Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 2
Hvernig er morgunrútínan þín? „Ég vakna um 7:30 og vek strák- ana mína og kem þeim af stað í skólann. Ég fer svo yfirleitt sjálf upp í CrossFit XY þar sem ég tek æfingu með þjálfurum í stöðinni. Að lokinni æfingu kem ég mér svo á skrifstofuna að vinna.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Síðustu átján mánuði hef ég að öllu jöfnu fylgt 16/8 föstu og því ekki borðað morgunmat en ég blanda mér alltaf Unbroken í vatn. Unbroken er undraefni sem inniheldur amínósýrur, steinefni og vítamín og mér finnst þetta efni nýtast mér mjög vel sem bætiefni og fyrir „reco- very“ milli æf- inga.“ Hvernig æfir þú? „Ég æfi CrossFit 5-7 daga vikunnar. CrossFit er frekar fjölbreytt æf- ingakerfi sem gerir æf- ingarnar mjög breyti- legar. Suma daga er mikið af lyftingum á með- an aðra daga eru þetta hlaup og fimleikaæfingar. Ég æfi yfirleitt á morgnana og stundum bæti ég við æfingu seinni partinn en oftar reyni ég að fara út á fjallahjólið, fjallaskíðin, snjóbrettið eða bara í góðan göngutúr með hundana mína.“ Hver er þinn uppáhaldsheilsustaður? „Það eru ekki margir heilsustaðir eftir á Ís- H vað er góð heilsa? „Góð heilsa skilar sér best að mínu mati með góðu jafnvægi á andlegri, félagslegri og lík- amlegri heilsu þar sem þessir þættir ná að rækta hver annan. Gott líkamlegt form hefur skilað sér til mín í auknum lífsgæðum og ánægju. Ég hreyfi mig til þess að geta leikið mér og notið lífsins í frí- tíma með vinum og fjölskyldu á fjallaskíðum, snjóbretti, hjóli eða öðru sem mig langar að gera. Það nærir mig persónulega og veitir mér ánægju. Það getur aftur á móti verið stutt á milli þess hvort líkamleg heilsumarkmið fólks skili jákvæðum eða neikvæðum áhrifum á and- lega og félagslega heilsu. Sem fyrrverandi af- rekskona í íþróttum og eigandi CrossFit XY þá hef ég oft orðið vitni að því hvernig öfgakennd þyngdar- og/eða árangursmarkmið geta orðið til þess að fólk þróar með sér kvíða og ein- angrar sig félagslega. Sömuleiðis getur tíma- skortur vegna vinnu- og/eða fjölskyldu- aðstæðna orðið til þess að fólk á erfitt með að huga að líkamlegri heilsu og það virðist alltaf enda með að bitna á andlegri heilsu og jafnvel félagslegri þar sem fólki líður illa og á jafnvel erfitt með að hitta aðra.“ Hvernig hugsar þú um heilsuna? „Allt er gott í hófi! Við þurfum að sofa, við þurfum að nærast, við þurfum að hreyfa okkur og við þurfum að hlæja með góðum vinum. Ég reyni að halda sem bestu jafnvægi á þessum þáttum án þess að það fari í einhverjar öfgar. Flesta daga reyni ég að borða hollt en þegar það stendur eitthvað til þá leyfir maður sér að borða góðan mat og fá sér eftirrétt. Sama með svefn og hreyfingu, ég reyni að halda reglu á þessu, en það er nauðsynlegt að gefa sér smá sveigjanleika.“ landi en sem betur fer eigum við marga mjög góða veitinga- staði þar sem er hægt að fá góðan og heilsuríkan mat. Mér finnst gott úrval af léttum réttum á Rok og Duck and Rose. Fyrir grænmetis/ vegan-mat þá eru Zumac og Hosiló mínir uppáhalds. Sem gott millimál verð ég að benda á keto-barina frá Goodgood. Rasberry colla- gen-barinn er mitt uppáhald og svo er ég alltaf með Hleðslu í töskunni.“ Uppáhaldssnjallforrit? „Wodify fyrir CrossFit, WhatsApp fyrir viðskipti, In- stagram/Facebook fyrir vina- samskipti.“ Hvað er „girlpower“ í þínum huga? „Að hafa sjálfstraust til að fylgja eftir þín- um skoðunum, hugmyndum og verkefnum án þess að láta aðra hafa áhrif á þig. Smá svona „I don‘t give a fuck“-viðhorf.“ Hvað geta konur gert til að komast áfram? „Það komast flestir áfram á því að leggja inn vinnu og skara fram úr á sínu sviði. Ég hef eng- ar áhyggjur af því að konur komist ekki áfram á næstu árum. Það eru svo margar flottar og frambærilegar konur að vinna sér inn víðtæka reynslu á mismunandi sviðum innan atvinnu- lífsins, í stjórnmálum, fjölmiðlum og á fleiri stöðum. Á réttum tíma munum við sjá konum fjölga. Ég hef frekar áhyggjur af því að það fari að halla á karlmenn eftir nokkur ár. Við þurfum að tryggja ákveðið jafnvægi því við erum mis- jöfn og það er mín skoðun og reynsla að við er- um sterkari saman.“ Uppáhaldsfatamerki? „Balmain og Saint Laurent í lúxusmerkjum, Selected og Tommy Hilfiger í skrifstofuklæðn- aði, Nike og Lululemon í íþróttafatnaði.“ Hvað er í snyrtibuddunni þinni? „Ég passa að það sé ekkert of mikið því ég týni henni reglulega og þá fer ég í MAC og þær hjálpa mér að velja saman vörur og leggja mér línurnar í förðunarrútínu.“ Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í þínu starfi? „Örugglega eitthvað mjög skemmtilegt!“ Hvað dreymir þig um að eignast? „Ég er glöð með allt sem ég á og óska þess helst að sjá strákana mína stækka og fullorðn- ast og lifa innihaldsríku lífi. Strákarnir mínir skilja hins vegar ekki af hverju mig dreymir ekki um að eignast Teslu. Draumarnir breytast líklega eitthvað með aldrinum.“ Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir fjárfestir. Svanhildur Nanna notar mikið Face- book og Instagram. Balmain er eitt af uppáhalds- merkjunum. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir, stjórnarmaður og eigandi CrossFit XY, borðar yfirleitt ekki morgunmat og reynir að hugsa eins vel um sig og hún getur. Hún segir að „girlpower“ sé að hafa nægt sjálfstraust til að láta drauma sína rætast. Marta María | mm@mbl.is Konur geta gert allt sem þeim sýnist Þessi keto- bar frá Go- od Good er í miklu uppáhaldi. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson F ólk upplifði mikil vonbrigði í liðinni viku þegar í ljós kom að Íslendingar yrðu ekki notaðir sem tilraunadýr í bóluefnaheiminum. Forréttindafólk var farið að sjá sæng sína upp reidda eða réttara sagt sjá sjálft sig fyrir sér sól- bakað og sællegt í suðurhöfum (með risakampavíns- flösku). Hinir, venjulega fólkið í landinu sem hefur kannski misst vinnuna, vonuðu að með bóluefnabingóinu myndu lífs- gæði aukast. Ég skil alveg þessi vonbrigði en minni á að lífið er ekkert búið þótt þetta hafi farið svona. Fólk getur eflst í mótlæti og hefur oft og tíðum gott af því að endurhugsa hlutina til þess að ná fram einhvers konar bestun á eigin tilveru. Ég veit hvernig er að missa vinnuna en það gerðist tvisvar fyrir meira en áratug. Í fyrra skiptið var ég í fæðingarorlofi þegar tímaritið sem ég ritstýrði var selt til samkeppnisaðilans. Fyrirtækið sem ég vann hjá bauð mér reyndar starf sem mér fannst ekki sambærilegt fyrra starfi og þess vegna hafnaði ég því. Stuttu seinna fékk ég reyndar starf en játa alveg að það var ekki draumastarfið. Rúmu ári seinna var ég aftur rekin þegar efnahagslífið fór á hliðina vegna bankahrunsins. Þá var staðan aðeins snúnari vegna þess að það var ekki eins og það væri eitthvað hægt að velja úr draumastörfum. Á þessum tíma stóð fólk í röð fyrir utan Vinnumálastofnun til að sækja um atvinnuleys- isbætur. Það er áfall fyrir fólk sem hefur alla sína ævi unnið mikið og verið jafnvel í aukavinnu og aukaaukavinnu að standa uppi atvinnu- laust. Það er ekki hægt að segja við fólk í þessari stöðu að það eigi bara að standa í lappirnar og láta drauma sína rætast. Það lætur eng- inn drauma sína rætast þegar hann á ekki fyrir mat. Það sem ég lærði hins vegar af því að vera rekin tvisvar er að ég komst að því hvað ég vildi nákvæmlega gera við líf mitt. Ég vildi koma með birtu og yl inn í líf fólks með skemmtilegum fréttum af fólki. Mig langaði að taka viðtöl við fólk með sögu og geta skrifað linnulaust um mín helstu áhugamál. Þannig varð Smartland til og hefur síðan þá bara vaxið og dafnað. Frá því Smartland fór í loftið hef ég staðið og fallið með því sem ég geri á hverjum degi. Það er mjög langt frá því að hafa alltaf verið auð- velt en ég hef gert það því ég hef ástríðu fyrir vinnunni. Ef mér væri sama um vinnuna þá væri Smartland ekki að halda upp á 10 ára af- mæli sitt í maí. Á þessum tíu árum hef ég oft verið spurð að því hvert sé mitt plan B. Ég hef aldrei getað svarað þeirri spurningu því ég hef aldrei verið með plan B. Ég trúi því að fólk sem er alltaf með plan B sé ekki að vinna af fullri ákefð. Ef við erum alltaf að hugsa um að við gætum verið að sigra heiminn annars staðar þá náum við ekki hámarksárangri í því sem við gerum. Þú þarft að vera ánægð/ur með hlutskipti þitt því þannig getur þú gert bet- ur og vaxið. Svo er ágætt að minna sig á að þakka fyrir það sem við höfum og klappa sér á bakið. Eða eins og Héðinn Unn- steinsson, kaffivinur minn og höfundur bókarinnar Vertu úlfur, segir í Lífsorðunum 14: „Láttu þig langa í það sem þú hefur.“ Láttu þig langa í það sem þú hefur Marta María Jónasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.