Morgunblaðið - 02.02.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.02.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  27. tölublað  109. árgangur  JÓHANN SMÁRI SYNGUR UM ÁST OG VESEN KA/ÞÓR BYRJAR MEÐ LÁTUM BERNIE SANDERS BÆTIST Í BRÚÐUSAFNIÐ ÍÞRÓTTIR 27 HEILLAR Í HAFNARFIRÐI 2HÁDEGISTÓNLEIKAR 28 ávinningurinn af verðlækkunum skili sér ekki til neytenda. Innflutningur á kjöti dróst saman á síðasta ári, mest á svínakjöti. Ingvi segir að það sé eðlilegt í ljósi ótæpi- legs innflutnings á árinu 2019 og fækkunar ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Hann bendir jafnframt á að með innflutn- ingi á unnum kjötvörum frá Evrópu sé verið að flytja störf við kjötvinnslu úr landi. Þótt samdráttur hafi orðið í sölu á kjöti frá innlendum framleiðendum hefur innlenda framleiðslan haldið stöðu sinni nokkuð á markaðnum. Samdráttur í sölu hefur haft meiri áhrif á innflutning en innlenda fram- leiðslu. Eigi að síður safnast upp birgðir af svínakjöti í frystigeymslum kjötvinnsla, að sögn Ingva, og áður hefur komið fram að offramleiðsla er á nautgripakjöti og nokkrar umfram- birgðir eru af kindakjöti. Liðkað var fyrir innlendri kjöt- framleiðslu með breytingum á útboði tollkvóta en Ingvi telur að frekari að- gerðir þurfi að koma til. »6 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ójafnvægi á markaði fyrir svínakjöt varð til þess að verð til bænda lækk- aði síðastliðið haust um tæp 11%. Formaður svínabænda segir að verð- ið út úr búð hafi þrátt fyrir það hækk- að í takt við almennar verðlagsbreyt- ingar. Verð á innfluttu svínakjöti hafi heldur ekki lækkað á síðasta ári þeg- ar verð á tollkvótum lækkaði. Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda, segir það dapurlegt að Skilar sér ekki í verði  Bændur fá minna fyrir kjötið en neytendur greiða meira Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum minnkaði skyndilega upp úr klukkan 14 í gær um eina tólf sentimetra. Svo sveiflaðist vatnshæðin fram eftir degi. Vegagerðin hefur verið með vakt við ána og hleypt umferð yfir brúna í björtu, milli klukkan 9 og 18 á daginn. Brúin er lokuð á nóttunni. Vaktmaður við ána hlustar eftir og fylgist með mögulegum breytingum á henni. Fyrir- komulag umferðarstýringar við brúna verður endurskoðað á morgun. Heimir Gunnarsson, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni á Norðurlandi, segir að tæpur metri sé frá yfirborði árinnar upp í brúargólfið við árbakk- ana, en hærra í miðjunni. Vegurinn beggja vegna brúarinnar sé hannaður til að taka við vatni ef áin flæðir yfir bakka sína, til að verja brúna. Þar ruddist íshröngl og krapi yfir þegar krapaflóð varð 26. janúar. Klakahrönglið er allt orðið gaddfrosið. Óttast er að losni önnur klakastífla ofar í ánni geti hún lent á brúnni. Hún er ekki byggð til að þola mikið hliðar- álag. Heimir segir að ákveðið hafi verið að kanna hversu mikill klaki og krapi er ofan við brúna til að meta hvað geti gerst. Menn óttist það helst að djúp lægð komi með bráðri hláku, sem geti valdið öðru flóði. Spáð er stöðugu og köldu veðri fram á sunnudag. Þess vegna má búast við að aðstæður í ánni verði svipaðar næstu daga. »4 Leyfa umferð einungis í dagsbirtu Óvissustig vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum Ljósmynd/Gunnar Sverrisson „Við erum að tala um að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Líklega þó í júní en þetta skýrist á næstu vikum,“ segir Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra um sölu á 25-35% hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækk- andi vöxtum og fleiri fjárfesting- arkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamark- aði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun.“ Fram kom á opnum netfundi með Bjarna að hann telji æskilegt að hægt verði að kaupa hlut fyrir nokkra tugi þúsunda, en lágmarksverð í útboði Icelandair var 250 þúsund. Hann segir aðspurður að Banka- sýsla ríkisins muni skoða þessa hlið málsins. Lægri þröskuldar muni auka almenna þátttöku í útboðinu. Fái 119 milljarða hið minnsta Þá sagðist Bjarni hafa væntingar um að fá að minnsta kosti jafn mikið fyrir allan hlut ríkisins – sem á 100% hlut í bankanum – og nemur 119 milljarða fjárfestingu til að örva efna- hagslífið í kórónukreppunni. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum.“ baldura@mbl.is Ríkið fái yfir 100 milljarða  Stefna á sölu á hlut í Íslandsbanka í júní MSem flestir kaupi … »10 Bjarni Benediktsson  Litlar líkur eru á því að stór skortstaða verði tekin í inn- lendum verð- bréfum. Þetta segir Magnús Harðarson, for- stjóri Kauphallar Íslands. Segir hann að stíft regluverk valdi því að erfitt sé að fá bréf lán- uð. „Það væri æskilegra ef það væri auðveldara að fá bréf lánuð. Það er miklu erfiðara en erlendis og mín skoðun er sú að það sé allt of erf- itt.“ »10 Erfitt að taka skort- stöðu í verðbréfum Magnús Harðarson  Stór hluti innflytjenda á vinnu- markaðinum hér á landi er með meiri menntun en krafist er í starfi. Nýlegur samanburður Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins, sem nær til 31 Evrópu- lands, leiðir í ljós að yfir 40% inn- flytjenda á vinnumarkaði hér á landi sem eru með háskólanám að baki eru ekki í starfi sem sam- svarar menntun þeirra. Þeir hafa því ekki sömu tök og aðrir á að nýta sér sérþekkingu sína og hæfni úr námi í vinnu sinni. Rúm- lega einn af hverjum tíu háskóla- menntuðum Íslendingum telst með meiri menntun en krafist er af honum í starfi. »12 Menntun margra nýtist ekki í starfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.