Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Undanfarið hafa nokkrir íslenskir ráðamenn og al- mennir borgarar lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins í Xinjiang-héraði í Kína, og hafa fréttir verið fluttar af Xinji- ang í fjölmiðlum. Margar af fréttunum og umfjölluninni hafa ekki verið í samræmi við raun- veruleikann og langar mig að nota tækifærið til að leiðrétta ýmsar staðreyndir og vona að það komi að einhverju gagni. 1. Stofnun endurmenntunar- og þjálfunarmiðstöðva er tilrauna- verkefni til að fyrirbyggja og draga úr öfgaskoðunum og hryðjuverkaógn. Frá seinni hluta 9. áratugar síðustu aldar og fram til ársins 2016, mátti almenningur í Xinji- ang þola vaxandi uppgang hryðjuverkaógna og trúarlegra öfgaskoðana, yfirvöld í Xinjiang ákváðu að koma á stofn endur- menntunar- og þjálfunarmið- stöðvum í þeim tilgangi að koma böndum á þessa stigvaxandi þró- un. Í grunninn voru þessar stöðv- ar í engu frábrugðnar sambæri- legum stöðvum í Bandaríkjunum (community corrections), í Bret- landi (DDP, Desistance and Dis- engagement Programme) og mið- stöðvum í Frakklandi sem voru settar á stofn til að draga úr öfgaskoðunum, og voru í fullu samræmi við viðmið og í anda stefnu Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn hryðjuverkaógn. Þessar miðstöðvar voru á engan hátt svokallaðar „fanga- búðir“. Í miðstöðv- unum fór fram kennsla í opinberri kínversku í ræðu og í riti, kynning á gild- andi lögum, kennsla í iðngreinum og til- raun til aföfgavæðingar. Þátttak- endur voru útskrifaðir eftir að ákveðinni færni var náð. Gildandi lögum um mannvirðingu, per- sónufrelsi og trúariðkun var í hvívetna framfylgt. Miðstöðv- arnar voru reknar eins og heima- vistarskólar og nemendur gátu fengið leyfi til að sinna persónu- legum erindum. Nemendur höfðu fullt frelsi og lögbundið leyfi til að sinna sinni trúariðkun í þess- um leyfum. Í lok október 2019 höfðu allir nemendur lokið sínum námskeiðum, fundið sér starf og hafið betra líf. Nú um stundir eru engar endurmenntunar- og þjálf- unarmiðstöðvar starfræktar í Xinjiang-héraði. Það hafa ekki verið neinar ofbeldisfullar hryðjuverkaárásir í héraðinu í meira en fjögur ár í röð, sem sýnir fram á að þessar aðgerðir til að berjast á móti hryðjuverk- um og öfgaskoðunum hafa virkað og skilað góðum árangri. 2. Ásakanir um „þjóðarmorð á Uyghurum í Xinjiang“ eru upp- spuni frá rótum. Áður en fyrrver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Mike Pompeo, lét af störfum, gaf hann út yfirlýsingu þess efnis að Kína hefði framið glæp gegn mannkyninu og framið þjóðarmorð á Uyghur-múslímum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang. Þessar ásakanir eru byggðar á loðnum ósannindum, runnum undan rifjum fræði- mannsins Adrians Zenz, sem hef- ur lengi haft horn í síðu Kína, og ástralskri stefnumótunarstofnun sem hefur verið fjármögnuð af bandarískum stjórnvöldum og vopnasölum. Þessir ótrúverðugu aðilar hafa farið fremstir í flokki þeirra sem hafa stundað raka- lausan rógburð og skrímslavæð- ingu gagnvart Kína. Glæpir gegn mannkyni og þjóðarmorð eru skýrt skilgreind í alþjóðlegum lögum. Atburðir af þessu tagi hafa aldrei gerst, eru ekki að gerast og munu aldrei eiga sér stað í Kína. Þvert á móti hefur fjöldi Uyghura aukist um 25,04% á árunum milli 2010 og 2018, sem er meiri aukning en er meðal annarra íbúa Xinjiang-héraðs, sem var um 13,99% á sama tíma- bili, og meðal Han-Kínverja, þar sem fjölgunin var um 2%. Minni- hlutahóparnir hafa í gegnum tíð- ina ekki þurft að fylgja ströng- ustu reglum varðandi fæðingartíðni, og það er alls eng- in fótur fyrir sögusögnum um „þvingaðar ófrjósemisaðgerðir“ meðal kvenna úr Uyghur- hópnum, lífslíkur íbúa Xinjiang- héraðs hafa síðan farið úr 30 ár- um upp í 72 ár á síðustu sex ára- tugum eða svo. Íbúar Xinjiang njóta núna efnahagslegra fram- fara og þjóðfélagslegs stöð- ugleika og lifa hamingjuríku lífi. Tekist hefur að viðhalda og vernda tungumál, hefðir og siði allra minnihlutahópa í Xinjiang. Á árinu 2019 heimsóttu yfir 200 milljónir ferðamanna Xinjiang. Svæðið hefur boðið sendi- fulltrúum, blaðamönnum og al- menningi frá ýmsum löndum í heimsókn, sem hafa orðið djúpt snortnir af því hve samstaðan, sameiningin og hamingjan er mikil hjá öllum þjóðarbrotum í þessu ægifagra héraði. 3. Það er enginn grundvöllur fyrir ásökunum um svokallaða „þrælkunarvinnu“ í Xinjiang. Þessar sögusagnir eru ættaðar úr ranni áströlsku stefnumót- unarstofnunarinnar. Því að fá- tækur almenningur í suðurhluta Xinjiang kjósi af eigin hvötum að starfa annars staðar innan Kína til að auka tekjur sínar, hefur verið snúið upp í „nauðung- arvinnu“. Það er raunin að verka- menn frá minnihlutahópum í Xinjiang hafa frelsi til að velja sér starf og staðsetningu starfs- ins. Réttur þeirra til að njóta launa fyrir störf sín, hvíldar, af- þreyingar, starfsöryggis, al- mannatrygginga, trúfrelsis og tjáningarfrelsis á eigin þjóðtungu er tryggður með lögum. Ríkis- stjórnin hefur gripið til fjöl- breyttra úrræða til að auka at- vinnu og bæta upplýsingaflæði með því markmiði að auka starfs- ánægju og innkomu allra minni- hlutahópa. Enginn úr hópi verka- manna úr minnihlutahópum er neyddur til að leita vinnu út fyrir sjálfstjórnarhéraðið. Sumir hafa talað af vandlætingu um „þræla- vinnu“ til að draga úr mögu- leikum íbúa Xinjiang til þess lög- bundna réttar sem þeir njóta í þeirri viðleitni að leita að betra lífi fjarri heimahögunum. Það eina sem þessi málflutningur skil- ar er að hrekja Xinjiang aftur til lokunar og afturhalds, en það gengur þvert á vilja íbúa þar. Í grunninn má segja að hin svoköll- uðu málefni Xinjiang snúist ekki um mannréttindi, minnihluta og trúarbrögð, eheldur um baráttu gegn ofbeldi, hryðjuverkum, að- skilnaði og öfgaskoðunum. Gamalt máltæki segir: „Sjón er sögu ríkari“. Ég vona að ykkur auðnist að líta á ástand og at- burði í Xinjiang á grunni stað- reynda, en ekki loðinna gróu- sagna og áróðurs. Þegar COVID-19 faraldrinum lýkur bjóðum við alla íslenska vini okk- ar velkomna í heimsókn til Xinji- ang til að sjá með eigin augum aðstæður í héraðinu og öðlast þar með dýpri skilning á Kína. Nokkrar staðreyndir varðandi hin heitu málefni tengd Xinjiang Eftir Jin Zhijian »Ég vona að ykkur auðnist að líta á ástand og atburði í Xinjiang á grunni stað- reynda, en ekki loðinna gróusagna og áróðurs. Jin Zhijian Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Í dag hefur rofað til í Covid-faraldr- inum. Ísland er á besta stað allra þjóða í baráttunni gegn veirunni. Í verstu hryðjum faraldursins áttu fórnfýsi og elja þeirra sem stóðu í framlínunni stærstan þátt í því að heil- brigðiskerfið hélt velli. Án framlags kvenna í fram- línu, ekki síst sjúkraliða og hjúkr- unarfræðinga, væri Ísland ekki á þeim ákjósanlega stað gagnvart Covid-19 sem raun ber vitni. Þetta er hollt að undirstrika á alþjóð- legum baráttudegi kvenna, 8. mars. Álagið á framlínuna Slítandi álag á framlínufólk birt- ist í þremur lotum faraldursins með margvíslegum hætti. Mann- eklan í heilbrigðisgeiranum olli því að í framlínu þurfi sama fólkið, ekki síst sjúkraliðar og hjúkr- unarfræðingar, að ganga langar vaktir svo vikum skipti. Stöðugur ótti við mögulegt smit var einn af álagsþáttunum. Fólk óttaðist að bera smit inn á heimilið eða smita samstarfsfólk. Óttinn brýst fram í því að mjög margt fólk í framlínu einangrar sig fé- lagslega, og fer í sjálfskipaða sóttkví milli vakta. Fólk sker á tengsl fyrir utan nánustu fjöl- skyldu, og stundum við hana líka. Eftir mánuði, misseri, jafnvel heilt ár, hefur þetta djúp áhrif á líðan fólks í framlínunni. Ekki bætir úr skák að þar sem Covid-19 er bráðsmitandi er óhjá- kvæmilegt að í framlínunni klæðist fólk mjög óþægilegum sóttvarn- arbúningum frá toppi til táar. Fyr- ir utan óþægindin rjúfa sóttvarn- arbúningarnir líka mikilvæg tengsl sem endranær skapast milli sjúklinga og okk- ar sjúkraliða, sem sjá um nærhjúkrun. Kúfurinn og kulnun í starfi Vegna álagsins af völdum Covid-19 var fjölda aðgerða, stórra og smárra auk hvers kyns meðferða, slegið á frest til að skapa rými til að ráða nið- urlögum veirunnar. Þegar Covid-19 er frá þarf kerfið að vinna þann kúf niður. Sú vinna mun að sjálfsögðu mæða á sömu stéttum og voru í framlínu næstum allt síðasta ár. Fyrir þær er lotan því ekki búin. Vinnuálagið heldur áfram, en með öðrum hætti. Margar kvennanna sem mest mæddi á í framlínu eru orðnar mjög þreyttar, sumar út- keyrðar. Þær, eins og kerfið, hafa líka sín þolmörk. Samanlagt hefur því álag á kvennastéttir í framlínu verið mjög mikið. Það hefur ekki einungis ver- ið líkamlegt, heldur líka andlegt og félagslegt. Líkleg langtímaáhrif sem geta birst eru vel þekkt: Sí- þreyta, depurð og kvíði. Við þannig aðstæður eykst hætta á kulnun í starfi. Þótt rannsóknir á þessum áhrif- um liggi ekki fyrir gefa nýlegar kannanir BSRB skýra vísbendingu um stóraukið álag. Þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst í apríl í fyrra sögðu 53% opinberra starfs- manna að álag hefði aukist vegna Covid-19. Í byrjun þessa árs, þeg- ar síðasta bylgjan var í rénun, var hlutfallið komið upp í 63%. Þetta er skýr vísbending um stóraukið álag á fólkið okkar í framlínunni. Þar eru konur, eink- um sjúkraliðar og hjúkrunarfræð- ingar, í miklum meirihluta. Tillögur til stjórnvalda Stjórnvöld hafa ekki kynnt nein sérstök áform um að bregðast við þessu aukna álagi, sem hefur fyrst og fremst lagst á konur. Merkin eru þó þegar farin að sjást á út- keyrðu starfsfólki. Ég tel því sem formaður Sjúkra- liðafélags Íslands, þar sem að 98% félagsmanna eru konur, að stjórn- völd þurfi að bregðast við með fernum hætti:  Í fyrsta lagi þarf að tryggja að þær sem staðið hafa vaktina í framlínu í meira en heilt ár, end- urheimti hvíld.  Í öðru lagi þarf að hrinda af stað rannsókn þar sem fylgst er með langtímaáhrifum álagsins vegna Covid-19 á stéttir í fram- línustörfum.  Í þriðja lagi þarf að opna greiða leið fyrir þau sem voru í framlínu, þar sem mest álag var á kvennastéttum, til að leita sér að- stoðar vegna ýmissa lang- tímaáhrifa Covid-19, sem tengjast álagsbundnum þáttum og kulnun í starfi.  Í fjórða lagi þarf að tryggja að starfsfólk í framlínu, sem vegna fordæmalausra aðstæðna af völd- um Covid-19 lagði á sig miklu meira en krafist er í samningum og starfslýsingum, fái sanngjarna umbun fyrir ófyrirséð og for- dæmalaust álag. Covid-19 og konur í framlínu Eftir Söndru Franks Sandra Franks » Án framlags kvenna í framlínu, ekki síst sjúkraliða og hjúkr- unarfræðinga, væri Ís- land ekki á þeim ákjós- anlega stað gagnvart Covid-19 sem raun ber vitni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@slfi.is Nýlega auglýsti fjár- málaráðuneytið eftir að leigja húsnæði fyrir skattinn. Um yrði að ræða 30 ára leigusamn- ing og að greidd yrði full leiga, eðlilega, sem myndi dekka bygg- ingar- og viðhalds- kostnað, vaxtakostnað af lánsfé og annan þann kostnað sem eðli- legt getur talist að greiða fyrir afnot af húsnæði, í siðuðu samfélagi. Áætl- aðar leigugreiðslur nema um það bil 36 milljónum króna á mánuði eða samtals um 13 milljörðum króna á 30 ára tímabili. Líklega ekkert óeðlilegt endurgjald fyrir svo umfangsmikla starfsemi, safnast þegar saman kem- ur. Á sama tíma neitar ríkið að greiða eðlilega húsaleigu fyrir okkar við- kvæmasta aldurshóp, þá sem dvelja á hjúkrunarheimilum landsins. Þó ekki alveg, til dæmis fær Sóltún greidda fulla húsaleigu fyrir það húsnæði sem félagið leggur til starfseminnar, sem er til mikillar fyrirmyndar. Hrósa ber forsvarsmönnum Sóltúns og þáver- andi ráðamönnum í heilbrigðisráðu- neytinu fyrir þann góða samning sem er í gildi um rekstur þess vandaða hjúkrunarheimilis. En greinilega ekki til nægjanlega mikillar fyrirmyndar, því ríkið gerir upp á milli heimilanna. Grund og Ás leggja ríkinu til um það bil 14 þúsund fermetra húsnæði fyrir tæplega 300 manns sem dvelja þar í hjúkrunarrýmum. Ríkið greiðir hluta þess húsnæðiskostnaður sem til fellur við rekstur heimilanna, en alls ekki fyrir fjármagns/fjármögnunarhluta bygginganna. Sem er um það bil tveir þriðju hlutar alls húsnæðiskostnaðar- ins. Þessar fjárhæðir nema nokkur hundruð milljónum króna árlega sem yrðu, hver einasta króna, nýttar til endurbóta og eftir atvikum byggingar nýrra hjúkrunarrýma, enda veitir ekki af, mörg hundruð manns á bið- lista eftir hjúkr- unarrými á höfuðborg- arsvæðinu þessi misserin. En nei, meira að segja Hæstiréttur Íslands er sammála þessari afstöðu ríkisvaldsins og hefur dæmt ríkinu í vil, þannig að það fari nú ekki óþarf- lega margar krónur frá ríki til þeirra sem hafa sinnt öldrunarþjónustu hér á landi í rétt tæp 100 ár. Fer ekki út í röksemdir dómsins en samanburður við aðra sem fá greidda húsaleigu, til dæmis Sóltún og þá sem byggja fyrir skattinn, finnst mér einhvern veginn á þá leið að þetta gangi ekki upp. Það er ekki sama hvort verið að byggja húsnæði fyrir peninga, eða fólk sem þarf umönnun og aðstoð í lok lífs. Kannski finnst heilbrigð- isráðherra og Sjúkratryggingum Ís- lands þetta vera bara alveg eðlilegt. Og fjármálaráðherra. Ásamt Hæsta- rétti Íslands. Ekki mér. Ekki sama peningar og fólk Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson » Á sama tíma neitar ríkið að greiða eðli- lega húsaleigu fyrir okkar viðkvæmasta ald- urshóp, þá sem dvelja á hjúkrunarheimilum landsins. Höfundur er forstjóri Grundarheimilanna. gisli@grund.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.