Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 26
veg toppurinn ef flíkin á sér sögu og ég finn hana í „vintage“-búðum eða verslunum sem selja vandaðan notaðan tímabilsfatnað.“ Harpa Þórunn Péturs- dóttir lögfræðingur „Ég myndi segja að það væru miklar and- stæður í mínum fatastíl, allt frá mikilli klassík yfir í rokkaðan stíl sem mér finnst líka gaman að blanda saman. Með aldrinum hef ég lært að meta gæðin meira og reyni að vanda valið við fatakaup frekar en kaupa fleiri flíkur. Mér finnst líka mjög gaman að vera í einfaldari flíkum og nota aukahluti og skartgripi til að klæða þær upp eða niður.“ Sólveig Þórarinsdóttir eigandi Sóla „Hlutirnir eru afskaplega einfaldir mín meg- in; ég vel þægindi umfram allt. Þess vegna hafa kjólar og pils tekið yfir allt en fatnaðurinn þarf að endurspegla mína innri konu og vera birtingarmynd þess sem mig langar að láta skína dag hvern.“ Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur „Aðalatriðið er að föt séu þægileg, í takt við mann sjálfan og ekki of þröng. Annars er þetta einfalt hjá mér; skyrta, rúllukragapeysa og góður jakki – og þá er ég í góðum gír!“ Helga Ólafs- dóttir fata- hönnuður og framkvæmda- stjóri „Að eiga klassískar flíkur úr fallegum efn- um og blanda þeim með einhverju óvæntu.“ Alma D. Möll- land- læknir „Fötin þegar ég sinni mínu starfi þurfa að vera þægileg, sígild og stílhrein.“ Katrín Jakobs- dóttir for- sætisráð- herra „Fyrir mig skiptir mestu máli að líða vel í því sem ég klæðist sem er nátengt því að líða vel í eigin skinni. Ég fer þá einföldu leið að eiga nóg af svörtum flíkum sem hægt er að nota með litum. Annars hef ég orðið æ minna spennandi í fatavali eftir því sem ég eldist og er þá minna flippuð! Lilja Sigurlína Pálmadóttir hrossabóndi „Að klæða sig snýst um að raða saman formum, lit- um og áferð. Bara eins og í allri listsköpun og hönn- un,“ segir Lilja. Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður „Ég er alltaf samkvæm sjálfri mér í fatavali og hef ekki áhyggjur af því að falla inn í hópinn! Litagleði gerir mikið fyrir mig og mér finnst ótrúlega gaman að setja saman skemmtilegar flíkur í þessa listrænu heild sem fatnaðurinn skapar! Ég elska skemmti- lega fylgihluti, skart, klúta og töskur sem poppa upp heildarútlitið! Það skiptir mig langmestu máli að líða vel í fötunum og hafa gaman af því að dressa mig.“ Guðlaug Ingibjörg Bjarnadóttir sölufulltrúi „Föt eru frá toppi til táar og mikilvægt er að klára „outfittið“ alla leið, ekki bara fara í flottan kjól heldur spila skór, yfirhöfn og fylgihlutir mjög stórt hlutverk í því að fullkomna útlitið.“ Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á Trendnet „Það skiptir mestu máli að fylgja eigin sannfær- ingu og klæða sig í föt sem manni líður vel í frekar en að fylgja alltaf næsta manni eða tísku- straumum. Það er hægt að fá innblástur úr öllum áttum, ekki bara frá tískupöllum eða af blogg- um eða samfélagsmiðlum. Líka með því að sitja á góðu horni með kaffibolla í hendi og fylgjast með mannlífinu – vel klæddir gamlir karlar geta alveg eins gefið mér innblástur eins og hin mesta Par- ísarskvísa. Með aldrinum læri ég betur á eigin stíl og veit hvaða stefnum og straumum ég vil fylgja. Ég nota flíkur lengi og oft en dressa þær á mismun- andi hátt eftir tilefnum. Fata- val er góð leið til að túlka og skapa persónuleika og því finnst mér fólk eiga að vera óhrætt við að nýta sér það og leggja megináherslu á eigin vellíðan í klæðum.“ Birna Rún Gísla- dóttir viðskipta- fræðingur „Ásetningurinn um að manni líði vel í fötunum sama hvert tilefnið er og ekki er verra ef flíkurnar gleðja augað.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis „Að fötin klæði mig og að ég fíli þau, komi með smá aukaorku inn í daginn eða kvöldið – fórna alveg pínu þægindum fyrir það stöku sinnum!“ Sara Lind Þrúðardóttir framkvæmdastjóri „Það sem skiptir mig mestu máli eru gæði, góð hönnun og efni. Svo finnst mér al- Ljósmynd/Saga Sig Alma D. Möller. Ljósmynd/Egill Aðalsteinsson. Ragna Árnadóttir. Lilja Sigurlína Pálmadóttir. Sólveig Þórarinsdóttir. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson. Birna Rún Gísladóttir. Guðlaug Ingibjörg Bjarnadóttir. Elísabet Gunnarsdóttir Harpa Þórunn Pétursdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Dóra Júlía Agnarsdóttir. Edda Guðrún Andrésdóttir. Helga Ólafsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig Katrín Jakobsdóttir. Sara Lind Þrúðardóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.