Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
sem ungbarn verið fluttur með
hesti frá Guðnabakka yfir Haf-
þórsstaðahálsinn og þaðan áfram
í lífsbaráttuna í Dölunum. Undir
frásögninni mundi ég eftir mynd
sem hann hafði sýnt mér af föður
sínum, þá miklu yngri manni en
mörkuðum erfiðisvinnu. Þarna
stóð hann sjálfur á þessum
fyrsta vegi lífs síns þremur ald-
arfjórðungum síðar, sagði sögur
og hafði sterkar skoðanir sem
fyrr. Vildi að á næsta fundi
myndum við fara yfir og greina
Jóhönnustjórnina. Fullur starfs-
orku og lifandi áhuga á umhverfi
sínu og öðru fólki, glaður og kát-
ur. Mest þótti mér þó um vert að
ríflega 70 árum eftir sína fyrstu
ferð um Grjóthálsveginn og
þrátt fyrir áratuga harðvítug
átök stjórnmálanna var þarna
enn á ferð góður drengur.
Ég minnist Svavars Gestsson-
ar með virðingu og hlýju. Fjöl-
skyldu hans sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Helgi Hjörvar.
Svavars Gestssonar er minnst
með hlýhug í mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu. Hann var
aðsópsmikill og drífandi mennta-
málaráðherra frá 1988 til 1991,
hugsjónamaður sem markaði
spor í söguna. Hann var hvata-
maður að heildstæðri mennta-
stefnu fyrir Ísland, sem gefin
var út árið 1990 undir yfirskrift-
inni Til nýrrar aldar og var í
senn metnaðarfull og framsýn.
Þar var stefnan sett á einsetinn
grunnskóla, samfelldan skóladag
og lögfestingu leikskólans sem
fyrsta skólastigsins. Á menning-
arsviðinu stóð Svavar fyrir löngu
tímabærum endurbótum og
breytingum á Þjóðleikhúsinu,
sem voru umdeildar í fyrstu en
samhugur ríkti um þegar fram-
kvæmdum lauk árið 1991.
Svavar Gestsson var einn af
stóru leikurunum á hinu póli-
tíska sviði. Hafði áberandi
sterka nærveru, var mælskur og
rökfastur og því flinkur í póli-
tískum skylmingum. Hann var
umdeildur en hafði skýra sýn og
drifkraft, sem einkenndi hann
alla tíð – ýmist sem þingmann,
ráðherra og að lokum fulltrúa Ís-
lands á erlendri grund.
Sem barn og unglingur heyrði
ég oft talað um Svavar, fyrst hjá
langömmu enda voru þau Svavar
miklir félagar á vettvangi verka-
lýðshreyfingarinnar og Alþýðu-
bandalagsins. Mikið rætt um
pólitík á heimilinu, og var mikil
virðing borin fyrir Svavari, sem
líka þótti hafa gott pólitískt
innsæi! Ein sagan af Svavari er
skemmtileg í þessu samhengi.
Þannig hélt hann því fram í
tækifærisræðu í sextugsafmæli
Steingríms Hermannssonar, þá-
verandi utanríkisráðherra í sam-
steypustjórn Sjálfstæðis-, Fram-
sóknar- og Alþýðuflokks, að
afmælisbarnið væri „á villigötum
með íhaldi og krötum. Í tilefni
dagsins legg ég á og mæli um, að
áður en langt um líður verður
mynduð vinstristjórn á Íslandi
undir forystu Steingríms Her-
mannssonar“. Í ævisögu Stein-
gríms segir að ummælin hafi
vakið almenna kátínu snemm-
sumars 1988, þótt alvara hafi
legið að baki. Skemmst er frá því
að segja, að spádómur Svavars
rættist síðar sama ár, öllum að
óvörum, vinstristjórnin var
stofnuð og Svavar tók við emb-
ætti menntamálaráðherra. Þar
átti Svavar farsælan feril og kom
mörgum umbótamálum í verk.
Samstarf minnar fjölskyldu
við hans átti síðar eftir að verða
meira. Guðrún Ágústsdóttir,
eiginkona Svavars, varð sam-
herji föður míns á vettvangi
Reykjavíkurlistans og Svandís
dóttir hans samherji minn við
ríkisstjórnarborðið. Í gegnum
þau öll kynntist ég Svavari og
lærði hvaða mann hann hafði að
geyma. Metnaðarfullan og dríf-
andi, sem kom hugmyndum í
verk. Síðast hitti ég Svavar
vegna áforma hans og annarra
um að treysta byggð í Dalasýslu
með menningartengdri starfsemi
á svæðinu sem fóstraði Sturlu
Þórðarson, Auði djúpúðgu, feðg-
ana Eirík rauða og Leif heppna,
Guðrúnu Ósvífursdóttur og
fleiri. Þar átti Svavar rætur og
kaus að verja drjúgum hluta eft-
irlaunaáranna, í sumarhúsi fjöl-
skyldunnar við Króksfjörð.
Með Svavari er gengið eitt af
hinum stóru nöfnum íslenskrar
stjórnmálasögu. Ég votta eftir-
lifendum hans samúð.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
mennta- og menningar-
málaráðherra.
Á Þjóðræknisþingi fyrir sjö
árum spurði Svavar mig hvort ég
gæti ekki látið mér detta í hug
verðugt samstarfsverkefni Þjóð-
ræknisfélagsins og Árnastofnun-
ar. Hann var þá formaður heið-
ursráðsins. Ég sagði honum frá
erindi sem Katie Parsons hafði
þá nýverið haldið um handrit
sem landnemarnir höfðu tekið
með sér yfir hafið og vakið hafði
forvitni mína um þau íslensku
handrit sem enn kynnu að leyn-
ast í fórum afkomendanna. Svav-
ar greip hugmyndina á lofti, setti
allt í gang af sínum alkunna fít-
onskrafti. Hann safnaði strax
liði, aflaði fjár með fulltingi Há-
skólasjóðs og þar með fæddist
verkefnið stórkostlega Í fótspor
Árna Magnússonar í Vestur-
heimi. Öflugir ungir fræðimenn
hafa á síðustu árum farið um Ís-
lendingabyggðir í Kanada og
Bandaríkjunum, stofnað til dýr-
mætra tengsla, fundið íslensk
handrit og skjöl, skráð þau og
loks myndað tugþúsundir blað-
síðna sem brátt verða aðgengi-
legar á gagnvirkum vef sem
verða mun eins og brú yfir hafið.
Án Svavars hefði hugmyndin
enn legið í loftinu. Án hans at-
beina og ástríðu lítið gerst. Sama
hugsjónaeldinn og kraftinn
reyndi ég oft síðan, ekki síst
þegar hann talaði máli Dalanna
og þeirrar menningar sem þar
dafnaði allt frá miðöldum. Fleiri
hugmyndir urðu að veruleika í
höndum hans, sögukynning í
Dölum, Sturlufélagið og upp-
byggingin á Staðarhóli – og nú
síðast Vínlandssýningin sem var
opnuð á sólríkum degi í júlí.
Dýrmætasta afurð bollalegg-
inga okkar um handritin fyrir
vestan varð þó vinskapur sem
skipti mig afar miklu máli. Ég
gat leitað til hans í smáu og
stóru. Hann var hlýr og ráðagóð-
ur, hvetjandi og traustur – vinur
í raun. Hann hafði sérstakt lag á
að láta fólkið í kringum sig
glansa, gaf öðrum rými og leyfði
þeim að taka heiðurinn. Það er
óvenjulegur eiginleiki.
Það var einstök ánægja að
verða samferða þeim Guðrúnu á
ferð í Vesturheimi vorið 2019 og
finna þá virðingu og hlýju sem
mætti þeim hvar sem við kom-
um. Þau voru sem einn maður,
en um leið sterkir og sjálfstæðir
einstaklingar.
Svavar var fyrirferðarmikill á
opinberum vettvangi og lét til
sín taka hvar sem hann kom, en
hann var þó fyrst og fremst fjöl-
skyldumaður og stoltur af sínum
fallega hópi. Þegar hann talaði
um Guðrúnu og börnin kom al-
veg sérstakt glimt í augað og
mýkt í röddina. Ég kveð vin
minn með miklum söknuði.
Guðrún Nordal.
Ég minnist Svavars Gestsonar
með miklum hlýhug. Honum
kynntist ég fyrst að gagni þegar
ég gekk í Alþýðubandalagið um
miðjan níunda áratug síðustu
aldar. Hann hafði þá skapað sér
sess meðal helstu stjórnmálafor-
ingja landsins. Virðing og vin-
átta ríkti milli hans og foreldra
minna sem bæði störfuðu í Al-
þýðubandalaginu. Gott samstarf
tókst með okkur. Hann setti mig
m.a. í efnahagsnefnd sem starf-
aði á þessum árum. Tillögur
hennar fólu í sér meiri markaðs-
lausnir en Alþýðubandalagið
hafði fram að því hallast að. Þær
fengu misjafnar undirtektir í
flokknum en hugnuðust Svavari
að ýmsu leyti. Eftir á að hyggja
var vinna nefndarinnar hluti af
víðtækari gerjun innan Alþýðu-
bandalagsins sem leiddi síðar til
uppstokkunar flokkakerfisins á
vinstri væng stjórnmálanna.
Svavar lék veigamikið hlutverk í
þeirri sögu.
Svavar var alla tíð hollur
gagnvart vinum og samstarfs-
fólki. Þetta fékk ég oft að reyna
eftir að ég sagði skilið við stjórn-
málastarf um miðjan tíunda ára-
tug síðustu aldar. Hann var vak-
andi yfir hag móður minnar og
fylgdist með mér og minni fjöl-
skyldu. Hann hafði öðru hverju
samband við mig til að prófa
skilning á hagfræðilegum mál-
efnum eða sannreyna tölur. Í
þessum efnum vann hann alltaf
heimavinnuna. Skemmtilegt
dæmi um það er þegar hann gaf
út bók sína Sjónarrönd árið
1995. Ég hafði rennt yfir hluta
hennar og fyrir bragðið var okk-
ur Elsu boðið í útgáfuhóf í
Elliðaárdalnum. Þar voru líka
mættir Ragnar Árnason og
Þórður Friðjónsson vegna sama
greiða! Þetta var einstaklega
skemmtilegt boð og Svavar og
Guðrún léku á als oddi. Á fyrsta
áratug þessarar aldar voru sam-
skipti okkar Svavars með
minnsta móti vegna langdvala
erlendis. Þegar við Elsa komum
heim á árinu 2009 höguðu örlög-
in því þannig að vináttubönd
okkar treystust. Við vorum báðir
breyttir. Jafnvægi sálarinnar var
betra hvað sem leið ólgunni í
samfélaginu. Hann hafði tekið
sæti í „lávarðadeild“ íslenskra
stjórnmála. Það hafði alltaf verið
gott að tala við Svavar en það
var orðið enn betra og ég syrgi
að samtölin verða ekki fleiri. Síð-
an spillti það ekki fyrir að Guð-
rún hafði tekið sæti í bókaklúbb
sem Elsa hafði tekið þátt í að
stofna og var einkum fyrir konur
í erlendum sendiráðum hér á
landi og íslenskar konur sem bú-
ið höfðu erlendis í svipuðu sam-
hengi. Klúbburinn býr nú að
hópi fyrrverandi meðlima um all-
an heim. Þegar hann hittist
ásamt mökum í Kaupmannahöfn
2019 leiddi Svavar hópinn um
götur og sagði með áhrifaríkum
hætti sögu Íslendinga í borginni.
Sjálf segist Elsa aldrei munu
gleyma því þegar Svavar hringdi
í hana þegar hvað harðast var
sótt að mér fyrir vörslu al-
mannahagsmuna og spurði hana
hvernig hún hefði það því hann
þekkti það vel af eigin reynslu að
slíkt kæmi mun verr við makana
en þá sem uppteknir væru í
vörninni. Þetta var lýsandi fyrir
hann.
Ég minnist mikils manns sem
setti sterkan svip á þjóðlífið,
þurfti að glíma við ólgusjó en
kom standandi niður. Við Elsa
sendum Guðrúnu, Svandísi,
Benedikt, Gesti og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Már Guðmundsson.
Svavar Gestsson var öflugur
liðsmaður hvar sem hann beitti
sér. Hann átti margt ógert enda
vel á sig kominn og elli kerling
ekki farin að leiða hugann að
glímu við hann. Hans er sárt
saknað af þeim sem nutu krafta
hans.
Svavar hafði mikinn áhuga á
sögu þeirra Íslendinga sem
fluttu vestur um haf á árunum
1870-1914. Að auka samskipti Ís-
lendinga við afkomendur þessa
fólks í Vesturheimi var sameig-
inlegt hugsjónarmál okkar. Þau
hjónin Svavar og Guðrún voru
samtaka í að rækta þessi sam-
skipti og áttu fjölmarga vini þar
vestra sem mátu einlægni
þeirra.
Við Svavar áttum ánægjulegt
og árangursríkt samstarf í stjórn
Þjóðræknisfélags Íslendinga
(ÞFÍ) um sjö ára skeið og stóð-
um að fjölmörgum viðburðum á
þeim árum. Sem fyrsti formaður
heiðursráðs ÞFÍ beitti hann sér
af krafti fyrir verkefninu Í fót-
spor Árna Magnússonar í Vest-
urheimi. Verkefnið felst í því að
safna upplýsingum um handrit
og önnur menningarverðmæti
sem tengdust fyrstu kynslóð ís-
lensku landnemanna þar vestra
og skrá þær á stafrænt form.
Fyrir allt þetta er nú þakkað af
heilum hug.
Fyrir hönd heiðursráðs ÞFÍ
sendi ég Guðrúnu eiginkonu
Svavars og börnum hans og af-
komendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Halldór Árnason.
Svavar Gestsson var afkasta-
maður á mörgum sviðum og
meðal þekktustu forystumanna
þjóðarinnar í áratugi. Eftir hann
liggja heilladrjúg framlög víða í
samfélaginu.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
1971 er hann kom í MR sem for-
ystumaður í Alþýðubandalaginu
til að kynna stefnu og markmið
flokksins. Ég var þá kennari í
sögu og var að þróa valgrein í
þjóðfélagsfræði í MR með stuðn-
ingi rektors. Hver stjórnmála-
flokkur fékk eina kennslustund
Svavar Gestsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÉTUR JÓSEFSSON,
Fróðengi 9, Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn
27. janúar. Útförin fer fram fimmtudaginn
4. febrúar klukkan 13 frá Fossvogskirkju.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ættingjar og vinir
viðstaddir.
Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Sérstakar þakkir
til starfsfólks Landspítala á deild B4 fyrir alúð og stuðning.
Helgi Pétursson Lísa María Pétursson
Halldór Pétursson Halldóra Ingibergsdóttir
Hildur Pétursdóttir Oliver Kentish
Hólmfríður Pétursdóttir Arnar Helgi Kristjánsson
Arnkell Logi Pétursson Marta María Hafsteinsdóttir
Þorkell Máni Pétursson Dröfn Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Sonur okkar og faðir,
HALLGRÍMUR SVEINN SÆVARSSON,
lést fimmtudaginn 14. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hrefna María Hallgrímsdóttir
Sævar Hallgrímsson og fjölskylda
Linda Hreggviðsdóttir og fjölskylda
Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir
og mágur,
JÓHANNES EÐVALDSSON,
Glasgow, Skotlandi,
lést á sjúkrahúsi í Glasgow 24. janúar.
Útförin fer fram í Glasgow 5. febrúar og
henni verður streymt. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
söfnun til handa fjölskyldu hans í Glasgow á erfiðum tímum.
Reikningsnr. 0370-13-3501, kt. 1512585739.
Catherine Bradley
Ellen Sigríður Edvaldsson Anna Elisabeth Edvaldsson
Andrew Atli Edvaldsson Joey Edvaldsson
Anna Eðvaldsdóttir Gísli Ágúst Guðmundsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR,
Ríta,
Rjúpnasölum 14,
sem lést 16. janúar, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 6. febrúar klukkan 14.
Vegna aðstæðna eru ættingjar og vinir velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Athöfninni verður einnig streymt, hlekk á streymi
má finna á www.mbl.is/andlat.
Guðjón Gunnarsson Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Helga Gunnarsdóttir Leifur Aðalsteinsson
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUNNAR JÓHANNSSON,
Hlynsölum 3, Kópavogi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
laugardaginn 30. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Inga Elíasdóttir
Einar Gunnarsson Elísabet Þórðardóttir
Þorsteinn Gunnarsson Ragnheiður Pétursdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN ÞRÁINSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 2,
áður Hjallabraut 9, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
laugardaginn 16. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Alúðarþakkir til allra sem komu að umönnun
hennar undanfarin ár, sérstaklega starfsfólks á Vífilsstöðum og
á Sólvangi.
Margrét Bjargmundsdóttir
Þorgerður Bjargmundsdóttir Jakob Richter
María Bjargmundsdóttir
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SNJÓLAUG BRUUN,
lést á öldrunardeild Landspítalans,
Vífilsstöðum, 23. janúar.
Útförin fer fram í Garðakirkju föstudaginn
5. febrúar klukkan 13. Boðsgestir. Streymt verður frá athöfninni:
https://youtu.be/9EzIGHTneqQ
Gunnar Bruun Bjarnason Bára Einarsdóttir
Kristján Bjarnason Svava Bogadóttir
Snjólaug Elín Bjarnadóttir Hans Kristjánsson
Björn Bjarnason Kolbrún Elíasdóttir
Knútur Bjarnason Helga Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn