Morgunblaðið - 02.02.2021, Side 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Félagsmálaráðherra
Framsóknar hefur lagt
fram á Alþingi frum-
varp um málefni inn-
flytjenda. Megin-
tilgangur frumvarpsins
er að samræma mót-
töku flóttafólks. Í
greinargerð með frum-
varpinu er setning sem
vekur athygli en þar
segir: „Með samræmdu
móttökukerfi er unnið að því að
tryggja flóttafólki jafna þjónustu
óháð því hvernig það kemur til lands-
ins.“ Hér þarf að staldra við og skoða
hvað þetta þýðir í reynd. Frumvarpið
var lagt fram á Alþingi á síðasta ári
en hlaut ekki afgreiðslu. Ljóst er að
ríkisstjórnin ætlar sér að koma mál-
inu í gegnum þingið fyrir kosningar.
Í umræðunni spurði ég ráðherra
hvort með þessu frumvarpi væri eng-
inn greinarmunur gerður á kvóta-
flóttamönnum og hælisleitendum
sem fá dvalarleyfi, þegar kemur að
þjónustu. Svaraði ráðherra því að
þeir myndu fá sömu þjónustu.
Kvótaflóttamenn og hælisleit-
endur ekki það sama
Verði frumvarpið að lögum munu
hælisleitendur með dvalarleyfi og
kvótaflóttamenn fá sömu þjónustu.
Hér er um grundvallarbreytingu að
ræða sem mun hafa veruleg aukin
fjárútlát í för með sér fyrir ríkissjóð.
Á síðasta ári tók Ísland á móti 85
kvótaflóttamönnum en 631 hælisleit-
andi fékk dvalarleyfi. Meðalkostn-
aður vegna móttöku kvótaflóttafólks
fyrir einhleypa er um 6 milljónir á
ári. Það er sérkennilegt að yfirfæra
réttindi kvótaflóttafólks yfir á hæl-
isleitendur. Þetta er tvennt ólíkt.
Fólk sem við samþykkjum að taka
við og sjá um og síðan fólk sem kem-
ur hingað á eigin vegum, sem ekki er
ljóst hvort uppfyllir alþjóðleg skil-
yrði þess að vera flóttamenn.
Ísland þekkt fyrir
bestu þjónustuna
Hér eru nokkur dæmi um þjón-
ustuna sem yrði þá í boði fyrir hæl-
isleitendur: Greidd er framfærsla í
eitt ár, desemberuppbót
og barnabætur í eitt ár.
Greitt er fyrir leikskóla,
100 þúsund á mánuði í
11 mánuði, skólamáltíðir
í 9 mánuði, frístunda-
heimili í 9 mánuði, styrk
við skólabyrjun og ein-
greiðslu fyrir íþróttir og
tómstundir. Meðlag í
tvo mánuði. Framhalds-
skóli í tvær annir. Heil-
brigðisþjónusta og lyf í
sex mánuði. Tannlæknir
115 þúsund. Sálfræði-
þjónusta fyrir 264 þúsund á ein-
stakling og önnur sérfræðileg ráðgjöf
í 12 mánuði. Stuðningur heim er
greiddur, um 100 þúsund á fjölskyldu.
Handleiðsla starfsmanna er greidd,
390 þúsund á fjölskyldu. Túlkaþjón-
usta, 270 þúsund á fjölskyldu. Húsa-
leiga í 2 mánuði og húsnæðisbætur
sveitarfélags í 12 mánuði. Sími og net í
1 mánuð. Strætókort. Einnig gera
stjórnvöld samning við Rauða kross-
inn um þjónustu. Nemur kostnaður-
inn um 600 þúsund á einstakling og er
það viðbót við það sem að ofan greinir.
Fjöldi umsókna um hæli á
Íslandi myndi margfaldast
Íslendingar hafa tekið vel á móti
kvótaflóttamönnum en þeir koma
iðulega frá stríðshrjáðum löndum.
Við eigum áfram að sinna þessum
hópi vel og aðstoða við aðlögun
þeirra í íslensku samfélagi. Hafa ber
þó í huga að fyrir hvern einn flótta-
mann sem hingað kemur er hægt að
aðstoða 12 á heimaslóðum. Með því
að veita hælisleitendum og kvóta-
flóttamönnum sömu þjónustu er
gengið of langt. Kostnaðurinn fyrir
ríkissjóð yrði verulegur. Skilaboðin
berast hratt út í heim og viðbúið er
að umsóknir um hæli á Íslandi muni
margfaldast og skipta þúsundum á
skömmum tíma. Enda Ísland þekkt
fyrir að veita eina bestu þjónustuna í
málaflokknum. Dómsmálaráðuneytið
hefur gefið það út að fjöldi umsækj-
enda um alþjóðlega vernd á Íslandi
sé orðinn einn sá mesti í Evrópu og
langmestur á Norðurlöndum miðað
við höfðatölu. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur haft málaflokkinn á sinni
könnu um árabil og er greinilega
ófær um að leysa vandann. Frum-
varp félagsmálaráðherra er haldið
verulegum ágöllum. Það getur ein-
ungis til um kostnaðarauka við tvö
stöðugildi hjá Fjölmenningarsetri
upp á 24 milljónir króna árlega. Þeg-
ar kostnaðaraukinn verður í reynd
milljarðar króna og við myndum
missa málaflokkinn úr böndunum.
Miðflokkurinn leggst gegn frum-
varpinu í núverandi mynd.
Vanhugsað inn-
flytjendafrumvarp
Eftir Birgi
Þórarinsson
» Íslendingar hafa tek-
ið vel á móti kvóta-
flóttamönnum en þeir
koma iðulega frá stríðs-
hrjáðum löndum. Við
eigum áfram að sinna
þessum hópi vel og að-
stoða við aðlögun þeirra
í íslensku samfélagi.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
og situr í fjárlaganefnd Alþingis.
birgirth@althingi.is
Nú virðist stefna í
að sýna eigi þeim
hluta Víkurgarðs, sem
enn er óhreyfður,
þann sóma sem honum
ber. Hervirkin sem
þarna voru gerð verða
ekki aftur tekin, en nú
er mikil nauðsyn að
vel takist til. Ekki
ætla ég mér þá dul að
líta svo á, að ég hafi
þar meira eða merkilegra til mála að
leggja en aðrir, en mig langar að
reifa hér tvær hugmyndir, sem ég
tel að gætu orðið til góðs.
Stórt hótel var byggt alveg að
mörkum þess svæðis sem borgin
ætlar að hlífa. Því er mikil hætta á
að reynt verði að nýta svæðið sem
næst er húsinu sem aðkomuleið,
einnig að góðviðri freisti veitinga-
manna til að leggja á borð þarna úti.
Þess vegna er mikil þörf á að af-
marka garðinn vel og ekki síst að
þarna rísi sterkt tákn, listaverk,
sem taki af allan vafa um að þarna
sé heilög jörð, hinsti hvílustaður
Þormóðs goða, sem helgaði kristni-
tökuþingið árið 1000, og fjölda kyn-
slóða síðan. Staður sem
hlýtur að kalla á virð-
ingu við hið heilaga,
„frátekna“ í lífinu.
Ég hef alltaf undrast
það að minnisvarða
Skúla fógeta skyldi val-
inn staður í kirkjugarð-
inum. Hann hefur enga
trúarlega tilvísun og
þarf því að víkja, ætti
enda miklu fremur
heima yfir á Ingólfs-
torgi t.d. Ég veit ekkert
listaverk hæfa Víkur-
garði betur en hina heimsþekktu
mynd Thorvaldsens „Komið til
mín“, og mætti gjarnan bæta við
orðinu „allir“. Hvort tveggja er, að
bent hefur verið á að þarna hafi
sennilega verið heiðinn helgistaður í
upphafi og svo munu ganga þarna
framhjá menn af ýmsu þjóðerni,
fjölbreyttum trúarbrögðum og
tungum. Til þess að þeir skilji allir
boðskap listaverksins þarf áletrunin
einnig að vera á ensku og þá skilja
skoðendur, að verkið talar til þeirra
hvers og eins: „Komið til mín – all-
ir.“ Þar er enginn undan skilinn.
Ég tel mig vita, að við þetta muni
margir stöðvast og íhuga stöðu sína
á lífsveginum.
Hin hugmyndin er, að marka
mætti útlínur síðustu kirkjunnar
sem stóð í garðinum og var dóm-
kirkja í níu ár. Hægt er að gera
þetta með nokkurri nákvæmni og
styðjast þar bæði við úttektir, sem
allar eru birtar í bók minni Dóm-
kirkjan í Reykjavík, og rannsókn á
grunninum. Útlínurnar mætti gera
með steinaröðum eða með því að
umlykja svæðið lágvöxnum runnum,
og hygg ég það væri fallegra. Það
byði jafnvel upp á litla jákvæða at-
burði innan runnanna.
Þessum hugmyndum kem ég hér
með á framfæri við borgaryfirvöld
og aðra aðila sem þau kunna að kalla
á til þess að gera þennan forna
helgistað að yndisreit borginni til
sóma.
Hugleiðingar um
Víkurkirkjugarð
Eftir Þóri
Stephensen
Þórir Stephensen
ȃg veit ekkert lista-
verk hæfa Víkur-
garði betur en hina
heimsþekktu mynd
Thorvaldsens „Komið til
mín“, og mætti gjarnan
bæta við orðinu „allir“.
Höfundur er fv. dómkirkjuprestur.
Nú eru tæpir 11
mánuðir síðan Covid-
smit greindist fyrst hér
á landi en það var 28.
febrúar í fyrra. Óhætt
er að segja að fáa hafi
órað fyrir þeim sam-
félagslegu áhrifum sem
veiran hefur haft í
heiminum öllum. Sem
betur fer hafa undan-
farið borist ánægju-
legar fréttir. Nýlega kom fyrsti dag-
urinn síðan í september þar sem
enginn greindist jákvæður og aðra
daga hafa smittölur verið mjög lágar.
Ekki síður hafa jákvæðar fréttir ver-
ið fluttar af bóluefnum og bólusetn-
ingum þannig að við erum farin að
sjá til lands. Það er þó ljóst að bólu-
setningum á þorra landsmanna lýk-
ur í fyrsta lagi í vor og e.t.v. ekki fyrr
en seint á árinu. Þangað til þurfum
við að halda áfram sóttvarnaráðstöf-
unum til að fá ekki nýja bylgju far-
aldursins. Undanfarið hefur farald-
urinn verið vaxandi í mörgum
nágrannalöndum okkar þannig að
grannþjóðir eins og Danmörk, Nor-
egur, Svíþjóð, Bretland og Frakk-
land, svo einhverjar séu nefndar,
hafa þurft að glíma við verulega
hertar samfélagslegar aðgerðir til að
stöðva útbreiðsluna. Sem betur fer
höfum við sloppið við slíkt og það ber
að þakka samstöðu og samkennd
okkar Íslendinga.
Snýst ekki bara um
fjölda dauðsfalla og
sjúkrahúsinnlagna
Í umræðunni um Covid er mikil-
vægt að hafa í huga að veiran veldur
ekki bara ótímabærum andlátum og
erfiðum veikindum hjá áhættuhóp-
um. Veiran fer ekki í manngreinar-
álit. Sumir þeirra sem sýkjast og fá
jafnvel ekki mikil einkenni geta samt
verið að glíma við eftirstöðvarnar í
langan tíma eftir sýkingu. Það er því
ekki í boði að leyfa veirunni að leika
lausum hala. Enginn vill hafa það á
samviskunni að smita aðra mann-
eskju þannig að hún hljóti varanlega
skaða af.
Langvarandi einkenni
Ekki er vitað hvað sá hópur er stór
sem fær langvarandi einkenni eftir
Covid-smit. Þótt nákvæmar rann-
sóknir skorti hafa sérfræðingar er-
lendis leitt að því líkum að það séu að
minnsta kosti 10%. Þessi hópur er að
glíma við eftirstöðvar mörgum vik-
um eða mánuðum eftir sýkingu.
Þetta lýsir sér í fjölbreytilegum ein-
kennum svo sem síþreytu, þrekleysi,
verkjum og öndunarfæraeinkennum
svo dæmi séu nefnd. Merkja má við-
horfsbreytingu hjá almenningi gagn-
vart smiti síðan í vor. Hjá yngra og
miðaldra fólki var hugsunin oft sú að
viðkomandi vildi ekki smitast til að
verða ekki valdur að því að smita
aðra, til dæmis nána ættingja eða
vini sem væru í áhættuhópum og
gætu orðið alvarlega veikir eða jafn-
vel dáið. Í dag er vitað að hluti þeirra
sem sýkjast getur þurft að glíma við
langvarandi einkenni sem leiða til
skerðingar á starfsorku og lífs-
gæðum, jafnvel í mjög langan tíma.
Þar sjáum við að frískt fólk, t.d. í
yngri kantinum og miðaldra, getur
vel lent í þessum hópi. Í fjölmiðlum
hér á landi hefur fjöldi fólks á öllum
aldri stigið fram og lýst sögu sinni
hvað þetta varðar, meðal annars af-
reksfólk í íþróttum og háskóla-
nemar.
Endurhæfing á Reykjalundi
25 manns hafa lokið endurhæfing-
armeðferð á Reykjalundi í kjölfar
langvarandi einkenna vegna Covid
og 30 manns eru nú í meðferð á
Reykjalundi vegna langvarandi ein-
kenna eftir Covid. Mjög erfitt er að
áætla hversu margir munu þurfa á
endurhæfingu að halda eftir að hafa
sýkst af Covid. Þess ber að geta að
aðeins hluti þeirra sem sýkst hafa af
veirunni og glíma við langvarandi
einkenni leitar eftir endurhæfingu á
Reykjalundi en yfirleitt eru það veik-
ustu einstaklingarnir sem Reykja-
lundur sinnir. Ef notuð er einföld töl-
fræði, sem verður þó að taka mjög
varlega, gæti eftirfarandi komið út: Í
september 2020 höfðu um 1.900
manns lokið einangrun vegna Covid-
smits. Reykjalundur fékk til sín um
70 beiðnir fyrir einstaklinga sem
veiktust í fyrstu bylgju, eða um 4%.
Um síðustu áramót (2020/2021)
höfðu 5.130 lokið einangrun (rúm-
lega 3.000 bæst við í annarri og
þriðju bylgju). 4% af þeim hópi væru
um 115 einstaklingar til viðbótar sem
ættu þá að óbreyttu eftir að koma á
Reykjalund. Þegar þetta er skrifað
eru um 30 manns á biðlista eftir að
koma á Reykjalund og í þeim hópi
eru einstaklingar sem sýktust í ann-
arri og þriðju bylgju faraldursins.
Stöndum saman
á lokametrunum!
Þótt tíðni smita hér á landi sé sem
betur fer orðin mjög lág verðum við
að halda vöku okkar þar til megin-
þorri landsmanna hefur verið bólu-
settur. Við verðum að halda áfram að
fylgja sóttvörnum og gæta þess að
gleyma okkur ekki. Sigurinn er ekki
í höfn ennþá þótt það styttist sann-
arlega í hann. Stöndum saman á
lokametrunum og klárum þetta sam-
an!
Eftir Pétur
Magnússon og
Stefán Yngvason
» 25 manns hafa lokið
endurhæfingarmeð-
ferð á Reykjalundi í
kjölfar langvarandi ein-
kenna vegna Covid og
30 manns eru nú í með-
ferð á Reykjalundi.
Pétur
Magnússon
Pétur er forstjóri Reykjalundar. Stef-
án er framkvæmdastjóri lækninga á
Reykjalundi.
Stefán
Yngvason
Samstaða á lokasprettinum
Allt um sjávarútveg