Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 36
Þ
essi farði býr yfir mörgum góðum
eiginleikum. Hann er mjúkur og end-
ingargóður og er þessi endurbætta
útgáfa með meiri ljóma og örlítið
mýkri en sá fyrri. Hann verndar húð-
ina gegn rakatapi og ver hana gegn
umhverfisáhrifum. Farðinn endist í sólarhring og
er hann þannig uppbyggður að húðin andar í
gegnum hann. Farðinn gefur náttúrulegan ljóma
og áferðin er silkimjúk. Farðinn inniheldur SPF
22 / PA++.
Þessi farði var hannaður í stíl við hinn vinsæla
gullpenna frá YSL en hann hefur verið ein mest
selda vara fyrirtækisins í 25 ár.
Ef það er eitthvað sem skiptir máli þegar kemur að förðun þá er það
að eiga góðan farða. Farðar frá Yves Saint Laurent hafa notið
vinsælda en nú er kominn splunkunýr farði, Touche Éclat.
Marta María | mm@mbl.is
Meiri mýkt
og meiri ljómi
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
La Mer The Hydrating Powder
Foundation
Um er að ræða nýjan kremkenndan púðurfarða með
silkiáferð sem bráðnar við snertingu og fellur vel að
húðlitnum.
Farðinn gefur ferskt og heilbrigt útlit.
Þyngdarlaus áferðin bráðnar inn í húðina og felur
strax alla bletti, minnkar svitaholur og dregur úr fínum
línum og hrukkum. Hann er líka rakagefandi.
Estée Lauder Re-Nutriv Ultra
Um er að ræða frábæran farða sem gefur húðinni
ljóma. Í hverri flösku má finna gljáorku tveggja peridot-steina
sem hjálpar við að efla náttúrulega orku húðarinnar til endurnýj-
unar. Milljónir af örfínum einingum gimsteina skila okkur galla-
lausri, glitrandi fegurð. Öflug Re-Nutriv-formúlan ljær húðinni
mýkri og sveigjanlegri áferð og hún verður jafnari, misfellur og
húðop minnka. Silkikennd áferðin endist lengi og heldur húðinni
ferskri í dagsins önn.
MAC Studio Fix Fluid
Það þarf varla að kynna þennan farða en hann er einn sá vin-
sælasti frá MAC. Formúlan er létt og gefur nátúrulega matta
áferð. Hægt er að byggja formúluna upp í þá þekju sem hver og
einn vill. Formúlan andar vel og stíflar ekki húð-
holur. Gefur húðinni slétt og náttúrulegt útlit.
Guerlain L’essentiel
Þessi farði nærir húðina vel og virkar svolítið eins og
gott rakakrem. Hann inniheldur 97% náttúruleg innihalds-
efni og veitir húðinni náttúrulegan ljóma sem endist lengi eða í allt að 16
klukkutíma. Farðinn gerir húðina matta og gefur henni þessa áferð sem er
svo eftirsóknarverð núna. Áferð farðans minnir helst á eigin húð en hann er
léttur og veitir miðlungsþekju. Húðlit-
urinn verður jafnari með notkun farð-
ans en hann gefur einnig góðan raka.
Hentar vel fyrir húð með rósroða.
Chanel Ultra Le Teint
Þær sem elska púðurfarða eiga eftir
að dýrka þennan frá Chanel. Hann veit-
ir náttúrulegt útlit og mattar andlitið.
Þegar þú ert búin að setja hann á þig
verðurðu svolítið eins og ofurfyrirsætur
níunda áratugarins sem fóru aldrei út úr
húsi nema með matt og seiðandi andlit.
Farðinn blandast vel inn í húðina og er
auðveldur í notkun.
Fimm
fantagóðir
farðar
Ef það er eitthvað sem skiptir máli þegar heildarmyndin er
annars vegar þá er það að velja réttan farða. Hér eru nokkrir
framúrskarandi farðar sem geta breytt tilverunni.
Marta María | mm@mbl.is