Morgunblaðið - 08.03.2021, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Þrátt fyrir að Manchester City sé
enn með ellefu stiga forskot á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta
er Manchester-borg rauð eftir 2:0-
útisigur Manchester United á Man-
chester City í gær. United hefur nú
unnið þrjá af síðustu fjórum deildar-
leikjum liðanna, en þau gerðu
markalaust jafntefli í fyrri leiknum
á Old Trafford á þessari leiktíð.
Flestir bjuggust við City-sigri þar
sem liðið vann 21 leik í röð fyrir
leikinn í gær á meðan United hafði
ekki skorað mark í þremur leikjum í
röð. Lærisveinar Ole Gunnars Sol-
skjærs höfðu hinsvegar aðrar hug-
myndir og var Bruno Fernandes
búinn að skora úr víti strax í upp-
hafi leiks, áður en Luke Shaw gull-
tryggði 2:0-sigur með marki
snemma í seinni hálfleik. Þrátt fyrir
úrslitin var Pep Guardiola, knatt-
spyrnustjóri City, ekki af baki dott-
inn.
„Við spiluðum miklu betur en á
móti West Ham í síðasta leik og við
áttum ekki skilið að tapa. Við vorum
ekki nógu góðir fyrir framan mark-
ið,“ sagði hann við BBC eftir leik.
Bruno Fernandes segir að kapp-
hlaupið um enska meistaratitilinn sé
ekki búið þrátt fyrir gott forskot
City. „Þetta snýst ekki um að vinna
City, þetta snýst um að vinna alla
leiki. Þetta er ekki sprettur, þetta
er maraþon og við hugsum aðeins
um okkur,“ sagði Fernandes.
Liverpool tapar og tapar
Það gengur hvorki né rekur hjá
ríkjandi Englandsmeisturum Liver-
pool því liðið tapaði sjötta heima-
leiknum í röð í deildinni er Fulham
kom í heimsókn á Anfield og vann
1:0. Í leikjunum sex hefur Liverpool
aðeins skorað eitt mark. Liðið fékk
fullt af færum, en Alphonse Aréola í
marki Fulham þurfti ekki oft að
taka á honum stóra sínum, þar sem
sóknarmenn liðsins áttu ekki góðan
dag. Liverpool er fallið niður í átt-
unda sæti og gæti liðið þurft að
treysta á sigur í Meistaradeild Evr-
ópu til að spila í keppninni á næstu
leiktíð. Með sigrinum fór Fulham
upp að hlið Brighton og er nú í fall-
sæti aðeins á markatölu.
Kane og Bale fóru á kostum
Harry Kane skoraði tvö mörk og
lagði upp önnur tvö í 4:1-sigri Tott-
enham á Crystal Palace á heima-
velli. Gareth Bale er einnig hrokk-
inn í gang því hann skoraði tvö
mörk. Tottenham hefur fjórum
sinnum skorað fjögur mörk í síðustu
sex leikjum í öllum keppnum og
ráða fæst lið við þá Harry Kane,
Son Heung-Min, Lucas Moura og
Gareth Bale fremsta á vellinum.
Jóhann Berg Guðmundsson sneri
aftur í lið Burnley eftir fjarveru
vegna meiðsla er liðið gerði jafntefli
við Arsenal á heimavelli á laugar-
dag, 1:1. Jóhann spilaði fyrstu 68
mínúturnar og átti sinn þátt í að
Burnley náði í góð úrslit.
Máluðu Manchester rauða
Liverpool tapaði enn og aftur á An-
field Tottenham skoraði aftur fjögur
AFP
Mikilvægur Bruno Fernandes kom United á bragðið snemma leiks.
Stefan Alexander Ljubicic bjargaði
stigi fyrir HK þegar liðið heimsótti
Val á Hlíðarenda í deildabikar
karla í knattspyrnu, Lengjubik-
arnum, á laugardaginn.
Kaj Leo í Bartalsstovu kom Vals-
mönnum yfir á 39. mínútu og mið-
vörðurinn Orri Sigurður Ómarsson
bætti við öðru marki Valsmanna á
55. mínútu. Stefan minnkaði mun-
inn fyrir HK á 74. mínútu og hann
jafnaði metin fyrir sitt lið á 87. mín-
útu og þar við sat.
Allt útlit er fyrir að Valur og KA
fari áfram í 8-liða úrslit úr 1. riðli
en HK er í þriðja sæti fyrir loka-
umferð og á smá von.
Þá vann KR 3:1-sigur gegn Kór-
drengjum í 2. riðli á KR-velli þar
sem þeir Grétar Snær Gunnarsson,
Ægir Jarl Jónasson og Oddur Ingi
Bjarnason skoruðu mörk KR.
Þá vann FH 4:0-sigur gegn Þór í
Skessunni þar sem Einar Harðar-
son, Matthías Vilhjámsson, Þórir
Jóhann Helgason og Vuk Oskar Di-
mitrijevic skoruðu mörk FH.
KR og Víkingur eru nær örugg
áfram úr 2. riðli en FH á veika von.
Stjarnan er komin áfram úr 3.
riðli en Keflavík, ÍA og Grótta geta
öll náð öðru sæti. Breiðablik er
komið áfram úr 4. riðli en Fylkir og
Leiknir R. berjast um annað sætið.
Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir
Mark Stefan Alexander skoraði bæði mörk HK gegn Val á Hlíðarenda.
Hetjan gegn Val
Arnór Þór Gunnarsson var marka-
hæsti leikmaður Bergischer þegar
liðið heimsótti Hannover í þýsku 1.
deildinni í handknattleik á laugar-
daginn.
Arnór skoraði sjö mörk en leikn-
um lauk með fjögurra marka sigri
Bergischer, 27:23.
Þetta var sjötti sigur liðsins í síð-
ustu sjö leikjum en liðið hefur kom-
ið skemmtilega á óvart í deildinni á
tímabilinu og er með 24 stig í
fimmta sæti deildarinnar.
Þá var Ómar Ingi Magnússon
næstmarkahæstur þegar Magde-
burg vann stórsigur gegn Coburg í
gær en leiknum lauk með 43:22-
sigri Magdeburg.
Ómar Ingi skoraði sex mörk úr
sjö skotum og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson skoraði tvö mörk fyrir
Magdeburg, ásamt því að gefa
þrjár stoðsendingar.
Magdeburg er með 28 stig í öðru
sæti deildarinnar, fjórum stigum
minna en topplið Flensburg.
Viggó Kristjánsson skoraði sex
mörk fyrir Stuttgart þegar liðið
heimsótti Leipzig en Viggó var
markahæstur í sínu liði.
Hann lagði einnig upp þrjú mörk
fyrir liðsfélaga sína en leiknum
lauk með tveggja marka sigri Stutt-
gart, 25:23.
Stuttgart er með 19 stig í ellefta
sæti deildarinnar.
Viggó er markahæsti leikmaður
þýsku 1. deildarinnar með 136
mörk í tuttugu leikjum. Bjarki Már
Elísson, leikmaður Lemgo, er fjórði
markahæstur með 124 mörk í
nítján leikjum og Ómar Ingi Magn-
ússon kemur þar á eftir með 123
mörk í nítján leikjum.
Íslendingar fóru
mikinn í Þýskalandi
Morgunblaðið/Eggert
Sjö Arnór Þór var markahæstur.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Ásvellir: Haukar – Njarðvík................ 18.15
Origo-höll: Valur – ÍR .......................... 20.15
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Hamar ..................... 19.15
Í KVÖLD!
Dominos-deild karla
Þór Þ. – Keflavík................................... 88:94
Þór Ak. – Grindavík............................ 101:98
Höttur – Stjarnan................................. 93:94
Tindastóll – KR................................... 99:104
Staðan:
Keflavík 13 11 2 1203:1045 22
Stjarnan 13 10 3 1234:1144 20
Þór Þ. 13 9 4 1279:1159 18
KR 13 9 4 1191:1189 18
ÍR 12 6 6 1061:1056 12
Grindavík 13 6 7 1158:1193 12
Njarðvík 12 5 7 1028:1044 10
Tindastóll 13 5 8 1183:1219 10
Höttur 13 4 9 1150:1217 8
Valur 12 4 8 977:1026 8
Þór Ak. 12 4 8 1046:1134 8
Haukar 11 2 9 933:1017 4
Dominos-deild kvenna
Keflavík – Breiðablik ........................... 75:65
Staðan:
Keflavík 11 10 1 907:786 20
Valur 12 10 2 894:727 20
Haukar 12 8 4 810:779 16
Fjölnir 12 7 5 896:853 14
Skallagrímur 12 6 6 814:833 12
Breiðablik 12 3 9 708:775 6
Snæfell 11 2 9 775:849 4
KR 12 1 11 789:991 2
Spánn
Zaragoza – Joventut Badalona........ 95:100
Tryggvi Snær Hlinason tók tvö fráköst
fyrir Zaragoza á ellefu mínútum.
San Pablo Burgos – Andorra............. 82:68
Haukur Helgi Pálsson skoraði 4 stig fyr-
ir Andorra, tók þrjú fráköst og gaf tvær
stoðsendingar á 21 mínútu.
Þýskaland
Göttingen – Fraport Skyliners .......... 89:93
Jón Axel Guðmundsson skoraði 15 stig
fyrir Fraport Skyliners, tók sex fráköst og
gaf fimm stoðsendingar á 33 mínútum.
Litháen
Pieno Zvaigzdes – Siauliai ................. 70:88
Elvar Már Friðriksson skoraði 7 stig
fyrir Siauliai, gaf ellefu stoðsendingar og
tók eitt frákast á 33 mínútum.
Olísdeild kvenna
FH – HK ............................................... 23:24
KA/Þór – Haukar ................................. 27:27
Stjarnan – Valur ................................... 23:30
ÍBV – Fram........................................... 26:24
Staðan:
KA/Þór 11 7 3 1 277:241 17
Fram 11 8 0 3 322:267 16
ÍBV 11 6 1 4 271:250 13
Stjarnan 11 6 0 5 295:280 12
Valur 11 4 3 4 285:261 11
Haukar 11 4 2 5 275:286 10
HK 11 4 1 6 267:289 9
FH 11 0 0 11 216:334 0
Þýskaland
RN Löwen – Göppingen ..................... 31:32
Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyr-
ir Löwen.
Janus Daði Smárason hjá Göppingen er
frá keppni vegna meiðsla.
Magdeburg – Coburg.......................... 43:22
Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 2.
Bergischer – Hannover-Burgdorf .... 27:23
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 7 mörk
fyrir Bergischer.
Leipzig – Stuttgart.............................. 23:25
Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir
Stuttgart.
Danmörk
Skjern – Kolding ................................. 32:29
Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir
Skjern.
Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot í
marki Kolding.
Fredericia – SönderjyskE .................. 30:31
Sveinn Jóhannsson skoraði 4 mörk fyrir
SönderjyskE.
Pólland
Kielce – Zabrze.................................... 34:30
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5
mörk fyrir Kielce.
Svíþjóð
Kristianstad – Malmö.......................... 35:27
Ólafur Guðmundsson skoraði 6 mörk
fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 4.
Guif – IFK Ystad.................................. 31:25
Daníel Freyr Ágústsson varði 12 skot í
marki Guif og skoraði 2 mörk.
Martin Hermannsson átti mjög
góðan leik fyrir Valencia þegar liðið
tók á móti Manresa í A-deild Spánar í
körfuknattleik í gær. Martin skoraði 12
stig, tók eitt frákast og gaf sjö stoð-
sendingar en leiknum lauk með
112:82-sigri Valencia. Valencia leiddi
með einu stigi í hálfleik, 54:53, en Val-
encia-menn voru mun sterkari í síðari
hálfleik og fögnuðu öruggum sigri í
leikslok. Valencia er í fimmta sæti
deildarinnar með 34 stig, 10 stigum
minna en topplið Real Madrid.
Andri Rúnar Bjarnason var á skot-
kónum fyrir Esbjerg þegar liðið vann
2:0-sigur gegn Fremad Amager í
dönsku B-deildinni í knattspyrnu á
laugardaginn. Andri Rúnar kom inn á
sem varamaður á 55. mínútu og kom
Esbjerg yfir á 70. mínútu. Þetta var
þriðja mark Andra á leiktíðinni en
Kjartan Henry Finnbogason lék allan
leikinn í fremstu víglínu hjá Esbjerg.
Esbjerg er í öðru sæti, fimm stigum á
eftir toppliði Viborg, en Ólafur Helgi
Kristjánsson er þjálfari liðsins.
Katla Björg Dagbjartsdóttir og
Sturla Snær Snorrason höfnuðu
bæði í öðru sæti í svigi á móti í Rogla
í Slóveníu í gær. Katla styrkti stöðu
sína á heimslistanum með því að
næla í 44,82 FIS-stig. Katla hefur
bætt stöðu sína á heimslistanum
með hverju móti að undanförnu,
bæði í svigi og stórsvigi. Sturla náði í
35,59 FIS-stig. Með þeim árangri og
4. sætinu í undankeppninni á HM á
Ítalíu á dögunum hefur hann styrkt
stöðu sína á heimslistanum til muna.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
náði sínum besta árangri í svigi er
hún endaði í sjötta sæti með 57,80
FIS-stig.
Landsliðsmaðurinn Sigtryggur
Arnar Björnsson lék vel fyrir Real
Canoe þegar liðið vann 79:75-heima-
sigur á Alicante í framlengdum leik í
spænsku B-deildinni í körfubolta í
gær. Arnar lék í 33 mínútur og skoraði
á þeim tíma 13 stig, tók tvö fráköst og
gaf fjórar stoðsendingar. Var hann
næststigahæstur í sínu liði. Þrátt
fyrir sigurinn er Real Canoe enn í
neðsta sæti með aðeins tvo sigra í
sextán leikjum, en liðið hafði tapað
fimm leikjum í röð fyrir leik gærdags-
ins.
Elías Már Halldórsson, þjálfari
karlaliðs HK í handknattleik, hefur ver-
ið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fredrik-
stad í Noregi frá og með næsta
keppnistímabili. Liðið er sem stendur í
áttunda sæti af þrettán liðum í úrvals-
deildinni.
Martin
Hermannsson
Guðlaug Edda
Hannesdóttir