Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Blaðsíða 17
var það orðið með utanþingsstjórn Björns Þórð- arsonar. Verðbólga fór vaxandi og utanþingsstjórnin fékk lítt við ráðið og hafði forsætisráðherra beinlínis skorað á þingheim að koma á þingræðisstjórn. Ella myndi stjórn hans biðja forseta lausnar. Það þurfti til og breyttist minnihlutastjórnin þá í starfsstjórn í einn mánuð! Seinast mun Geir Hallgrímsson hafa þreifað fyrir sér um myndun þjóðstjórnar á óróleikatímanum haustið 1979. Það gekk ekki eftir. Ólafur Thors hafði á lokametrum utanþingsstjórn- arinnar þreifað fyrir sér um þjóðstjórn fyrir atbeina Sveins forseta. Framsóknarflokkurinn taldi sig þá hafa áreiðanlegar upplýsingar um að Alþýðuflokkurinn, undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar, myndi aldrei samþykkja að fara í ríkisstjórn með „komm- únistum“, þ.e. flokki Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonar. Í því örugga trausti hafnaði Framsókn nálgun Ólafs Thors. Þeim „óhreina“ boðið inn fyrir Sveinn Björnsson lagði að Ólafi að þrautreyna þriggja flokka stjórn með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki. Ólafur naut afburða trausts í sínum flokki, en þó var ljóst að mikil andstaða var í flokki hans um slíka hug- mynd. Fróðlegt er að lesa um þann darraðadans allan nærri 75 árum síðar. Athyglisverðustu heimildirnar um þessa stjórn- armyndun og hversu litlu munaði koma fram í miklu riti Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors sem gefið var út 1981, fyrir rétt tæpum 40 árum. Matthías gaf bréfritara bókina með hlýlegri áritun. Ólafur Thors skrifar ítarlega skýrslu um allan að- draganda, samtöl manna á meðal og togstreitu innan allra flokka um þennan kost. Nema meðal sósíalista, sem voru eins og einn maður í vilja sínum. Skýrslan er einstök að því leyti að Ólafur sendir hana bróður sín- um, Thor Thors, sem þá og lengi síðan var sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þessi bréf og fleiri, sem höf- undurinn fékk aðgang að, voru mikill fengur fyrir ritið. Það gefur þeim aukið gildi að þetta var bréf til bróður, en ekki til sendiherra, þótt áríðandi væri að einmitt sendiherrann í þessu landi, á viðkvæmustu tímum, hefði rétta mynd af stöðunni. Í henni kemur fram að Alþýðuflokkurinn var mjög þungur í taumi í þessum viðræðum. Stefán Jóhann hafði illan bifur á kommúnistum, svo ekki sé meira sagt. Flokkurinn samþykkti loks þátttöku í þessari stjórn og munaði aðeins einu atkvæði. Formaðurinn ákvað að vera utan þessarar stjórnar. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu for- manns síns í þingflokknum. Hliðið opnaðist Sósíalistar höfðu alla tíð síðar Nýsköpunarstjórnina í hávegum og töldu hana þá merkustu sem til hafði verið stofnað. Það var reyndar nokkur kækur að tala með svipuðum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það kann að hafa stafað af því að flokksmönnum var í mun að standa á bak við umdeildar ákvarðanir og gjörðir for- manns síns. En þess er þó að gæta að ríkisstjórnin sat aðeins í rúm tvö ár og stríðsgróðinn var allur óét- inn við upphaf hennar og var í mörgum efnum gengið fremur óvarlega um þá garða. Tíu árum síðar komst Alþýðubandalag á ný í rík- isstjórn og sat sú einnig í rúm tvö ár. Það varð síð- asta stjórn Hermanns Jónassonar og hann sagði, þegar hún sprakk, að ríkisstjórnin stæði á barmi hengiflugs og ekki væri samkomulag þar um neinar aðgerðir. Síðan hafa arftakar sósíalista setið alloft í ríkisstjórn, en aldrei út kjörtímabilið nema „fyrsta hreina vinstristjórnin“. Sú var reyndar búin að glutra niður meirihluta sínum á miðju kjörtímabili en hékk út kjörtímabilið landsmönnum til óþurftar. Fyrir það var henni refsað rækilega. Og það var ekki fyrr en 73 árum eftir að Sjálfstæð- isflokkurinn myndaði stjórn með sósíalistum að hann settist í ríkisstjórn með arftaka sósíalista, og nú und- ir forsæti hans. Sú virðist líkleg til að sitja út tímabil- ið. Ólafur Thors myndaði ríkisstjórn 5 sinnum, en þar af voru tvær minnihlutastjórnir og sat önnur þeirra í 7 mánuði og hin í 3 mánuði. Viðreisnarstjórnin var lokapunktur á löngum ferli. Morgunblaðið/Eggert Smábátahöfnin á Siglufirði var ísi lögð í vikunni. 31.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.