Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
OPIÐ
fyrir umsóknir
Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á
Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.
Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hug-
mynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi
er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar.
Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku,
ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“
fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
Háskólanám erlendis
á sviði skapandi greina
Nám erlendis
opnar þér nýjan
heim, að heiman.
hlíð ásamt Evu Dís ráðgjafa hjá Stígamótum
og nú síðast verið með námskeið á netinu
með Ragnhildi Birnu fjölskylduráðgjafa með
meiru sem var vel heppnuð frumraun og
kallar á framhald að hennar sögn.
Hún er þó á því að lífið sé allaf stærsti
kennarinn.
„Í vetur prófaði ég í fyrsta sinn að vera
með námskeið á netinu sem gekk mun betur
en ég hefði getað ímyndað mér, vinnan fór
mun dýpra en mig hefði getað órað fyrir.
Áður hef ég verið í samstarfi við Bjarkar-
hlíð og boðið upp á námskeið þar með góð-
um árangri en einnig opin námskeið.
Þ
eir sem hafa verið í eitruðum
samskiptum þekkja það af eig-
in raun hvernig slíkt getur haft
áhrif á heilsuna.
Kolbrún Karlsdóttir er á því
að umhyggjurík samskipti eða
Non Violent Communication
(NVC) geti bjargað manns-
lífum, en hugmyndafræðinni kynntist hún árið
2013.
„Ég var búin að ganga á ótal veggi, fara í
kulnun og endurhæfingu vegna þess að gamlir
draugar voru að stjórna hvernig sjálfstýringin
mín virkaði. Ég rambaði inn í tólfsporasamtök
þegar engin leið virtist lengur fær. Þaðan var
ég síðan leidd inn á þessa hugmyndafræði.
Ég sökkti mér algerlega í að læra þetta, fann
að lífið fékk svo mikið meiri dýpt. Ég fór á löng
námskeið í fjölmörgum löndum og varði sem
dæmi hálfu ári í Afríku að miðla og læra, sem
var mjög lærdómsríkt.“
Hún er í viðurkenningaferli til þjálfararétt-
inda í faginu í dag og hefur farið á fjölmörg
námskeið víða um heiminn því tengt.
„Við fórum til Úganda í lok árs 2016 til að
kynna NVC í litlu frumkvöðlasamfélagi en einn-
ig í sendiráði Íslands í Kampala við góðar
undirtektir.
Þá lá leiðin til Cape Town þar sem ég hélt ut-
an um námskeið fyrir starfsfólk heilsuhælis í
þrjá mánuði.“
Hefur skipulagt námskeið í Bjarkarhlíð
Hér heima hefur hún skipulagt námskeið með
erlendum þjálfurum, haldið námskeið í Bjarkar-
Það hafa líka komið til mín einstaklingar í
ráðgjöf. Nú er ég einnig að skipuleggja viku-
langt ferðalag fyrir íslenskar konur í lok maí
með dásamlegum konum sem búa í Rínar-
dalnum. Við ætlum að eiga gæðastundir með
fræðslu og sjálfstyrkingu í undurfögru um-
hverfi þegar vorið er komið í dalinn, en fyrst
og fremst að njóta þess að vera og vaxa sam-
an.“
Að velja skilning fremur en átök
Hvernig eru Umhyggjurík samskipti skil-
greind?
„Stutt skilgreining er að leitast við að
tengja fremur en að fara í mótstöðu þar sem
valið er samkennd fremur en sundrung og
skilning fremur en átök.
Grunnurinn er meðvitund um sammann-
legar þarfir okkar sem við erum alltaf að upp-
fylla með mismunandi afleiðingum
og læra markvissar aðferðir til að
uppfylla þær.“
Kolbrún segir magnað að sjá fólk
breytast með breyttum leiðum í
samskiptum.
„Það er magnað að horfa á ein-
stakling sem er fastur í mynstr-
unum sínum rétta úr sér og tala um
sjálfan sig í fyrstu persónu í ferl-
inu. Þá fer einstaklingurinn að
skína. Að fá að vera með í þannig
ferli er stærsta gjöfin.“
Kolbrún segir grunninn að því að vera til
staðar fyrir annað fólk að vera vel nærður
sjálfur. Þá myndist orka til að gefa eitthvað
áfram.
Samstarfsfélagar stundum
með byssur undir sætum sínum
Kolbrúnu dreymir um að fara með að-
ferðafræði umhyggjusamra samskipta inn í
skólana.
„Ég hef trú á að valdefling og tenging geti
breytt ástandinu í skólunum verulega. Þessa
dagana er ég að vinna í að koma námsefni á
íslensku í þannig form að það sé aðgengilegt
fyrir alla aldurshópa.
Þetta er svo einfalt, þótt það sé flókið að
skipta út hugarfarinu. Ég líki þessu við að
læra nýtt tungumál.
Ég hef þá trú að með því að innleiða þessa
hugmyndafræði í skólana muni einelti minnka
og meiri samkennd skapast.
Umhyggjurík samskipti
geta bjargað mannslífum
Kolbrún Karlsdóttir er talskona um-
hyggjuríkra samskipta. Hún upplifði erfitt
tímabil í lífinu þar sem hún fór að vinna í sér
og samskiptunum sínum. Hana dreymir nú
um að koma umhyggjuríkjum samskiptum
inn í skólakerfið á Íslandi.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Kolbrún Karlsdóttir hefur ferðast víða um heiminn að mennta sig í umhyggjuríkum samskiptum.
Ég var búin að
ganga á ótal veggi,
fara í kulnun og
endurhæfingu
vegna þess að gaml-
ir draugar voru að
stjórna hvernig
sjálfstýringin mín
virkaði.