Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Page 19
Blómakjólar með perlu- beltum koma vel út. Bleikar legg- ings við köfl- ótt stutt pils og fullt ef perlufestum er heillandi samsetning. Þessi taska myndi nú sóma sér vel á málverkasýningu á Kjarvalsstöðum. Sítt pils við síð- an jakka og leggings. Takið eftir töskunni sem getur líka verið belti. Sumarið í sumar er sumarið þar sem við frelsum lærlegg- inn og klæðumst stuttbuxum. Ef það er eitthvað sem skiptir máli þegar heildarútlit er annars vegar þá eru það augnhárin. Þess vegna fögnum við þegar nýr maskari kemur á markað. Marta María mm@mbl.is Flestar kvenkyns verur upplifa sig naktar ef þær eru ekki með maskara. Það er því ekki að undra að augn- háralengingar hafa verið jafnvinsælar síðustu ár og raun ber vitni. Það er því alltaf fagnaðarefni þegar nýr mask- ari lítur dagsins ljós. Franska snyrtivörumerkið Lancôme er með þetta á hreinu og kynnir nú byltingarkenndan maskara sem heitir Lash Idôle. Þessi maskari þykkir augnhárin án þess að þau verði klessuleg. Maskarinn að- skilur og greiðir vel úr augnhárunum líkt og fólk væri með augnháralengingu. Hann inniheldur gelkennda formúlu sem endist í allt að 24 klukkustundir og er með sveigðum gúmmíbursta. Formúlan inniheldur meðal annars þykkni úr hvítu tei sem er þekkt fyrir róandi eiginleika sína, fjórum sinnum minna vax en í hefðbundnum maskara sem gerir það að verkum að augnhárin verða með- færilegri, sveigðari og litarefnin svartari. Á tímum eins og núna þegar gríma er staðalbún- aður er ekki vitlaust að dekra við augnsvæðið og gera augun áhrifameiri og augnhárin ýktari. Nýr maskari sem lífgar upp á heildarmyndina 31.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.