Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 SÉRBLAÐ SMARTLANDS BLAÐIÐ Fylgir Morgunblaðinu 12. febrúar –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 8. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fjallað verður um tískuna 2021 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, heilsu, dekur o.fl. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jóhann Smári Sævarsson bassa- söngvari kemur fram á hádegistón- leikum í Hafnarborg í dag kl. 12 ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara og munu þau flytja aríur eftir Ross- ini, Mozart og Verdi. Vegna tilslak- ana á fjöldatakmörkunum er nú loksins hægt að halda hádegistón- leika með áhorfendum í sal þótt fjöldi gesta sé takmarkaður. Gestum er boðið að panta sér miða í síma 585-5790 á afgreiðslutíma safnsins og verður tónleikunum einnig streymt beint á Facebook og á heimasíðu Hafnarborgar þannig að allir geta notið flutningsins. Upp- takan verður áfram aðgengileg á netinu að tónleikunum loknum. Langur og glæsilegur ferill Jóhann Smári hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistar- skólann hjá Sigurði Demetz og stundaði framhaldsnám við sam- eiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Mu- sic í London. Að námi loknu hóf hann að syngja við Kölnaróperuna og var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann hefur sungið sem gesta- söngvari við fjölda óperuhúsa í Evr- ópu, m.a. í Köln, Bonn og Würzburg, við Berlínarfílharmóníuna og hefur sungið í Royal Albert Hall, Sadlers Wells Theater í London og Dublin Grand Opera, Scottish Opera, Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni. Þá hefur Jó- hann einnig starfað með ýmsum frægum hljómsveitarstjórum, þeirra á meðal Gennadi Rozhdestvenskíj. Jóhann hefur sungið yfir 50 hlut- verk í óperum og má af þeim nefna Ochs barón, Filippus II., Fígaró, Ónegin og Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Fyrir utan þetta hefur hann svo komið fram á tónleikum bæði hér heima og erlendis og komið fram á Listahátíð. Jóhann hefur einnig kennt söng víða um land og verið liðsmaður sönghópsins Orfeus- ar. Og er þá ferilskráin langt frá því tæmd. Gaman og alvara Jóhann segist vera að hlaupa í skarðið fyrir söngvara sem komst ekki til landsins og að aríurnar þrjár endurspegli þema tónleikanna, Ástir og vesen í óperum. Aríurnar eru „La calunnia è un venticello“ úr Rak- aranum í Sevilla eftir Rossini þar sem tónlistarkennarinn Don Bazile leggur á ráðin með Don Bartoló um hvernig hann geti komið Almaviva greifa frá sem felst í því að koma af stað kjaftasögu; „Madamina, il cata- logo è questo“ úr Don Giovanni eftir Mozart þar sem þjónn Don Giovann- is syngur um allar kærustur hús- bónda síns og þriðja arían er svo, ólíkt hinum, ekki grínaría heldur úr Don Carlo eftir Verdi og í henni syngur vansvefta Filippus II. Spán- arkonungur um að líklega verði hann jarðaður einn þegar hann deyi þar sem konan hans elski hann ekki. „Þær eru allar frekar stórar þannig að þær fylla út í þennan tíma,“ segir Jóhann um aríurnar en tónleikarnir verða um hálftími að lengd og Antonía mun auk þess kynna hverja aríu. Jóhann segir að allar aríurnar séu krefjandi, hver á sinn hátt, en þar sem tónleikarnir séu stuttir sé óhætt að flytja þær saman. „Þetta er valið þannig að þetta byggist rétt upp,“ bendir hann á, „að maður byrji á réttu aríunni og endi á þeirri réttu.“ Sigurður kveikti áhuga Jóhann Smári er spurður að því hvenær ástríða hans fyrir söng hafi kviknað og segist hann hafa byrjað í Karlakór Keflavíkur 19 ára að aldri og þótt afskaplega gaman. Síðan hafi hann kynnst Sigurði Demetz sem hafi verið fjölskylduvinur. „Hann kveikti í mér, fór að benda mér á söngvara að hlusta á og ég fór í nám til hans. Við sátum oft um eft- irmiðdaginn og hlustuðum á plötur og hann sagði mér sögur af óperu- heiminum,“ rifjar Jóhann upp en segist þó ekki hafa byrjað að syngja fyrr en 19 ára og þar sem söng- röddin var djúp var hann settur strax í 2. bassa. Jóhann stjórnar nú Karlakór Keflavíkur og hefur gert í nokkur ár og auk þess er hann stjórnandi sönghóps sem kallar sig Söngsveit- ina Víkinga. Lítið hefur hins vegar verið um kóræfingar út af kófinu en vonandi fer brátt að rofa til. Ást og vesen í þremur aríum  Jóhann Smári Sævarsson syngur aríur eftir Rossini, Mozart og Verdi í hádeg- inu  Ástríðan fyrir söng kviknaði í Karlakór Keflavíkur þegar hann var 19 ára Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Samstarf Jóhann Smári og Antonía Hevesi í Hafnarborg þar sem tónleikarnir fara fram í hádeginu í dag. Japanshátíð við Háskóla Íslands hófst í gær, 1. febrúar, og stendur yfir í viku. Hátíðin er með breyttu sniði í ár þar sem allir viðburðir fara fram á net- inu vegna Covid- -19 og dreifast nú á heila viku. Allir eiga þeir sam- eiginlegt að hafa japanskt mál og menningu sem viðfangsefni en sjónarhornin eru fjölbreytt og segir í tilkynningu að flestir viðburðanna bjóði upp á gagnvirka þátttöku á Zoom og verði líka streymt á Face- book. Í dag kl. 14 verður boðið upp á spjall við höfund og þýðanda, Yoko Tawada og Margaret Mitsut- ani. Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum, ræðir við gest- ina um skáldsöguna The Emissary eða Sendiboðann eins og hún heitir á íslensku, og áralangt samstarf þeirra. „Tawada er þekkt fyrir frumlega meðferð sína á tungumál- inu sem hefur reynst ærin áskorun fyrir jafnvel færustu þýðendur,“ segir í tilkynningu. Ræðir við höfund og þýðanda Kristín Ingvarsdóttir Vínylplata hefur verið gefin út í tengslum við leiksýninguna Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og mun ágóði af sölu á henni renna til Geð- hjálpar. Vertu úlfur er ein- leikur byggður á bók Héðins Unnsteinssonar þar sem fjallað er opinskátt um baráttu við geðsjúkdóma og á plötunni má finna tónlist sem þau Valgeir Sig- urðsson, Emilíana Torrini, Markéta Irglová og Prins Póló sömdu fyrir sýninguna og lestur Héðins Unn- steinssonar á Lífsorðunum 14. Plat- an er framleidd í 39 eintökum og hvert þeirra kostar 39.000 kr. og er með því vísað í átakið 39.is. Vínylplata seld til styrktar Geðhjálp Héðinn Unnsteinsson Skoska tónlistarkonan Sophie er lát- in aðeins 34 ára að aldri. Lést hún að morgni laugardags af slysförum á heimili sínu í Aþenu í Grikklandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá umboðsfyrirtæki hennar, Modern Matters. Sophie þótti með áhrifa- mestu tónlistarmönnum síðasta ára- tugar og afar hugmyndarík bæði sem upptökustjóri og tónlistar- maður. Segir í frétt dagblaðsins The New York Times að í tónlist hennar hafi verið samtvinnaður hraði, há- vaði, melódía, skýrleiki og auk þess hafi lög hennar verið grípandi. Var tónlist hennar flokkuð sem „hyper- pop“ sem mætti þýða sem ofurpopp. Í fyrrefndri tilkynningu segir að Sophie hafi fallið úr stiga þegar hún ætlaði sér að horfa á fullt tungl. Dó hún nokkru síðar. Sophie starfaði með mörgum heimskunnum tónlistarmönnum, þeirra á meðal Madonnu og Vince Steples. Hún hlaut tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Oil of Every Pearl’s Insides frá árinu 2018 í flokki dans- og raf- tónlistar. Sophie hét fullu nafni Sophie Xeon og sendi fyrstu smá- skífuna frá sér árið 2013, Nothing More to Say. Jukust vinsældir henn- ar mjög við útgáfu næstu plötu, Bipp, sama ár og sama má segja um fjölda smáskífa sem komu út sem lagasafn árið 2015. Sophie var trans og talaði opinskátt um þau mál í við- tali árið 2018 í tímaritinu Paper. AFP Dáð Tónlistarkonan og upptökustjórinn Sophie átti sér marga aðdáendur. Hér sést hún á tónleikum á hátíðinni Coachella í Kaliforníu árið 2019. Sophie látin, 34 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.