Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Blaðsíða 18
Áhersla er lögð á skartgripi og fylgi-hluti og má sjá nokkrar frekareigulegar töskur sem myndu sóma sér vel við íslenskar aðstæður. Sérstaklega þessi svarta bólstraða með gullkeðjunni. Gull og bólstrað svart leður býr yfir þokka sem er svo eftir- sóknarverður. Að einhverju leyti minnir línan svolítið á árin í kring- um 1990 þegar kvenpeningurinn hrúgaði á sig gullskartgripum og ekkert þótti of mikið. Þetta gefur svolítið tóninn fyrir komandi tíð. Ef þið vitið ekkert hvað þið eigið að gera af ykkur um helgina þá mæli ég með því að þið takið til í fataskápnum og skartgripaskrín- inu og athugið hvort það leynist ekki eitthvað gyllt og svart sem hægt væri að draga fram til að hressa sig við í dimmasta skamm- deginu. Ef ykkur langar hins vegar að eignast eitthvað af þessu fína dóti þá kemur það í valdar Chanel-verslanir í maí. Síð pils við boli og perlufestar. Takið eftir leggings bux- unum sem hafðar eru undir pilsinu. Silfurlitaðar leggings við lágbotna skó setja tón- inn fyrir sumarið. Þessi perluskreytta Chanel-taska kem- ur í verslanir í maí. Bólstrað leður fær að njóta sín í þessari geggjuðu tösku sem minnir mjög á árin í kringum 1990. Ljósbleikar leggings eru áberandi í vortískunni. Hér sést hvað þær eru geggjaðar við stígvél. Ævintýri fyrri ára dregin fram í dagsljósið Í tískulínu Chanel, Le château des dames, er að finna töluvert listrænni föt og fylgihluti en í hefðbundinni línu. Marta María mm@mbl.is Augnförðunin er mikil og afger- andi og setur svip sinn á heild- arútlitið. Auðvelt er að leika þetta útlit eftir með svörtum vatnsheldum augnblýanti. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.