Morgunblaðið - 08.03.2021, Side 20

Morgunblaðið - 08.03.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 ✝ Hansína Ingi-björg Bjarna- dóttir lést á heimili sínu 24. febrúar 2021. Hún fæddist í Stykkishólmi 9. des- ember 1948, dóttir Önnu Sigurðar- dóttur, f. 6. sept- ember 1920, d. 13. júlí 1980, og Bjarna Markússonar, f. 22. október 1919, d. 5. nóvember 1988. Systkini Hansínu: Anna Jóhanna Bjarnadóttir, f. 14. janúar 1946, Hrafnhildur Bjarna- dóttir, f. 8. mars 1950, Þóranna Bjarnadóttir, f. 15. september 1955, d. 12. janúar 2021, Bára Bjarnadóttir, f. 27. september 1957. Hálfsystkini: Hrönn Jóns- dóttir, f. 17. desember 1961, d. 10. desember 1990, og Kristján Hrannar Jónsson, f. 17. desember 1961. Hansína ólst upp hjá Þrándi Jakobssyni, f. 21. febrúar 1922, d. 7. júlí 1994, og Steinunni Ólínu Þórðardóttur, f. 14. júní 1914, d. 20. september 1995. Börn: Sæ- björn Jónsson, f. 19. október 1938, og Evy Brittu, f. 10. maí 1960, d. 30. október 2019. Börn Alfons eru Gunnhildur Anna, f. 4. nóvember 1983, Árni Kristinn, f. 18. ágúst 1993, og Sigríður Ása, f. 18. ágúst 1995. Börn Evy eru Arnar Már og Ragnar Örn fæddir 12. desember 1978, Christel Lif, f. 8. júní 1990, og Thelma Karen, f. 4. ágúst 1991. Barnabarnabörn eru 13 talsins. Hansína ólst upp í Stykkishólmi og lauk þaðan grunnskólaprófi. Hún fluttist með fósturforeldrum sínum og systur til Reykjavíkur 1963 og fór þar í hússtjórnarnám við Gagnfræðaskóla verknáms við Lindargötu. Hún vann í Melabúð- inni og svo nokkur ár hjá Sendi- bílastöðinni. Síðar vann hún í mörg ár á leikskólanum Bakka- borg en lengstan hluta starfs- ævinnar vann hún á Landspít- alanum í Fossvogi eða til ársins 2018, fyrst sem ræstingastjóri en síðar í öðrum störfum. Vegna veikinda varð hún að láta þar af störfum stuttu áður en hún varð sjötug. Eftir að hún giftist bjó hún m.a. í Breiðholti, lengst af í Vest- urbergi, en síðustu árin bjó hún á Kristnibraut í Grafarholti. Hún verður jarðsett frá Grafar- vogskirkju í dag, 8. mars 2021, klukkan 13. Stytt streymi frá útför: https://tinyurl.com/wrtkxswy Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat/ d. 7. ágúst 2006, Hrefna Erna Jóns- dóttir, f. 24. nóv- ember 1934, d. 5. febrúar 2020, og Sunneva Þránd- ardóttir, f. 8. apríl 1951. Hansína giftist Kristni Oddssyni þann 13. desember 1969, f. 17. maí 1933, d. 7. janúar 2011. Foreldrar hans voru Oddur Einar Kristinsson og Stefanía Ósk Jós- afatsdóttir. Börn Hansínu og Kristins: Rut Kristinsdóttir, f. 12. september 1967, maki Jóhann Björgvinsson, f. 3. október 1965. Börn þeirra: Ýr, f. 15. september 1992, Þránd- ur, f. 10. desember 1994, Kári, f. 7. apríl 1999. Oddur Einar Krist- insson f. 14. júní 1969, maki Sig- urbjörg Fjölnisdóttir, f. 8. desem- ber 1975. Sonur þeirra, Dagur Már, f. 17.janúar 2003, dætur Sig- urbjargar: Hrafnhildur Lára, f. 17. júní 1992, og Steinunn Lóa, f. 31. apríl 1996. Fyrir átti Kristinn þau Alfons Sigurð, f. 1. mars 1957, Elsku tengdamamma. Núna þegar ég rita minningar- grein um þig finn ég fyrir svo miklu þakklæti. Það eru forréttindi að geta huggað sorgina með þessari tilfinningu sem þakklætið er. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, fyrir að þú hafir kom- ið inn í líf mitt og dætra minna. Þú tókst okkur þremur opnum örmum við fyrstu kynni okkar, þú komst alltaf fram við stelpurnar sem þín eigin ömmubörn og lést þær aldrei finna fyrir því að þær ættu minni stað í hjarta þínu en öll hin ömmu- börnin sem þú elskaðir svo mikið. Þú varst alltaf svo hlý og góð við okkur og auðvitað kölluðu stelp- urnar ykkur Didda, afa og ömmu frá því þær sáu ykkur fyrst. Það sem þú gast munað af upplýsingum var alveg ótrúlegt, þú mundir allt betur en unga fólkið og gleymdir aldrei neinu. Takk fyrir að minna mig ár eftir ár á brúðkaupsafmælið mitt. Þau voru nokkur símtölin þar sem þú hringdir í mig að morgni og sagðir: „Til hamingju með daginn, Sibba mín“. Ég kom auðvitað af fjöllum og þá fékk ég svarið: „Er ekki brúðkaupsdagurinn ykkar?“ Jú, þú passaðir svo sannarlega upp á að allir ættu sinn dag og sinn stað í hjarta þínu. Þrátt fyrir fjölgun barnabarna og barnabarnabarna skipti það engum toga, þú fylgdist með öllum og mundir eftir öllum. Þegar við fjölskyldan vorum að skoða myndir til að setja í sálma- skrána var augljóst hvað þið fjöl- skyldan voruð dugleg að ferðast og hitta vini, bæði innanlands sem og erlendis, meðan Oddur og Rut voru yngri, útreiðartúrar á ösnum og úlföldum, geri aðrir betur. Ég er þakklát fyrir að þú hafir fengið að sofna svefninum langa í eigin rúmi, þar sem þú hafðir sjálf óskað þér að fá að ljúka augunum aftur í síðasta sinn, eftir að hafa glímt við veikindi þín sem því miður ágerðust síðustu mánuði og ár. Ég er sannfærð um að þú hafir vaknað spennt um morguninn, varst að undirbúa Kringluferð sem þú ætlaðir í dag- inn eftir, fyrsta Kringluferðin síðan fyrir löngu síðan. Þú varst spennt því þú ætlaðir að fara í afmælis- veislu innan örfárra daga og ætl- aðir að leyfa þér aðra Kringluferð til að kaupa þér föt fyrir veisluna. Ég finn fyrir miklum létti þegar ég hugsa til þess að þú hafir ekki vitað hvað beið þín nokkrum mínútum eftir að þú vaknaðir um morgun- inn, að þú hafir verið spennt fyrir því hvað þú værir að fara að bralla og að þú hafir upplifað öryggi yfir að hafa loksins verið búin að fá vörn gegn veiruskömminni sem hafði allt of mikil áhrif á líf þitt und- anfarið ár. Ég er líka þakklát fyrir að þú hafir ekki upplifað neinn sársauka, fékkst einfaldlega að leggjast í rúmið til að fagna eilífð- inni. Þakka þér fyrir að hafa verið stór hluti af mínu lífi síðustu ára- tugi, það var svo sannarlega heiður að fá að kynnast þér og hafa þig í mínu lífi. Við söknum þín öll og hlökkum til að hitta þig hinum megin. Sigurbjörg Fjölnisdóttir. Hansína Bjarnadóttir Hann var skrítinn svipurinn á þeim Guðbjarti og Jó- hönnu, bændum á Hólslandi þegar þau tók á móti kaupafólki sínu vorið 1958. Þeim hafði verið sagt að drengurinn væri á fermingaraldri og stúlkan fjórum árum eldri. Í ljós kom að drengurinn var sjö ára og stúlkan vissulega fjórum árum eldri. Þetta hafði eitthvað skolast til hjá þeim sem hafði milligöngu um ráðninguna. Bændur létu þó slag standa og í hönd fór skemmtilegur og lær- dómsríkur tími hjá okkur Binnu systur minni. Búskaparhættir voru fornir, tún slegin með orfi og ljá, heyi snúið með hrífum, dregið saman og bundið í bagga, sem fluttir voru heim á hestum. Á sunnudögum var farið í útreiðar- túr um nærsveitir og heilsað upp á sveitunga. Við Binna nutum dvalarinnar í sveitinni. Í byrjun saknaði drengurinn þó foreldra sinna og vætti stundum koddann sinn. Þá var gott að hafa stóru systur sem huggaði og hug- hreysti. Þannig systir var Binna. Um haustið héldum við heim með loforð um endurráðningu á kom- andi sumri. Vorið 1960 hófu foreldrar okk- ar búskap á Skálmholti í Flóa. Binna hafði þá lokið fullnaðar- prófi og fór til náms í Hlíðardals- skóla um haustið. Síðan lá leiðin í Skógarskóla þar sem hún lauk gagnfræðaprófi. Að því loknu fór hún að vinna og flutti til Reykja- víkur. Við yngri systkini hennar sáum því stóru systur einungis þegar hún heimsótti foreldrahús. Þá voru ávallt gleðifundir því Binna færði okkur gjarnan gjafir. Ein gjöfin er mér sérstaklega minnisstæð. Þá gaf hún okkur Binna Hlöðversdóttir ✝ Binna Hlöð-versdóttir fæddist 29. október 1946. Hún lést 17. febrúar 2021. Útförin fór fram 27. febrúar 2021. Valþóri bróður hljómplötur með Buck Owens og Hank Williams, en þá var Binna ný- komin frá Banda- ríkjunum. Yngri systkinin fengu einnig höfðinglegar gjafir. Það óx ekki Binnu í augum að dröslast með þessar gjafir milli landa til þess að gleðja yngri systkini sín. Svona var Binna. Þegar ég hóf nám í MR bauð Binna mér að búa hjá sér. Hún bjó þá í þriggja herbergja íbúð á Lindargötu ásamt meðleigjanda. Það var Binnu líkt að eftirláta mér herbergið sitt. Sjálf flutti hún í stofuna. Síðar bjuggum við í Miðtúni og þá var sama fyrir- komulag. Mig minnir að ég hafi látið Binnu hafa einhvern hluta sumarhýrunnar að hausti til greiðslu húsaleigu. Ég er þó ekki í vafa um að sú greiðsla hafi verið meira til málamynda og Binna hafi greitt stærstan hluta fram- færslu minnar á þessum árum. Aldrei minntist hún þó á að ég mætti leggja meira til heimilis- ins. Binnu var tamara að gefa en þiggja. Á undanförnum áratugum hef ég þurft að heimsækja Vest- mannaeyjar oft á ári vegna vinnu minnar þar. Heimili þeirra Binnu og Torfa hefur þá ávallt staðið mér opið. Þar hef ég átt tryggan næturstað, kræsingar á borðum og þægileg samvera. Gestrisni var Binnu eðlislæg og aldrei ætlaðist hún til endur- gjalds i nokkurri mynd. Og nú hefur ástkær stóra systir kvatt þessa jarðvist. And- lát hennar var ótímabært og við hefðum gjarnan viljað hafa hana hjá okkur mikið lengur en eng- inn forðast sitt skapadægur. Við Ingibjörg sendum Torfa, Ívari, Ester, tengdabörnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Farðu í friði elsku systir. Róbert Hlöðversson. Á ungdómsárum þarf ekki mikið til að skapa ævintýri og því var það mjög spennandi fyrir okk- ur krakkana sem bjuggum í ná- grenni við húsið Garðafell á Eyr- arbakka þegar þangað flutti fimm manna fjölskylda. Þetta voru hjón- in Guðfinna og Sigurður með þrjá syni og tvær dætur. Þorpið okkar hafði rúmlega fimm hundruð íbúa Guðfinna Sveinsdóttir og því var þessi flutningur talsverð viðbót við mannlífið. Það var ekki til að skemma hverfið þar sem húsið Garðafell stóð, og þar voru talsvert fleiri stelpur en þarna fjölgaði strákunum, þrír sæt- ir og skemmtilegir og táningsaldurinn rétt að bresta á hjá okkur flestum. Já þetta breytti talsverðu fyrir þorpið. Hjónin á Garðafelli, Ninna og Siggi eins og þau voru kölluð í daglegu tali, tóku strax virkan þátt í samfélaginu af miklum myndar- skap. Sigurður keypti vörubíl sem hann átti og rak lengstum, Ninna með sitt stóra heimili gekk í Kven- félag Eyrarbakka, tók þátt í leik- starfsemi og lék stór hlutverk í sýningum sem þá voru settar á svið. Hún gekk í kirkjukór Eyr- arbakkakirkju og söng þar í fjölda ára, sterk og góð í altrödd. Á árunum 1975-1980 tók hún við starfi formanns Kvenfélags Eyrarbakka og starfaði einnig lengi í ýmsum nefndum SSK, Samtaka sunnlenskra kvenna. Já, það sópaði að henni hvar sem hún fór, glaðleg, mannblend- in, hreinskilin og skemmtileg, allt- af skvísa, litrík í klæðaburði hafði getu og gaman af að sauma á sig og dæturnar. Hún stofnaði ásamt nágrana- konu sinni, Dísu í Hátúni, fyrir- tæki og unnu þær saman í tals- verðan tíma með aðstöðu í kjöllurum húsa sinna að því starfi og var oft glatt á hjalla hjá þeim, hlaupandi á milli húsanna við vinnu sína. Við inngöngu í Kvenfélag Eyrarbakka kynnumst við syst- urnar Ninnu kvenfélagskonu og seinna tekur Kristín frá Hátúni við formennsku. Þá var Guðfinna alltaf til taks í alls konar skemmtilegheitum og studdi vel við formanninn, allt til þess er aðstæður gerðu það ekki lengur kleift. Þau hjónin Ninna og Sigggi tóku á móti fólki á Jónsmessuhá- tíð á Eyrarbakka og buðu heim í „opið hús“ og studdu þar með samveru brottfluttra og búenda með því framlagi sínu, ásamt fjölskyldunni. Mátti vart á milli sjá hvern það gladdi mest; gest- ina eða gestgjafana. Þarna var þessari fjölskyldu allri best lýst. Við kveðjum Ninnu með þakk- læti. Það var gæfa fyrir þorpið flutningur fjölskyldunnar að Garðafelli á Eyrarbakka. Systurnar frá Hátúni, Kristín Eiríksdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir. ✝ Guðfinna Sveins-dóttir fæddist 15. júní 1928. Hún lést 10. febrúar 2021. Útför Guðfinnu fór fram 6. mars 2021. Elskulegur tengdapabbi, Bói, hefur nú kvatt þessa jarðvist. Það var átakanleg en friðsæl síðasta samverustundin okkar því hann gat ekki tjáð sig, aðeins kreist hönd okkar af og til þegar við töluðum til hans. Við áttum ekki von á því þá að þetta yrði í síð- asta sinn sem við horfðum í hlýju augun hans, en svo fór að þessi „kalda lungnabólga“ sem hann fékk örfáum dögum áður lagði hann að velli daginn eftir. Kveðju- Gunnar Örn Gunnarsson ✝ Gunnar Örnfæddist 11. mars 1946. Hann lést 22. febrúar 2021. Útför Gunnars fór fram 4. mars 2021. stundin þann 22. febrúar var okkur öllum afar erfið, þó vissum við öll innst inni að lífsgæðin voru ekki orðin mikil hjá honum síðustu miss- erin og eflaust nær óbærilegt fyrir þenn- an fyrrum sjálf- stæða, ákveðna, og duglega mann að verða alfarið háður öðrum með flestar daglegar at- hafnir. Það var raunalegt og ósanngjarnt að rétt eftir að Bói hafði lokið ævistarfinu og þau hjónin hefðu getað notið efri ár- anna í húsinu sínu í Hlíðargerðinu, sem þau höfðu endurbætt svo fal- lega, skyldi hann hljóta illvígan hrörnunarsjúkdóm sem olli jafn- vægisleysi og verkstoli sem gerði honum ókleift að búa lengur þar. Það voru honum þung skref að yf- irgefa þennan sælureit og okkur öllum, því þar höfðum við átt ánægjulegar stundir og eigum ótal ljúfar minningar þaðan. Engu að síður áttu þau góða daga í Hafn- arfirðinum í nágrenni við Gunnsa son sinn og fjölskyldu hans. Þar komu þau sér vel fyrir og áttu eftir að gera margt í nágrenni sínu, t.d. rölta eftir göngustígum niður að Hrafnistu og Garðakirkju þar sem umhverfið er svo fallegt. Það er huggun harmi gegn að nú hvílir Bói einmitt þar, með útsýni út á haf, útihús og hesta og kindur á beit í túnfæti. Nokkuð sem á vel við fyrrverandi hestamann og bygg- ingar minna á skúrinn í garðinum í Hlíðó, sem faðir hans byggði forð- um, fyrst fyrir þau sjálf, en notaði síðar um árabil m.a. fyrir uppá- haldshrútinn sinn, eftir að bygg- ingu íbúðarhússins lauk. Tengdaforeldrar mínir tóku mér opnum örmum þegar ég fór að laumast inn á heimili þeirra með Gumma um tvítugsaldurinn, okkur kom strax ljómandi vel saman, enda voru þau hjónin ekki svo mik- ið eldri en við! Við vorum með ann- an fótinn hjá þeim fyrstu árin og vorum sannarlega tíðir gestir, bæði meðan við bjuggum hér og eftir að við fluttum norður. Þakk- læti er efst í huga fyrir alla þá elskusemi, athygli, þolinmæði og svo margt fleira sem þau veittu börnunum og okkur ævinlega. Bói var hlýr traustur, glettinn, hreinn og beinn, en hógvær og lítið gefinn fyrir að láta hampa sér. Hann fylgdist mjög vel með öllum þjóð- og heimsmálum og þá ekki síður veðurfregnum og eftir að við flutt- um norður þurfti hann líka að fylgjast með veðurfari hjá okkur! Ég man ekki í svipinn að við Bói höfum verið ósammála um neitt, nema þá helst reykingar og nammidaga. Hann var nefnilega ekkert sérstaklega hrifinn af því að honum væru settar einhverjar reglur varðandi góðgæti handa börnunum og þá kom nú þráinn upp í karli. Minningarnar ylja svo sannarlega og yfirskyggja vonandi á endanum sorg okkar og söknuð. Guð geymi þig, kæri vin, og haf þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Rannveig. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Sléttuvegi 19, lést 28. febrúar á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. mars klukkan 15. Allir eru velkomnir eins og húsrúm leyfir en gestir eru beðnir að hafa með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer. Útförinni er streymt á slóðinni: https://youtu.be/FkkHVxVRASo. Guðrún Guðmundsdóttir Grétar J. Unnsteinsson Hafsteinn Guðmundsson Helga Gylfadóttir Erna Guðmundsdóttir Kristján Viggósson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, KATLA ÞORSTEINSDÓTTIR lögfræðingur, Digranesvegi 46, Kópavogi, verður jarðsungin fimmtudaginn 11. mars klukkan 15 frá Hallgrímskirkju. Vegna fjöldatakmarkana verður eingöngu stuðst við boðslista. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/Gh2SLZPlb6Q. Þorsteinn Johansson Jónína Lilja Pálsdóttir Guðmundur Sigbergsson Þorsteinn Magnússon Arna Þórhallsdóttir Arna Pálsdóttir Ólafur Pálsson Birna Steingrímsdóttir Diljá Pálsdóttir Fannar Eðvaldsson Þorsteinn Þorsteinsson Aðalbjörg Einarsdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Rakel Baldursdóttir Jóhannes Þór Hilmarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.