Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
„HJÓNABANDI FYLGIR VERKASKIPTING.
ÉG BORÐA MATINN SEM ÞÚ ELDAR SVO ÞÚ
ÁTT AÐ SJÁ UM UPPVASKIÐ.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að elska að ferðast
saman á mótorhjólinu.
SEKUR OG
SÆTUR!
MYNDI ÞAÐ DREPA ÞIG AÐ
FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ?
SVARIÐ ER JÁ!
„HVERS VEGNA ÞURFUM VIÐ ÖRK?
ÉG HÉLT AÐ ÞÚ TRYÐIR EKKI Á
LOFTSLAGSBREYTINGAR.”
vatnasund á 12 mánaða tímabili.
Pétur og Inga hafa líka gengið er-
lendis, til dæmis árið 2018 gengu þau
á Elbrus í Rússlandi, sem er hæsta
fjall Evrópu, og komu við á HM þar
sem þau sáu leik Íslands og Argent-
ínu. Árið 2019 fóru þau í Simien-
þjóðgarðinn í Eþíópíu þar sem þau
gengu í 10 daga á mjög afskekktu há-
fjallasvæði, meðal annars á hæsta
tind Eþíópíu.
Fjölskylda
Eiginkona Péturs er Ingibjörg
Eydís Ingimarsdóttir, f. 30.8. 1973,
hjúkrunarfræðingur og markþjálfi og
starfar sem verkefnastjóri hjá Þraut
ehf. – miðstöð vefjagigtar og tengdra
sjúkdóma. Fjölskyldan hefur búið í
Mosfellsbæ frá árinu 1999. Foreldrar
Ingu eru hjónin Ingimar Einarsson,
5.8. 1935, búfræðingur og bifvéla-
virki, starfaði lengst á nautastöð
Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri,
nú búsettur á Flúðum, og Anna
Kristinsdóttir, f. 31.5. 1942, 11.10.
2012, matráður við Andakílsskóla á
Hvanneyri.
Börn Péturs og Ingu eru: 1) Ágúst
Logi, f. 24.6. 1996, meistaranemi í
tölvunarfræði við HÍ. Unnusta hans
er Lena Rós Þórarinsdóttir, f. 20.4.
1992, starfsmaður í aðhlynningu og
félagsliðanemi; 2) Magnús Árni, f.
25.1. 2003, nemandi í Kvennaskól-
anum í Reykjavík; 3) Svandís Erla, f.
8.3. 2011, nemandi í Krikaskóla.
Foreldrar Péturs: Hjónin Magnús
Oddsson, f. 17.11. 1935, d. 11.4. 2017,
rafveitustjóri, bæjarstjóri og veitu-
stjóri á Akranesi, og Svandís Péturs-
dóttir, f. 1.2. 1941, fv. sérkennari í
Brekkubæjarskóla á Akranesi.
Svandís er búsett á Akranesi.
Pétur
Magnússon
Sigríður Árnadóttir
húsfreyja í Tungufelli
Jón Árnason
bóndi í Tungufelli í
Hrunamannahreppi
Helga Jónsdóttir
húsfreyja og saumakona í Reykjavík
Pétur Ágúst Árnason
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Svandís Pétursdóttir
sérkennari á Akranesi
Sigríður Pétursdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Árni Hannesson
skipstjóri í Reykjavík
Kristjana Símonía Pétursdóttir
húsfreyja á Vöðlum og í Reykjavík
Oddur Kristjánsson
bóndi á Vöðlum í Dýrafirði, síðar
starfsm. Rafmagnsv. Rvíkur
Guðný Maren Oddsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Oddur Erik Ólafsson
verkstjóri hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur
Guðrún Birgitta Gísladóttir
húsfreyja á Staðarhóli
í Saurbæ í Dalasýslu
Sr. Ólafur Ólafsson
prestur á Staðarhóli og prófastur í Dalaprófastsdæmi
Úr frændgarði Péturs Magnússonar
Magnús Oddsson
rafveitustjóri, bæjarstjóri og
veitustjóri á Akranesi
Helgi R. Einarsson skrifar á vef-inn og spyr: „Er Samfylking
réttnefni?“
Er pólitík orðin undur,
einskonar lýðræðisglundur?
Bresta nú böndin
er brúka menn vöndinn
og sam- virðist merkja sundur!
Spurning hvort heimóttir spilla,
splundra og orsaka kvilla.
Vitlaust er valið,
vottað og falið,
mér sýnist það samstöðuvilla.
Jónas Frímannsson sendi mér
vísu eftir Böðvar Guðlaugsson og
rifjast upp gamlir tímar:
Leit ég standa lotinn mann
leysa band af tösku
þar að vanda hafði hann
hálfa landaflösku.
Kosningar eru á næsta leiti og
Hólmfríður Bjartmarsdóttir gefur
það ráð, að best sé að kjósa ekki:
Enginn fær atkvæðin mín
sagði Einar bóndi við svín
Þeir bjóða fram bjána
og kellingakjána
en lofa ekki að lækka mitt vín.
Á Boðnarmiði rifjar Indriði á
Skjaldfönn upp stökur eftir Pál
Bergþórsson sem skýra sig sjálfar:
Æstum loga Askja spjó
upp um breiða sprungu.
Hygg ég Egill hafi þó
hættulegri tungu.
Öskjuhraunsins hitaglóð
hverfur eins og gengur.
Ætla ég að Egils ljóð
ylji meir og lengur.
Friðrik Steingrímsson gefur gott
ráð á þessum kórónuveirutímum:
Ef að þrjótum á að ná
sem ekki sóttkví hlíta,
við eftirlitið eflaust má
ökklabandið nýta.
Hagyrðingar yrkja um Trump -
sem von er. Kristján H. Theódórs-
son kveður:
Almenning þótt allan dræpi,
álfarnir mundu sýkna hann.
Ef hendir sér í „harðari“ glæpi,
þeir heiladauðu sinn verja mann.
„Trump sýknaður“ segir Friðrik
Steingrímsson:
Sýknun þessi sauður fær
sífellt þó að orgi,
ég held það væri heldur nær
að hýð’ann úti á torgi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Spurt er um
réttnefni í pólitík