Morgunblaðið - 16.02.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
England
West Ham – Sheffield United ................. 2:0
Chelsea – Newcastle ................................ 2:0
Staðan:
Manch. City 23 16 5 2 46:14 53
Manch. Utd 24 13 7 4 50:31 46
Leicester 24 14 4 6 42:26 46
Chelsea 24 12 6 6 40:24 42
West Ham 24 12 6 6 37:28 42
Liverpool 24 11 7 6 45:32 40
Everton 22 11 4 7 34:30 37
Aston Villa 22 11 3 8 36:24 36
Tottenham 23 10 6 7 36:25 36
Arsenal 24 10 4 10 31:25 34
Leeds 23 10 2 11 40:42 32
Wolves 24 8 6 10 25:32 30
Southampton 23 8 5 10 30:39 29
Crystal Palace 24 8 5 11 27:42 29
Brighton 24 5 11 8 25:30 26
Burnley 23 7 5 11 17:29 26
Newcastle 24 7 4 13 25:40 25
Fulham 23 3 9 11 19:31 18
WBA 24 2 7 15 19:55 13
Sheffield Utd 24 3 2 19 15:40 11
Þýskaland
Bayern München – Bielefeld................... 3:3
Staðan:
Bayern München 21 15 4 2 61:29 49
RB Leipzig 21 13 5 3 37:18 44
Eintr.Frankfurt 21 10 9 2 43:29 39
Wolfsburg 21 10 9 2 32:19 39
Leverkusen 21 10 6 5 39:23 36
Dortmund 21 10 3 8 41:31 33
Mönchengladbach21 8 9 4 37:31 33
Freiburg 21 8 7 6 35:33 31
Union Berlin 21 7 9 5 34:25 30
Stuttgart 21 6 8 7 38:35 26
Werder Bremen 20 5 8 7 24:27 23
Hoffenheim 21 6 5 10 32:39 23
Augsburg 21 6 4 11 21:34 22
Köln 21 5 6 10 20:35 21
Hertha Berlín 21 4 6 11 26:37 18
Arminia Bielefeld 20 5 3 12 18:35 18
Mainz 21 3 5 13 21:42 14
Schalke 21 1 6 14 15:52 9
Spánn
B-deild:
Real Oviedo – Lugo ................................. 2:1
Diego Jóhannesson var ónotaður vara-
maður hjá Real Oviedo.
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Dordrecht ........................... 1:2
Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í
leikmannahóp Jong Ajax.
Excelsior – Roda...................................... 1:3
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior.
Belgía
B-deild:
Westerlo – Lommel ................................. 1:1
Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem vara-
maður hjá Lommel á 71. mínútu.
Rúmenía
CFR Cluj – Voluntari .............................. 0:0
Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahóp Cluj.
Grikkland
Giannina – PAOK .................................... 0:2
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK og lagði upp mark.
Danmörk
FC Köbenhavn – SönderjyskE............... 3:2
Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna-
hóp SönderjyskE.
Olísdeild karla
Valur – Stjarnan ................................... 27:35
ÍBV – KA............................................... 28:29
FH – Haukar ........................................ 29:29
Staðan:
Haukar 8 6 1 1 233:199 13
Afturelding 9 6 1 2 226:222 13
FH 9 5 2 2 260:235 12
Selfoss 8 5 1 2 216:193 11
Valur 9 5 0 4 261:253 10
KA 8 3 3 2 212:195 9
Stjarnan 9 4 1 4 244:244 9
ÍBV 8 4 1 3 231:220 9
Fram 9 4 1 4 217:221 9
Grótta 9 1 3 5 214:222 5
Þór Ak. 9 2 0 7 204:238 4
ÍR 9 0 0 9 201:277 0
NBA-deildin
Charlotte – San Antonio .................. 110:122
Detroit – New Orleans..................... 123:112
Toronto – Minnesota........................ 112:116
Dallas – Portland.............................. 118:121
Oklahoma – Mailwaukee.................. 114:109
Phoenix – Orlando .............................. 109:90
Denver – LA Lakers ........................ 122:105
LA Clippers – Cleveland ................. 128:111
Sacramento – Memphis ................... 112:124
HANDKNATTLEIKUR
Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – HK......................18
Í KVÖLD!
Knattspyrnumaðurinn Albert Guð-
mundsson var valinn í lið umferð-
arinnar í hollensku úrvalsdeildinni
fyrir frammistöðu sína með AZ
Alkmaar gegn Heerenveen í fyrra-
dag. Albert skoraði þriðja mark
liðsins í 3:1-sigri AZ og var hann
valinn í lið umferðarinnar hjá Voet-
bal International, elsta knatt-
spyrnutímaritinu í Hollandi. Albert
hefur skorað fjögur mörk og lagt
upp þrjú í þrettán byrjunarliðs-
leikjum í hollensku úrvalsdeildinni
á tímabilinu en AZ er í þriðja sæti
deildarinnar með 43 stig.
Í liði vikunnar
í Hollandi
Morgunblaðið/Eggert
Mark Albert var á skotskónum fyrir
AZ Alkmaar um síðustu helgi.
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Dramatíkin var allsráðandi í loka-
leikjum níundu umferðar úrvals-
deildar karla í handknattleik, Ol-
ísdeildarinnar, sem fram fóru í gær.
Stórleikur FH og Hauka í Kapla-
krika stóð undir nafni eins og alltaf
þegar þessi tvö lið mætast í barátt-
unni um Hafnarfjörð, en lokatölur
urðu 29:29 eftir æsispennandi loka-
mínútur.
Mikið jafnræði var með liðunum
allan leikinn og var staðan jöfn í
hálfleik, 15:15. FH-ingar náðu mest
þriggja marka forskoti í síðari hálf-
leik, 20:17, en alltaf komu Haukar til
baka.
„Haukar náðu stigi gegn FH á
útivelli þótt manni hafi ekki fundist
liðið ná sér sérstaklega á strik. Ef til
vill segir það eitthvað um styrk liðs-
ins í vetur. Mörg lið í deildinni geta
unnið Hauka í einum leik en með
þennan leikmannahóp og sig-
ursælan þjálfara verður ekki auð-
velt að vinna Haukana í lengri
rimmum eins og þeim sem fylgja úr-
slitakeppninni.
FH-ingar eru að mér finnst á
ágætri leið og þegar allir eru heilir
er liðið mjög sterkt. Sóknarleikur
liðsins er skiljanlega annar þegar
Egill Magnússon er með enda kem-
ur hann með annars konar ógnun.
En þegar Egils nýtur ekki við finna
Einar Rafn og Ásbjörn Friðriksson
yfirleitt lausnir í sókninni,“ skrifaði
Kristján Jónsson m.a. í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
Dramatík í Eyjum
Þá reyndist Patrekur Stefánsson
hetja Akureyringa þegar KA heim-
sótti ÍBV til Vestmannaeyja en
hann skoraði sigurmark KA þegar
fimm sekúndur voru til leiksloka.
Markið var umdeilt því Eyjamenn
vildu fá dæmdan ruðning á Patrek í
aðdraganda marksins.
Markið fékk hins vegar að standa
og Akureyringar fögnuðu afar dýr-
mætum 29:28-sigri eftir að Eyja-
menn höfðu leitt með einu marki í
hálfleik, 16:15.
„Sóknarleikur Eyjamanna var
hægur á lokakaflanum og virtist erf-
itt fyrir liðið að skapa sér góð færi,
sóknarleikur KA-manna var oftast
hraðari en þeir náðu að keyra hrað-
ann í leiknum vel niður þegar þeir
fengu brottvísanir. Vörn Eyja-
manna er mjög þunnskipuð og
máttu þeir illa við meiðslum Ásgeirs
Snæs Vignissonar og Arnórs Við-
arssonar í leiknum sem þurftu báðir
að sitja meiddir á bekknum í góðan
tíma. Það nýttu KA-menn sér vel og
fengu mörg góð færi, vörn KA-
manna hélst góð út leikinn þrátt fyr-
ir að hafa misst Ólaf Gústafsson af
velli með þrjár tveggja mínútna
brottvísanir,“ skrifaði Guðmundur
Tómas Sigfússon meðal annars í
umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Þá átti Tandri Már Konráðsson
stórleik fyrir Stjörnuna þegar liðið
heimsótti Val í Origo-höllina á Hlíð-
arenda.
Tandri Már skoraði níu mörk í
leiknum sem lauk með átta marka
sigri Garðabæinga, 35:27, en Vals-
menn voru í vandræðum nánast frá
fyrstu mínútu.
Stjarnan leiddi með sex mörkum í
hálfleik, 18:12, og Valsmenn voru
aldrei líklegir til þess að koma til
baka í síðari hálfleik.
Adam Thorstensen átti mjög góð-
an leik í marki Stjörnunnar, varði 13
skot og var með 33% markvörslu.
Magnús Óli Magnússon var
markahæstur Valsmanna með sex
mörk en þetta var fjórða tap Vals á
tímabilinu til þessa í átta leikjum.
Stjarnan var hins vegar að vinna
sinn fjórða leik á tímabilinu og virð-
ist vera að finna taktinn jafnt og
þétt.
Hafnarfjarðar-
slagurinn stóðst
allar væntingar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Átök Agúst Birgisson, FH, og Darri Aronsson, Haukum, eigast við í gær.
Akureyringar sóttu tvö stig til Eyja
Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu
hefst á nýjan leik í kvöld er 16 liða
úrslitin fara af stað með tveimur
leikjum. Leikin er tvöföld umferð, á
heimavelli og að heiman, en þó
verða einhverjir leikir spilaðir á
hlutlausum velli vegna kórónu-
veirufaraldursins. Englandsmeist-
arar Liverpool mæta þýska liðinu
RB Leipzig klukkan átta í kvöld en
leikurinn fer fram í Ungverjalandi, á
Puskas Arena í Búdapest, sökum
þess að Englendingar mega ekki
ferðast til Þýskalands vegna sótt-
varnaráðstafana. Á sama tíma fer
fram leikur stórliða Barcelona frá
Spáni og PSG frá Frakklandi á Ný-
vangi, heimavelli Barcelona.
Liverpool á í vök að verjast heima
fyrir. Meistararnir hafa tapað þrem-
ur leikjum í röð og eru 13 stigum frá
toppnum þegar fimmtán umferðum
er ólokið. Það gæti því vel verið að
Meistaradeildin sé síðasta vígi Jür-
gens Klopps og lærisveina hans,
ætli Liverpool að takast að vinna
stóran titil þriðja árið í röð. Hjá
Leipzig er staðan önnur, liðið hefur
unnið síðustu fjóra leiki sína og er í
spennandi baráttu við Bayern
München um þýska meistaratitilinn.
Fyrir liðinu fer ungi knatt-
spyrnustjórinn Julian Nagelsmann
og hefur liðið vakið verðskuldaða at-
hygli fyrir framgöngu sína í keppn-
inni en Leipzig vann frækinn sigur
gegn Manchester United í riðla-
keppninni til að komast í þetta ein-
vígi.
Spænsku risarnir í Barcelona eiga
harma að hefna í Meistaradeildinni
eftir að hafa verið hent úr keppni
gegn Bayern í fjórðungsúrslitunum
á síðustu leiktíð, 8:2. Frönsku meist-
ararnir eru þó í svipaðri stöðu, enda
fóru þeir alla leið í úrslit í sumar en
lutu þar í lægra haldi gegn einmitt
Evrópumeisturum Bayern.
Annað kvöld mætast portúgölsku
meistararnir í Porto og ítölsku
meistararnir í Juventus og á sama
tíma fer fram leikur Sevilla frá
Spáni gegn Dortmund frá Þýska-
landi.
Fyrri viðureignum 16-liða úr-
slitanna lýkur svo í næstu viku. La-
zio mætir Evrópumeisturum Bay-
ern München og Atalanta fær Real
Madríd í heimsókn. Þá eru tveir aðr-
ir leikir sem fara fram á hlutlausum
velli.Þjóðverjarnir í Borussia Mönc-
hengladbach mæta Manchester City
en sá leikur verður einnig spilaður í
Búdapest í Ungverjalandi. Þá mætir
Atlético Madríd Chelsea í Rúmeníu.
kristoferk@mbl.is
Meistaradeildin síðasta vígið
Liverpool þarf að bjarga tímabilinu Stórliðin eiga harma að hefna
AFP
Klopp Liverpool þarf á sigri í Meist-
aradeildinni að halda í kvöld.
Alexander Petersson, landsliðs-
maður í handknattleik, leikur vænt-
anlega ekki með Flensburg næstu
vikurnar vegna meiðsla. Alexander
gekk til liðs við Flensburg í janúar
og félagið greindi frá því að Alex-
ander væri á sjúkralistanum vegna
meiðsla í læri. Netmiðillinn Hand-
bolti.is hefur eftir Alexander að sin
hafi rifnað og hann vonist til að
jafna sig á fimm til sex vikum.
Ljóst þykir að Alexander verði
því ekki til taks þegar Ísland á að
mæta Ísrael 11. mars í undankeppni
EM í Ísrael.
Frá keppni í fimm
til sex vikur
AFP
Meiddur Stórskyttan Alexander
meiddist á læri á dögunum.