Morgunblaðið - 16.02.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Þetta er bara búið að vera rugl,“ segir Kristján Berg,
einnig þekktur sem fiskikóngurinn, en það eru ekki
bara rjómabollurnar sem seldust vel í gær og um
helgina. Fiskibollur fiskikóngsins hafa rokið út, rúm-
lega fimm tonn. Kristján segir starfsfólkið hafa steikt
um 800 kíló af bollum á dag, en sem betur fer er
sprengidagurinn á morgun og er það jafnframt róleg-
asti söludagur fiskverslana á ári hverju. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ríflega fimm tonn af fiskibollum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gera má ráð fyrir að hægt verði að
bólusetja nær 190 þúsund manns hér
á landi gegn Covid-19 fyrir lok júní,
að sögn heilbrigðisráðuneytisins.
Það er mun meira en áður var vænst.
Nýr samningur ESB við Pfizer
tryggir Íslandi bóluefni fyrir 25-30
þúsund manns á öðrum ársfjórðungi
til viðbótar við fyrri samning. Aukin
framleiðslugeta AstraZeneca hefur
einnig áhrif. Auk þess má vænta
fleiri bóluefna á öðrum ársfjórðungi.
Von er á um 9.700 skömmtum af
bóluefni í þessari viku. Frá Pfizer
koma um 6.000 skammtar og verða
þeir notaðir í síðari bólusetningu um
allt land. Mest er það eldra fólk sem
fær það bóluefni. Frá Moderna koma
um 1.300 skammtar og verða þeir
notaðir til að bólusetja heilbrigðis-
starfsmenn á Landspítalanum og
Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrri bólu-
setningu og eins starfsfólk í heima-
hjúkrun og dagdvöl. Þá koma um
2.400 skammtar frá AstraZeneca og
verða starfsmenn hjúkrunar- og
dvalarheimila á landsbyggðinni
bólusettir með því bóluefni, sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
landlæknis.
Yfir 70.000 fyrir lok mars
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir greindi frá því í gær að bólu-
efnaframleiðendur hefðu aukið
framleiðslu sína. Því eru bundnar
vonir við að afhending bóluefna verði
hraðari en áður var reiknað með.
Fyrirliggjandi dreifingaráætlun
nær þó aðeins út marsmánuð, að
sögn Þórólfs. Samkvæmt fyrirliggj-
andi áætlunum fær Ísland yfir
70.000 skammta fyrir lok mars. Inn í
það vantar bóluefni frá AstraZeneca.
„Ég held að við getum verið von-
góð um að fá meira af bóluefni,“
sagði Þórólfur.
Bólusett í tvo daga
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
(HH), segir að þar verði bólusett
bæði í dag og á morgun.
HH fær alls 2.604 skammta frá
Pfizer, Moderna og AstraZeneca.
Eldra fólk í dagþjálfun, dagdvöl og
heimahjúkrun fær nú seinni bólu-
setningu. Starfsmenn heimahjúkr-
unar og hjúkrunarheimila fá fyrri
sprautuna. Eftir þessa viku verður
búið að bólusetja um 2⁄3 hluta þeirra
en þeir eru alls um 3.000 talsins.
Hjúkrunarfræðingar á viðkom-
andi stofnunum munu bólusetja fólk
í dagdvöl, heimahjúkrun, dagþjálfun
og á hjúkrunarheimilum og sjúkra-
húsum. Ekki verður því þörf á að
nota aðstöðuna í Laugardalshöllinni
í þessari viku. Ragnheiður sagði að
bólusetningarnar hefðu gengið mjög
vel. Ekki einn einasti bóluefnis-
skammtur hefði farið forgörðum hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
svo hún vissi til. »16
Nær 190.000 bólusettir fyrir lok júní
Nýr samningur við Pfizer tryggir meira bóluefni Ísland fær yfir 70.000 skammta fyrir lok mars
Í þessari viku koma 9.700 skammtar Bólusett um allt landið Eldra fólk og heilbrigðisstarfsfólk
Morgunblaðið/Eggert
Þríeykið Þórólfur, Víðir og Alma undirbúa sig fyrir upplýsingafund í gær.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Við funduðum með Fiskistofu varð-
andi drónaeftirlit fyrir stuttu. Við er-
um nú ekki par hressir með þetta,“
segir Arthur
Bogason, formað-
ur Landssam-
bands smábáta-
eigenda (LS), um
eftirlit Fiskistofu
með smábátasjó-
mönnum með
dróna.
Hann segir
vanta verulega
upp á að jafnræð-
is sé gætt og að
meðalhófsreglu sé beitt við notkun
Fiskistofu á drónum.
„Mér er ekki kunnugt um að það
sé verið að fljúga þessum apparötum
yfir stóru skipunum. Þetta virðist
eiga fyrst og fremst að sveima hérna
með ströndinni og fylgjast með
litlum bátum. Ef það er jafnræði í
þessum málum þá er ég alveg hættur
að skilja það orð,“ segir Arthur.
Fiskistofa hefur notað dróna við
eftirlit með fiskveiðum frá miðjum
janúar og hefur með þeim hætti
komist upp um þó nokkur brot gegn
lögum um stjórn fiskveiða.
Munu leita til Persónuverndar
Arthur segir að LS muni leita til
Persónuverndar vegna myndavéla-
eftirlitsins og að hann hafi upplýst
Fiskistofu um það.
„Við teljum að þrátt fyrir allt þurfi
að vera eitthvert traust á milli
manna. Þegar menn hafa það á til-
finningunni að eitthvert opinbert eft-
irlitsauga sé hangandi yfir þeim þá
er þetta komið aðeins of langt,“ segir
Arthur og bætir við að fiskveiðieftir-
litsmenn séu bæði á höfnum og oft í
bátum.
„Ég spurði Fiskistofu hvort þeir
væru með myndband af broti þar
sem stórt fiskiskip kemur við sögu,
þeir eru ekki með það,“ segir Arthur.
Hann telur ekki mögulegt að fylgjast
með stórum fiskiskipum langt úti á
hafi í alls konar veðrum með sama
hætti og smábátum nálægt landi í
góðum veðrum.
Ósáttir við opin-
bert eftirlitsauga
Telja meðalhófs ekki gætt við eftirlit
Arthur
Bogason
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Pakistönsk yfirvöld hafa ákveðið að
halda grunnbúðum K2 áfram opnum
og mun leit að þeim John Snorra Sig-
urjónssyni, Mohammad Ali Sadpara
og Juan Pablo Mohr halda áfram eft-
ir því sem veður og aðstæður leyfa.
Johns Snorra og félaga hefur verið
saknað síðan 5. febrúar og leitin
hingað til engan árangur borið.
Boðað hafði verið til blaðamanna-
fundar í Pakistan í gær vegna máls-
ins, en eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst var hann ekki haldinn.
Ótrúlegur kraftur
Í tilkynningu frá fjölskyldu Johns
Snorra kemur fram að hún hafi
ákveðið að veita ekki viðtöl að svo
stöddu heldur setja alla sína orku í
að takast á við þá þungbæru stöðu
sem uppi er. Haft er eftir Línu Mó-
eyju Bjarnadóttur, eiginkonu Johns,
að hún ítreki þakkir til allra sem hafi
tekið þátt í leitinni, en henni hefur
verið stýrt af pakistönskum yfirvöld-
um, en íslensk og sílesk yfirvöld hafa
einnig átt þar hlut að máli.
Mikil leit hefur verið gerð að
mönnunum og gervihnattarmyndir,
ratsjármyndir og ljósmyndir verið
nýttar.
„Þeir félagar eru enn týndir en
vonin um kraftaverk lifir. Hjörtu
okkar, ástvina þeirra, slá með þeim,“
er haft eftir Línu í tilkynningunni.
„Það er búið að vera ótrúlegt að
finna þann kraft sem hefur verið í
leitinni, bæði af hálfu íslenskra, pak-
istanskra og síleskra yfirvalda. Ekki
síður hefur sú umhyggja og sá stuðn-
ingur sem fjöldi fólks hefur sýnt okk-
ur styrkt fjölskylduna á þessum erf-
iðu tímum. Hjartans þakkir til ykkar
allra.“
Í fyrradag var greint frá því að að-
stoðarmenn Johns, Ali Sadpara og
Mohr, væru á leið heim af fjallinu.
„Vonin um kraftaverk lifir“
Leit að John Snorra og félögum haldið áfram eftir því sem
aðstæður leyfa Fjölskyldan þakkar umhyggju og stuðning
Klifur John Snorri á fjallinu K2.