Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30,
rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Afla-
granda kl. 10.20. Útskurður kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Vegna fjölda-
takmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur. Grímuskylda er í
Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og
passa uppá sóttvarnir. Upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10.
Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur
kl. 11.40-12.50. Ensku kl. 14. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni.
Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða
hópa: 411 2600.
Boðinn Myndlist kl. 13-16. Munið grímuskyldu og tveggja metra
regluna. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffisopinn
góður er kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Mannamál með Helgu Margréti kl. 12.40-13.30. Tálgun með
Valdóri kl. 13-15.30, fellur niður í dag. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Hjá okkur er grímuskylda og
vegna fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig fyrirfram. Nánari
upplýsingar í síma 411 2790.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í sal í kjallara Vídalíns-
kirkju kl. 16.30 og 17.15. Vatnsleikfimi Sjál kl. 14 og 14.40. Litlakot opið
kl. 13-16. Munið sóttvarnir.
Gjábakki Kl. 8.30-10.30 handavinnustofa opin, bókið komu daginn
áður. Kl. 8.45-10.45 postulínsmálun. Kl. 10.50 Jóga, kl. 11.30-12.30
matur, kl. 13.30-15.30 handavinnustofa opin fyrir spjall - bókið daginn
áður. Kl. 14.30-16 kaffi og meðlæti.
Gullsmára Handavinna kl. 9 og 13. Jóga kl. 9.30 og 17.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Samsöngur kl.
13.15-14.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.15. Minningahópur kl. 10.
Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11.15. Stólaleikfimi kl. 13.30.
Gönguhópur – lengri ganga kl. 13.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8.30 í Borgum. Starfsmanna-
fundur Borgardætra kl. 8.30 í Borgum. Ganga kl. 10 frá Borgum,
Grafrvogskirkju og inni í Egilshöll, þrír styrkleikahópar. Dansleikfimi
með Auði Hörpu kl. 11 í Borgum allir með. Prjónað til góðs og frjáls
skartgripagerð kl. 13 í listasmiðju Borga. Tréútskurður á Korpúlfs-
stöðum kl. 13 og línudans með Guðrúnu kl. 14 í dag í Borgum allir
velkomnir.
Samfélagshús Vitatorgi Í dag er leirmótun í smiðju 1. hæðar kl. 9-
12.30. Núvitund hefst í handverksstofu kl. 10 og á sama tíma er einnig
viðvera hjúkrunarfræðings. Eftir hádegi, kl. 13-15.30 er Handaband í
handverksstofu 2. hæðar. Þá verður farið í gönguferð kl. 15, mæting í
móttöku 3. hæðar. Við minnum á að grímuskylda er fyrir alla í
félagsstarfinu. Hlökkum til að sjá ykkur!
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir á
Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum alla virka
morgna. Jóga / leikfimi með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11.
Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13-16. Ath á
morgun þriðjudag 9. mars fellur fyrirhuguð helgistund á Skólabraut
niður.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýr Renault Zoe 52 kWh með
leðursætum. Drægni um 390 km.
Vel útbúnir bílar með 360°.
Myndavél ofl. Litir Svartur - hvítur og
dökkgrár.
Okkar verð aðeins 4.690.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Okkur er gefið
eitt líf og er það okk-
ar verkefni að fara
vel með það, finna þá
leið sem hentar,
vinna úr þeim verkefnum sem
verða á vegi okkar, vera stolt af því
sem vel fer og læra af því sem mið-
ur fer. Þessu lífi vonumst við öll til
að lifa fram á gamalsaldur, það eru
hins vegar ekki allir sem fá það
tækifæri og eru ástæðurnar marg-
ar en oftast óskiljanlegar.
Elskulega móðir mín greindist
með erfiðan sjúkdóm sem hægt og
rólega stal öllum minningum
hennar og lífsgæðum. Fyrst fór
það sem minna skipti máli, síðan
hurfu uppeldisminningar, staðir
og kennileiti, minningar með vin-
um, fjölskyldu, börnum og barna-
börnum og svo undir lokin þá
hurfu allar minningar, hún þekkti
sitt fólk ekki lengur og líkaminn
varð þreyttur og máttvana.
Yndislega móðir mín svo já-
kvæð, brosmild, vinur allra, þús-
undþjalasmiður, úrræðasöm, rétt-
lát og stolt kona. Ég er svo þakklát
fyrir þig og okkar yndislegu vin-
áttu, þú varst móðir sem alltaf var
til staðar, gott að leita til enda svör
Ásgerður
Ásmundsdóttir
✝ Ásgerðurfæddist 6. jan-
úar 1940. Hún lést
10. febrúar 2021.
Útför Ásgerðar
fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
þín svo rökrétt. Ég
sakna þess mikið að
geta ekki leitað til
þín eða þú til mín.
Elsku mamma mín,
takk fyrir að vera þú.
Mér leið alltaf vel í
nærveru þinni, ávallt
nóg að ræða enda þú
full af skemmtileg-
um frásögnum, allar
bréfaskriftirnar á
milli okkar á þeim
tíma sem við fjölskyldan bjuggum
í Ástralíu. Ég trúi því að nú líði þér
vel, hafir hitt ömmu og afa, sem ég
bið að heilsa. Nú kveð ég þig með
miklum söknuði en þú munt alltaf
eiga pláss í hjarta mínu og minn-
ing um þig ávallt ofarlega og skýr.
Læt fylgja fallega bæn sem amma
kenndi mér og þú hélst síðan uppi,
bæn sem ávallt var farið með fyrir
svefninn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku mamma mín, hvíl í friði.
Þín dóttir,
Hrefna.
Góð kona hefur kvatt. Það er
með þakklæti sem ég minnist
hennar Ásgerðar tengdamóður
minnar og ömmu barna okkar
Hrefnu, margar góðar og
skemmtilegar minningar sem gott
er að hugsa aftur til. Hún Ásgerð-
ur var ekki bara góð kona, hún var
frábær tengdamóðir og klárlega
æðisleg móðir og amma.
Það var í nóvember 1985 sem
við Ásgerður hittumst fyrst. Þann-
ig var að við Hrefna dóttir Ásgerð-
ar vorum glænýtt kærustupar og
nú var rétti tíminn til að kynna
nýja kærastann fyrir mömmu
sinni. Þau kynni voru góð og á eftir
fylgdu mörg enn betri ár með
samverustundum sem gott er að
hugsa til. Mér leið vel í nærveru
Ásgerðar allt frá fyrstu kynnum,
það sem tengdi okkur var sameig-
inleg ástríða fyrir útivist og gátum
við strax spjallað og spjallað um
fjallgöngur, tjöld, skó, bakpoka,
nesti og nánast allt sem tengdist
því að þvælast fótgangandi um
holt og hæðir. Það voru margar
ferðasögurnar sagðar og enn fleiri
myndir skoðaðar af fjallaferðum,
aðallega hennar myndir af því að
ég átti nú ekki myndavél til að
byrja með, en hún kom pínu síðar.
Við töluðum þá oft um filmur, en
um filmur vissi Ásgerður ansi
miklu meira en ég.
Þetta á ekki að vera löng grein
um samferð okkar en minningin er
yndisleg og veit ég að við fjöl-
skyldan erum heppin og óendan-
lega þakklát fyrir okkar dýrmætu
minningar frá samverustundum
við góðan vin, yndislega og ást-
kæra ömmu, móður og tengda-
móður.
Stefán Axelsson.
Sárt er að kveðja elsku ömmu
okkar sem tekin var frá okkur allt
of snemma. Amma var okkur góð
og hjálpsöm, kona sem sniðug var
að gera mikið úr litlu, eins og
hennar hugmyndir að föndri og
leik. Það var alltaf gott að koma til
ömmu, hjá ömmu fengum við
ávallt ristabrauð, sem var smurt
með smjörva og osturinn sem sett-
ur var á brauðið var skorinn með
ostaskera, ekki hvaða ostaskera
sem var, heldur var þessi skeri
gæddur töfrum sem gerði rista-
brauðið hennar ömmu það besta í
heimi. Það eru svo margar stund-
irnar sem við fjölskyldan áttum
með ömmu, hvort sem það var vet-
ur, sumar, vor eða haust, já, elsku
amma okkar var mikið með okkur.
Amma hafði gaman af allri útiveru
sem við fengum að njóta með
henni. Þá var nú líka notalegt að
vera inni og spila snákaspilið, lúdó,
ólsen ólsen eða bara skemmtileg-
an veiðimann. Við vitum í dag að
hún leyfði okkur að vinna hana í
spilum. Það kom fyrir að við gist-
um helgi og helgi hjá ömmu eða
hún kom til okkar og gætti okkar
yfir helgi, jafnvel viku. Þar sem
ömmu fannst gaman að lesa, þá
nutum við lestrar hennar fyrir
svefninn, hillur hennar voru fullar
af bókum, ekki bara fullorðinsbók-
um heldur líka skemmtilegum og
gömlum barnabókum, hún las vel
og lék raddir sem gerði lestur
hennar skemmtilegan, þá var
komið að því að fara með bænir og
síðan knúsað fyrir svefninn. Hjá
ömmu fundum við fyrir mikilli
hlýju, ást og umhyggju.
Við kveðjum þig með söknuði
en jafnframt þakklæti fyrir að
hafa kynnst þér, eins yndislegri
ömmu sem þú ert. Hafðu það gott í
sumarlandinu, við elskum þig.
Þín ömmubörn,
Harpa Lind og Axel Gerðar.
✝ Baldur fæddistá Ísafirði 23.
júní 1944. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Siglufjarðar 16.
febrúar 2021.
Foreldrar hans
voru Bóas Daði
Guðmundsson frá
Fossum í Skutuls-
firði, f. 20.3. 1919,
d. 6.1. 1969, og
Þórveig Hulda
Sigurbaldursdóttir frá Ísafirði,
f. 21.5. 1921, d. 28.5. 1955.
Eldri systir Baldurs er
Minný, f. 19.6. 1939. Yngri
bræður Baldurs eru þeir Alfreð
Ómar, f. 10.12. 1946, Veigar
Már, f. 6.8. 1950, og Viktor
Daði Bóasson, f. 24.8. 1952, d.
19.12. 2012.
ling Karl, f. 1.12. 1987, Atli
Freyr, f. 6.6. 1989, og Hildur, f.
27.6. 1998.
Fyrst um sinn bjuggu Baldur
og Hrólfdís í Kópavogi en árið
1970 fluttu þau til Siglufjarðar
og hafa búið þar síðan. Fljót-
lega eftir að þau fluttu á Siglu-
fjörð keyptu þau Matstofu
Siglufjarðar og ráku þau Mat-
stofuna í nokkur ár en eftir
þann tíma sneri Baldur sér nær
alfarið að störfum tengdum
sjávarútvegi.
Baldur byrjaði ungur á sjó
og var bæði á togurum sem og
í smábáta- og trilluútgerð.
Einnig vann hann í Síldarverk-
smiðjum ríkisins um tíma,
ásamt því að þau hjón ráku
blómabúð til fjölda ára.
Eftir að sjómennskunni lauk
vann hann í Sundhöll Siglu-
fjarðar um stundarsakir og síð-
ustu ár starfsævinnar vann
hann við beitningu fyrir línu-
báta.
Útförin fram 27. febrúar í
kyrrþey að ósk hins látna.
Yngri hálfbróðir
Baldurs var Ragn-
ar Þór Bóasson, f.
13.8. 1958, d. 12.3.
2016.
Baldur kvæntist
Hrólfdísi Hrólfs-
dóttur 17. júní
1969. Saman eiga
þau einn son, Jón
Hrólf Baldursson.
Maki hans er Ólöf
Kristín Daníels-
dóttir og börn þeirra eru:
Emma Hrólfdís, fædd 17. febr-
úar 2009, Ellen Daðey, fædd 5.
júlí 2012, og Ellý Þórveig, fædd
16. janúar 2020.
Fyrir átti Baldur dótturina
Auði, f. 4.5. 1962. Maki Erling
Pétur Erlingsson, f. 29.4. 1964.
Börn Auðar og Erlings eru Er-
Baldur Bóasson er fallinn frá.
Við minnumst Balda með hlýhug.
Hann var einstakur öðlingur og
húmoristi í okkar huga og trygg-
lyndur mjög. Við urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast Balda
og eigum við honum mikið að
þakka. Baldi var okkar helsti og
besti ráðgjafi og hjálparhella við
uppeldi hunds sem við tókum að
okkur í desember 2003. Stuttu eftir
að Depill kom til okkar leituðum við
ráða hjá Balda. Ferfætlingurinn
naut heldur betur velvildar, gleði
og trygglyndis Balda þau þrettán
ár sem hann var hjá okkur. Nánast
daglega mætti Baldi um hádegisbil
til að taka hundinn með í göngu
suður á fjörð og oft og tíðum var
Hrólfdís með í för. Ósjaldan var
Depli boðið í mat eftir göngutúrinn.
Var þá vel veitt og höfum við vissu
fyrir því að hundurinn fékk sömu
rétti á sinn disk og húsráðendur
enda fannst Balda þurrfóður ekki
merkilegur matur fyrir þennan vin
sinn. Í hvert skipti sem við þurftum
að bregða okkur af bæ átti Depill
öruggt athvarf hjá þeim heiðurs-
hjónunum Balda og Hrólfdísi,
hvort sem um var að ræða lengri
eða skemmri tíma og í einu af
mörgum skiptum þegar við komum
til að ná í hundinn skreið hann und-
ir sófa og vildi ekki fara heim.
Oftar en ekki þegar við komum
heim úr vinnu lá hundurinn á mott-
unni og slakaði á eftir ævintýri
dagsins með Balda. Við ólina var
miði með skilaboðum til okkar um
að hann hefði fengið vel að éta hjá
vini sínum.
Gjarnan voru skilaboðin í formi
vísu :
Ekki dapur Depill karl
Drottinn veit af sínum
Baldi greyið bauð mér snarl
af birgðum sínum.
Við fjölskyldan í Grundargötu
12 erum ævarandi þakkát fyrir að
hafa fengið að kynnast öðlingnum
Baldri Bóassyni og erum þess full-
viss að honum hafi verið fagnað í
annarri tilveru af vinum sínum og
ekki síst þeim ferfættu.
Við sendum Hrólfdísi og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Minningin um góðan dreng lifir.
Jónína Magnúsdóttir,
Ragnar Aðalsteinsson.
Baldur Þór
Bóasson
Það þótti saga til
næsta bæjar þegar
fréttist á seinasta
ári síðustu aldar að
trillukarl á Akra-
nesi reyndist vera skattakóngur
á Vesturlandi. Svo vildi til að
Sigvaldi Loftsson frá Hafnar-
Sigvaldi Guðbjörn
Loftsson
✝ Sigvaldi Guð-björn Loftsson
fæddist 10. mars
1931. Hann lést 22.
febrúar 2021.
Útför hans fór
fram 5. mars 2021.
hólma í Strandar-
sýslu hafði selt
gömlu, góðu trill-
una sína. Henni
fylgdi kvóti sem var
var afleiðing ára-
tuga dugnaðar Sig-
valda við sjósókn.
Við söluna tengdist
hár skattstofn sem
varð til þess að Sig-
valdi varð skatt-
kóngur Vesturlands
2000. Líklegt þykir mér að fáir
alþýðumenn á Íslandi hafi verið
jafnstoltir í hjarta sínu að hafa
lagt meira til samfélagsins en
forstjórar, framkvæmdamenn,
útgerðarmenn, júristar og aðrir
athafnamenn það árið vestan-
lands.
Sigvaldi hafði verið kvæntur
móðursystur minni, Ágústínu
Hjörleifsdóttur, hátt í 70 ár. Í
Morgunblaðinu í byrjun apríl
1953 er greint frá trúlofun
þeirra og í framhaldi stofnun
heimilis. Þau bjuggu lengi að
Stekkjarholti 22 á Akranesi, þar
sem mér telst til að þau hafi bú-
ið alla tíð frá því að húsið var
byggt. Oft var ég í bernsku
minni og lengi síðan gestkom-
andi hjá þeim hjónum. Í fyrstu
var húsið þeirra langt fyrir utan
meginbyggðina, nánast uppi í
sveit, aðeins Garðar og Mjólk-
urstöðin voru innar. Alltaf var
yndislegt að heimsækja þau
hjónin sem tóku gangandi
frændum sínum fagnandi, Ró-
bert systrungi mínum og mér.
Síðar áttum við lengi mjög
góð samskipti og ræddum sam-
an. Við fjölskyldurnar áttum frí-
stundahús við norðurströnd
Skorradalsvatns og sóttum
þangað í kyrrð og nutum hvíldar
í sveitinni. En oft fór svo að
meira var að starfa þar og það á
við fólk sem stöðugt finnur sér
eitthvað að starfa.
Nú er komið að þeirri stundu
að sjá á eftir góðum vini. Fjöl-
skyldu, ættingjum og vinum og
einkum Stínu frænku er vottuð
innileg samúð.
Við eigum góðar minningar
um Sigvalda Loftsson frá Hafn-
arhólma á Ströndum. Blessuð sé
minning hans.
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ.