Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Gefur húðinni kröftugan raka, fallega áferð. SPF 15. *Samkvæmt Smartlandi L I TAÐ DAGKREM ÁRS INS* SÖLUSTAÐIR: GUINOT.IS A ndlitið leynir því ekki þegar við er- um undir álagi, því streitu- viðbragðið kallar fram svipbrigði og breytir starfsemi húðarinnar. Að hvessa brýnnar sendir skilaboð um að aðrir þurfi að vara sig. Sumar konur kannast við þetta eftir að lita á sér augabrúnirnar. Þegar ég er nýbúin að lita þær finn ég hvernig mennirnir á mínu heimili verða flóttalegir og segja í gríni „ekki vera svona grimm“. Að setja í brýnnar endurtekið getur með tím- anum greypt djúpar varanlegar skorur í húðina milli augabrúna, sem lætur okkur líta út fyrir að vera reið þótt við séum kát. En streita sést ekki einungis á svip- brigðum. Hún hefur líka áhrif á húðina fái hún að krauma undir niðri. Aðalstreituhormón líkamans, kortisól, sér um að knýja áfram streitukerfið sem er sá helmingur ósjálfráða taugakerfisins sem hjálp- ar okkur að lifa af þegar hætta sækir að. Kortisól sér engan tilgang í að senda blóðflæði til húðarinnar (húðin er ekki að fara að bjarga þér) og sendir því blóðflæðið frekar til vöðvanna. Þess vegna getur okk- ur orðið kalt á höndum og fótum þegar við erum undir álagi. Bólguviðbragð í streitu Ef þú hefur tilhneigingu til að fá exem, rósroða eða bólur þá getur streita ýtt undir einkennin með því að losa bólguvaldandi efni í ysta húðlaginu. Prólaktín, sem við þekkjum best sem mjólkurhormón, eykst í streitu en það virðist geta örvað fitukirtlana í húðinni ásamt kortisóli. Því meiri virkni fitukirtla, því meiri líkur eru á að bólur spretti fram. En sambandið getur virkað í báðar áttir. Þar sem bólur geta í sjálfu sér valdið streitu er hæglega hægt að lenda í vítahring þar sem bólumyndun versnar vegna álagsins að ganga um með slæmar bólur. Að eldast undir álagi Margir lýsa því að húðin láti á sjá eftir langvarandi álag. Vísbend- ingar eru um að streita geti ýtt undir öldrun húðarinnar með nokkrum hætti. Í streitu fara húð- frumurnar í hálfgert sjokk og það hægist á endurnýjun húðarinnar. Ysta húðlagið getur þynnst og varnarveggur þess veikst þar sem húðfrumurnar losa minna af efnum sem styrkja ysta húðlagið. Það get- ur síðan valdið húðþurrki og gert andlitslínur áberandi. Dýpra í húðinni sjáum við fækk- un á frumunum sem framleiða burðarprótín húðarinnar, kollagen, og þær sem eftir eru verða afkasta- minni. Eitt einkenni þess er að sár gróa hægar. Annað sem við sjáum í streitu er að það myndast meira af sindurefnum sem eru einn aðal- forspárþáttur öldrunar. Og á sama tíma tapast glútaþíon sem er eitt mikilvægasta andoxunarefni húð- arinnar, en andoxunarefni eru mik- ilvæg til að halda sindurefnum í skefjum. Streita hefur síðan óbein áhrif á húðina með því að minnka djúp- svefn, svefnstigið þar sem vaxtar- hormón eru framleidd en þau eru mikilvæg til að gera við og endur- nýja húðina. Mótefnið við streitu Streituviðbragðið er stór hluti af lífinu því án þess værum við líklega ekki hér. Það er þessi langvarandi streita sem tekur toll af húðinni. Til að ná tökum á streitu þarf að þekkja hvað fær hana til að banka upp á, en einnig að koma sér upp mótefni við streitu, sem er slökun. Þá dugar ekki endilega að leggjast í sófann. Þú þarft að virkja hinn hlutann af ósjálfráða taugakerfinu, því streitu- og slökunarkerfin geta ekki bæði verið við völd á sama tíma. Ef þú ert ekki viss hvernig þú virkjar slökunarkerfið, þá er ágætis vísbending að andardráttur og hjartsláttur hægist. Hægt er að ræsa slökunarkerfið með nokkrum leiðum en aðalatriðið er að finna hvað virkar fyrir þig. Er það til dæmis jóga, hugleiðsla, göngutúr eða róandi tónlist? Öndunaræfingar eru öflugar því þær virkja beint að- alslökunartaugina. Því þegar þú slakar á hrökkva húðfrumurnar í gang. Í slökun sendir heilinn skila- boð um að nú sé tími til að end- urnýja sig og hlaða batteríin – fyrir næstu átök. En mundu að líkt og með allt, þá getur það tekið nokkr- ar tilraunir að ná að slaka raun- verulega á. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti sagðist hvíla sig á sunnudögum. Hvað gerir þú til að hvílast og ná slökun? Þegar streita tekur toll af húðinni Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifar um hvaða áhrif streita hefur á húðina. Lára G. Sigurðardóttir | lara@hudin.is Lára G. Sigurðardóttir Þegar mér finnst ég þurfa að hægja á mér legg ég hægri hönd (stundum báðar hendur) yfir hjartastað og tek eftir hvernig mér líður undir lófanum. Finn hvernig brjóst- kassinn lyftist við hvern and- ardrátt, og hvernig ró og friður færist yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.