Morgunblaðið - 02.02.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Kalt var um norðan- og austanvert
landið í gær og á miðhálendinu. Í
fyrrinótt var kaldast á láglendi á
Mývatni, 22,5 stiga frost, á Torfum
í Eyjafirði fór frostið í 21,6 stig og í
Gæsafjöllum norður af Mývatni
21,1 stig. Á hálendinu varð öllu
kaldara. Á Dyngjujökli, sem geng-
ur norður úr Vatnajökli, mældist
26,5 stiga frost, við Hágöngur 25,4
stiga frost og við Kárahnjúka var
frostið 24,8 stig.
Talsvert kalt verður áfram í dag
og á morgun víða í sveitum á Norð-
urlandi, að sögn Birgis Arnar Haf-
steinssonar veðurfræðings á Veð-
urstofunni. Tölurnar geta orðið
svipaðar og í gær. Vægt frost eða
hiti nálægt frostmarki verður á
Suður- og Vesturlandi.
Hann segir að í hægum vindi á
þessum árstíma geti frostið sveifl-
ast mikið frá einni klukkustund til
annarrar. Nú er hávetur og landið
alveg fullfært um að búa til sinn
eigin kulda þegar vindur er svo
hægur. Veðrið hefur verið ótrúlega
rólegt miðað við árstíma. Engar
lægðir er að sjá í veðurspám fyrir
næstu daga og þaðan af síður hlý-
indi fyrir norðan. Ekki er útlit fyrir
hláku svo langt sem spárnar ná.
Það dregur úr líkum á því að Jök-
ulsá á Fjöllum ryðji sig skyndilega
eins og myndi gerast kæmi hláka.
Einhver minni háttar éljagangur
gæti orðið við suður- og vestur-
ströndina næstu daga.
Kuldi og hiti í Þingeyjarsýslu
Mjög kalt var í Þingeyjarsýslu
um síðustu helgi og fór frostið víða
yfir tuttugu stig. Hestarnir létu
frostið ekki á sig fá enda vel varðir
fyrir kuldanum í þykkum vetrar-
feldinum og í góðum holdum og vel
aldir.
Þótt lofthitinn lækki slær það
ekki á jarðhitann sem kraumar og
bullar í goshverunum í Reykja-
hverfi. Ystihver er þeirra stærstur
og hefur oft gosið hátt og tignar-
lega. Orkuveita Húsavíkur nýtir
hverina í Reykjahverfi og hitinn
þaðan yljar Húsvíkingum í kulda-
tíðinni. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Þingeyjarsýsla Hrossin undu sér vel í vetrarstillunni þótt frostið biti aðeins í kinnar mannfólksins fyrir norðan.
Vetrarstillur og kulda-
tíð á Norðurlandinu
Svipað veðurútlit áfram Engar lægðir í kortunum
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Ystihver Orkuveita Húsavíkur hef-
ur virkjað jarðhita í Reykjahverfi.
Ragnhildur Þrastardóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Framleiðendur lyfja sem íslensk
stjórnvöld hafa gert samninga við
um kaup á bóluefnum gegn Co-
vid-19 vilja að efni þeirra fari leynt.
Heilbrigðisráðuneytið telur því að
verði samningarnir gerðir opinberir
geti slíkt spillt samskiptum við ís-
lenska ríkið, enda sé ekki búið að af-
henda bóluefnin. Þetta segir í svari
ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.
Spurt var hvort fjölmiðlar fengju
aðgang að umræddum samningum
og hvort almenn stefna ráðuneyt-
isins væri að halda samningum
þessum leyndum. mbl.is var synjað
um aðgang að þeim. Ekki fékkst
heldur svar við spurningu um al-
menna stefnu í þessum málum.
Samningarnir, sem eru átta tals-
ins, falla undir takmarkanir á upp-
lýsingarétti vegna einkahagsmuna
og almennra hagsmuna.
Þeir falla undir takmarkanir á
upplýsingarétti vegna einkahags-
muna því í þeim eru upplýsingar um
mikilvæga viðskiptalega hagsmuni
þeirra sem samið er við. Skv.
ákvæði um takmörk á upplýsinga-
rétti er heimilt að takmarka aðgang
að gögnum þegar mikilvægir al-
mannahagsmunir krefjist, enda sé
þar að finna upplýsingar um sam-
skipti við önnur ríki eða fjölþjóða-
stofnanir.
Hvorki aðildarríki ESB né Nor-
egur hafa afhent sambærilega
samninga og Ísland hefur gert við
lyfjaframleiðendur um kaup á bólu-
efni, skv. því sem heilbrigðisráðu-
neytið greinir frá. Hagsmuna vegna
verði ekki veittur aðgangur að bólu-
efnissamningnum enda geti slíkt
„haft verulega neikvæð áhrif á þá
almannahagsmuni sem felast í því
að fá bóluefni við Covid-19 til Ís-
lands sem fyrst og fyrir sem flesta“,
segir í svari ráðuneytis.
Upplýsingar geta
spillt hagsmunum
Leynd ríki um bóluefnasamninga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bóluefni Leynd er um samningana.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum farin að sjá þessa gler-
ungseyðingu hjá æ yngra fólki,“ seg-
ir Íris Þórsdóttir tannlæknir.
Árleg tannverndarvika embættis
landlæknis og Tannlæknafélags Ís-
lands hófst í gær. Að þessu sinni er
áhersla lögð á súra orkudrykki sem
innihalda koffín. Bent er á skaðleg
áhrif orkudrykkja, bæði á almenna
heilsu og tannheilsu ungmenna. Íris
er einn fyrirlesara af þessu tilefni og
er hægt að nálgast erindi hennar og
fleiri á heimasíðu landlæknis.
Einn þeirra sem láta sig þetta
málefni varða er Pálmar Ragn-
arsson, fyrirlesari og körfubolta-
þjálfari. Í pistli á facebooksíðu sinni
segir hann m.a.: „Við verðum að átta
okkur á því hvað normið hérna á Ís-
landi er orðið brenglað. Þetta er
ekki svona í öðrum löndum. Það er
betra úrval af orkudrykkjum á
litlum bensínstöðvum á Íslandi en í
stórmörkuðum erlendis.“
Neysla orkudrykkja sem inni-
halda koffín hefur aukist mikið hér á
landi síðustu ár og er með því mesta
sem þekkist í Evrópu. Yfirvöld hafa
lýst áhyggjum af því að ungmenni í
8.-10. bekk neyti umræddra drykkja
og jafnvel drykkja sem aðeins eru
ætlaðir eldri en 18 ára.
Hólmfríður Guðmundsdóttir,
tannlæknir hjá embætti landlæknis
og einn skipuleggjenda tannvernd-
arvikunnar, segir að orkudrykkir
séu markaðssettir sem heilsudrykk-
ir fyrir fólk sem leggur stund á lík-
amsrækt og virkan lífsstíl. „Ungt
fólk virðist í auknum mæli velja
þessa drykki í þeirri trú að þeir séu
hollir og stuðli að hreysti og auðvelt
er að draga þá ályktun þegar um
sykurlausan vítamínbættan drykk
er að ræða. Það er hins vegar stað-
reynd að koffín í orkudrykkjum er
bæði örvandi og ávanabindandi auk
þess sem allir orkudrykkir eru „súr-
ir“ sem þýðir að sýrustig þeirra er
lágt (pH< 5,5) og því hafa þeir allir
glerungseyðandi áhrif á tennur.
Okkur finnst brýnt að opna augu
ungs fólks og foreldra þess fyrir
þessum áhrifum,“ segir hún.
Íris segir það áhyggjuefni að mjög
hefur fjölgað tilfellum þar sem gler-
ungseyðing gerir vart við sig hjá
ungu fólki. „Maður hefur áhyggjur
af því hvernig framtíð þessa fólks
lítur út,“ segir hún og bendir á að af-
leiðingarnar séu meðal annars tann-
kul og auknar líkur á tann-
skemmdum enda verði varnar-
hjúpurinn í kjölfarið þynnri. „Þá
aukast líkur á að fólk fái gular tenn-
ur sem ekki er hægt að hvítta og
tannslit. Sem sagt; styttri fram-
tennur og gular í ofanálag.“
Hún segir það slæmt að margir
orkudrykkir séu markaðssettir sem
heilsuvara. „Fólk heldur að þeir séu
góðir fyrir líkamann enda markaðs-
settir af áhrifavöldum og íþrótta-
fólki. Dósirnar eru skrautlegar og
fínar og höfða til ungs fólks og jafn-
vel barna,“ segir Íris og bætir við að
þeir sem á annað borð ætli að
drekka orkudrykki ættu að tileinka
sér ákveðna þætti til að stilla í hóf
áhrifum á tennur. „Það er að drekka
drykkinn hratt og skola munninn á
eftir. Ekki skal bursta tennurnar
næstu 30 mínútur á eftir meðan
glerungurinn er enn viðkvæmur.“
Tennur slitna
og verða gular
Áhyggjur af neyslu orkudrykkja
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Orkudrykkir Heilbrigðisyfirvöld
hafa áhyggjur af neyslu hérlendis.