Morgunblaðið - 02.02.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.02.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is síðunnar Reddit til sín taka á á hlutabréfamarkaði vestanhafs. Tóku þeir höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem tekið höfðu stóra skortstöðu í Game- Stop, sem er stór tölvuleikjaversl- un í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hækkuðu bréf félagsins um mörg hundruð prósent, sem jafnframt olli því sjóðirnir voru komnir í mik- il vandræði. Netverjar eru næst taldir ætla að beina sjónum sínum að silfri, en þeir segja virði málms- ins haldið niðri af bönkum á borð við JP Morgan. Takmarkaðar heimildir sjóða Aðspurður segist Magnús vera hlynntur því að virkni markaðarins sé til staðar. „Ég er ekki að hvetja til kaupa eða skortsölu, en bara að þessi virkni sé til staðar. Það er líka skoðun þessara aðila sem taka út gæði verðbréfamarkaða,“ segir Magnús og bætir við að með virk- ari verðbréfamarkaði verði auð- veldara að skortselja. Segir hann að umtalsvert erfiðara sé að fá bréf lánuð hér á landi en erlendis. „Þetta er miklu erfiðara og mín skoðun er sú að það sé allt of erf- itt. Það væri æskilegra ef það væri auðveldara að fá bréf lánuð. En það eru alveg ástæður fyrir því að þetta er sjaldgæfara. Fjármálaeft- irlitið hefur túlkað lögin þannig að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að lána verðbréf. Þá eru verðbréfa- sjóðir sömuleiðis með takmarkaðar heimildir.“ Spurður sérstaklega um miklar sveiflur í verði GameStop segist Magnús ekki hafa forsendur til að tjá sig um það. Hins vegar sé mik- ilvægt að einstaklingar sem taka þátt í verðbréfaviðskiptum sæki sér viðeigandi upplýsingar og fræðslu. „Það er mikilvægt að ein- staklingar sem eru á markaðnum kynni sér fyrirtækið sem þeir eru að fjárfesta í, mennti sig og fræði,“ segir Magnús og bætir við að Kauphöllin sinni fræðslu í sam- vinnu við bankana. Þá geti fólk sótt sér menntun og upplýsingar á fundum á vegum Kauphallarinnar. Litlar líkur á stórum skortstöðum  Regluverkið veldur því að skortsölur eru mjög óalgengar hér á landi  Æskilegt ef lán á bréfum yrðu einfölduð Forstjóri Kauphallarinnar segir mikilvægt að einstaklingar sæki sér upplýsingar og fræðslu Snjallvæðing » Að sögn Magnúsar má gera ráð fyrir að hægt verði að fjár- festa í verðbréfum í gegnum snjallforrit innan skamms. » Hægt er að gera fjárfesting- arkosti aðgengilegri með not- endavænna viðmóti. » Litlar sem engar líkur á því að aðilar taki stórar skort- stöður í fyrirtækjum hér á landi. AFP GameStop Gengi hlutabréfa tölvuleikjaverslunarinnar hefur rokið upp það sem af er ári. Fjölmargir notendur Reddit hafa keypt bréfin. BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Líkurnar á stórri skortstöðu á markaðnum hér á landi eru mjög litlar miðað við núverandi reglu- verk,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland eða Kauphallar Ís- lands. Segir hann að erfitt sé að fá lánuð bréf auk þess sem stíft regluverk valdi því að skortsölur séu sjaldgæfar á inn- lendum markaði. Til útskýringar felur skortsala í sér lán á eign, til dæmis hlutabréfi, sem síðan er seld. Til að endurgreiða lánið þarf að kaupa eignina aftur síðar. Um- ræddir fjárfestar græða því ef verðið lækkar. Eins og greint var frá í síðustu viku létu fjölmargir notendur vef- Magnús Harðarson Engin hljóðbók hefur hlotið jafn- mikla hlustun strax eftir útgáfu og bók Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Málsvörn. Þetta segir Egill Örn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri For- lagsins. Mikið hefur verið fjallað um bókina í aðdraganda útgáfu hennar, en hún kom í verslanir á fimmtudag í síðustu viku. „Af bókum Forlagsins hefur eng- in bók fengið eins mikla hlustun strax eftir útkomu og Málsvörn. Þetta eru fleiri þúsundir klukku- stunda á Storytel fyrstu dagana. Það er rosaleg hlustun,“ segir Egill og bætir við að óljóst sé hversu mörg prentuð eintök hafa selst. Það muni skýrast síðar í vikunni. „Það fóru á annað þúsund bækur í versl- anir. Þetta eru einungis þrír virkir dagar þannig að það er of snemmt að segja til um söluna hvað það varðar. Við merkjum samt alveg gríðarlegan áhuga á bókinni og efni hennar, sem er reyndar eins og við var að búast.“ Málsvörn fjallar um Jón Ásgeir, sem ásamt föður sínum stofnaði lág- vöruverslunina Bónus. Eftir að hafa haslað sér völl í íslensku viðskiptalífi hóf Jón Ásgeir landvinninga. Var hann sérstaklega atkvæðamikill í Bretlandi, en þess utan var hann með fjárfestingar víða erlendis. Í kjölfar hrunsins árið 2008 stóð at- hafnamaðurinn í stöðugum dóms- málum í um áratug. Rithöfundurinn Einar Kárason skrifar bókina. Segir hann viðbrögð- in eftir útgáfuna hafa verið sterk. „Þetta hefur verið allur skalinn. Það er alltaf gaman að gefa út bók og ég er sáttur við útkomuna. Þetta var mikil heimildarvinna þar sem rætt var við fjölda manna.“ aronthordur@mbl.is Engin bók notið viðlíka vinsælda  Málsvörn Jóns Ásgeirs vinsæl á Storytel BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bankasýsla ríkisins mun á næstu vikum ráða ráðgjafa til að undirbúa sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að sölu hlutarins, sem verð- ur 25-35% að þessu sinni, í sumarbyrjun. Þetta kom fram í máli Bjarna Bene- diktssonar, fjár- mála- og efna- hagsráðherra, á netfundi í gær. Hann hefði sl. föstudag veitt Bankasýslunni heimild til að halda áfram með málið. Nú taki við nokkurra mánaða ferli. Vitnar um styrk kerfisins Bjarni sagði niðursveifluna í fyrra þá mestu í hundrað ár og dýpri en hjá flestum þjóðum. Hins vegar efist fáir um að bankakerfið ráði við þenn- an skell, sem sé bein afleiðing þess að hafa endurskoðað regluverk bankakerfisins. Nú væru hagfelldar aðstæður til að selja hlut í Íslandsbanka. Til dæmis hefði vísitala aðallista Kaup- hallar Íslands hækkað um 60% frá því í mars og Stoxx Europe, vísitala bréfa í evrópskum bönkum, hækkað um 30% á sama tíma. Þá sé gengi bréfa í Arion banka í hæstu hæðum. Bjarni setti söluna í samhengi við hallarekstur hins opinbera. Áætlað sé að afkoma ríkisins verði neikvæð um 326 milljarða í ár og áformað að skuldahlutfall hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af lands- framleiðslu, stöðvist í kringum 60%. Í millitíðinni sé verkefnið að fjár- magna hallareksturinn og þótt sala á fjármálastofnun sé ekki nauðsynleg- ur liður í trúverðugri áætlun um ríkisfjármálin styðji salan hana. Þá auki salan svigrúm ríkisins fyrir samfélagslega arðbær verkefni. Óttast ekki stefnubreytingu Bjarni vék svo að áhyggjum af því að tímasetningin væri óheppileg í ljósi þess að bankarnir séu í sárum vegna vanda ferðaþjónustunnar. Hins vegar njóti þau fyrirtæki nú bæði fyrirgreiðslu í bönkunum sem ásamt beinum stuðningsaðgerðum eigi að tryggja þeim framtíð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að nýir eigendur myndu beita sér gegn þeim sem hafa fyrirgreiðslu í bönk- unum en sjálfsagt er að velta því upp og ræða af fullri alvöru,“ sagði Bjarni. Varðandi sölu á stærri hlut ríkisins síðar meir sagði Bjarni ríkið ekki mundu geta selt stærri hlut fyrstu sex mánuðina eftir skráningu á markað. Bíða verði í a.m.k. hálft ár frá frumskráningu með frekari vangaveltur um sölu. Varðandi hugmynd um að þjóðin fái afhentan 5% hlut í bankanum sagði Bjarni ekki nógu breiða sam- stöðu um þá aðferðafræði. Þá taldi hann ekki rétt að greiða út mikinn arð fyrir söluna, enda fáist hærra verð fyrir vel fjármagnaðan banka með sterka lausafjárstöðu. Spurður hvort heppilegra væri að selja hlutinn til kjölfestufjárfesta til að fá hærra verð, sagði Bjarni að huga þyrfti að fleiri þáttum. „Ég á mér þá ósk að sjá sem mesta þátt- töku frá íslenskum almenningi í þessari umferð,“ sagði Bjarni. Hann sagðist aðspurður, í samtali við Morgunblaðið, ekki vilja spá um ætlað söluverðmæti hlutarins í sum- ar. Hins vegar hafi menn væntingar um að fá á annað hundrað milljarða fyrir 100% eignarhlut í bankanum. Sem flestir kaupi hluti í Íslandsbanka  Fjármálaráðherra boðar tíðindi í vor STUTT ● Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um 3,5% í janúar og stendur nú í 2.644 stigum að því er fram kemur í viðskipta- yfirliti Kauphallarinnar fyrir mánuðinn. Heildarviðskipti með hlutabréf í janúar námu 83,9 milljörðum eða 4.197 millj- ónum á dag sem er 6,8% hækkun frá fyrri mánuði, en í desember 2020 námu viðskipti með hlutabréf 3.929 milljónum á dag. Milli ára jukust viðskipti um 29,5% (viðskipti í janúar 2019 námu 3.240 milljónum á dag). Þess má geta að síðastliðinn mánuður var sá næst- veltumesti á hlutabréfamarkaði síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlitinu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,5% í janúar ● Embætti landlæknis, gjafabréfafyr- irtækið YAY og rafskútuleigan Hopp eru á meðal þeirra sem tilnefnd eru í undirverðlaunaflokkum UT-verð- launanna, sem afhent verða 5. febrúar nk. Verðlaunaflokkarnir eru þrír; UT- fyrirtækið, UT-sprotinn og UT- stafræna þjónustan. Sem fyrr er ekki gefið upp hverjir eru tilnefndir til að- alverðlaunanna, Upplýsinga- tækniverðlauna Ský; heiðursverðlauna fyrir framúrskarandi framlag til upp- lýsingatækni á Íslandi. Aðrir sem til- nefndir eru í undirverðlaunaflokkunum eru hugbúnaðarfyrirtækið Aranja, hug- og vélbúnaðarfyrirtækið Controlant, Íslensk erfðagreining, hugbúnaðarfyr- irtækið Sidekick Health, verkefnið Stafrænt ökuskírteini og þjónustu- gáttin Stafrænt Ísland. Landlæknir, YAY og Hopp meðal tilnefndra 2. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.64 Sterlingspund 176.63 Kanadadalur 100.6 Dönsk króna 20.99 Norsk króna 15.091 Sænsk króna 15.436 Svissn. franki 144.58 Japanskt jen 1.2287 SDR 185.46 Evra 156.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.4538 Hrávöruverð Gull 1852.7 ($/únsa) Ál 1987.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.52 ($/fatið) Brent Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.