Morgunblaðið - 16.02.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 39. tölublað 109. árgangur
VANTALDI FJÖLDA
LÁTINNA Í NEW
YORK VILJANDI
40 ÁR FRÁ
ENGIHJALLA-
VEÐRINU
DRÆGNI RAF-
BÍLANNA KOST-
AR MISMIKIÐ
UMFANGSMIKIÐ TJÓN 11 BÍLAR 16 SÍÐURCUOMO RÍKISSTJÓRI 16
Glöggir vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur hafa vafalaust tekið eftir nýrri klukku sem stendur
utan á viðbyggingu við gamla Landsímahúsið á Austurvelli. Jóhannes Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Lindarvatns, eiganda hússins, segir að klukkan sé hluti af verðlaunahugmynd
um byggingu á Landsímareitnum. Fyrir þá sem vilja vita hvað tímanum líður, er þeir ganga
um Austurvöll, er þetta kærkomin viðbót við klukkuskífurnar á turni Dómkirkjunnar. Þessi
nýja klukkan sést vel úr fjarlægð og er mun sýnilegri frá jörðu en dómkirkjuklukkurnar.
Morgunblaðið/Eggert
Stærðarinnar klukka rís á Austurvelli
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Mikill kurr er í rekstraraðilum veit-
ingastaða í miðborginni. Er þar um
að kenna mismunandi túlkun lög-
reglu og umræddra aðila á reglum
um afgreiðslutíma veitingahúsa.
Þannig hefur í nokkur skipti komið
til snarpra orðaskipta milli eigenda
og lögregluþjóna, sem hafa hótað
sektum hafi ekki allir gestir yfirgef-
ið staðinn við lokun klukkan 22.
Erlendur Þór Gunnarsson hæsta-
réttarlögmaður er lögmaður fjölda
rekstraraðila í miðborginni. Segir
hann hegðun lögreglunnar henni
ekki til framdráttar.
„Ég hef heyrt af nokkrum stöðum
í miðbænum þar sem lögreglan er að
koma rétt fyrir klukkan 22 á kvöldin
og hóta einhverjum sektum þar sem
örfáir sitja og eru að klára að borða
eða drekka drykki sína. Þessi hegð-
un minnir á ófagra stemningu í A-
Evrópu á sínum tíma og er eftirlits-
aðilum ekki til framdráttar.“
Að sögn Erlends eru reglurnar
mjög skýrar, en samkvæmt þeim
megi staðirnir vera opnir til klukkan
22 en við það bætist ein klukkustund
þar sem gestum er gefið færi á að
klára drykki og veitingar. Vísar
hann þar til reglugerðar um starf-
semi umræddra staða auk málsmeð-
ferarreglna borgarráðs þar sem
fram kemur að „allir gestir skulu
hafa yfirgefið veitingastað eigi síðar
en einni klukkustund eftir lokun
hans“. Í núgildandi reglum stjórn-
valda um afgreiðslutíma veitinga-
húsa kemur fram að þeim sé heimilt
að hafa opið til klukkan 22, en eftir
klukkan 21 megi ekki hleypa inn
nýjum gestum.
Erlendur kveðst undrast vinnu-
brögð lögreglunnar. Í stað sam-
starfs og samvinnu við að leysa úr
málum sé farið fram með ógnunum
og hótunum. Það sé jafnframt til
marks um breytta stemningu í sam-
félaginu.
Segja lögreglu fara
fram með hótunum
Kurr í veitingahúsaeigendum Lögregla mistúlki reglur
MKurr í rekstraraðilum »14
Borgarstjórn-
arflokkur Sjálf-
stæðisflokksins
mun í dag
leggja fram til-
lögu í borgar-
stjórn um að
rekstrarein-
ingum Orku-
veitu Reykjavík-
ur verði skipt
upp. Þannig
myndu Veitur, Orka náttúrunar
(ON) og Gagnaveitan verða sjálf-
stæð fyrirtæki.
Með þessum breytingum er
markmiðið að bæta skil milli sam-
keppnisreksturs og einokunar-
reksturs, en lög gera ráð fyrir að
einokunarrekstur greiði ekki nið-
ur samkeppnisrekstur og með því
að aðskilja einingarnar telja sjálf-
stæðismenn mögulegt að tryggja
aukið gagnsæi og skýrari ábyrgð.
Gert er ráð fyrir að eignarhald
sveitarfélaga á umræddum fé-
lögum verði beint. »6
Vilja aðskilja félög
Orkuveitunnar
Eyþór
Arnalds
Lögreglan hefur fengið töluvert
af upplýsingum og er búin að ræða
við þó nokkurn fjölda fólks vegna
skotárásar í Rauðagerði á laugar-
dagskvöld þar sem albönskum
manni var ráðinn bani fyrir utan
heimili sitt.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir að erfitt sé að
segja til um einhverjar hefndar-
aðgerðir vegna árásarinnar á laug-
ardagskvöld.
„Þetta ber öll merki þess að hafa
verið aftaka,“ segir Helgi Gunn-
laugsson afbrotafræðingur. » 4
Morgunblaðið/Eggert
Glæpur Morðið er nú til rannsóknar.
Árásin í Rauðagerði
ber merki um aftöku