Morgunblaðið - 02.02.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
vinnuföt fást einnig í
Mikið úrval af öryggisvörum
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga
60 ára Guðlaugur er
Reykvíkingur, ólst upp í
Álftamýri en býr í Selja-
hverfi. Hann er vélstjóri
að mennt frá Vélskóla
Íslands og er rekstrar-
stjóri vöruflokka hjá úr-
vinnslusjóði. Guðlaugur
situr í stjórn RÚV.
Maki: Halla Unnur Helgadóttir, f. 1964,
viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna-
sali og einn af eigendum Gimlis.
Börn: Sverrir Geir, f. 1992, Elín Rósa, f.
1994, og Freyja Sóldís, f. 2001.
Foreldrar: Anna Margrét Guðjónsdóttir,
f. 1928, d. 2013, húsvörður í Álftamýrar-
skóla, og Sverrir Guðmundsson, f. 1926,
d. 1965, stýrimaður og fyrrverandi
starfsmaður Hafrannsóknastofnunar.
Guðlaugur Gylfi
Sverrisson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að gæta þess vel að fá
nægan svefn því of miklar vökur fara illa
með sál og líkama. Ef þú nýtir eldmóð
þinn færðu marga til liðs við þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú getur ekki gefið þeim sem þú
elskar of mikið af tíma þínum. Mundu að
aðstoð getur borist úr ólíklegustu áttum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er kominn tími til þess að
þú dragir þig í hlé frá ákveðnum málum
og leyfir öðrum að taka við. Þú ert ekki
ómissandi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu ekki atburðarásina kippa
undan þér fótunum heldur haltu þínu
striki ótrauð/ur. Sannleikurinn er sagna
bestur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Að láta sér lynda við ástvini er hvorki
erfitt né auðvelt. Láttu þér í léttu rúmi
liggja þótt einhver mótmæli þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er leiður vani að láta vonbrigði
sín bitna á öðrum. Vinir þínir hafa mikil
áhrif á þig í sambandi við ákvarðanir sem
þú þarft að taka.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert svo samdauna vissu umræðu-
efni að þú sérð ekki það augljósa í málinu.
Vertu vakandi fyrir nýjum tækifærum.
Slepptu takinu á gömlum tilfinningum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Frestaðu því ekki til morguns
að gera eitthvað fyrir heilsuna. Varastu að
bera þig saman við aðra. Reyndu að víkka
sjóndeildarhringinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hlutirnir virðast á fullri ferð í
kringum þig og þú átt fullt í fangi með að
fylgjast með. Einhver af gamla skólanum
reynir að ráðleggja þér með uppeldið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er upplagt tækifæri til þess
að hefjast handa við verk, sem þú hefur
lengi látið þig dreyma um. Margar hendur
vinna létt verk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér kann að berast óvænt
tækifæri upp í hendurnar og ef þú heldur
rétt á spilunum, getur það orðið þér til
mikillar gleði. Blandaðu geði við fólk sem
þú þekkir ekki mikið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að hugsa alvarlega um
hvað það er sem í raun skiptir máli í þínu
lífi. Frestunarárátta þín er í hæstu hæðum.
G
ísli Örn Bjarnhéðins-
son fæddist 2. febrúar
1971 á Akureyri og
ólst þar upp, lengst af
í Glerárhverfi eða frá
sex ára aldri. Hann var virkur í
æskulýðsstarfi á yngri árum auk
þátttöku í fótbolta og körfubolta
hjá Þór Akureyri
Gísli varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1991, lauk
iðnrekstrarfræði 1994, B.Sc. í
rekstrarfræði frá Háskólanum á
Akureyri 1996, M.Sc. í stjórnun og
stefnumótun frá Álaborgarháskóla
í Danmörku 2000 og kennslu- og
uppeldisfræði frá KHÍ 2004. „Ég
hef einnig lokið öllum námskeiðum
við M.Sc.-nám í fjármálum við HÍ
sem var tekið með vinnu en ekki
hefur fundist tími til að klára
lokaverkefni enda mikið að gera á
stóru heimili.“
Á yngri árum kom Gísli að fjöl-
breyttum störfum, svo sem skóg-
rækt, hótel-, verslunar- og þjón-
ustustörfum og fiskvinnslu auk
umönnunarstarfa. Eftir nám í Há-
skólanum á Akureyri starfaði
hann sem sumarmaður hjá Bún-
aðarbankanum og var svo í fullu
starfi hjá Kaupþingi Norðurlands
við fjármálaráðgjöf og verðbréfa-
miðlun 1996-1998. Hann kenndi
einnig við grunnskólann á Þórs-
höfn einn vetur, 1994-1995.
Að meistaranámi loknu starfaði
Gísli hjá Hug sem rekstrarstjóri
ráðgjafarsviðs, 2002-2005 við
rekstrarráðgjöf hjá PWC Consult-
ing, síðar ParX, við fjölbreytt
skipulags- og breytingaverkefni.
Hann var síðan framkvæmdastjóri
Búseta 2006-2017. Hann starfaði
sjálfstætt í eigin félagi við fast-
eignaþróun og ráðgjöf og frá 2019
einnig sem fjármálastjóri og með-
eigandi hjá Alverki ehf., við þróun
og byggingu íbúða og mannvirkja.
„Ég var í tæp tólf ár hjá Búseta
og vildi fara að nýta mína sér-
þekkingu og spreyta mig á eigin
spýtur. Það er erilsamt að standa
í brúnni og nauðsynlegt að breyta
til svo maður staðni ekki. Þannig
heldur maður áfram að vaxa með
því að takast á við nýja hluti.
Annars voru árin hjá Búseta góð
og félagið dafnaði vel og við kom-
um töluverðu í verk. Við endur-
fjármögnuðum m.a. félagið á
markaði og fórum í stórt
metnaðarfullt verkefni við Ein-
holt/Þverholt sem var klárað með
glæsibrag, á tíma og kostnaði,
þrátt fyrir fortölur sumra.“
Það gengur ljómandi vel hjá Al-
verki og mörg verkefni í gangi.
„Við erum að byggja á þriðja
hundrað íbúða, m.a. fyrir Samtök
aldraðra og Byggingafélag náms-
manna auk fleiri. Þá erum við að
fara af stað með 52 íbúðir, sem er
hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu
kaupendur, í Úlfarsárdal og verð-
ur væntanlega kynnt í byrjun
mars. Þetta er mjög spennandi
verkefni sem er gert í samstarfi
við borgina. Við vorum að skila af
okkur 78 íbúðum síðastliðið sum-
ar og í vor skilum við 60 íbúðum
til Samtaka aldraðra sem eru í
Austurhlíð.“
Gísli hefur tekið virkan þátt í
félagsmálum. Hann tók meðal
annars þátt í stofnun JCC við-
skiptafélags frá 2000-2002 og var
virkur í félagsstarfi RoundTable 1
frá 2004 í góðan áratug. Hann
hefur tekið þátt í stjórnum
margra félaga og sótt fjölmörg
námskeið tengd stjórnun, rekstri
félaga og bygginga, þ.m.t. um-
fangsmikið Euromoney-námskeið
í París 2015 um fjármál og fast-
eignir. Hann var stjórnarmaður
og varamaður í um áratug hjá
Housing Nordic sem eru regn-
hlífarsamtök húsnæðisfélaga á
Norðurlöndunum þar sem menn
deila þekkingu sinni og reynslu af
húsbyggingum, byggingar-
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fjármálastjóri og meðeigandi Alverks – 50 ára
Afmælisbarnið Horft yfir sundin á hlýjum sumardegi úr Grafarvogi.
Mikilvægt að takast stöðugt
á við ný og krefjandi verkefni
Fjölskyldan Bríet Emma, Gísli, Oliver, Tumi, Verity og Kristinn Gísli.
40 ára Hannes Óli er
Reykvíkingur, ólst upp
í Breiðholti en býr í
Laugardalnum. Hann
er leikari frá Listahá-
skóla Íslands og bók-
menntafræðingur frá
HÍ. Hannes Óli er sjálf-
stætt starfandi leikari og er fagstjóri leik-
arabrautar sviðslistadeildar LHÍ.
Maki: Aðalbjörg Árnadóttir, f. 1980, sjálf-
stætt starfandi leikkona og sviðshöf-
undur, einnig með MA í hagnýtri menn-
ingarmiðlun frá HÍ.
Börn: Saga Sólrún, f. 2017.
Foreldrar: Þórhildur Óladóttir, f. 1952,
vann skrifstofustörf, búsett í Reykjavík,
og Anna Margrét Grétarsdóttir, f. 1953,
vinnur við umönnun, búsett í Reykjavík.
Hannes Óli
Ágústsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is