leiðin að stórum stjörnum, frægum raf- tónlistarmönnum sem finnst kúl að gefa út hjá íslenskri smáútgáfu. Þetta er kannski ekki lokaður heimur en verður hálfgert nörda- samfélag, menn að tala um græj- ur,“ segir Árni sposkur. Virt þýskt tríó á sjötugustu plötunni Móatún 7 er greinilegt ástríðu- verkefni og segist Árni brenna fyrir útgáfunni. Hann hafi nú komið sér upp sterku tengslaneti, verkefnin komi til hans og sam- starf við hina ýmsu raftónlistar- menn hafi blómstrað. Nýjasta út- gáfan, sú sjötugasta, er með tónlist þýska tríósins Drøn og seg- ir Árni að þar fari mjög þekkt sveit og virt. „Þeir hafa gefið út hjá stórum útgáfufyrirtækjum og eru mjög virtir,“ segir Árni. Hann segir að lokum að útgáfan sé fyrst og fremst ástríða og það sem hún gefi honum líka sé tengslanetið sem fari sífellt stækkandi. „Maður kynnist fleira fólki, fær verkefni borguð eins og að búa til remix fyrir stærri aðila og maður fær að vinna með fleirum.“ Bölvað vesen, geggjað gaman Rafmagnaður Árni Grétar Jóhannesson er raftónlistarmaður og útgefandi.  Móatún 7, raftónlistarforlag Árna Grétars Jóhannessonar, hefur gefið út 70 sjö tomma vínilplötur  Hefur mikið safnaragildi, segir Árni um útgáfuformið Kvikmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hann- esar Þórs Hall- dórssonar sem þekktastur er fyrir markvörslu í knattspyrnu, hefur verið valin í þann hluta kvikmynda- hátíðarinnar í Gautaborg sem helgaður er verk- um í vinnslu. Er hátíðin sú um- fangsmesta sem haldin er á Norð- urlöndunum. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir myndina. Þetta hefur verið skemmtilegt ferli frá byrjun og virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ er haft eft- ir Lilju Ósk Snorradóttur, fram- leiðanda hjá Pegasus, í tilkynn- ingu. „Þetta hefur verið draumur lengi og þegar þau hjá Pegasus sáu að við gætum gert myndina og unnið í kringum fótboltann þá gat þetta ekki klikkað,“ er haft eftir Hannesi í tilkynningu. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Vivian Ólafsdóttir og Björn Hlynur Har- aldsson. Tökum lauk í desember í fyrra og er eftirvinnsluferli hafið og stefnt að frumsýningu með vorinu. Leynilögga Hann- esar í Gautaborg Hannes Þór Halldórsson Suðurkóreski leikstjórinn Bong Joon-ho, sem sópaði í fyrra að sér verðlaunum fyrir kvikmyndina Parasite og þ.á m. Óskar- num, mun fara fyrir dómnefnd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í haust, að því er fram kemur á vef hennar. Hátíðin verður haldin í 78. sinn í september og er Bong fyrstur Suður-Kóreumanna til að gegna formennsku í dóm- nefndinni. Bong Joon-ho for- maður í Feneyjum Bong Joon-ho

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.