Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021 LESBÓK LEIKLIST Hin breska Emma Corrin, sem hlotið hefur mik- ið lof fyrir túlkun sína á lafði Díönu heitinni í sjónvarps- þáttunum Krúnunni, eða The Crown, segir mesta hólið hafa komið frá vinum sínum sem gleymdu víst að þetta væri hún meðan þeir horfðu á þættina. Um það snúist leik- list í reynd; að verða persónan og gera sjálfa sig ósýni- lega. Í samtali við The Guardian kveðst Corrin afar þakk- lát fyrir tækifærið sem þó var ekki sjálfgefið að hún myndi þiggja. Umboðsmaður hennar hafi til dæmis ráðið henni frá því að leika Díönu. „Emma, ekki gera þér þetta. Hugleiddu það ekki einu sinni,“ sagði hann og átti þar við að hún gæti mögulega aldrei hrist lafð- ina alveg af sér. Peter Morgan, höfundur þáttanna, er á öðru máli; Corrin standi nú allar dyr opnar. Gleymdu að þetta væri ég Emma Corr- in á framtíð- ina fyrir sér. AFP BRÆÐUR Þýska gítargoðið Michael Schenker getur ekki hugsað sér að vinna aftur með sínum gömlu fé- lögum úr Scorpions, Klaus Meine og eldri bróður sín- um Rudolf, fyrir þær sakir að sá síðastnefndi er svo mikill yfirgengill (e. bully). Þetta kom fram í samtali við spænska málmgagnið Metal Journal en Schenker var spurður hvort hann hefði ekki íhugað að fá Meine til að syngja nýja útgáfu af gamla Scorpions-laginu In Search of the Peace of Mind sem verður á væntanlegri breiðskífu Michael Schenker Group, Immortal. Nei, var svarið. Vegna þess hversu nánir Meine og Rudolf Schenker eru. „Það myndi bara opna ormagryfju,“ sagði Michael sem kveðst eftir sem áður unna Rudolf sem bróður. Þeir geti bara ekki starfað saman. Bróðir minn er yfirgengill Michael Schenker er orðinn 66 ára. AFP Konur eru baklandið hjá DeHaan. Betra að vinna með konum KONUR Bandaríski leikarinn Dane DeHaan upplýsir í viðtali við breska blaðið The Independent að honum líki betur að vinna með kon- um en körlum. „Ég er mömmu- strákur og mér hefur alltaf samið betur við konur; þær eru almennt séð friðsælli, samvinnuþýðari, um- hyggjusamari og hugsa meira frá hjartanu, skilurðu? Þess vegna nærist maður betur í því umhverfi. Það hefur heilmikið að segja. Rétt eins og tilfinningagreind, skilurðu? Við leikarar erum alltaf að kafa of- an í flækjurnar í mannlegri hegðun og að leggja í þá vegferð með manneskju sem býr yfir mikilli til- finningagreind er alltaf meira gef- andi,“ segir DeHaan. Cat Hogan snýr heim til bæj-arins West Meath á Írlandieftir langa fjarveru til að fylgja móður sinni til grafar. Móð- irin hafði lengi glímt við erfið veik- indi en banamein hennar var höfuð- högg eftir fall, eða það er alltént opinbera skýringin. Cat er á hinn bóginn full grunsemda sem beinast að föður hennar, en það andar aug- ljóslega mjög köldu á milli þeirra feðgina. Faðirinn, sem er læknir, kveðst hafa verið í vinnunni þegar móðirin lést en sú skýring er málum blandin. Var hann mögulega heima, hefur hann eitthvað að fela? Vangaveltur Cat hljóta ekki hljómgrunn, hvorki hjá systkinum hennar tveimur né lögreglunni á staðnum, þannig að hún hefur sína eigin rannsókn á málinu, þrátt fyrir mótspyrnu föður hennar og beinar hótanir. Inn í málið fléttast svo and- lát fjölskylduvinar mörgum árum áður en Cat getur ekki útilokað að faðir hennar hafi jafnframt komið þar við sögu. Óljós minningabrot úr æsku sækja á hana. Og okkar kona gefur sig hvergi enda þótt faðir hennar reyni leynt og ljóst að koma henni úr bænum. Flytur meira að segja gamlan frænda inn í herbergið hennar á æskuheimilinu en hann er ekki fyrr mættur á svæðið en hann byrjar að gæla við jafnaldrann – og lætur sér hvergi bregða þótt Cat Að Íra óstöðugan Írskir þættir hafa verið áberandi í íslensku sjón- varpi undanfarið, þar sem flókin fjölskyldumál og enn flóknari ástamál hafa verið brotin til mergjar. Þeir eru minna í smærri málunum frændur okkar. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Carolina Main og Adrian Dunbar fara með aðalhlutverkin í Blóði. Channel 5 Paul Mescal og Daisy Edgar-Jones fá mikið lof fyrir leik sinn í Eðlilegu fólki. ALLA sunnudaga MILLI 12 OG 16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.