Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Veitinga- og afþreyingarfyrirtækið Gleðipinnar og Stefna hugbúnaðar- hús hafa gert með sér samstarfs- samning um að Stefna annist staf- ræna vegferð og þjónustu við fyrirtæki á vegum Gleðipinna. Vörumerkin undir hatti Gleði- pinna eru American Style, Shake- &Pizza, Saffran, Blackbox, Eld- smiðjan, Aktu taktu, Hamborgara- fabrikkan og Keiluhöllin Egilshöll. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að um sé að ræða viðamikið og metnaðarfullt samstarf sem feli í sér ráðgjöf, hönnun, forritun, hýsingu og innleiðingu á afgreiðslukerfum og vildarkerfi fyrir alla veitingastaði Gleðipinna. Jóhannes Ásbjörnsson, einn eig- enda og talsmaður Gleðipinna, segir í tilkynningunni að um spennandi og áhugavert ferðalag sé að ræða. „Eitt af því sem við lögðum til grundvallar þegar við sameinuðumst í Gleðipinn- um var að verða framúrskarandi í stafrænum dreifileiðum og af- greiðslulausnum þar sem áherslan er á sjálfsafgreiðslu og notenda- upplifun. Það er stór þáttur í því að auka ánægju viðskiptavina og eins að auka sölu almennt og treystum við engum öðrum samstarfsaðila en Stefnu betur til að fara í þetta ferða- lag með okkur,“ segir Jóhannes. Stofnað árið 2003 Stefna var stofnuð 2003 og eru starfsmenn rúmlega 30. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á víð- tæka þjónustu á sviði upplýsinga- tækni og hugbúnaðarþróunar á sviði veflausna. „Við erum virkilega spenntir fyrir samstarfinu við Gleði- pinna. Þetta er skemmtileg áskorun fyrir okkar fólk,“ segir Guðlaugur Arnarsson, viðskiptaþróunarstjóri Stefnu, í tilkynningunni. Samstarf Guðlaugur Arnarsson og Jóhannes Ásbjörnsson. Annast stafræna vegferð  Gleðipinnar og Stefna hugbúnaðarhús hafa gert með sér samstarfssamning Vilja auka ánægju viðskiptavina BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila veitingastaða í mið- borginni um þessar mundir. Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veit- ingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi. Erlendur Þór Gunnarsson hæsta- réttarlögmaður er lögmaður fjölda rekstraraðila í miðborginni. Segir hann lögregluna beita óbeinum hót- unum í samskiptum við rekstrarað- ilana þegar líða tekur að lokun. „Ég hef heyrt af nokkrum stöðum í mið- bænum þar sem lögreglan er að koma rétt fyrir klukkan 22 á kvöldin og hóta einhverjum sektum þar sem örfáir sitja og eru að klára að borða eða drekka drykki sína. Þessi hegð- un minnir á ófagra stemningu í A- Evrópu á sínum tíma og er eftirlits- aðilum ekki til framdráttar enda rekstraraðilar að leggja sig alla fram um að virða þær reglur sem eru til staðar á hverjum tíma,“ segir Er- lendur og bætir við að reglurnar séu mjög skýrar. Staðirnir megi vera opnir til klukkan 22 en við það bætist ein klukkustund þar sem fólki er gef- ið færi á að klára drykki og veitingar. Reglurnar mjög skýrar Bæði í reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eins í málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitingastaði og gististaði kemur fram að „allir gestir skulu hafa yf- irgefið veitingastað eigi síðar en einni klukkustund eftir lokun hans“. Ekki verður deilt um umræddar reglur sem rekstraraðilum veitinga- staða er skylt að starfa eftir og hafa gert í áraraðir. Í kjölfar heimsfarald- urs kórónuveiru hafa veitingastaðir þurft að lúta ansi stífum reglum um opnunar- og afgreiðslutíma. Nú síð- ast voru reglurnar rýmkaðar með það fyrir augum að létta örlítið undir með rekstraraðilum veitingastaða. Var afgreiðslutíminn þar lengdur um eina klukkustund. Núgildandi reglugerð er svo hljóðandi: „Þá er öðrum veitingastöðum, þar sem eru heimilaðar áfengisveitingar, heimilt að hafa opið til kl. 22.00, en er þó ekki heimilt að hleypa inn nýjum við- skiptavinum eftir kl. 21.00. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00.“ Engin svör hjá lögreglunni Ekki verður þetta skilið öðruvísi en svo að veitingastaðirnir megi vera með opið til klukkan 22 á kvöldin, en þó með þeim skilyrðum að engir nýir gestir megi koma inn á staðinn eftir klukkan 21. Sé horft til áðurnefndra reglna má vera ljóst að síðustu gest- irnir verði að hafa yfirgefið staðinn í síðasta lagi klukkan 23, eða klukku- stund eftir lokun hans. „Það er einfaldlega mjög óþægi- legt fyrir veitingastaði, sem á að vera afslappandi upplifun að sækja, að hafa lögreglumenn ítrekað inni á gólfi hjá sér. Aðallega er þó óheppi- legt þegar lögregla eða aðrir eftir- litsaðilar fara ekki eftir þeim skýru reglum sem settar eru. Rekstrarað- ilarnir skilja reglurnar alveg en lög- reglan virðist því miður vera með annan skilning. Ég hef óskað eftir upplýsingum um við hvað eftirlits- aðilar styðjast en þrátt fyrir fjölda tölvupósta frá rekstraraðilum hafa lögregluyfirvöld ekki svarað og ég hef einfaldlega ekkert heyrt frá þeim,“ segir Erlendur og bætir við að það hafi lítið upp á sig að lengja afgreiðslutímann um klukkustund ef ekki má selja veitingar og drykki á tímabilinu. „Upphaflega voru reglurnar þann- ig að fólk þurfti að vera búið að panta fyrir klukkan 21 og hafði þá að há- marki klukkustund til að klára mat- inn eða drykkinn. Reglurnar voru síðan rýmkaðar í desember sl. og þá máttu staðirnir selja mat og drykki til klukkan 22. Sömu málsmeðferð- arreglur eru í gildi og því ætti fólk að mega yfirgefa staðinn í seinasta lagi eina mínútu í ellefu. Það er aftur á móti ekki skilningur lögreglunnar á sama tíma og þeir vilja ekki benda á hvar annað kemur fram.“ Breytt stemning í samfélaginu Bendir hann á að staðirnir hafi tapað tugum milljóna sökum ástandsins. „Allir þessir staðir eru búnir að tapa tugum milljóna, hver og einn þeirra, á þessu ástandi. Þeir þurftu að sætta sig við þröngar skorður í rekstri á síðasta ári, og skiljanlega enda fordæmalausar að- stæður, en með frekari tilslökunum var hægt að hafa opið klukkutíma lengur en í byrjun desember. Ef skilningur lögreglunnar væri réttur, af hverju ættu þá staðirnir að vera með opið í klukkutíma lengur ef þeir geta ekki boðið upp á veitingar á þeim tíma? Ekki er það til þess að bæta á sig kostnaði í starfsmanna- haldi í klukkustund til viðbótar ofan á allt tapið. Það er auðvitað niður- staða sem gengur ekki upp.“ Að hans sögn hefur enginn rekstr- araðilanna sem hann starfar fyrir verið kærður af lögreglu eða sekt- aður þrátt fyrir hótanir um slíkt. Þá undrast hann mjög hegðun lögreglu- þjóna sem verður ekki skilin öðruvísi en sem breytta stemningu í sam- félaginu. Í stað samstarfs og sam- vinnu við að leysa úr málum á þess- um erfiðu tímum er farið fram með ógnunum og hótunum. „Áður en þetta ástand skall á, hve- nær gerðist það síðast að lögregla var að mæta í hópum inn á fjölda veitingastaða og hóta sektum þegar allir gestir voru ekki farnir út nokkr- um mínútum eftir lokun? Það er ein- faldlega þannig í réttarríki að reglur og refsiheimildir eiga að vera skýrar. Ef minnsti vafi er til staðar þá er það eðlileg og sanngjörn lágmarkskrafa að lögregla og aðrir eftirlitsaðilar upplýsi um eftir hvaða reglum þeir starfa, svo almenningur geti kynnt sér og fylgt þeim.“ Kurr í rekstraraðilum veitingstaða í miðborginni  Gestir megi sitja til klukkan 23 á veitingahúsum  Lögreglan er á öðru máli Krá Tekið skal fram að staðurinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint og er ekki sá sem um ræðir. Morgunblaðið/Eggert 16. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.73 Sterlingspund 177.6 Kanadadalur 101.08 Dönsk króna 20.952 Norsk króna 15.151 Sænsk króna 15.455 Svissn. franki 144.21 Japanskt jen 1.2256 SDR 185.37 Evra 155.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.9471 Hrávöruverð Gull 1818.0 ($/únsa) Ál 2076.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.82 ($/fatið) Brent Alls seldust 65 þúsund bollur í bak- aríi Ikea í aðdraganda bolludags í gær. Er það um fjórðungs aukning milli ára. Þetta segir Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea, í samtali við Morgunblaðið. „Salan hefur verið svakaleg. Það hefur verið gríðarlegt álag á bak- aríinu hjá okkur og við finnum að viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir,“ segir Stefán. Nú stendur yfir yfirhalning á veitingastað og kaffihúsi Ikea í Kauptúni. Öll bollusala hefur því farið í gegnum bakaríið. „Það er ótrúlegt að ná meira magni núna með lokaðan veitingastað og kaffi- hús. Þetta er allt í gegnum bak- aríið,“ segir Stefán og bætir við að sölumarkmiðinu sé löngu náð. „Helgin núna var mjög stór og við ákváðum að byrja tveimur dögum fyrr en venjulega að selja. Við erum löngu búin að ná sölunni í fyrra og markmiðum okkar. Við erum að auka söluna hjá okkur um 25% milli ára og við finnum fyrir mikilli ánægju meðal viðskiptavina.“ Samkvæmt lauslegum útreikn- ingum Morgunblaðsins hleypur bollusalan á 17 til 18 milljónum króna. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ikea Bollusalan jókst milli ára. Seldu rétt um 65 þús- und bollur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.