Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 32
P rofhilo er ein af þeim nýju skemmtilegu húðmeðferðum sem við bjóðum á Húðlæknastöð- inni. Meðferðin er búin að vera á markaðnum er- lendis frá árinu 2015, nýtur sívaxandi vinsælda og hefur unnið til fjölda verðlauna. Profhilo-efnið sjálft er hrein hýalúrónsýra sem örvar nýmynd- un kollagens og elastíns í húð- inni og gefur þannig frísklegra útlit og stinnir húðina. Með- ferðin er líka mjög rakagef- andi fyrir húðina og þar af leiðandi fær húðin þennan eftirsótta og heilbrigða ljóma. Efninu er sprautað undir húðina og þar dreifir það sér vel. Þó svo að Profhilo sé hýalúrónsýra eins og fylliefnin sem við notum mest í dag er Profhilo alveg fljótandi og gefur þar af leiðandi enga fyllingu eins og fylliefnin aftur á móti gera. Meðferðin breytir því ekki andlitsdráttum eða útliti á nokkurn hátt sem margir geta verið svolítið hræddir við. Hægt er að meðhöndla nánast hvaða svæði sem er með Profhilo, andlit, háls, bringu og handarbök svo eitthvað sé nefnt,“ segir Arna Björk. Aðspurð fyrir hverja meðferðin er segir hún að þetta sé meðferð fyrir þá sem vilja stinnari húð. „Meðferðin hentar nánast öllum og er algjörlega bæði fyrir konur og karla. Þetta er frábær meðferð fyrir alla þá sem finnst húðin vera farin að slappast og vilja ferskara útlit. Meðferðin er tilvalin með öðrum meðferðum, til dæmis lasermeðferðum, medical peel, PRX-T33 peel og örnálameð- ferð. Til að ná sem bestum árangri mælum við með tveimur meðferðum með fjögurra vikna millibili. Meðferðin sjálf tekur um það bil 30 mínútur og oftast tekur ekki langan tíma að jafna sig. Fyrst á eftir getur fólk búist við smá roða og bólgum í húðinni á stungustöðunum en það jafnar sig yfirleitt á nokkrum klukkutímum.“ Profhilo betra en toxín? „Þetta eru í raun tvær alveg ólíkar meðferðir. Toxíni er sprautað á ákveðin svæði og hefur þar staðbundin vöðvaslak- andi áhrif. Vinsæl svæði til að meðhöndla með toxíni eru til dæmis milli augabrúnanna og enni. Galdurinn við meðferð með toxínum er að nota alls ekki of mikið af efninu því flest viljum við halda andlitshreyfingunum upp að vissu marki og ekki vera alveg svipbrigðalaus. Profhilo-meðferðin og meðferð með toxínum vinna mjög vel saman,“ segir hún. Hvað yngist fólk um mörg ár eftir Profhilo-meðferð? „Eins og með allar aðrar meðferðir er árangurinn einstak- lingsbundinn. Þar sem Profhilo-meðferð er ekki að breyta út- liti eins og til dæmis fylliefnameðferðir og meðferð með tox- ínum gera er árangurinn kannski ekki eins sýnilegur öðrum. Húðin verður samt öll þéttari og áferðarfallegri. Hún fær meiri raka og ljóma og verður því oft eins og við munum hana þegar við vorum yngri. Fjarlægir meðferðin bauga? Þó að Profhilo-meðferðin sé frábær og hafi ýmiskonar góð áhrif á húðina er meðferðin ekki sérstaklega hugsuð fyrir augnsvæðið. Meðferðin hefur því ekki bein áhrif á bauga, til þess eru til aðrar og betri meðferðir.“ Myndir þú segja að þessi meðferð virkaði eins og fótósjopp? „Að vissu leyti má segja að meðferðin sé svolítið eins og fótósjopp því allar misfellur eins og til dæmis svitaholur verða minna áberandi og húðin fær fallegan ljóma sem við sækjumst eftir. Einnig verður áferð húðarinnar fallegri og fínar línur ekki eins sýnilegar.“ Hvað er PRX-T33 peel? „PRX-T33 er ný kynslóð af TCA-sýrum (trichloroacetic acid). Meðferðin örvar frumur húðarinnar til að endurnýja sig án þess að nokkur skaði verði á yfirhúðinni. Þetta þýðir að það verður lítill sem enginn roði eða flögnun í húðinni eftir með- ferðina. Meðferðin er frábær fyrir þá sem vilja fá betri áferð á húð- ina og fyrirbyggja öldrun. Meðferðin vinnur líka á ýmsum húðvandamálum, til dæmis litabreytingum, örum, svitaholum og sliti. TCA-sýrur hafa verið notaðar í mörg ár til að vinna gegn öldrun húðarinnar og bæta áferð hennar. Gallinn við TCA- sýrurnar er þó sá að þær eru ertandi fyrir húðina og því getur tekið langan tíma að jafna sig eftir slíka meðferð. PRX-T33- meðferðin er sérstaklega hönnuð þannig að hún eigi ekki að erta húðina. Búið er að blanda saman TCA-sýru, vetnisperox- íði (H2O2) og Kojic-sýru á sérstakan hátt. Maður fær því öll já- kvæðu áhrif TCA-sýrunnar án aukaverkananna. PRX-T33-meðferðin er frábær með öðrum húðmeðferðum, t.d. Profhilo, fylliefnum, toxínum og örnálameðferð.“ Húðmeðferð sem breytir ekki andlitinu Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, segir að Profhilo-með- ferðin njóti vinsælda hjá báðum kynjum en meðferðin stinnir húðina og veitir meiri ljóma án þess að breyta útliti fólks. Marta María | mm@mbl.is Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir á Húðlækna- stöðinni. Hér sést fyrir og eftir meðferðina. Fyrir og eftir. Myndin til hægri sýnir húðina eftir meðferð. 32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 La Belle frá Jean Paul Gaultier er skemmtilegur ilmur fyrir þroskaðar konur sem kunna að meta vanilluilm í bland við bergamot. Ilmurinn kemur í glasi sem minnir á kvenleikann og virði konunnar í hvaða formi sem hún er. Ilmvatnsglasið er búrgúndírautt, skreytt gylltum rósum, og sýnir margbreytileika kynþokkans og minnir á að konan er fædd falleg og alls konar. Ilmurinn er sætur og mildur en einnig dökkur og er grunntónninn íburðarmikill. Olympea Blossom frá Paco Rabanne er smart ilmur fyrir konur á öllum aldri sem þora að láta á sér bera. Olympea Blossom ilmurinn Paco Rabanne er með sæt- um yfirtón en dýpri vanillu- og viðargrunntón sem gerir ilminn fullkominn fyrir þroskuðu unglegu konuna. Ilmurinn er í fallegu glasi sem minnir á áttunda áratug síðustu aldar sem laðar yngri konur að ilminum. Hann er fullkominn fyrir konuna sem elskar dýrar merkjavörur, eða þá sem finnur gull og gersemar í verslunum sem selja tímabilsfatnað sem eftir er tekið. Tímalaus ilmur sem tekið er eftir Fyrir þroskaða konu með meðfætt virði Jean Paul Gaultier La Belle Eau de Parfum er fágaður ilmur fyrir þroskaðar konur sem vita hvað þær vilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.