Morgunblaðið - 02.02.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 02.02.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innflutningur á kjöti til landsins minnkaði verulega á síðasta ári. Breytingin er mest í svínakjöti en innflutningur dróst saman um tugi prósenta. Með því gengur til baka sú mikla aukning sem varð á inn- flutningi á árinu 2019. Eigi að síður er enn mikið ójafnvægi á mark- aðnum, að sögn formanns svína- bænda. Innflutningur á svínakjöti minnk- aði um 558 tonn, samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofu Ís- lands, sem svarar til 44% sam- dráttar. 15% minnkun varð á innflutningi nautakjöts og 6% sam- dráttur í innflutningi alifuglakjöts. Ingvi Stefánsson, formaður Fé- lags svínabænda, bendir á að svína- afurðir séu uppistaðan í þeim unnu kjötvörum sem fluttar eru til lands- ins. Ef litið er til breytinga á þeim liðum sést að innflutningur svína- kjöts hefur minnkað mun minna en tilgreindar tölur benda til, eða um nálægt 20%. Segir Ingvi eðlilegt að dregið hafi úr innflutningi vegna ótæpilegs innflutnings svínakjöts á árinu 2019 og fækkunar ferða- manna. Hann bendir jafnframt á að með innflutningi á unnum kjötvör- um sé verið að flytja störf við kjöt- vinnslu úr landi. Hlutur erlends kjöts minni Hlutdeild innflutnings í heildar- sölu kjöts á markaðnum hér hefur heldur minnkað, er nú innan við 20% að meðaltali. Inni í innflutningstölum á með- fylgjandi grafi er innflutningur sam- kvæmt samningum við Evrópusam- bandið en tollar voru lágir á þeim viðskiptum á síðasta ári. Ljóst er af þessum tölum að sam- dráttur á kjötmarkaði hér vegna fækkunar ferðafólks hefur orðið til þess að dregið hefur úr innflutningi. Áhrifin eru meiri á innflutt kjöt en það kjöt sem hér er framleitt, ef eitthvað er. Birgðir hjá kjötvinnslum Opinberar tölur um sölu á kjöti sem framleitt er hér innanlands sýna að samdráttur varð í sölu allra tegunda nema svínakjöts. Þar varð 4,3% aukning. Ingvi telur að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af sölunni á markaðnum. Tölurnar sýna sölu frá afurðastöðvum. Ingvi segir að safnast hafi upp birgðir af frosnu svínakjöti hjá kjötvinnslum á und- anförnum mánuðum. Það kjöt hafi ekki farið út á markaðinn fyrr en seinna. Þessar birgðir koma ekki fram í opinberum tölum. Hefur þessi sölutregða komið nið- ur á verði til bænda. Verðið var 473 krónur á kíló í vor og fram á sumar en lækkaði í haust og vetur niður í 422 kr. Verðlækkunin er því tæp 11%. Segir Ingvi dapurlegt að sjá að verð á svínakjöti út úr búð fylgi al- mennum verðlagsbreytingum þótt verðið til bænda hafi lækkað. Ávinn- ingurinn skili sér ekki til neytenda. Segir hann að það sama megi segja um lækkun á verði tollkvóta vegna innflutnings frá ESB á síðasta ári, sá ávinningur innflytjenda hafi ekki skilað sér til neytenda. Þarf að stokka upp spilin Verð fyrir tollkvóta vegna inn- flutnings á kjöti samkvæmt samn- ingum við Evrópusambandið hækk- aði nokkuð í útboði atvinnuvega- ráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Gilda hærri tollarnir fyrstu fjóra mánuði ársins en verð fyrir toll- kvóta lækkaði talsvert á síðasta ári. Báðar breytingarnar voru knúðar áfram af breytingum á fyrir- komulagi útboðanna. Ekki er vitað um áhrif nýjustu breytingarinnar á verð á svínakjöti eða öðrum afurð- um út úr búð en á skilvirkum mark- aði leiða slíkar breytingar til verð- hækkunar. „Ég vona að þessar breytingar á útboðsfyrirkomulagi hjálpi innlendu framleiðslunni að komast út úr þeim ógöngum sem hún er í. Ójafnvægi í framboði og eftirspurn veldur því að birgðir hafa safnast í frystum. Því tel ég að stjórnvöld þurfi að koma með frekari aðgerðir og stokka upp spilin,“ segir Ingvi. Minna er nú flutt inn af kjöti  Þótt hlutur innlendrar framleiðslu hafi aukist eru erfiðleikar í kjötgreinum vegna birgðasöfnunar  Verðlækkun á svínakjöti skilar sér ekki til neytenda Innfl utningur á kjöti 2020 1.500 1.000 500 0 Tonn Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur, Matvælastofnun2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Innfl utningur 2018-2020 Heildarsala og innfl utningur 2020 Innfl utt kjöt 2018 2019 2020 Umreiknað í kjöt m/beini* Sala á innl. framleiðslu Heildar- sala Hlutfall innfl utnings Alifuglakjöt 1.145 1.370 1.282 2.141 9.039 11.180 19% Svínakjöt 905 1.281 723 1.207 6.819 8.026 15% Nautakjöt 830 818 692 1.156 4.667 5.823 20% Reykt, saltað og þurrkað kjöt 231 139 90 150 150 Kindakjöt 2 39 6 10 6.204 6.214 Hrossakjöt 0 0 0 0 684 684 Pylsur og unnar kjötvörur 622 713 905 1.586 1.586 Samtals 3.735 4.360 3.698 6.250 27.413 33.663 *Áætlað Tonn 2019 2020 Breyting milli ára Alifuglakjöt 1.370 1.282 -88 -6% Svínakjöt 1281 723 -558 -44% Nautakjöt 818 692 -126 -15% Hlutfall innfl utnings 2020 Minni innfl utningur 2019 til 2020Innfl utningur 2013 til 2020, helstu tegundir Einingar eru í tonnum Alifuglakjöt 19% Alifuglakjöt 15% Svínakjöt 20% Nautakjöt Svínakjöt NautakjötIngvi Stefánsson AFP Kjötbúð Talsvert er flutt inn af unnum svínaafurðum frá Evrópu, m.a. pylsum og beikoni. Offramleiðsla er á kjöti á Íslandi, eins og í öðrum Evrópulöndum, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og verð til bænda hefur lækkað. Boðað er til formlegs sáttafundar í dag á Egilsstöðum undir stjórn rík- issáttasemjara í kjaraviðræðum AFLs starfsgreinafélags og Rafiðn- aðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. Liðnar eru tvær vikur frá því að seinasti form- legi sáttafundurinn var haldinn í kjaradeilunni. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, segir að hægur gangur hafi verið á viðræðunum að undan- förnu. „Þetta hefur hökt verulega mikið að undanförnu,“ segir hann. Kjarasamningarnir í álverinu runnu út 29. febrúar í fyrra. Var deilunni vísað til ríkissáttasemjara um miðjan desember síðastliðinn eftir að slitnað hafði upp úr viðræð- unum. omfr@mbl.is Sáttafund- ur í álvers- deilu í dag  Viðræður í hæga- gangi að undanförnu Morgunblaðið/ÞÖK Fjarðaál Fundað verður með rík- issáttasemjara fyrir austan í dag. Vinnslustöðin hf. hefur fest kaup á útgerðarfélaginu Hugin ehf. í Vest- mannaeyjum, en samningur þess efnis var undirritaður á föstudag. Kaupunum fylgir fjölveiðiskipið Huginn VE-55 ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Í tilkynningu frá Vinnslustöðinni segir að kaupverðið sé trúnaðarmál kaupenda og seljenda. Fyrir átti Vinnslustöðin 48% hlut í Hugin en fer nú með alla hluti félagsins. Samkvæmt tölum Fiskistofu fékk Huginn á núverandi fiskveiðiári út- hlutaðar 634 lestir eða 2,22% af afla- marki í síld, 266 lestir eða 1,4% af aflamarki í loðnu, 7.742 lestir eða 4,21% af aflamarki í kolmunna og 5.182 lestir eða 4,65% af aflamarki í norsk-íslenskri síld. Huginn VE-55 var smíðaður árið 2001 og er vinnslu- og fjölveiðiskip sem veiðir uppsjávarfisk í nót eða flottroll. Vinnslustöðin kaupir Hugin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.