Morgunblaðið - 02.02.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu án endurgjalds
Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun
og förum með bifreiðina í skoðun
Kominn tími á aðalskoðun?
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR
25% afsláttur af vinnu út febrúar
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Lönd um heim allan, með Bandaríkin
í forystu, fordæmdu valdarán hersins
í Mjanmar (áður Búrma) í gær og
kröfðust endurreisnar lýðræðislegra
stjórnarhátta þar í landi. Mótmæltu
þau fangelsun Aung San Suu Kyi,
leiðtoga ríkisstjórnarinnar, og nokk-
urra stjórnmálamanna.
„Við munum grípa til ráðstafana
gegn þeim sem bera ábyrgð á valda-
ráninu ef þeir láta það ekki ganga til
baka,“ sagði Jen Psaki, talsmaður
Hvíta hússins, í tilkynningu. Hún
bætti við að bandarísk stjórnvöld
myndu á engan hátt reyna að breyta
úrslitum þingkosninga í nóvember sl.,
en þær færðu Aung San Suu Kyi yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða.
Þyrlur hersins sveimuðu yfir
Byltingin var laus við blóðsúthell-
ingar og lýsti herinn yfir neyðarlög-
um til eins árs. Með því lauk áratugar
völdum borgaralegra stjórnvalda í
Mjanmar. Réttlætti herinn íhlutun
sína með skírskotun til meintra
„feikilegra kosningasvika“ í þing-
kosningunum. Tilkynnt var í sjón-
varpi hersins síðla í fyrrinótt að
stjórnartaumar í landinu hefðu verið
fengnir yfirmanni hersins, Min Aung
Hlaing, í hendur.
Suu Kyi og Win Myint forseti voru
handtekin í höfuðborginni Naypyi-
daw fyrir dögun í gærmorgun, sagði
Myo Nyunt, talsmaður flokks Suu
Kyi (NLD), við AFP-fréttastofuna.
Átti það sér stað einungis nokkrum
stundum áður en þingsetning átti að
fara fram.
Herinn lokaði götum í í borginni og
nágrenninu með vopnuðum herverði
á vörubílum og bryndrekum. Yfir
sveimuðu þyrlur hersins. Er valda-
ránið var afstaðið tilkynnti útvarps-
stöð hersins að fyrrverandi hershöfð-
ingi, Myint Swe, myndi gegna starfi
forseta næsta árið. Síðar var því heit-
ið af hernum, að nýjar kosningar
færu fram í byrjun næsta árs er her-
lögin rynnu út. „Við munum fram-
kvæma raunverulegt fjölflokkalýð-
ræði með fullu jafnræði og
sanngirni,“ sagði herinn á síðu sinni á
facebook.
Í tilkynningu sem hún gaf út fyrir
handtökuna hvatti Suu Kyi þjóðina til
að „samþykkja ekki valdarán“, að því
er fram kom á facebooksíðu flokks-
formanns hennar. Undir kvöld í gær
tilkynnti svo herinn að vegna kórónu-
veirufaraldursins þyrfti að grípa til
ráðstafana „jafnóðum“, sem AFP
sagði benda til að gripið yrði til tak-
markana og þvingana í nafni farald-
ursins til að koma í veg fyrir mótmæli
vegna valdaránsins.
Herinn gekk hratt til verks við að
bæla andóf með því að draga stórlega
úr notkun netsins og farsíma í landinu
öllu. Í Yangon stormaði sveit her-
manna inn í ráðhús borgarinnar sem
er höfuðstaður allra viðskipta í Mjan-
mar. Blaðamaður AFP sá fjölda her-
flutningabíla á götum með hátalara
sem þjóðernistónlist buldi úr. Stuðn-
ingsmönnum stjórnarinnar sem voru
á ferli var sagt að hypja sig heim og
halda sig þar. Herinn sendi ekki fjöl-
mennar hersveitir inn í Yangon.
Byltingar árin 1962 og 1988
Herinn réð völdum í Mjanmar tl
ársins 2011 er breytingar í lýðræð-
isátt undir forystu Aung San Suu Kyi
leiddu til endaloka herstjórnar.
Henni hafði verið haldið í stofufang-
elsi í 15 ár, frá 1989 til 2010. Á al-
þjóðavettvangi var hún hyllt sem
„ljósberi“ lýðræðis og sæmd friðar-
verðlaunum Nóbels árið 1991.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
landsmenn kynnast stjórnarbylting-
um frá því landið hlaut sjálfstæði frá
Bretum árið 1948. Hinar fyrri tvær
áttu sér stað 1962 og 1988.
Auk þess sem Bandaríkjastjórn
mótmælti valdaráninu bættust skjótt
í þann hóp Antonio Guterres, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
leiðtogar ESB-landanna og stjórnir
Norðurlandanna og Bretlands. Kín-
verjar neituðu að taka afstöðu aðra en
þá að hvetja alla deiluaðila til að
„leysa ágreining“ sinn. agas@mbl.is
Valdarán í Mjanmar (Búrma)
NAYPYIDAW
INDLAND
BA
N
G
LA
D
ESH
KÍNA
LAOS
TAÍILAND
Yangon
Mandalay
Sittwe
100 km
Það sem vitað er:
Auk Aung San Suu Kyi voru
Win Myint, forseti, og aðrir
forustumenn ríkisstjórnarinnar
hnepptir í varðhald daginn
sem þing átti að koma saman
Herinn hefur lýst yfir
neyðarástandi í eitt ár
Hermenn tóku ráð-
húsið á sitt vald
skömmu áður en
yfirlýsing var gefin
Herinn hrifsar völdin
Helstu leiðtogar
ríkisstjórnar handteknir
Myint Swe, fyrrum hershöfðingi
og núverandi varaforseti,
verður starfandi forseti
Net- og farsímasamband er
mjög stopult í öllu landinu
Herinn heitir nýjum kosningum
eftir ár
Öllum bönkum í landinu lokað
*Lýðræðisfylkingin
Herinn tók völdin aðfaranótt mánudags eftir spennuþrungið andrúmsloft í kjölfar
kosninga í nóvember sem stjórn hersins segir að hafi einkennst af kosningasvikum
2016
2020
Verður raunverulegur leiðtogi
landsins
Fer fyrir NLD sem vinnur
yfirburðasigur í kosningum
1. febrúar 2021
Handtekin skömmu áður en
nýtt þing átti að koma saman
2010
Sleppt úr stofufangelsi eftir að
hafa setið í varðhaldi í 15 ár
Aung San Suu Kyi 75 ára
2015
Fer fyrir NLD* sem vinnur
stórsigur í fyrstu lýðræðislegu
kosningunum í landinu
Valdaráni í Mjanmar mótmælt
Herinn í Mjanmar steypti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins í gær og boðaði herlög til eins árs
Evrópusambandið viðurkenndi í gær
að hafa gert mistök þegar það virkj-
aði klásúlu í Brexit-samningunum til
að hindra útflutning á bóluefni gegn
kórónuveirunni til Bretlands. „Páfinn
einn er óskeikull,“ sagði Eric Mamer,
talsmaður formanns framkvæmda-
stjórnar ESB, Ursulu von der Leyen.
„Það mikilvægasta er að mistökin
voru leiðrétt snimmendis,“ bætti Ma-
mer við. Aflétti sambandið 16. grein
samningsins eftir að breska stjórnin
og sú írska svo og héraðsstjórnin á
Norður-Írlandi höfðu fordæmt ESB
fyrir að virkja ákvæðið. Í krafti þess
hefði verið hægt að stofna til eftirlits
á landamærum Írlands og Norður-
Írlands til að koma í veg fyrir að bólu-
efni bærist Bretlandi.
Sættu þessar útflutningshömlur
harðri gagnrýni. Virkjun ákvæðisins
var liður í nýjum tilraunum ESB til
að stuðla að því að ekki yrði skortur á
bóluefni vegna samdráttar í fram-
leiðslu. Kom það til eftir að breska
lyfjafyrirtækið AstraZeneca sagði að
afhending bóluefnis til landa ESB
myndi dragast vegna vandamála í
framleiðsluferlinu.
Vaxandi áhyggjur eru af útbreiðslu
hins suðurafríska afbrigðis kórónu-
veirunnar en átta smit af þess völdum
hafa fengist staðfest síðustu sex dag-
ana í Bretlandi; þrjú í London, tvö í
suðausturhluta Englands, eitt í Mið-
löndunum, eitt í Austur-Englandi og
eitt í norðvesturhluta landsins. Af
þessum ástæðum verður gengið hús
úr húsi í hverfunum sem veiran stakk
sér niður í og íbúum boðið upp á
ókeypis skimun fyrir veirunni, í þeirri
von að hefta megi útbreiðslu hennar.
Að samkomulagi hefur nú orðið að
AstraZeneca láti ESB fá níu milljónir
skammta bóluefnis fyrir marslok.
Eru skammtarnir þá orðnir 40 millj-
ónir sem sambandið fær frá lyfjaris-
anum, sem er aðeins helmingur þarf-
arinnar.
Til að reyna að skera úr því hvaða
hætta stafar af suðurafríska veiru-
afbrigðinu (501.V2.) hófust rannsókn-
ir á því í Englandi í gær, en þar hafa
komið upp átta smit af völdum veir-
unnar síðustu vikuna. Allar veirur
stökkbreytast stöðugt í nýjar veirur
eða afbrigði þeirra. Kom fram í BBC í
gær, að nú þegar séu mörg þúsund
afbrigði kórónuveirunnar á kreiki.
Þýskaland og Austurríki undirbúa
læknisaðstoð til handa Portúgölum
sem hafa orðið illa fyrir barðinu á
mikilli fjölgun nýsmits í þriðju bylgju
kórónuveirunnar þar í landi. Verður
flogið með sjúklinga á bráðadeild til
Austurríkis til meðferðar til að létta
álagi af portúgölskum sjúkrahúsum.
Sebastian Kurz kanslari Austur-
ríkis sagði það lið í evrópskri sam-
stöðu að veita þessa hjálp. Þjóðverjar
aftur á móti munu senda 27 lækna og
aðra sérfræðinga á heilbrigðissviði,
sjúkrarúm og lofthreinsibúnað.
Verulegur skortur er á rúmum fyrir
gjörgæsludeildir á portúgölskum
spítölum og fóru Portúgalar fram á
þessa aðstoð. Strangar aðgerðir gegn
kórónuveirunni eru í gildi í landinu,
m.a. eru ferðalög til útlanda bönnuð.
Hin mikla uppsveifla í veiruvirkn-
inni í Portúgal er skrifuð á slökun að-
haldsreglna um jól og áramót svo og
á hið bráðsmitandi breska afbrigði
kórónuveirunnar.
Evrópska lögreglan Europol var-
aði ferðalanga í gær við glæpagengj-
um sem stunduðu þá iðju að selja
ferðalöngum svikin vottorð um að
þeir væru lausir við kórónuveirusmit.
Tækju þeir allt að 300 evrur fyrir
vottorð sem væri einskisvert. Stóð
lögregla sölumenn slíkra svikapapp-
íra að verki á flugvöllum í Bretlandi
og Frakklandi og á netinu á Spáni og
í Hollandi. Mörg ríki ESB og önnur
lönd gera nú kröfur um sönnun þess
að farþegar séu lausir við smit af
völdum veirunnar sem dregið hefur
2,2 milljónir manna til dauða á rúmu
ári.
Eigendur veitingastaða hafa þver-
skallast við afgreiðslubanni og rekið
staði sína á laun. Nokkur brögð munu
hafa verið að þessu og sagði fjármála-
ráðherrann Bruno Le Maire eigend-
urna eiga á hættu að fjárstuðningi
vegna lokana í veirustríðinu verði
kippt til baka. agas@mbl.is
Páfinn einn sé óskeikull
Vaxandi áhyggjur af útbreiðslu suðurafríska afbrigðisins
Ferðalangar varaðir við glæpagengjum með svikin vottorð
AFP
Veira Mörg ríki gera nú kröfur um sönnun þess að farþegar séu án smits.