Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Síða 2
Hvað er að frétta af þér á nýju ári? Ekki mikið, ég er heima þar sem það er allt í frosti í útlönd- um þar sem ég hef verið að vinna. Ég er að vísu að kenna í hlutastarfi við Listaháskólann. Það hefur haldið mér við efnið. Hvernig var síðasta ár hjá þér? Það var öllu skellt í lás strax í vor. Ég hef verið mest að syngja í Bandaríkjunum, í Houston, San Francisco og Los Angeles. Og líka víða í Evrópu. Það er búið að fresta mest- öllu til ársins 2022. Hvaða tónleikar eru þetta í Salnum? Þetta eru endurteknir tónleikar en við vorum með þá áður en öllu var skellt í lás í haust. Þeir heita Tröllaslagur sem er vel við hæfi því við erum allir þrír vel við vöxt. Við byrjum reyndar tónleikana með ansi kraftmiklu lagi eftir Jón Ás- geirsson sem heitir Tröllaslagur. Svo syngjum við saman og sitt í hvoru lagi okkar uppáhaldslög. Þessu var gífurlega vel tekið þegar við vorum með þetta síðast og nú erum við með tvenna tónleika á sunnudaginn og það seldist strax upp á fyrri tónleikana þannig að við bættum öðrum við og salan gengur vel. Þetta er mjög hress dagskrá og þeir eru í banastuði drengirnir. Svo erum við með mjög fínan píanista, hana Helgu Bryndísi. Hvaða lög eru á efnisskrá? Það verða sungnar bassaaríur úr óperum og íslensk sönglög og mátulegur fíflagangur í bland. Ég hef gaman af öllum þessum lögum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KRISTINN SIGMUNDSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is dreifingHeildsölu C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Margt er skrýtið í kýrhausnum, segir máltækið, eða multum absurdumin capite vaccae est, eins og maður myndi líklega orða það væri mað-ur að skrifa þennan pistil á latínu. Auðvitað ætti maður að skrifa eins og einn pistil í mánuði á latínu, þeirri ofboðslega vannýttu auðlind. Það er að segja kynni maður eitthvað fyrir sér í málinu. Alltént. Ég hleypti brúnum þegar mér var bent á frétt á miðlinum hring- braut.is um liðna helgi en þar var því haldið fram að ég hefði gagnrýnt Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann RÚV, harðlega í Ljósvakapistli í Morgunblaðinu, fyrir útvarpslýsingu hans á landsleik Íslands og Sviss á HM í handbolta í Egyptalandi. Nú er hringbraut.is, eins og öðrum miðlum, að sjálfsögðu heimilt og velkomið að túlka og leggja út af orðum mínum eins og þeim sýnist en hvernig menn komust að þessari niðurstöðu er mér aftur á móti hulin ráðgáta. Uppleggið og tilgangur pistilsins var þver- öfugur, það er að hrósa Þorkeli Gunn- ari fyrir skelegga og tápmikla lýsingu og þora að segja sína meiningu í hita leiksins, enda þótt sjálfir strákarnir okkar ættu í hlut. Vinur er sá er til vamms segir var niðurlagið og var þar vita- skuld átt við Þorkel, eins og ég hélt að væri augljóst af samhenginu. En alla vega, vel gert Þorkell Gunnar og haltu áfram á sömu braut! Þá kveðju ætti eng- inn að misskilja. Enn var Þorkell Gunnar á vaktinni þegar ég varð vitni að einhverjum mergj- aðasta handboltaleik sögunnar í sjónvarpinu í vikunni, viðureign frænda vorra Dana og heimamanna Egypta í átta liða úslitum HM. Nú hef ég engar sér- stakar taugar til þessara liða en var eigi að síður orðinn löðursveittur á sófa- brúninni heima, slík var spennan. Egyptar höfðu nokkrar sekúndur til að vinna leikinn í blálokin en álpaðist þá ekki aukamaður inn á völlinn. Danir böðuðu út öllum öngum og eftir að hafa kíkt á sjónvarpsupptökur ráku dómararnir mann- inn út af og Danir fengu boltann. Tókst þó ekki að skora. Þeir töldu sig hins vegar hafa landað sigrinum eftir framlengingu en aldeilis ekki; aftur ruku dóm- ararnir í sjónvarpið og ráku nú sjálfan Mikkel Hansen af velli fyrir leiktöf. Aft- ur var framlengt og að þeirri lotu lokinni voru Egyptar að gera sig klára til að fagna. En nei. Enn héldu dómararnir að skjánum og sendu einn Egypta í bað og færðu Dönum víti. Hér vorum við Þorkell Gunnar orðnir vel móðir og ringl- aðir. Danir jöfnuðu úr vítinu og fyrir vikið var gripið til neyðarúrræðis, víta- kastkeppni. Þar knúðu Danir loks fram sigur. Sturluð íþrótt, handbolti. Þegar sá gállinn er á henni. Hrós varð að harðri gagnrýni Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ En alla vega, vel gertÞorkell Gunnar oghaltu áfram á sömubraut! Þá kveðju ætti eng- inn að misskilja. Nína Rannveig Daðadóttir Nei, ég geri það ekki. Aldrei getað borðað hann. SPURNING DAGSINS Borðar þú þorramat? Arnar Frosti Elfar Já, mér finnst allt jafn gott. Svava Árnadóttir Já, ég geri það. Kannski ekki alveg þetta súra en hákarlinn er góður. Patrik Pedersen Nei, ég geri það alls ekki. Hef ekki smakkað. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Kristinn Sigmundsson, Bjarni Thor Kristinsson og Viðar Kristinsson bjóða upp á ferðalag um undraveröld bassa- bókmenntanna í fjölbreyttri efnisskrá sem inniheldur bæði íslenska og erlenda tónlist í Salnum hinn 31. janúar. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó. Tröllin í salnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.