Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Í annað sinn á kjör-
tímabilinu leggur
Flokkur fólksins fram
tillögu um að stofnað
verði embætti hags-
munafulltrúa aldraðra
í Reykjavík. Mark-
miðið með embætti
hagsmunafulltrúa
aldraðra er að hann
skoði málefni eldri
borgara og haldi utan
um hagsmuni þeirra, fylgist með
aðhlynningu þeirra og aðbúnaði.
Hagsmunafulltrúi aldraðra kort-
leggur stöðuna í húsnæðismálum
aldraðra, heimahjúkrun og dægra-
dvöl og fylgist með framkvæmd
heimaþjónustu. Hann skal leggja
sjálfstætt mat á það hvort borg-
aryfirvöld uppfylli skyldur sínar
gagnvart öldruðum. Hann fylgist
einnig með hvort einkaaðilar upp-
fylli kröfur laga um aðgengi og
bann við mismunun þegar kemur
að réttindum eldri borgara. Hann
tæki á móti ábendingum frá borg-
urum um málefni eldri borgara og
fræðir eldri borgara um eigin rétt-
indi. Auk þess ber hagsmunafull-
trúa aldraðra að hafa frumkvæð-
iseftirlit með högum eldri borgara,
sérstaklega með tilliti til þess að
koma í veg fyrir félagslega ein-
angrun, næringarskort og almennt
bágan aðbúnað.
Hagsmunafulltrúi aldraðra skal
vekja athygli stjórnvalda og al-
mennings á málum sem hann telur
að brjóti á réttindum eldri borg-
ara. Einnig skal hann gera tillögur
um úrbætur á réttarreglum sem
snerta aldraða og hafa frumkvæði
að stefnumarkandi umræðu í sam-
félaginu um málefni aldraðra.
Lagt er jafnframt til að Öldung-
aráð Reykjavíkur komi að mótun
hlutverks embættis hagsmunafull-
trúa og að hagsmunafulltrúi gefi
Öldungaráði reglulega skýrslu um
starfsemi embættisins.
Utanumhald og heildarsýn
Með því að stofna embætti hags-
munafulltrúa aldraðra í Reykjavík
næst betri heildarsýn yfir málefni
eldri borgara og þeir fá sinn mál-
svara sem þeir geta leitað til með
eigin málefni telji þeir brotið á
réttindum sínum.
Hagsmunafulltrúa aldraðra er
samkvæmt tillögunni
ætlað að vekja athygli
á réttinda- og hags-
munamálum aldraðra
almennt, jafnt á opin-
berum vettvangi sem
og hjá einkaaðilum,
leiðbeina öldruðum
um réttindi sín innan
borgarkerfisins og
bregðast við telji
hann að brotið sé á
þeim.
Þjónusta við aldr-
aða dreifist á ríki,
sveitarfélög, félagasamtök og
einkaaðila. Lög og reglur um
málaflokk aldraðra eru flókin, ekki
síst á sviði skatta, almannatrygg-
inga og heilbrigðismála. Aldraðir
eru stór og fjölbreyttur hópur sem
er misjafnlega fær um að gæta
eigin réttinda og hagsmuna. Mark-
miðið með þessari tillögu er ekki
að hagsmunafulltrúi eldri borgara
taki við starfsemi Öldungaráðs
Reykjavíkur, en ráðning hags-
munafulltrúa myndi tryggja að
faglega menntaður einstaklingur í
launaðri stöðu sinnti virkri rétt-
argæslu í þágu eldri borgara. Þá
getur slíkt embætti veitt Öld-
ungaráðinu aðstoð í sínum störfum
þar sem hagsmunafulltrúi gæti þá
fylgst með því að ábendingum Öld-
ungaráðs sé fylgt eftir í fram-
kvæmd. Það er rík þörf á að aldr-
aðir eigi málsvara í Reykjavík sem
gætir réttinda þeirra og hagsmuna
og leiðbeinir þeim um rétt þeirra.
Taka 2
Tillagan um stofnun embættis
hagsmunafulltrúa eldri borgara
var áður flutt af fulltrúa Flokks
fólksins í borgarstjórn vorið 2019
en var þá felld í kjölfar umsagnar
Öldungaráðs Reykjavíkur. Þáver-
andi Öldungaráð Reykjavíkur
veitti neikvæða umsögn á þann
veg að embætti hagsmunafulltrúa
aldraðra væri óþarft þar sem nú
þegar væri verið að fjalla um þessi
mál. Þess utan væri starfandi um-
boðsmaður borgarbúa, sem fer
meðal annars með málefni eldri
borgara eins og segir í umsögn-
inni. Umsögnin kom á óvart fyrir
nokkrar sakir en ekki síst í ljósi
þess hversu brösuglega gekk að
reka embætti umboðsmanns borg-
arbúa. Fram kom hjá umboðs-
manninum þegar hann var beðinn
um álit á afgreiðslu tillögunnar að
mikið álag væri á embættið og
málsmeðferðartími langur. Ef
embættið ætti að anna öllum þeim
málum sem það fæst við þyrfti
fjármagn og mannafla, ekki síst
svo það geti haft frumkvæði að því
að nálgast jaðarsetta hópa, svo
sem aldraða. Embætti umboðs-
manns borgarbúa var stuttu síðar
lagt niður.
Flokkur fólksins á Alþingi hefur
einnig lagt í þrígang fram tillögu
um hagsmunafulltrúa aldraðra á
vegum ríkisins. Öldungaráð
Reykjavíkur sendi inn sömu nei-
kvæðu umsögnina; „að hagsmuna-
fulltrúi aldraðra væri óþarfur þar
sem verið væri að vinna þessi störf
af starfsmönnum velferðarsviðs og
hagsmunafélaga“.
Það kvað við annan tón í síðari
umsögn Öldungaráðs Reykjavíkur
við þingsályktunartillögu Flokks
fólksins um hagsmunafulltrúa
aldraðra dagsett 14. október 2019.
Þá fagnar Öldungaráðið tillögunni
og hvetur til þess að félags- og
barnamálaráðherra leggi fyrir árs-
lok 2020 fram frumvarp til laga
um embætti hagsmunafulltrúa
aldraðra. Félag eldri borgara hef-
ur hins vegar ávallt verið hlynnt
og stutt hugmynd um hagsmuna-
fulltrúa aldraðra.
Það er skylda sveitarfélags að
sjá til þess að haft sé frumkvæði
að því að nálgast jaðarsetta hópa,
svo sem aldraða. Það er jákvætt ef
Öldungaráð er starfrækt á vegum
borgarinnar en engu að síður er
þörf á embætti sem sinnir virkri
réttindagæslu í þágu eldri borg-
ara. Þannig fá eldri borgarar bæði
sína fulltrúa þegar kemur að
stefnumótun Öldungaráðsins og
framkvæmd í formi hagsmunafull-
trúa.
Hagsmunafulltrúi
aldraðra – taka 2
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Það er rík þörf á að
aldraðir eigi mál-
svara í Reykjavík sem
gætir réttinda þeirra og
hagsmuna og leiðbeinir
þeim um réttindi
þeirra.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er oddviti Flokks fólksins í
borgarstjórn Reykjavíkur.
kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is
Það er virðingarvert að Pavel Bar-
toszek (Mbl. 13.2. 2021) skuli reyna
að verja borgarlínuna fyrir hönd
sinna manna í borgarstjórn Reykja-
víkur. Honum finnst allt upplýst í
160 síðum í frumdragaskýrslunni
sem nýlega kom út. En hann getur
lesið það sem eftir er af skýrslunni
(hún er 300 síður, ekki 160) án þess
að finna annað en rauðan dregil
sem kostar 1.200 krónur á milli-
metra og er alveg óþarfur, 24
metra bláan vagn á dísilrafmagni
sem á ekki að kaupa hvort eð er,
ótal bannaðar vinstribeygjur og
hraðatakmarkanir og bílastíflur.
Borgarstjórn er úti að aka með
sín samgöngumál. Hún vill ekki
byggja mislæg gatnamót, þau eru
of ljót, bara háhýsi við Lækjartorg
sem mörgum finnst enn ljótari. Það
er kolröng samgöngustefna að læsa
sig inni í svona mislægri gatna-
mótaþrjósku, láta svo umferðarsult-
una eiga sig en hleypa strætó í
gegn. Að byggja rándýra borgar-
línu í sérrými fyrir 12% borgarbúa
en láta 88%, og þar með allt at-
vinnulífið, sitja í súpunni gengur
ekki upp.
Jónas Elíasson
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Mislæg gatnamótaþrjóska
Samgöngumál Borgarstjórn vill ekki byggja mislæg gatnamót, þau eru of
ljót. Bara háhýsi sem mörgum finnst enn ljótari.
Morgunblaðið greindi
í gær frá því að stjórn
Íslandspósts hefði litið
svo á, samkvæmt drög-
um að fundargerð sem
blaðið hefur undir hönd-
um, að Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráð-
herra hefði fallizt á að
ríkissjóður bætti fyrir-
tækinu alþjónustubyrði
ársins 2020, að fjárhæð
490 milljónir króna. Þetta hefði komið
fram á fundi sem Bjarni og Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra hefðu hald-
ið með þáverandi forstjóra og stjórn-
arformanni Póstsins.
Síðastliðinn föstudag hafði blaðið eft-
ir Þórhildi Ólöfu Helgadóttur, forstjóra
Póstsins, að samtal væri í gangi á milli
fyrirtækisins, samgönguráðuneytisins,
fjármálaráðuneytisins og Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS) um kostnað
vegna alþjónustubyrði. Rifjaði forstjór-
inn sérstaklega upp að Alþingi hefði
ákveðið með nýjum póstlögum að eitt
verð ætti að vera á pakkasendingum
um allt land og verið væri að reikna út
kostnað vegna þess.
Morgunblaðið hefur einnig fjallað
undanfarið um áhrif pakkagjaldskrár
Íslandspósts á rekstur keppinauta
fyrirtækisins, staðbundinna vörudreif-
ingarfyrirtækja víða um land, sem
hafa misst mikil viðskipti eftir að
stjórnendur Póstsins ákváðu að í byrj-
un árs 2020 skyldi verð fyrir pakka-
sendingar um lengri veg lækka niður í
sama verð og gilti um sendingar innan
höfuðborgarsvæðisins. Þannig verð-
leggur Pósturinn þjónustuna undir
kostnaðarverði og kippir rekstrar-
grundvellinum undan pakkaflutn-
ingum keppinauta víða um land. Í
Morgunblaðinu hefur einnig komið
fram að þessi verðlagning á pakka-
sendingum Póstsins hafi veikt stöðu
verzlana á landsbyggðinni gagnvart
netverzlunum á höfuðborgarsvæðinu
vegna þess hversu ódýrt er orðið að fá
vörurnar sendar.
Pakkagjaldskráin er ólögmæt
Þessi mál tengjast náið. Félag at-
vinnurekenda hefur nú í rúmlega heilt
ár vakið athygli á ólögmæti und-
irverðlagningar Íslandspósts á pakka-
sendingum, en hún gengur gegn
skýru ákvæði póstlaga um að verð-
lagning alþjónustu skuli taka mið af
raunkostnaði, að viðbættum hæfileg-
um hagnaði. Það má undrum sæta að
PFS hafi ekki þegar gripið inn í og
stöðvað þessa ólögmætu undir-
verðlagningu Póstsins.
Birgir Jónsson, fyrrverandi for-
stjóri Íslandspósts, sagði í viðtali við
mbl.is í október síðastliðnum að það
hefði verið „pólitísk ákvörðun að ríkið
ætlaði að borga með þessu eina
ákvæði, „eitt land, eitt verð“. Það er
ósköp einfaldlega rangt. Í nefndaráliti
meirihluta umhverfis- og samgöngu-
nefndar, sem lagði til umrætt ákvæði
póstlaganna, kom hvergi fram sá
skilningur að ríkið hygðist niður-
greiða þjónustuna, enda gengi það
gegn öðrum ákvæðum laganna og
samkeppnissjónarmiðum. Þótt Ís-
landspósti beri að hafa eitt verð um
allt land, má það verð ekki vera undir
kostnaði við þjónustuna.
Undirverðlagning er
ekki alþjónustubyrði
Að Póstinum hafi verið lofað 490
milljóna króna framlagi til að standa
undir alþjónustubyrði kemur líka afar
spánskt fyrir sjónir. Áðurnefnt
ákvæði póstlaganna um verðlagningu
alþjónustu á nefnilega að koma í veg
fyrir að fyrirtækið tapi á alþjónust-
unni – verðið á henni á að taka mið af
kostnaðinum og hæfilegum hagnaði.
Tap Póstsins vegna undirverðlagn-
ingar á samkeppnisþjónustu eins og
pakkasendingum getur aldrei talizt til
alþjónustubyrði.
Samkvæmt laganna hljóðan getur
kostnaður vegna alþjónustu átt við um
„tiltekna notendur eða hópa notenda
sem aðeins er hægt að
þjóna með tapi eða með
meiri kostnaði en eðli-
legt getur talist í við-
skiptum, að teknu tilliti
til kostnaðar og tekna af
starfrækslu viðkomandi
þjónustu og viðeigandi
samræmdra gjalda.
Undir þennan flokk falla
notendur og hópar not-
enda sem fengju enga
þjónustu hjá póstrek-
anda sem starfaði á við-
skiptagrundvelli og væri ekki skylt að
veita alþjónustu.“
Þetta á alveg augljóslega ekki við
þegar stjórnendur Póstsins ákveða
upp á sitt einsdæmi að undirverð-
leggja þjónustu á virkum markaðs-
svæðum, þar sem samkeppni hefur
ríkt um árabil.
Raunar er mikið vafamál að Póst-
urinn eigi yfirleitt rétt á háum fjár-
hæðum úr vösum skattgreiðenda
vegna alþjónustu. Í árslok 2019 tók
Póst- og fjarskiptastofnun þá óvenju-
legu ákvörðun, að beiðni samgöngu-
ráðuneytisins, að heimila 250 milljóna
króna „varúðarframlag“ til Póstsins
sem „innborgun upp í alþjónustubyrði
á árinu 2020“.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
Póstinn sem út kom síðastliðið sumar
kemur fram að samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðuneytið hafi bent á að
veiting alþjónustu ætti almennt ekki
að vera vandamál fyrir Íslandspóst
þar sem fyrirtækið fái lögum sam-
kvæmt endurgreiddan allan kostnað
sem sannanlega fellur til vegna al-
þjónustunnar. „Ráðuneytið telur því
að fjárhagserfiðleikar Íslandspósts
ohf. séu ekki tilkomnir vegna alþjón-
ustunnar og hefur bent á að óheimilt
sé að nota alþjónustuframlag til að
bæta úr öðrum rekstri fyrirtækisins.
Ráðuneytið hefur jafnframt bent á að
ákvörðun þess um greiðslu var-
úðarframlags til Íslandspósts hafi
verið tekin vegna erfiðrar fjárhags-
stöðu fyrirtækisins,“ segir í skýrslu
Ríkisendurskoðunar.
Loforð á hvaða forsendum?
Fréttir af fundahöldum forsvars-
manna Póstsins með fjármála- og for-
sætisráðherra og „samtali“ á milli
tveggja ráðuneyta, Póstsins og PFS,
vekja óneitanlega upp spurningar um
hvort rétt hafi verið að málum staðið.
Fjármögnun alþjónustubyrði Íslands-
pósts er ekki pólitískt úrlausnarefni.
PFS á að heita sjálfstæð eftirlits-
stofnun og á að reikna framlagið út
samkvæmt lögum og reglum.
Svo mikið er víst að ef kostnaður Ís-
landspósts af hinni ólögmætu pakka-
gjaldskrá verður greiddur úr ríkis-
sjóði, eru skattgreiðendur að
fjármagna skaðlega undirverðlagn-
ingu, sem stórskaðar samkeppni á
markaði fyrir pakkadreifingu. Sú
spurning vaknar óneitanlega hvort
ráðherrarnir sem nefndir eru til sögu
hafi látið stjórnarmenn Íslandspósts
plata sig til að lofa greiðslum úr rík-
issjóði sem enginn grundvöllur er fyrir.
Til að fá svar við þeirri spurningu
er nauðsynlegt að birta opinberlega
þá útreikninga, sem Pósturinn leggur
fram til stjórnvalda til grundvallar
kröfu sinni um 490 milljónir króna
vegna alþjónustubyrði. Og ráðherr-
arnir mættu líka gjarnan gera hreint
fyrir sínum dyrum og svara því hvort
loforð hafi verið gefin um greiðslur og
þá á hvaða grundvelli.
Plataði Pósturinn
ráðherrana?
Eftir Ólaf
Stephensen
ÓlafurStephensen
»Ef kostnaður Ís-
landspósts af hinni
ólögmætu pakka-
gjaldskrá verður
greiddur úr ríkissjóði,
eru skattgreiðendur að
fjármagna skaðlega
undirverðlagningu.
Höfundur er framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda.