Morgunblaðið - 02.02.2021, Page 17

Morgunblaðið - 02.02.2021, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 hann hafði fjölskyldu sína í há- vegum: Guðrúnu, börnin, stjúp- börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hann hafði þó ekki aðeins áhuga á sínu fólki því hann vildi einnig vita hvað við hefðum að segja og ekki síður synir okkar sem hann ræddi við um ýmis málefni. Ávallt áhuga- samur um annað fólk og ástríðu- fullur fyrir málefnum og hug- myndum. Við þökkum stuðninginn og vináttuna sem Svavar veitti okk- ur og sonum okkar á meðan hann lifði. Síðast hittum við Svavar og Guðrúnu saman í Hólaseli á ágústkvöldi, það blés hressilega og birtan sló ein- stökum síðsumarbjarma á Breiðafjörðinn. Við sátum langt frameftir að fara yfir stöðuna og stjórnmálastandið sem Svavar gerði alltaf með skipulögðum hætti og nálgaðist málin út frá skarpri greiningu og skýrri sýn. Minning lifir um mann sem fyrst og fremst vildi gera gagn fyrir samfélag sitt sem og heiminn all- an. Við vottum Guðrúnu, Svan- dísi, Benedikt, Gesti og allri fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason. Svavar Gestsson var eini leið- togi íslenskra vinstrimanna sem gat í krafti eigin athafna, orð- ræðu og minninga tengt saman gönguna löngu frá tímum Einars og Brynjólfs til Samfylkingar, Vinstri-grænna og ríkisstjórnar Katrínar. Ungur sat hann við fótskör eldhugans og lét sér ætíð annt um þá arfleifð. Forystan fól hon- um fljótt ærinn trúnað, ritstjórn úr sæti Magnúsar, skrif þar sem penni Austra hafði mótað boð- skap. Í kjölfarið kom hlutverk odd- vita flokksins í höfuðborg, þing- mennska og ráðherradómur, baráttan hörð; á köflum tvísýn. Hugsjónir um jöfnuð og fé- lagslegt réttlæti ávallt leiðarljós og vaktin staðin um hagsmuni þjóðar. Þingskörungur, jafnvígur í vörn og sókn. Ræðustóllinn líkt og í Róm til forna vettvangur til að safna liði, virkja fólk til góðra verka. Frá Alþingi lá leiðin á sléttur Manitoba. Að formi til sendi- fulltrúi ríkisins en varð fljótt í reynd héraðshöfðingi og hrepp- stjóri í samfélagi Vestur-Íslend- inga sem lengi höfðu beðið slíks manns að heiman. Hátíðarhöldin í tilefni þúsund ára afmælis landa- funda hápunktur dvalarinnar. Síðan var baráttumaðurinn frá fundum með Dagsbrúnar- körlum við höfnina, vígaglaður á vettvangi fjöldans, sendur til hirða norrænna konunga; sómdi sér vel í glæsisölum gamalla halla, bæði í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Ævintýraleg vegferð sveita- stráks úr Dölunum sem fátækur leigði sér herbergi í nágrenni Tjarnarinnar til að stunda nám í Menntaskólanum við Lækjar- götu. Þar hittumst við fyrst á göngunum, hófum samræðu um stjórnmál og stefnur sem entist okkur í áratugi. Saman í forystu Alþýðubandalagsins þegar því tókst að sitja lengst í ríkisstjórn; tímabil sem skipti sköpum í þró- un vinstrihreyfingar. Hinn rót- tæki flokkur vandist því að fara með ríkisvaldið. Það var stundum sagt að við hefðum verið oddvitar ólíkra fylkinga og ýmsir skemmtu sér við að tína til ágreiningsefnin. Þá gleymdust jafnan stórar stundir þegar samstaða okkar og bræðralag réði úrslitum. Tengsl- in frá hinum gamla skóla reynd- ust sterk; bönd sem aldrei trosn- uðu þótt oft væri öldugangur í siglingunni. Frásagnir um æviferil ná ekki að fanga geislandi sjarma bar- áttumanns, leiftrandi tilsvör og glampa í augum, kímnina sem oft breytti spennu í óvænta gleði. Í vitund félaganna var Svavar fyrst og fremst heillandi. Engum líkur. Einstakur. Ólafur Ragnar Grímsson. Það er að öllu leyti erfitt að kveðja Svavar Gestsson, líka að ramma orð inn í stutta minning- argrein. Kynni okkar hófust haustið 1983 er Svavar lét af ráð- herrastörfum það sinnið og gerð- ist foringi stjórnarandstöðunnar á Alþingi, gustmikill nokkuð. Svavar var ekki aðeins póli- tískur leiðtogi og sem eldklerkur í þingsölum, hann var líka á kafi í smáatriðum, ekkert fór fram hjá honum, hafði skoðanir á öllu, m.a. því hvernig haga bæri störf- um Alþingis, búa að þingmönn- um, á þingsköpum, kosningalög- um og hverju öðru sem var. Hann hlaut því að verða á vegi starfsmanns í húsinu þegar frá upphafi og samskiptin urðu mik- il. Vissulega var Svavar ákveðinn en þá varð að læra að greina milli þess sem hann vildi fá fram og þess sem á réttum rökum var byggt. Það fór allt vel, ekki síst vegna þess að hann bar jafnan virðingu fyrir öðru fólki, störfum þess og skoðunum. Fyrir nýjan starfsmann var verðmætt að öðl- ast trúnaðarsamband við þing- mann, ekki síst forustumann, til að átta sig á og skilja gangverkið í þinghúsinu, vera með á nót- unum. Samstarfið við Svavar óx með árunum og varð að góðri vináttu. Það voru viðbrigði þegar hann hvarf af vettvangi í mars 1999 og fór til starfa í útlöndum. Gat slíkur maður nokkurn tíma hætt að vera stjórnmálamaður og gengið í verk þjónandi embættis- manns? Ó, jú. Því kynntist ég þegar það haust. Svo æxlaðist að sendi- nefnd fór til Winnipeg í Kanada til að styrkja Íslandsdeild bóka- safnsins þar og færa því nokkurt fé. Fyrir sendisveitinni fór Hall- dór Blöndal, þá nýorðinn forseti Alþingis, en milli þeirra Svavars fóru ekki alltaf kærleiksorð á Al- þingi. Fulltrúi var frá Eimskipa- félaginu og meðreiðarsveinn sá sem þetta skrifar, þá aðstoðar- skrifstofustjóri Alþingis. Svavar og Guðrún biðu okkar og maka okkar á flugvellinum við komuna og báru okkur frá þeirri stundu á höndum sér þá ógleymanlegu daga sem í hönd fóru á Íslend- ingaslóðum vestra. Sendiherr- ann og kona hans kunnu sitt fag, en óneitanlega var skrýtið að sjá sjóvanan stjórnmálaforingjann í þessu hlutverki. Dag einn ókum við í tveim bílum frá hóteli okkar í átt að stjórnarskrifstofu í borg- inni. Áður en farið var af stað festi sendiherrann íslenskan fána á stöng við þaklista fremra bílsins og settist svo undir stýri. Hvasst var í veðri og fór svo að fáninn fauk af bílnum. Stöðvaði þá sendiherrann bílinn í miðri umferðarþvögunni, snaraðist út, hljóp eftir fánanum, fann hann og festi traustlega á ný. Ók hann svo aftur af stað. Frá þeirri stundu fannst mér enginn geta efast um það lengur að Svavar Gestsson væri kominn í utanrík- isþjónustuna til að þjóna en ekki til að finna sér virðulegan stað sem fyrrverandi ráðherra. Það sannaðist og rækilega á næstu árum. Þekking Svavars á stjórn- málasögu, einkum vinstri hreyf- ingar, var einstæð og unun á að hlýða. Símtölin og samtölin urðu mörg og löng, líka hið síðasta daginn áður en ósköpin riðu yfir sem um síðir lögðu Svavar að velli. Hann átti margt ógert og ósagt sem öllum yrði hollt að sjá og heyra. Það verður annarra að taka upp merkið. Helgi Bernódusson. Við Svavar kynntumst fyrst um 1970 þegar hann var starfs- maður á Þjóðviljanum og síðan ritstjóri blaðsins ásamt með Kjartani Ólafssyni. Vinstristjórn leysti viðreisnarstjórn af hólmi og áratugur átaka fór í hönd. Dagblöðin skiptu miklu máli í stjórnmálastarfi flokkanna, Þjóðviljinn, „málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis“ með yfirburði á vinstri- væng, gefinn út af sérstöku út- gáfufélagi og auk áskriftargjalda borinn uppi fjárhagslega af óeig- ingjörnum framlögum fjölda stuðningsmanna. Ritstjórarnir þurftu ekki aðeins að tryggja efni frá degi til dags heldur að leggja lið í árlegri fjársöfnun. Þannig kynntist ég Svavari sem ungum og frískum eldhuga í heimsóknum hans til Austur- lands og get vottað að hann fór þaðan aldrei tómhentur til baka. Alþýðubandalagið hafði breyst úr lauslegum samtökum í formlegan stjórnmálaflokk haustið 1968 um leið og Sósíal- istaflokkurinn var lagður niður. Á stofnfundi Alþýðubandalags- ins var gerð um það samþykkt að engin flokksleg tengsl skyldu höfð við ráðandi flokka í Austur- Evrópu, sem þá höfðu nýverið staðið að innrás í Tékkóslóvakíu. Þessi samþykkt skipti sköpum fyrir sjálfsmynd flokksins og um hana stóðu þeir Kjartan og Svav- ar sem ritstjórar Þjóðviljans dyggilegan vörð, samhliða því sem hugmyndir til afturhvarfs voru formlega kveðnar niður á vettvangi Alþýðubandalagsins. Sigur A-flokkanna svonefndu í kosningum 1978 leiddi til stjórn- armyndunar undir forystu Framsóknar og böndin bárust að okkur Svavari nýkjörnum á þing um að taka ráðherrasæti ásamt með Ragnari Arnalds, gamal- reyndum fyrrum formanni AB. Samstarf okkar þremenninga í tveimur ríkisstjórnum til vors 1983 gekk vel þrátt fyrir ýmis ytri boðaföll. Auk ráðherrastarfa reyndi þá á Svavar sem gegndi flokksformennsku 1980-1987 og var síðan í framvarðarsveit næsta áratuginn ásamt með ráð- herrastörfum á ný 1988-1991. Tíundi áratugurinn varð átakatími á vinstri væng stjórn- málanna og ákall barst úr ýms- um áttum um aukið samstarf flokka og samtaka á þeim væng. Afstaða Íslands til Evrópusam- bandsins bættist við önnur álita- mál um störf og stefnu. Um- hverfismál hérlendis og á alþjóðavísu kölluðu á nýja sýn. Sameiningarákallið frá fyrri tíð átti sterkar rætur í hugmynda- heimi Svavars og réði vali hans um að ganga í Samfylkinguna undir lok þingferils. Við reynd- umst um margt hafa ólíka fram- tíðarsýn og þess vegna skildu leiðir. Þar skiptu mestu áformin um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu og afstaða mín til um- hverfismála. Í sjálfsævisögu sinni „Hreint út sagt“ gerir Svavar góða grein fyrir þessum krossgötum. Hann fór í sendi- herrastarf erlendis, en ég starf- aði í flokki Vinstri grænna á meðan forysta þess flokks hélt sig við markaða stefnu. Eftir heimkomu Svavars er- lendis frá áttum við ekki per- sónuleg samskipti, en létum nægja góðar minningar frá fyrri tíð. Síðasta áratuginn leitaði hugur hans í átthagana í Dölum vestra þar sem hann lagði margt þarflegt til mála. Nú er hann all- ur fyrir aldur fram, en spor hans munu lengi minna á vasklega baráttu hugsjónamanns fyrir betri tíð. Hjörleifur Guttormsson. Nú syrgir þig hérað þitt, sveit þín og land, en sárast þó ástvinafjöldinn. (Jón frá Ljárskógum) Á áttunda áratug síðustu ald- ar varð mikil endurnýjun í for- ystu íslenskra stjórnmálaflokka. Svavar Gestsson kom inn á Al- þingi í hinum stóra sigri A-flokk- anna 1978. Svavar var þá ungur eldhugi, lopapeysan varð að víkja fyrir jakkafötum eða vinnu- fötum eins og hann kallaði ráð- herrafötin. Svavar kom inn á Al- þingi og beint í ráðherrastól vel þroskaður baráttujaxl sem rit- stjóri Þjóðviljans, þaulvanur ræðumaður með byltinguna í blóðinu. Ég er ekki frá því að einhver besti palladómur um Svavar sé sjálfslýsing hans, í bókinni Hreint út sagt: „Ég hef alltaf verið framtíðarviljugur. Hef eiginlega aldrei getað verið til friðs, er alltaf að skipuleggja morgundaginn.“ Þótt roðinn í austri og hinn alþjóðlegi söngur vinstrimanna Internasjónalinn hafi verið lífssýn hans og félaga hans var Svavar inn við beinið enginn kreddumaður. Í störfum sínum leitaði hann lausna og gekk vel að leysa mál með póli- tískum andstæðingum. Stundum þegar ég hrósaði Svavari og stríddi honum á að hann væri framsóknarmaður sagði hann og glotti við tönn: „Ég studdi Frið- jón Þórðarson frænda fram að fermingu og Gísla Guðmundsson framsóknarmann frá Hóli til sautján ára aldurs.“ Svavar barðist mjög gegn því að verða ráðherra í upphafi og taldi eldri menn flokksins mikilvægari, vildi áfram hamra járnið á Þjóð- viljanum. En Lúðvík Jósepsson vildi setja ungu mennina fram og það varð raunin. Ég tel þetta hluta af pólitískri gæfu Svavars, þótt honum færi vel að stýra andófi og málþófi með sínum snjalla ræðustíl og rödd sem átti varla sinn líka á þessum árum. Svo maður noti orðalag sem fer hinum góða hestamanni Svavari vel: Hann var kominn með beisli og hnakk og reið gæðingi sínum til stjórnmálastarfanna, hiklaus og djarfur. Tókst á við marga málaflokka sem ráðherra næstu tuttugu árin, milli þess að hann leiddi harðvítuga stjórnarand- stöðu í þinginu. Við margir urð- um hissa þegar hann kaus að hverfa til annarra starfa við stofnun Samfylkingarinnar, en skildum það betur síðar að blóðið var of heitt til að kólna í því partíi. Sendiherraárin voru hon- um upplifun, að vera meðal Ís- lendinga í Kanada var þeim Guð- rúnu konu hans brautryðjenda- starf í frændgarði okkar þar vestra. Málefni Kanada og tengslin við Ísland létu þau sendiherrahjónin sig miklu varða eftir heimkomuna. Undir dal- anna sól var hann alinn til manns þar lagði hann gjörva hönd á endurreisn söguhéraðsins, Sturl- ungarnir voru hans menn. Ólafs- dalur, fyrsti bændaskóli lands- ins, er að verða frumkvöðlasetur í höndum hans og öflugra manna, minningin um Torfa Bjarnason skólastjóra, þar er framtíðinni reistur minnisvarði og einu besta landbúnaðarlandi heimsins blys nýrra tækifæra. Svo sat skógarbóndinn í Hólaseli í Reykhólasveit og skrýddi land- ið birki á ný og horfði yfir byggðina fráneygur eins og haf- örn. Svavar Gestsson hreif fólk með sér bæði með dugnaði sín- um og ræðustíl, hann var „fram- tíðarviljugur“, í lifandi tengslum við fólkið, landið og söguna. Við Margrét vottum Guðrúnu og börnum þeirra samúð okkar. Vitna enn og að lokum í Jón frá Ljárskógum: Var drenglundin fölskvalaus, handtakið hlýtt og hjartað var gull fram í dauðann. Guðni Ágústsson. „Það verður að minnast Sturlu Þórðarsonar í hans heimabyggð. Eitthvað þarf að gera heima í Dalabyggð.“ Þetta sagði Svavar Gestsson við mig þar sem við vorum staddir á myndarlegri hátíðardagskrá í til- efni af átta hundruð ára ártíð þessa höfuðskálds Sturlungu. Þessi hátíðarsamkoma var á veg- um Árnastofnunar í Gerðarsafni í Kópavogi. Svavar lét ekki nægja orðin tóm. Á afmælisdegi Sturlu síðsumars 2014 stóð hann fyrir myndarlegri dagskrá um rithöfundinn í Tjarnarlundi, rétt við túnfótinn á óðali Sturlu; Staðarhóli. Hann var því undr- andi þegar ég bað hann um svip- að leyti að koma að því að vinna að framgangi Vínlandsseturs, sem við hjónin vorum farin að huga að með heimamönnum í Dölunum. „Ég hélt að Sturla væri okkar maður. Ekki Eiríkur rauði eða Leifur heppni!“ En að athuguðu máli vorum við sam- mála um að ef það væri mark- miðið að fá fleiri erlenda ferða- menn til að stoppa í Dölunum væri fundur Ameríku vænlegri segull en Sturlunga. Og það var ekki komið að tómum kofunum þar sem Svavar var. Það að Vín- landssetur var opnað í byrjun júlí í sumar er engum frekar að þakka en Svavari Gestssyni. Hann var maðurinn sem dró vagninn. Við Svavar erum búnir að vera á svipuðu ferðalagi í gegn- um lífið ágætir kunningjar en ekki neitt sérstaklega nánir. En með Vínlandssetursverkefninu breyttist það. Síðustu sex árin vorum við nánast í daglegu sam- bandi. Og samvinna okkar var orðin að náinni vináttu. Ósér- hlífni Svavars og dæmalaus eft- irfylgni var algjörlega einstök. Aldrei var Svavar það upptekinn að hann gæfi sér ekki tíma til að koma að verkefni sem þyrfti að leysa fyrir framgang Vínlands- setursins. En var Sturla Þórð- arson þá gleymdur? Nei, aldeilis ekki. Svavar stofnaði Sturlu- félagið fyrir einum fjórum árum. Það er búið að vera öflugur fé- lagsskapur undir hans stjórn. Þar voru og eru ýmis verkefni á döfinni en hæst ber e.t.v. frum- rannsóknir fornleifafræðinga á bæjarhólnum á Staðarhóli, óðali Sturlu. Svavar var í öllu að gera söguna í Dölunum sýnilega. Hann kom upp söguskiltum á markverðustu sögustöðum Lax- dælu, Sturlungu og Eiríkssögu. Og fleira var á leiðinni. Vínlandssetursverkefnið klár- aðist farsællega í sumar. Þar átt- um við aðeins eftir að halda formlegan lokafund og afhenda sveitarstjórn Dalabyggðar barn- ið. Síðan ætluðum við vinirnir að hittast góða kvöldstund með okkar konum og eiga glaðan dag. Úr þessu verður sá glaði dagur að vera í annarri vídd. Blessuð sé minningin um góðan dreng og öflugan félaga. Við Sigríður Margrét sendum Guðrúnu og öllu hans fólki okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kjartan Ragnarsson. SJÁ SÍÐU 18 Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins á fundi með Vigdísi Finnbogadóttur forseta Íslands í byrjun maí 1987 eftir þingkosn- ingar í mánuðinum á undan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.