Morgunblaðið - 02.02.2021, Page 32
ALLA VIRKA DAGA
FRÁ 16-18
Með loga bergmann
og sigga gunnars
Síðdegisþátturinn á k100ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING
Dominos-deild karla í körfuknattleik er ekki fyrirsjáan-
leg í vetur eins og úrslitin sýna. Stjarnan burstaði
Keflavík á dögunum en tapaði í gær í Grindavík þótt
Grindavíkurliðið saknaði Dags Kárs Jónssonar sem er í
stóru hlutverki hjá Grindvíkingum.
Keflavík náði aftur toppsætinu með sigri á ÍR og hef-
ur Keflavík tveggja stiga forskot á Grindavík og Stjörn-
una en fjögurra stiga forskot á fjögur lið þar fyrir neð-
an. ÍR er einmitt í þeim hópi. Sjö umferðum er lokið í
deildinni á keppnistímabilinu. »26
Úrslitin eru ekki fyrirsjáanleg
í leikjunum í efstu deild karla
Fjöruáhrif er heiti sýningar Hauks Dórs Sturlusonar
myndlistarmanns sem var opnuð í Gallerí Fold við
Rauðarárstíg um liðna helgi. Heitið dregur sýningin af
staðsetningum vinnustofa listamannsins sem hafa oft-
ar en ekki verið við sjávarsíðuna. Fjaran hefur verið
Hauki hugleikið viðfangsefni og má sjá hana læðast inn
í verkin hans þar sem þari, fuglar og önnur dýr taka sér
gjarna bólfestu á striganum. Haukur Dór hefur haldið
fjölda sýninga á löngum og farsælum ferli. Fjöruáhrif
stendur til 13. febrúar og er grímuskylda í galleríinu.
Fjöruáhrif nefnist sýning Hauks
Dórs sem stefndur nú yfir í Fold
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Ég veit nú ekkert um það,“ svarar
Helga St. Jónsdóttir, íbúi á Dalbæ
á Dalvík, spurð hvort hún sé ekki
frekar hress. Helga er 100 ára í
dag, 2. febrúar. „Ég kemst minna
ferða hér innanhúss með aðstoð við-
haldsins. Ég er nú ekki hressari en
það,“ bætir hún við. Viðhaldið er
göngugrind sem hún hefur sér til
halds og trausts og ekki annað að
sjá en hún dugi bærilega.
Helga fæddist á Kálfsskinni á Ár-
skógsströnd og ólst þar upp fram á
fullorðinsár. Foreldrar hennar voru
þau Jón Einarsson bóndi og Rósa
Elísabet Júníusdóttir. Hún lést fer-
tug að aldri þegar Helga var átta
ára gömul. Þau eignuðust sex börn,
þar af tvenna tvíbura. Elstar eru
tvíburarnir Gunnhildur og Bryn-
hildur og þá komu þær Helga og
Bergrós sem varð 93 ára. Yngst
voru Einar og loks Þórey. Hálf-
bróðir Helgu, sonur Jóns, er Sveinn
Elías, fyrrverandi bóndi á Kálfs-
skinni.
Helga minnist æskuáranna á
Kálfsskinni með ánægju, en þar
ráku foreldrarnir bú, voru með kýr
og kindur. „Við krakkarnir höfðum
okkar hlutverk, við hjálpuðum til
með skepnurnar og gerðum það
sem við gátum. Heimilið var mann-
margt eins og tíðkaðist á þeim tíma
og það miðaðist allt við að til væri
nægur matur fyrir allt, að heimilið
hefði það sem þurfti og allir hefðu í
sig og á.“
Fýkur einhvern
veginn yfir allt
Komin á fullorðinsár flutti hún
sig um set innan héraðs, kom sér
fyrir við sjávarsíðuna á Árskógs-
sandi.
„Ég var í línuvinnu, var að
stokka og beita,“ segir hún. Hún
kynntist eiginmanni sínum, Jóhanni
Ásgrími Ásmundssyni, sjómanni frá
Litla-Árskógssandi, á þessum tíma.
Þau bjuggu fyrstu árin á Árskógs-
sandi en fluttu yfir í Hrísey, bjuggu
m.a. á Syðstabæ. Jóhann lést árið
1970. Helga og Jóhann eignuðust
þrjú börn, tvíburana Elísabetu og
Ásmund sem fæddust 1942, bæði
látin, og Jónu, sem fæddist 1958.
„Það fýkur einhvern veginn yfir
þetta allt saman og í burtu, mér
finnst eiginlega ekki neitt eitt vera
eftirminnilegra en annað,“ segir
Helga, spurð hvort eitthvað standi
upp úr þegar litið er yfir farinn veg.
„Maður gleymir svo mörgu,“ seg-
ir hún en rifjar upp góða minningu
úr æsku sinni þegar skólabörnum
var boðið í vorferð í Mývatnssveit á
svonefndum boddíbíl. Það þótti vel í
lagt að fara svo langt og mikil upp-
lifun að sjá það sem fyrir augu bar
í ferðinni. Gist var í Mývatnssveit,
strákarnir í bílnum en stúlkur
fengu inni í húsi. „Það þótti mjög
merkilegt að fara svona langt og
þetta var skemmtileg ferð,“ segir
Helga.
Liðtæk saumakona
Hún var flink saumakona og leit-
uðu margir liðsinnis hennar í þeim
efnum. Hún saumaði á sína fjöl-
skyldu og einnig fyrir aðra, þá veitti
hún aðstoð þegar konur voru að
sauma upphlut og annað sem teng-
ist þjóðbúningasaumi og hafði þau
verkefni í hendi sér. „Ég hafði gam-
an af því að sauma og hef eflaust
verið frekar handlagin,“ segir hún.
„Lífið snýst nú mest um að hafa
eitthvað fyrir stafni og ég hef um
tíðina verið svo lánsöm að hafa allt-
af haft nóg að gera,“ segir hún. Al-
mennt kveðst hún hafa verið heilsu-
hraust og sjaldan orðið misdægurt
um dagana. Helga segir að ekki
hafi verið til siðs í gamla daga að
gera sér dagamun á afmælum, „það
þótti gott ef menn mundu hvaða
dag þeir voru fæddir“.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Aldarafmæli Helga St. Jónsdóttir, íbúi á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík, er
100 ára í dag. Hún fæddist á Kálfsskinni á Árskógsströnd 2. febrúar 1921.
Lífið snýst um að hafa
eitthvað fyrir stafni
Helga St. Jónsdóttir, íbúi á Dalbæ á Dalvík, 100 ára í dag