Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Búðardrengurinn á Rauðalæk Ingólfur Jónsson frá Bjóluhjá- leigu í Djúpárhreppi tók ungur að árum til starfa hjá kaupfélaginu á Rauðalæk eins og áður hefur verið rakið. Hann átti í tímans rás eftir að fá svipaðan orðstír sem athafna- og áhrifamaður og Egill Thor- arensen á Selfossi. Þeir voru fyrir- ferðarmestu Sunnlendingarnir á 20. öld. Faðir Ingólfs, Jón Jónsson, var vel metinn og vinsæll bóndi en enginn sérstakur efna- maður. Hann bjó fyrst ásamt Önnu Guð- mundsdóttur konu sinni og börnum í Bjóluhjáleigu en síðar á Hrafntóftum í Bjólu- hverfi. Á þessum bæjum ólst Ing- ólfur upp. Foreldrar Ingólfs voru af rótföstum og gömlum rangæskum ættum og átti hann mikinn frænd- garð í sýslunni. Meðal föðurbræðra hans voru bændurnir Guðjón og Ei- ríkur í Ási í Ásahreppi sem báðir koma við sögu í þessu riti. Anna móðir hans var frá Miðhúsum í Hvolhreppi af Hvamms- og Víkingslækjarætt. Ein frásögn um Ingólf á ung- lingsárum hans hefur varðveist. Ágúst á Hofi var eitt sinn að ræða við Andrés Kristjánsson ritstjóra um ferðir sínar vegna mæðiveik- innar um lágsveitir Rangárvalla- sýslu og sagði Ágúst í samtalinu að margir hefðu haft þar á orði „at- fylgi stráksins frá Bóluhjáleigu“ við að stífla Djúpós og fleiri vötn. Andrés minntist orða hans svo: „Þeir slógu saman kistu mikla úr traustum viði til þess að sökkva í ósinn og hófu að aka í það jarðhnausum á kerrum af miklum móð. Strákurinn frá Bjóluhjáleigu var þar kúskur og þegar baráttan harðnaði færðist hann allur í aukana og þeim tókst að sökkva kerinu. Ágúst hafði það eftir mönn- um þar að kapp og atorka piltsins frá Bjóluhjáleigu hafi sýnt Rang- æingum þá þegar, hvað bjó í Ingólfi Jónssyni, þótt að hann væri þá að- eins nýfermdur. Ágústi fannst Ing- ólfur dæmigerður Rangæingur. Þeir eru tápmikið fólk og traust- legt, heldur þungbúið í fasi og framkomu, kemur ekki umsvifa- laust upp í fangið á manni.“ Að unglingsárum loknum vildi Ingólfur komast til mennta og kom til hugar að fara í Hvítárbakka- skóla í Borgarfirði. Sá hængur var á að foreldrar hans gátu ekki styrkt hann fjárhagslega til að komast í skólann. Góð ráð voru dýr en Ing- ólfur dó ekki ráðalaus. Hann vissi af bónda á Ytri-Hól í Vestur-Landeyjum sem kallaður var Jónas ríki og afréð að ganga á fund hans og falast eftir láni fyrir skólavistinni. Eitthvað hefur Jónasi litist vel á Ingólf, kannski hefur hann séð til hans við við Djúpósfyrirhleðsuna. Hann féllst á að lána honum 3.000 krónur. Ingólfur stundaði nám í Hvítárbakkaskóla í tvo vetur og er augljóst af endurminningum hans að námsdvölin varð honum eftir- minnileg og einkum kennarar hans í bóklegum greinum. Þeir voru Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri, síðar skólastjóri á Ísafirði og stofn- andi Handíða- og mynd- listarskólans í Reykjavík, mikill eldhugi og hugsjónamaður, Krist- inn E. Andrésson, bókmenntafræð- ingur og rithöfundur, síðar kennd- ur við Mál og menningu, og Ólafur Þ. Kristjánsson, síðar skólastjóri Flensborgarskóla og höfundur kennslubóka í sögu. Á Hvítárbakka fékk Ingólfur köllun til að vinna landi sínu og þjóð gagn, eins og hann sagði í bréfi til bróður síns, og var eftir það leitandi maður í pólitík og opinn fyrir straumum og stefn- um. Eftir skólavistina var Ingólfur um tíma í Noregi, einnig sjómaður á tveimur vertíðum í Vestmanna- eyjum og um tíma vann hann á eyr- inni í Reykjavík. Þetta var á kreppuárunum og mun Ingólfur hafa orðið nokkuð snortinn af rót- tækri verkalýðsbaráttu. Gunnar B. Guðmundsson, fræðimaður og bóndi frá Heiðarbrún í Holta- hreppi, sagði löngu síðar í grein um Ingólf að sú frétt hefði borist upp á land að í 1. maí-göngu í Vest- mannaeyjum hefði Ingólfur ekki einungis verið í göngu kommúnista heldur gengið þar í fylkingarbrjósti og borið rauðan fána: „Ingólfur var orðinn kommúnisti og þótti sumum þetta talsverður galli á annars góðum dreng.“ Og enn fremur: „Á kaupfélagsárum Ingólfs á Rauðalæk höfðu vegavinnumenn stundum tjaldbúðir sínar á flötinni neðan við fossinn og kaupfélags- húsið. Í hádeginu kom Ingólfur stundum hlaupandi til þeirra, færði þeim Verklýðsblaðið (sem var for- veri Þjóðviljans) og sagði þá m.a. við vegavinnumennina: „Þið fáið ekki nóg laun fyrir ykkar vinnu. Ykkur ber að fá hærra kaup.““ Helgi Hannesson kaupfélags- stjóri á Rauðalæk sagði að Ingólfur hefði fyrsta vorið sem hann vann hjá honum lesið Rauðu stjörnuna og Sovétvininn, tvö tímarit ís- lenskra kommúnista og skráð sig á biðlista um komast í sendinefnd til Sovétríkjanna. Síðar á Rauðalækj- arárunum gerðist hann hins vegar liðtækur Framsóknarmaður, eins og hann átti kyn til, og sótti flokks- þing Framsóknarflokksins 1933. Helgi, sem ekki lá gott orð til Ing- ólfs, bætti við: „En nú tók kappinn skjótum sinnaskiptum. Haustið 1934 var hann allt í einu orðinn harðsnúinn Sjálfstæðisgarpur …“ Gunnar frá Heiðarbrún velti því fyrir sér í grein sinni af hverju Ing- ólfur snerist til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn: „Á þessum árum (1933-1937) áttu sjálfstæðismenn báða þingmenn Rangæinga. Annar þeirra var Jón Ólafsson bankastjóri í Reykjavík, frá Sumarliðabæ. Systir Jóns var Guðlaug húsfreyja á Árbæ í Holt- um og fylgdi hún bróður sínum í pólitíkinni … Svo er sagt, að nokkru eftir að Ingólfur gerðist búðardrengur á Rauðalæk hafi Guðlaug verið þar á ferð og virt Ingólf fyrir sér. Hafi henni virst maðurinn hinn mannvænlegasti, álitið hann æskilegan tengdason og jafnframt „séð“ í honum alþing- ismanninn … Stundum þurfti að fara kaupstaðarferðir frá Árbæ og niður að Rauðalæk og á Guðlaug gjarnan að hafa sent Evu dóttur sína í þær ferðir og látið hana fara eina og leiddi það til kynna þeirra Ingólfs. Það var því hald sumra, að það hafi verið hún Guðlaug á Árbæ sem hafi verið hinn mikli áhrifa- valdur í pólitískri niðurstöðu Ing- ólfs Jónssonar. Það gerðist svo allt um svipað leyti, að Ingólfur og Eva ganga í gæfuríkt og farsælt hjóna- band, [og] hann gengur í Sjálfstæð- isflokkinn.“ Klofningur á Rauðalæk Það var árið 1932 sem Ingólfur réðist til starfa hjá frænda sínum, Helga Hannessyni á Rauðalæk, og vann þar næstu árin, þó ekki sam- fellt. Um tíma fór hann norður á Akureyri og vann þar hjá KEA undir handarjaðri Vilhjálms Þór kaupfélagsstjóra sem hann bar vel söguna og var hrifinn af. Þeir frændurnir Helgi á Rauða- læk og Ingólfur áttu hins vegar lítt skap saman. Báðir voru metnaðar- fullir og ráðríkir og kom fljótlega upp ágreiningur milli þeirra um hvernig ætti að reka kaupfélag. Er sá ágreiningur rakinn í kaflanum um Kaupfélag Rangæinga á Rauða- læk. Árið 1934 varð eins konar stjórnarbylting í kaupfélaginu og komust sjálfstæðismenn í meiri- hluta í stjórninni. Helgi Hannesson var ekki í vafa um að Ingólfur Jóns- son stæði þar á bak við og hygðist sjálfur komast í stól kaupfélags- stjóra. Lauk þeim sviptingum með því að Helgi náði aftur meirihluta í stjórninni, eins og áður hefur verið rakið, og hélt naumlega kaupfélag- inu. En þar með var ágreiningurinn orðinn að klofningi. Úr Kaupfélagi Rangæinga gengu allmargir félags- menn, þeirra á meðal stjórnar- mennirnir Gunnar Runólfsson á Syðri-Rauðalæk og Sigurjón Sig- urðsson í Raftholti í Holtum, sem sögðu af sér, og Haraldur Hall- dórsson á Efri-Rauðalæk, annar endurskoðandi félagsins. Að sögn Ingólfs komu þessir þrír menn ásamt hinum aldna bænda- höfðingja, Guðmundi Þorbjarnar- syni á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, að máli við hann og báðu hann að taka að sér stjórn á nýju kaupfélagi sem þeir hugðust stofna í sýslunni. Við völd í landinu var þegar þetta var stjórn hinna vinnandi stétta, eins og hún var kölluð, eða sam- steypustjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Her- manns Jónassonar. Stjórnin beitti róttækum úrræðum og hafði áætl- unarbúskap á stefnuskrá sinni. Öldur risu hátt um hana og hún var eitur i beinum einkaframtaks- manna í Sjálfstæðisflokknum. Í Rangárþingi voru margir efnaðir og íhaldssamir bændur sem féll illa að kaupfélögin tvö í sýslunni, sem réðu lögum og lofum í allri verslun, væru í höndum framsóknarmanna. Þeir fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum og svo virðist sem meirihluti kjósenda í sýslunni hafi einnig gert það því að þingmenn hennar báðir, þeir Jón Ólafsson og Pétur Magn- ússon, voru úr þeim flokki. Helgi Hannesson segir sögu af ekkju nokkurri og á þar líklega við Guð- laugu Ólafsdóttur á Árbæ, systur Jóns þingmanns, og tilvonandi tengdamóður Ingólfs: „Um þessar mundir bjó í sveit- inni myndarleg roskin ekkja með börnum sínum, dugnaðarforkur, sjálfstæðishetja og góðkunningi minn. Hún kom oft að Rauðalæk og talaði margt við mig. Einu sinni man ég að hún mælti þessi orð: „Þú ættir nú, Helgi, að segja skilið við bönnvaðan Framsóknarflokkinn, koma til okkar og taka svo við af Jóni.“ Hún meinti Jón Ólafsson bankastjóra og þingmann Rang- æinga. Ég tel víst að sú góða kona hafi sagt lík eða sömu orð við Ingólf búðarmann. Enda beit hann á agnið og hlaut mikla umbun fyrir …“ Fyrir utan þá fjóra sem að fram- an eru nefndir segir Ingólfur í ævi- minningum sínum að margir aðrir góðbændur í héraði hafi unnið að stofnun nýs kaupfélags og brátt skapast góð samstaða um það. Fyrirferðarmikill Sunnlendingur Bókarkafli | Í ritverkinu Samvinna á Suðurlandi rekur sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson sögu samvinnufélaga á Suðurlandi. Rakin er saga kaupfélaga og annarra samvinnufyrirtækja í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skafta- fellssýslu og Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Þjóðminjasafnið/Geir G. Zoega Fyrirferð Ingólfur Jónsson vakti sem ungur maður athygli fyrir kapp og atorku við gerð Djúpósstíflunnar 1923. Rangæingur Ingólfur Jónsson frá Bóluhjáleigu í Djúpárhreppi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.