Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 47 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun Mix & Match sundföt frá Panache Frábær snið og fjölbreyttar stærðir Vefverslun www.selena.is að þroskast fram yfir tvítugt sem gerir unglinga enn viðkvæmari. Þróunin á Íslandi varðandi minnkandi drykkju unglinga síðastliðin ár er mikið fagnaðarefni. Athyglisvert er að kyn getur skipt máli. Áfengi er til dæmis hættu- legra fyrir konur en karlmenn ekki einungis vegna þess að konur þola oft minna magn vegna stærðar og þyngdar, heldur vegna ens- íms í maga kvenna sem vinnur verr úr áfengi en ensím í maga karla. Auk þess er sannað að ákveðna prósentu brjóstakrabbameina kvenna má rekja beint til áfengisdrykkju. Þá sýna rannsóknir mun meiri áhættu fyrir einstaklinga með at- hyglisbrest og ofvirkni eða mótþróaröskun á að þróa með sér fíkn og vísbendingar eru um að persónueinkenni eins og hvatvísi, nýjunga- girni eða áhættusækni sé algengari hjá einstaklingum með fíkni- sjúkdóma. Enn fremur geta andleg veikindi eins og þunglyndi og kvíða- röskun aukið áhættu á fíkn. Stress er jafnframt almennt talið áhættuþáttur. Auk erfðaþátta hafa umhverfi og félagslegir þættir áhrif á fíkni- hegðun. Það gefur augaleið að sú áhætta er jafnbreytileg og um- hverfi og félagslegir þættir eru. Fjölskyldustaða, fjárhagsstaða, trú- rækni og menntunarstaða er til dæmis allt talið mikilvægir þættir. Umhverfisþættir virðast mikilvægari á unglingsárunum, en síðar vex erfðaþættinum ásmegin. Þegar hinar ýmsu áhættur og mögulegir orsakavaldar eru tekin saman er ljóst að flestir falla einhvern tímann á ævinni inn í einhvern áhættuhópinn. Áhættuþættir í erfðum eða umhverfi auka vissulega líkurnar, en það er enginn óhultur. Það má því segja að kenningar og hin ýmsu fræði megi ekki láta okkur missa sjónar á aðalatriðinu. Það geta allir ánetjast efnum eða hegðun. Fíkn er flókin og alls konar. Stöðug neysla er oftar en ekki vanabindandi og fíkn kemur aftan að fólki. Það velur enginn að ánetjast efnum eða hegðun. Mikilvægt er því að við séum á varðbergi gagnvart fíknisjúkdóm- um, alveg eins og við erum gagnvart til dæmis sumum hjartasjúk- dómum eða sykursýki II sem enginn velur að veikjast af en eru taldir vera lífsstílssjúkdómar. Af ofangreindu má sjá að fordómar eiga ekki rétt á sér ekki frekar en ef um aðra sjúkdóma væri að ræða. Sýnum umburðarlyndi og samkennd. Að endingu má nefna að til þess að bregðast við vandanum væri æskilegt að skima fyrir neikvæðu neyslumynstri, til dæmis með stuttum inngripum hjá heilbrigðisstarfsfólki með það fyrir augum að grípa fyrr inn í. Eins þurfa að vera í boði fjölbreytt og einstaklings- miðuð meðferðarúrræði.“ Rannveig Borg Sigurðardóttir er starf- andi lögfræðingur í Sviss, áhugamann- eskja um heilbrigt líferni og nemi í al- þjóðlegri fíknifræði við King’s College.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.