Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
40 ára Pétur er Reyk-
víkingur en býr í Hafn-
arfirði. Hann er BA í
guðfræði frá HÍ og er
samskiptastjóri þjóð-
kirkjunnar.
Maki: Margrét Lilja Vil-
mundardóttir, f. 1985,
verðandi prestur Fríkirkjunnar í Hafnar-
firði.
Börn: Hörður Markús, f. 2012, Sigrún
Ísabella, f. 2013, og Úa María, f. 2018.
Pétur á einnig örlítið í Flóka Hrafni
Markan, f. 2002.
Foreldrar: Hörður Markan, f. 1945, d.
1999, pípulagningamaður og Ísabella
Friðgeirsdóttir, f. 1956, leikskólaliði á
Sólborg á Ísafirði.
Pétur Georg
Markan
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ýmsir erfiðleikar eru fram undan ef
þú ekki tekst á við vandamálin hér og nú.
Þú færð undarleg skilaboð frá vini. Hugs-
aðu áður en þú framkvæmir.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú finnur hugsanlega til óþolinmæði í
dag. Notaðu kraftinn sem í þér býr til að
efla fólkið í kringum þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Einhver ótti steðjar að þér í sam-
bandi við það að þú náir ekki takmarki
þínu. Mundu að áhyggjur breyta engu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er viturlegt að gera framtíðar-
áætlanir og hafa þær sem raunsæjastar.
Nú er komið að þér að leita eftir greiða hjá
vini, sem þú hefur oft hjálpað.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er nauðsynlegt að eyða tíma með
ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálf-
um sér. Mundu hvar þinn raunverulegi fjár-
sjóður er falinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert á miklum þeytingi í dag og
getur ekki treyst á skammtímaminnið að
halda öllu til haga. Opnaðu fyrir þann
möguleika að leyfa öðrum að segja sína
hlið á málunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert samúðarfull/ur, það er eitt sem
víst er. Vertu í startholunum ef einhver bið-
ur þig um aðstoð. Þú átt ekki eftir að sjá
eftir því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ástalífið einkennist ekki bein-
línis af samlyndi þessa dagana, en þú ert
að reyna að gera þitt besta. Vertu þakk-
látur fyrir hæfileika þína.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það eru ýmis mál sem þú þarft
að fá á hreint til þess að eiga möguleika á
því að ná takmarki þínu. Hálfnað er verk þá
hafið er.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Allt getur gerst þegar góðir vinir
gera sér glaðan dag. Það hriktir í stoðum
ástarsambands, mundu að fyrirgefning er
nauðsynleg.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu þér ekki bregða þótt aðrir
kunni ekki að meta frumleika þinn og nýj-
ungagirni. Ræddu við þér eldri þegar þú
íhugar framkvæmdir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Góðlátlegt grín er í lagi, en gættu
þess samt að særa ekki. Öllu gamni fylgir
einhver alvara.
spenntur að fá að leggjast á árar með
starfsfólki að gera þetta að veruleika
með hagsmuni samfélagsins að
leiðarljósi.
Mér hefur liðið mjög vel í heil-
brigðisþjónustunni. Það er mjög gef-
andi, bæði á Hrafnistu og Reykja-
lundi, að fá tækifæri til að vinna með
frábæru samstarfsfólki við að aðstoða
þessa fjármuni með eins markvissum
hætti og mögulegt er, með það að
leiðarljósi að hámarka þjónustu og
gæði. Mín skoðun er sú að endur-
hæfing og forvarnir séu vannýttur
þáttur í því sambandi og við getum
gert töluvert betur. Það eru mörg
tækifæri og möguleikar í stöðunni í
framtíðarsýn Reykjalundar og ég er
P
étur Magnússon fæddist
16. febrúar 1971 á Land-
spítalanum í Reykjavík
en ólst upp frá fæðingu á
Akranesi. „Í minning-
unni var maður í fótbolta meira og
minna allan daginn. Yfirleitt á Stóra-
túni en líka víða annars staðar. Það
var mjög skemmtilegur tími,“ en
Pétur lék í marki Skagamanna upp
yngri flokkana.
Pétur er í árgangi ’71 á Skaganum
sem er mjög samrýndur og stóð með-
al annars fyrir þorrablóti Skaga-
manna í 10 ár þar sem allur ágóði fór
til íþrótta- og góðgerðafélaga á Akra-
nesi. „Hópurinn hefur í tæp 15 ár líka
staðið fyrir brekkusöng Írskra daga,
sem er bæjarhátíðin á Akranesi.
Brekkusöngurinn er gríðarlega fjöl-
mennur viðburður en tæplega 5.000
manns mættu sumarið 2019 þegar
hann var síðast haldinn í mikilli
veðurblíðu.“
Pétur gekk í grunnskóla á Akra-
nesi og lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
1991. Hann varð lyfjafræðingur frá
Háskóla Íslands 1998 og lauk MBA-
gráðu frá Háskólanum í Reykjavík
með áherslu á mannauðsstjórnun
2004.
Pétur hefur mikla reynslu af
stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjón-
ustu, en hann starfar nú sem forstjóri
Reykjalundar. Þangað var hann ráð-
inn á síðasta ári eftir að hafa stýrt
Hrafnistuheimilunum í rúm 12 ár. „Á
starfstímanum á Hrafnistu naut ég
þess að vinna með skemmtilegu og
metnaðarfullu samstarfsfólki þar sem
Hrafnistuheimilin, sem nú eru átta
talsins, hafa verið fararbroddi í öldr-
unarþjónustu á landsvísu.“
Reykjalundur er stærsta endur-
hæfingarstofnun landsins og þjónar
öllu landinu. „Þrátt fyrir að flestir
telji heilbrigðisþjónustu einn af horn-
steinum samfélagsins er ljóst að fjár-
munir í heilbrigðismálum eru og
munu verða takmarkaðir. Vegna
þessa er mjög mikilvægt að nota
einstaklinga við að auka lífsgæði sín.“
Pétur hefur alla tíð verið virkur í
félagsmálum og setið í ýmsum nefnd-
um og ráðum tengdum heilbrigðis-
málum. Hann var m.a. formaður
Öldrunarráðs Íslands 2010-2016, for-
maður 100 ára afmælisnefndar Vífils-
staðaspítala og varaformaður Sam-
taka fyrirtækja í velferðarþjónustu
2008-2016 og formaður þeirra 2016-
2020. Auk þess var hann formaður
knattspyrnudeildar Aftureldingar í
nokkur ár, er nú forseti rótarý-
klúbbsins Reykjavík Miðborg og hef-
ur verið gjaldkeri í stjórn Ferða-
félags Íslands frá árinu 2017. Hann
hefur verið fararstjóri hjá Ferða-
félaginu í 15 ár.
Fyrir utan að rækta fjölskyldu og
vini eru helstu áhugamál Péturs
ferðalög, útivist og gönguferðir um
landið. „Laugavegurinn er uppá-
haldssvæðið en þar var ég til dæmis
fararstjóri 10 sumur í röð. Við Inga
konan mín erum saman í þessu
áhugamáli og það er mikilvægt. Við
höfum ferðast mikið um landið og
gengið síðustu 20 ár – bæði sjálf en
einnig í skemmtilegum ferða- og
gönguhópum. Við vorum í fyrra í
Landvættaverkefninu hjá ferðafélag-
inu þar sem ég kláraði allar greinar
en Inga náði því ekki vegna meiðsla.
Þess vegna ætlum við okkur að vera í
þessu aftur og klára þetta nú í sumar
saman,“ en til að geta orðið Land-
vættur þarf að klára fjórar mismun-
andi íþróttagreinar í öllum lands-
fjórðungum; skíðagöngu, fjalla-
hjólreiðar, utanvegahlaup og
Pétur Magnússon, lyfjafræðingur og forstjóri Reykjalundar – 50 ára
Fjölskyldan Pétur og Inga ásamt börnum og tengdadóttur.
Það er gefandi að fá að
taka þátt í að bæta líf fólks
Á Elbrus Inga og Pétur að klífa hæsta tind Evrópu, sumarið 2018.
Afmælisbarnið Brugðið á leik.
Tryggvi Sigurðsson á afmæli í dag. Hann fæddist í Reykjavík 16.
febrúar 1931. Hann ólst upp á Nönnugötunni til 9 ára aldurs, en
síðan þá hefur hann búið í Vestmannaeyjum. Tryggvi vann sem
vélstjóri í Ísfélagi Vestmannaeyja í yfir 50 ár. Frá 1958 og fram að
eldgosinu í Vestmannaeyjum bjó Tryggvi og fjölskylda í Grænuhlíð
3 sem fór undir hraun í mars 1973. Tryggvi byggði það hús sjálfur
og hefur það þess vegna verið honum ofarlega í huga síðan. Hann
keypti Birkihlíð 11 haustið 1973 og býr þar enn.
Eiginkona Tryggva var Sigríður Ólafsdóttur frá Gíslholti, f. 1931, hún lést 2018.
Börn þeirra eru Ólafur Kristinn, f. 1951, Hallgrímur, f. 1952, Sigurður Hjálmar, f.
1956, d. 2004, Klara, f. 1961 og Kristný Sigurbjörg, f. 1966. Foreldrar Tryggva
voru Sigurður Hjálmarsson, f. 1900, d. 1981, og Klara Tryggvadóttir, f. 1906, d.
1997.
Árnað heilla
90 ára
30 ára Sigríður er frá
Höfn í Hornafirði en
býr í Kópavogi. Hún er
BS í lífeindafræði og
MS í lyfjavísindum,
hvort tveggja frá Há-
skóla Íslands, og er
doktorsnemi í lyfjavís-
indum við lyfjafræðideild HÍ.
Maki: Bjarki Jóhannsson, f. 1989, for-
ritari hjá Marel.
Börn: Eitt á leiðinni.
Hálfbróðir: Jón Þór Ólafsson, f. 1983.
Foreldrar: Sigurbjörg Árnadóttir, f. 1955,
þroskaþjálfi, búsett í Reykjavík, og Ólafur
Ágúst Gunnlaugsson, f. 1956, smiður í
Kristiansand í Noregi.
Sigríður
Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
FASTEIGNIR
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Efnistökin er t.d þessi:
• Hvernig er fasteigna-
markaðurinn að
þróast?
• Viðtöl við fólk sem
elskar að flytja.
• Hvernig gerir þú
heimili tilbúið fyrir
fasteignamyndatöku?
• Viðtöl við
fasteignasala.
• Innlit á heillandi
heimili.
• Góðar hugmyndir
fyrir lítil rými.
Pöntun auglýsinga:
Sigrún Sigurðurdóttir
569 1378
sigruns@mbl.is
Bylgja Sigþórsdóttir
569 1148
bylgja@mbl.is
KEMUR ÚT
26.
feb