Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 38
Tanja Líf notar
Sensai
Mascara 38°.
Tanja Líf not-
ar Fresh
Kiss Cream
frá Skin
Candy.
É g nota mjög lítið á húðina, en ég læt alltafMaskara á mig á morgnanna frá Sensai oghann heitir Sensai Mascara 38°. Best er að hafa
vatnsheldan maskara þegar maður æfir mikið.
Eftir fyrstu æfinguna mína fer ég í sturtu og læt á
mig andlitskrem frá Skin Candy sem heitir Fresh
Kiss Cream.
Vörurnar frá Skin Candy eru skemmtilegar þar
sem þær eru allar unnar úr náttúrulegum og vegan
vinveittum innihaldsefnum.“
Tanja Líf Davíðsdóttir afreks-
íþróttakona í crossfit er með mjög
einfalda en góða förðunarrútínu.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Náttúruleg
innihaldsefni
mikilvæg
Þ
að er ekkert mikilvægara í förðun en góð húð-
umhirða. Ég byrja allaf á Nip+Fab Glycolic
Fix Daily Cleansing Pads til að fjarlæga þurrk
og mýkja yfirborð húðarinnar. Síðan veiti ég
henni djúpan raka með Clarins Plant Gold-
kreminu. Kremið er létt en inniheldur hreina
ilmkjarnaolíu sem veitir húðinni mikinn raka og ljóma og
hentar einstaklega vel undir farða,“ segir Natalie.
Hún er mjög hrifin af Clarins Skin Illusion-farðanum af
því hann er léttur og þunnur og segir Natalie að hann full-
komni húðina. „Farðinn er með miðlungsþekju og mjög
eðlilega áferð og hann fyllir í línur og húðholur. Ég nota
Clarins Face Brush og blanda honum vel í húðina. Áferðin
verður mött en náttúruleg og hentar vel við þessa förðun,“
segir hún.
Til að fela bláma undir augunum og lýsa augnsvæðið not-
aði Natalie Shiseido Synchro Skin-hyljarann sem veitir
góða þekju en er á sama tíma léttur. „Hyljarinn sest ekki í
línur og helst á allan daginn. Til að koma í veg fyrir að húð-
in fari að glansa yfir daginn púðra
ég létt yfir með Shiseido Synchro
Skin Invisible Silk-púðrinu sem
mattar og jafnar húðáferð.
Á kinnarnar notaði ég Clarins
Glow 2 Go-stiftið í litnum 02 Golden
Peach. Önnur hliðin er fallegur
ferskjulitaður kinnalitur en hin er
ljómandi bronzer. Mér finnst lang-
best að taka vöruna á bursta og
þrýsta henni létt í húðina. Bronserinn
nota ég frekar ofarlega á kinnbein til
að gefa húðinni heilbrigðan og sól-
kysstan ljóma.“
Natalie segir að augnförðunin sé alls
ekki flókin og erfið þótt hún líti út fyrir
að vera rándýr.
„Ég byrja á litnum fyrir ofan til hægri
og ramma inn allt augað og leyfi mér að
blanda hann upp á augabrúnabein. Liturinn er mildur og
blandast mjög auðveldlega. Síðan tek ég litinn fyrir neðan
til hægri og þrýsti honum með flötum bursta á augnlokið í
innri og ytri krók en leyfi miðjunni að vera auð. Þetta geri
ég að ofan og neðan. Síðan tek ég deksta litinn og þrýsti
honum á sömu staði en bara rétt í rótina. Að lokum tek ég
sanseraða litinn fyrir ofan til vinstri með fingri og þjappa
honum rétt yfir miðju augnloksins. Ég klára förðunina
með góðum maskara, ég notaði Guerlain mad eyes,“ seg-
ir hún og bætir við:
„Þar sem augun eru í aðalhlutverki í þessari förðun
fannst mér mikilvægt að velja varalit sem tónar vel við
litina án þess að vera of sterkur. Modern Matte Lip-
stick frá Shiseido í lit 505 Peep Show er fullkominn
nude með léttum ferskjubleikum tón. Varaliturinn er
mattur en á sama tíma rakagefandi og auðvitað má
alltaf toppa hann með smá gloss til að fá meiri glans í
varirnar.“
Clarins Glow
2 Go-stiftið
hentar vel
þegar andlit-
ið er skyggt.
mínútna
vorförðun sem
breytir öllu
10
Natalie Kristín Hamzehpour skólastjóri Makeup Studio
Hörpu Kára farðaði Kristjönu Elvu Karlsdóttur með einfaldri
vorförðun sem tók ekki nema tíu mínútur.
Marta María | mm@mbl.is
Plant Gold serumið
frá Clarins veitir húð-
inni mikinn raka.
Það er auðvelt
að skyggja
augnlokið með
þessari augn-
skuggapallettu
frá Clarins.
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
Þú finnur
mjúku kósýf
ötin
í Lín Design
FÖRÐUN
SMARTLAND