Morgunblaðið - 08.03.2021, Page 5
Nú er framtalið þitt opið
til staðfestingar
Auðkenning
Unnt er að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða
veflykli Skattsins. Rafræn skilríki getur þú nálgast í
þínum banka eða hjá Auðkenni. Veflykillinn er gefinn út
af Skattinum og getur þú sótt hann á innskráningarsíðu
þjónustuvefsins, skattur.is.
Framtalsaðstoð
Þurfir þú frekari upplýsingar er hægt að nálgast þær á
heimasíðu og þjónustusíðum Skattsins. Eins er hægt að
hringja í síma 442-1414, mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00
til 15:30, eða senda okkur tölvupóst á framtal@skatturinn.is.
Í framtalsfresti verður hægt að panta símtal á vefsíðu
okkar skatturinn.is og við hringjum í þig!
Skilafrestur
Þann 1. mars nk. opnar fyrir framtalsskil einstaklinga
en skilafrestur er til 12. mars. Ekki er hægt að sækja
um frekari frest. Framtal barns skal fylgja framtali
framfæranda.
Upplýsingar á framtali
Framtalið er aðgengilegt með forskráðum upplýsingum
og því er skilað í gegnum þjónustuvef Skattsins skattur.is
þar sem þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða
veflykli.
Áríðandi er að fara yfir forskráðar upplýsingar og
athuga hvort einhverjar upplýsingar vanti.
framtal@skatturinn.is 442 1414
Skilafrestur er til 12. mars