Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. mars Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 26. mars Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrumgómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögum og fleira. 50 ára Halldóra er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr í Kópa- vogi. Hún á eftir að ljúka lokaritgerð í viðskipta- fræði við HR og er inn- kaupastjóri hjá Sam- kaupum. Halldóra hefur verið dugleg í ýmsum félagsstörfum gegnum ævina. Maki: Þorvaldur Guðmundsson, f. 1964, eigandi rafmagnsheildsölunnar Reykjafell. Dóttir: Gabríella Ýr, f. 2000, og stjúpson- ur er Gauti, f. 1990. Foreldrar: Lárus A. Jónsson, f. 1949, raf- virkjameistari, og Sigríður M. Sigurjóns- dóttir, f. 1952, fv. formaður kvennadeildar Rauða kross Íslands. Þau eru búsett í Garðabæ. Halldóra Jóna Lárusdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum. 20. apríl - 20. maí  Naut Hikaðu ekki við að leita nýrra lausna á vandamálum í vinnunni. Stundum þarf bara að rífast og illu er bestu aflokið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það skiptir engu hversu vel þú telur þig þekkja einhvern, viðkomandi getur samt komið þér á óvart. Láttu ekkert slá þig út af laginu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er viturlegra að biðja um hlut- ina kurteislega en krefjast þeirra með ein- hverjum þjósti. Leyfðu öðrum að njóta sín líka og þá munu hlutirnir ganga vel fyrir sig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að ljúka því verkefni sem þér hefur verið falið. Sýndu sjálfum þér sama skilning og þú myndir sýna öðrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að komast í stutt frí á næst- unni. Lundin léttist og þú öðlast nýtt sjón- arhorn á vandamál sem hefur verið að plaga þig undanfarið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarf ekki að gera eitthvað áberandi eða meiriháttar til að falla í kramið. Ef þú ert ekki spenntur, verður enginn annar það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert ekki viss af hverju ákveðin röð atburða átti sér stað og hvern- ig þú átt að bregðast við. Ekki hafa áhyggj- ur því allt mun fara vel að lokum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú leggur þitt af mörkum til að gera aðra hamingjusama og kímnigáfa þín fellur í góðan jarðveg. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem kemur þér ekkert við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú mátt búast við truflunum en mátt ekki láta þær slá þig út af laginu. Vertu bjartsýnn, ástvinur vill allt fyrir þig gera. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við vini verða spenn- andi og uppörvandi í dag. Settu í þig kraft, brettu upp ermarnar og gakktu í verk sem setið hafa á hakanum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er nauðsyn að þú takir af skarið og nýtir forystuhæfileika þína. Vonandi skjóta engin vandamál upp kollinum en ef það gerist skaltu nálgast þau af léttleika og gleði. G uðný Ólafía Pálsdóttir fæddist 8. mars í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Hún var einkabarn for- eldra sinna fyrstu sjö árin eða þangað til litli bróðir hennar Stef- án fæddist. Guðný dvaldi oft hjá ömmu sinni og afa á Öldugötunni fyrstu árin enda bjó hún þá í ris- hæðinni ásamt foreldrum sínum í sama húsi. Guðný gekk í Öldu- götuskóla og stundaði nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla fyr- ir 40 árum og útskrifaðist þaðan með stúdentspróf. Athafnakonan Guðný hóf snemma störf hjá Flugleiðum inn- anlands sem seinna varð Flugfélag Íslands eða í um það bil 26 ár og segist hún hafa búið til þetta flug- félag þegar sá gállinn er á henni. Hún hefur verið viðloðandi ferða- bransann alla tíð, er með ríka þjónustulund og veit fátt betra en að veita öðrum góða þjónustu. Síð- ast var hún að vinna fyrir ferða- skrifstofuna Vita. Þau hjónin hafa samhliða þessu rekið og verið eig- endur að til að mynda Snælands- videó og Glersalnum á Salavegi. Einnig hafa þau reist nokkur verslunarhús í Kópavogi. Guðný er mikil sjálfstæðiskona og hefur sinnt í gegnum tíðina ýmsum störfum fyrir flokkinn, þó minni í senni tíð. Hún vill meina að pólitík sé erfið tík og vill frekar láta gott af sér leiða í samfélaginu með vinkonum sínum til margra ára, þríeykinu Elísbetu Sveins- dóttur, Gróu Ásgeirsdóttur og Guðnýju, í góðgerðarfélaginu Á allra vörum. Þær stöllur hafa safnað samtals um 900 milljónum og veitt til hinna ýmsu þjóðþrifa- verka, s.s. til Krabbameinsfélags- ins, Ljóssins, Kvennaathvarfsins, Geðdeildarinnar á Landspít- alanum, Neistans og Krabbamein- sjúkra barna svo eitthvað sé nefnt. „Við byrjuðum á þessu fyrir ellefu árum þegar Gróa fékk brjóstakrabbamein. En það er brjálæði að taka þátt í svona, sér- staklega fyrir konur í fullri vinnu því allur frítíminn fer í þetta. Við tókum okkur því hlé fyrir tveimur árum, ákváðum að hvíla okkur að- eins og vera bara vinkonur.“ Guðný hefur þó ekki látið staðar numið í góðgerðarmálum því hún hefur undanfarið ár líka verið í fjáröflun og kynningarstörfum fyrir SÁÁ og nú einnig fyrir Píeta-samtökin. Þau hjónin hafa notið þess að koma sér upp lítilli paradís við Þingvallavatn og hefur þeirra frí- tími farið í að byggja þar upp bú- stað. Barnabörnin þeirra, þrír drengir, una sér þar sérstaklega vel með ömmu og afa. Áhugamál Guðnýjar eru það sem hún hefur helgað líf sitt, ferðalög til framandi landa, njóta og lifa. „Ég hef átt gott líf og Guðný Pálsdóttir athafnakona – 60 ára Á Sunnubrautinni Guðný ásamt Stefáni bróður sínum og Önnu móður sinni heima í Kópavogi. Vill láta gott af sér leiða Hjónin Kári og Guðný í paradísinni við Þingvallavatn. 40 ára Gunnar er Dal- víkingur og er fisk- tæknir að mennt frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Hann er verkstjóri hjá Sam- herja á Dalvík. Gunnar er formaður Sjálf- stæðisfélags Dalvíkurbyggðar og situr í félagsmálaráði og íþrótta- og æskulýðs- ráði. Maki: Katrín Kristinsdóttir, f. 1981, sjúkraliði og hjúkrunarfræðinemi. Börn: Viktor Máni, f. 2001, Guðrún Erla, f. 2007, og Víóla Mjöll, f. 2009. Foreldrar: Eiríkur Ágústsson, f. 1948, fv. verkstjóri hjá Samherja, og Guðrún Erla Gunnarsdóttir, f. 1954, handavinnukona. Þau eru búsett á Dalvík. Gunnar Eiríksson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.